Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.11.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 65 V.. KIRKJUSTARF Kristniboðarnir vinna meðal margra afskekktra þjóðflokka. Þetta er kirkja lítils safnaðar Gúdsjímanna skammt frá Arba Minch í Suðvestur-Eþíópíu. Safnaðarstarf Kristniboðs- messa í Hallgríms- kirkju SUNNUDAGURINN 12. nóvember er hinn árlegi kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá verður kristni- boðsstarf íslendinga til umfjöllunar í kirkjum landsins. Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga hefur unn- ið að kristniboðs- og líknarstarfi í Eþíópíu og Kenýu undanfarna ára- tugi og hefur starfið borið ríkulegan ávöxt. Einnig stendur kristniboðs- sambandið straum af útvarpssend- ingum til Kína. Neyð fólks í andleg- um og líkamlegum efnum er oft mjög mikil í þriðja heiminum og er þörf á að linna þjáningar þeirra og neyð. íslenskir kristniboðar eru að störfum í báðum þessum Afríkuríkj- um. Þennan dag verður sérstök kristniboðsguðsþjónusta í Hall- gn'mskirkju kl. 11.00 þar sem Guð- laugur Gunnarsson predikar en hann hefur um langt árabil starfað sem kristniboði í Eþíópíu. Sr. Sig- urður Pálsson þjónar fyrir altari. Við guðsþjónustuna mun Scola Cantor- um syngja undir stjórn Harðar As- kelssonar auk þess sem Kanga- kvartettinn mun syngja en hann skipa fjórar stúlkur sem hafa allar kynnst starfi kristniboðsins í Eþíóp- íu og Kenýu af eigin raun og ber söngvaval og söngstíll þeirra oft vott um afríkanskar rætur þeirra. I guðs- þjónustunni verður kirkjugestum gefinn kostur á að láta gjafir af hendi rakna til starfs Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Bein út- sending verður frá þessari guðsþjón- ustu á Rás eitt hjá Ríkisútvarpinu. Poppmessa í Hafn- arfjarðarkirkju SUNNUDAGURINN 12. nóvember er kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar. Af því tilefni bjóða fermingarbörn í Hafnarfjarðarkirkju til mikillar veislu eins og vaninn er ár hvert á þessum degi. Veislan hefst með poppmessu í kirkjunni kl.20.30. í poppmessunni syngur Páll Rósin- kranz ásamt hljómsveitinni „Léttir strengir" og gengið verður til altaris við gospelsöng. Allir prestar kirkj- unnar þjóna. Eftir poppmessuna heldur veislan áfram í safnaðarheim- ili kirkjunnar, Strandbergi. Þar bjóða fermingai-börn foreldrum sín- um, systkinum, vinum og öðrum sem til kirkju koma upp á kaffihlaðborð að hætti heimamanna. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Hefðbundin guðsþjónusta fer fram kl. 11.00 um morguninn og einnig er sunnudaga- skólastarf bæði í kirkjunni og Hval- eyrai-skóla. Prestar Hafnaríjarðarkirkju. Seljasöfnuður tuttugu ára NÚ í ár eru tuttugu ár liðin síðan stofnuð var sérstök kirkjusókn í Seljahverfinu í Breiðholti. Hverfið hafði áður verið hluti af Breiðholts- sókn en árið 1980 var Seljasókn stofnuð enda hröð uppbygging í hverfinu og fjöldi barna og unglinga. Sr. Valgeir Ástráðsson hefur verið sóknarprestur Seljasóknar nánast frá stofnun safnaðarins. Seljasókn þurfti, eins og allar kirkjusóknir í nýbyggðahverfum, að búa við mjög erfiðar starfsaðstæður í upphafi. Guðsþjónustur og safnaðarstarfsemi voru á ýmsum stöðum til þess tíma að söfnuðurinn kom sér upp góðri starfsaðstöðu í kirkjumiðstöð Selja- kirkju. Seljakirkja var vígð árið 1987. Þar fer nú fram viðamikið safnaðarstarf. Prestar Seljakirkju auk sóknarprests eru sr. Ágúst Ein- arsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdótt- ir. Formaður sóknarnefndar Selja- sóknar er Jón Guðmundsson. Afmælis Seljasafnaðar verður minnst sunnudaginn 12. nóvember. Þá verður barnaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 með fjölbreyttri dag- skrá. Kl. 14 verður guðsþjónusta. Þar munu prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari, kirkjukórinn syngja og Magnea Gunnarsdóttir syngja ein- söng. I guðsþjónustunni predikar Ólafur Skúlason biskup. Áð henni lokinni verður boðið upp á hressingu í kirkjumiðstöðinni. Kl. 16 verða tón- leikar með léttri sveiflu í kirkjunni. Þar syngja kirkjukór og barnakór kirkjunnar undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Hjördís Geirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir munu einnig syngja. í kirkjunni verður komið upp sýningu með myndum úr tuttugu ára starfi ásamt því sem sýndar verða tillöguteikningar að nýjum steindum glergluggum í kirkjusal. I tilefni afmælisins verður gefið út afmælisrit sem verður borið út í öll heimili sóknarinnar. Einnig er hægt að fá ritið í kirkjunni. Safnaðarfólk og aðrir velunnarar Seljakirkju er hvatt til að taka þátt í dagskrá kirkjunnar 12. nóvember. Guðsþjónusta kvennakirkj unnar KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Grensáskirkju sunnudag- inn 12. nóvember kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er vináttan. Jóhanna Þráinsdóttir, nýútskrifaður guð- fræðingur, predikar um vináttu kvenna. Margrét Guðmundsdóttir kennai-i talar um skort á vináttu og tengir það við vináttuskortinn við kennarastéttina. Ásgerður Júníusdóttir syngur ein- söng við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng. Kaffi verður á eftir í safnaðarheimilinu. Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17.30 verður síðdegisboð í Þingholts- stræti 17. Gestir verða höfundar skáldsögunnar Dísar, þær Oddný Sturludóttir, Silja Hauksdóttir og Birna Anna Björnsdóttir. Dís fjallar um líf ungrar konu sem býr í miðbæ Reykjavíkur og tekst á við vandann sem fylgir því að fóta sig í kynhlut- verkinu og velja hvað hún ætlar að verða þegar möguleikarnir virðast óteljandi. Heitar vöfflur og kaffi verða á boðstólum. Allt fólk er vel- komið. Sr. Sigurður Grétar settur í embætti SUNNUDAGINN 12. nóvember kl. 11 mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra setja sr. Sigurð Grétar Helgason í embætti sóknai-prests í Seltjamarneskirkju. Sr. Sigurður Grétar hefur starfað sem prestur við Seltjarnarneskirkju frá febrúar 1998 en hann var skipað- ur sóknarprestm- í Seltjarnarnes- prestakalli frá og með 1. október sl. Við athöfnina mun kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja undir stjórn Vieru Manásek organista og Eiríkur Öm Pálsson leikur á tromp- et. Starfsfólk og sóknarnefnd kirkj- unnar býður sr. Sigurð Grétar velkominn til starfa og hvetur söfn- uðinn til að mæta til helgrar stundar og samfélags næstkomandi sunnu- dag. Að guðsþjónustu lokinni verður kirkjugestum boðið til safnaðar- heimilis í léttar veitingar. Sóknarnefnd Seltjarnarnes- kirkju. * Hver var Olafía r Jóhannsdóttir? GUÐRÚN Ásmundsdóttir leikkona mun flytja erindi um Ólafíu Jó- hannsdóttur næstkomandi sunnu- dag, 12. nóvember, á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju sem hefst kl. 10 f.h. Ólafía starfaði í Osló, einkum meðal stúlkna sem lent höfðu á glapstigum, og var henni reistur minnisvarði þar fyrir óeigingjarnt brautryðjendastarf. Einnig kom hún við sögu kirkju og kristni á íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar. Guðrún hefur verið að rannsaka æviferil þessarar frænku Einars Benedikts- sonar, sem m.a. er getið í ævisögu hans, og verður án efa fróðlegt að heyra hvers Guðrún hefur orðið vís- ari. Kl. 11 hefst svo í kirkjunni messa á kristniboðsdegi þar sem Guðlaug- ur Gunnarsson kristniboði mun predika og séra Sigurður Pálsson þjóna fyrir altari. Neskirkja. Félagsstarf eldri borgai’a í dag kl. 14 í safnaðarheimilinu. Sleg- ið á létta strengi. Bingó. Kaffiveit- ingar. Munið kirkjubílinn. Allir vel- komnir. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Langholtskirkja. Sjálfstyrkingar- námskeið fyrir konur; seinni hluti kl. 14-17 í loftsal Langholtskirkju. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning. Högni Valsson predikar. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Páls- dóttir. Gleði, friður og fögnuður í húsi drottins. Allir hjartanlega vel- komnir. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Fim.: Menn með markmið kl. 20. Föstud.: Bæna- stund unga fólksins kl. 19.30. Allir , hjartanlega velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 14.15 æfing hjá Litlum lærisveinum og hljómsveit í safnaðarheimilinu fyrir þjóðlagamessu sem verður 19. nóv. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skólikl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn Stefánsson. ÞAÐ ER ALLT ORÐIÐ HVÍTT! Nú er vetur gengin í garð og tími til komin að setja vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu ekki í sama farinu! Pantaðu tíma í síma 557 9110 eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði. BÍLKÓ EHF.- Bifreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði ■ Bílaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kópavogi ■ Sími 557 9110 ■ Rauð gata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPW 10-16 LAU. NEYOARÞJÓNUSTAN ALLTAF 0P1N SÍMI800 4949. C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.