Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ V axandi áhyggjur nemenda VERKFALL framhaldsskólakenn- ara hefur staðið yfir í tvær vikur og virðist lítið hafa þokast í samnings- átt. Félag framhaldsskólanema er með aðstöðu i Hinu húsinu þar sem sérstakur verkfallshópur nemenda fylgist með framgangi mála og sér um að miðla upplýsingum til annarra nemenda og svara spumingum þeirra. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- nema, stýrir verkfallshópi nemenda og segir að sér virðist sem áhyggjur nemenda af verkfallinu fari vaxandi. „Fyrstu dagana fannst manni eins og fólk tæki þessu frekar létt, en núna síðustu daga hafa sífellt fleiri verið að hafa samband við okkur og senda okkur tölvupóst með fyrir- spurnum," segir Steinunn Vala. Hún segir að spumingar nemenda snúist að megninu til um réttindi þeirra, til dæmis hvort þeir eigi rétt á atvinnu- leysisbótum á meðan á verkfalli stendur eða á endurgreiðslu gjalda sem þeir hafi greitt svo sem innrit- unargjalda og heimavistargjalda. „Nemendur fá að sjálfsögðu ekki atvinnuleysisbætur í verkfallinu al- mennt. Það er ekki hægt að fá skóla- gjöldin eða innritunargjöldin endur- greidd, því það er búið að veita nemendum þá þjónustu sem í þeim felast, en þau em yfirleitt nokkur- þúsund krónur á önn. Heimavistar- gjöld fást heldur ekki endurgreidd, en eiginlega allir sem eru á heima- vist fara heim til sín í verkfallinu og era þannig að borga leigu fyrir hús- næði sem þeir era ekki að nota,“ seg- ir Steinunn Vala. Hún segir að sumstaðar hafi nem- endur þegar borgað heimavistar- gjöld fyrir alla önnina en annars staðar borgi þeir mánaðarlega. Nemendur geti einungis komist hjá því að greiða gjöldin með því að segja upp plássi sínu á vistinni, en þá taki þeir hins vegar nokkra áhættu þar sem ekki sé tryggt að þeir fái pláss strax aftur. Mest í húfí fyrir þá sem stefnt höfðu að útskrifit í desember Steinunn Vala bendir á að staða nemenda í fjölbrautakerfi og bekkj- arkerfi sé mjög ólík. Nemendur í bekkjarkerfi séu rólegri því þeir sjái frekar fyrir sér að geta unnið upp námsefnið á vorönninni, en nemend- ur í fjölbrautakerfi séu eðlilega mun áhyggjufyllri því þeim sé mikilvægt að ljúka þessari önn og er að sjálf- sögðu mest í húfi fyrir þá sem stefnt höfðu að útskrift nú í desember. Steinunn Vala segir óneitanlega séu mjög skiptar skoðanir meðal nemenda um stöðu mála. „Sumum finnst kennarar of kröfu- harðir og finnst við í félaginu ekki ýta nógu mikið á kennara um að þeir semji, svo finnst öðram að eingöngu eigi að þrýsta á stjórnvöld. Mörgum finnst samfélagið í heild sinni ekki styðja nógu vel við bakið á kennur- um og era mjög óánægðir með það. Sérstaklega í ljósi þess að aðrar stéttir ríkisstarfsmanna hafa talað um að þær muni feta í fótspor kenn- ara ef kröfur þeirra verða samþykkt- ar,“ segir Steinunn Vala. Hún segir það vera almenna til- finningu nemenda að verkfallið muni ná fram yfir áramót og að það verði jafnvel mjög langt. Bæði sýni reynsla fyrri ára að kennaraverkföll dragist gjaman á langinn og einnig viti þeir að mjög langt bil er á milli samningsaðila. Hún segir jafnframt að svo virðist sem þetta eigi að vera verkfallið sem verði til þess að marka tímamót. „Mér finnst hljóðið í kennuram vera þannig að þeir ætli að gera þetta almennilega í þetta sinn. Þann- ig að þegar samningar náist núna, sem á öragglega eftir að taka nokk- urn tíma, þá eigi kennarar ekki eftir að þurfa að fara í verkfall aftur í bráð,“ segir Steinunn Vala. Á annað hundrað kennara hitt- ast daglega í verkfallsmiðstöð Verkfallsmiðstöð kennara er rekin í félagsheimilinu Drangey við Stakkahlíð og að sögn Magnúsar Jónssonar, sem hefur umsjón með miðstöðinni, koma þangað saman á annað hundrað kennarar daglega. Þar fylgjast þeir með stöðu samn- ingaviðræðna, en fulltrúi samninga- nefndar kennara kemur daglega og greinir frá stöðu mála og fær jafn- framt viðbrögð og tillögur frá við- stöddum. Einnig koma gestir sem málið varðar og ræða við kennara og segir Magnús að sá hópur sem komi í miðstöðina daglega fari stækkandi. Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari Menntaskólans á Laugar- vatni, segir að tómlegt sé um að lit- ast í skólanum og á heimavistinni. Um 120 nemendur séu við nám í skólanum í vetur, þar af séu 110 í heimavist og segir hann að strax á fyrstu tveimur verkfallsdögunum hafi langflestir nemendur farið heim. „En við eram tilbúin að taka við krökkunum ef þeir vilja koma og lesa hér, en þeir mega lesa í almennu o C ö 03 tri & o c !» 03 m 50 O . GO : on ? o 1 z stórfega um að ég lesi betri bók í bráð.“ Jóhanna Kristjónsdóttir/strik.is „Fantasía Guðbergs byggir ekki á sköpun ævintyra- heima heldur fremur á hans ævintýralegu sýn á umhveiii sitt, lífið og tilveruna. En það er sú sýn sem, líkt og vorhænan, verpir frjóum gulleggjum skaldskaparins.“ Úlfhildur Dagsdóttir/RÚV „Hver saga er í sjálfu sér litið listaverk.“ Jóhanna Knstjónsdóttir/strik.is dj-jo JPV FORLAG Morgunblaðiö/Halldór Kolbeins Á annað hundrað kennara koma saman daglega í verkfallsmiðstöð kennara þar sem þeir skiptast á skoðunum. Frá setuverkfalli framhaldsskólanemenda í fjármálaráðuneytinu. kennslustofunum og í tölvuverinu," segir Kristinn. Hann segist vita til þess að tölu- verður hópur nemenda sé kominn í vinnu en að flestir séu líklega í hluta- störfum og ættu því að geta komið lærdómi við einnig. Hann segist hins vegar ekki vita til þess að kennarar séu komnir í aðra tímabundna vinnu. Framtíð framhalds- skólanna er í húfi Láras Bjamason, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, segir að ekki sé hægt að segja til um það nú hvemig málefni nemenda verði leyst að loknu verkfalli. „En mér finnst ljóst að þegar verkfallið leysist, hvort sem það verður fyrr eða síðar, verði að fara fram kennsla og próf,“ segir Láras. Hann segist vita til þess að margir nemenda séu að vinna í verkfallinu en að hann viti ekki til þess að kenn- arar hafi tekið að sér önnur störf. „Mitt stærsta áhyggjuefni er að ef ekki verður veraleg breyting á kjör- um framhaldsskólakennara þá fáum við ekki ungt fólk í stéttina," segir Láras. Hann segir að staðan sé einna verst í raungreinum og að nýliðun meðal stærðfræðikennara sé til dæmis nær engin. „Stærðfræðingar sem koma heim úr námi fara í allt önnur störf. Mér finnst mjög dapurlegt að staðan sé sú að ungt fólk, sem býr við dæmi- gerðar aðstæður, geti ekki litið á framhaldskólakennslu sem raunhæf- an valkost vegna launanna. Þó að það vildi gjarnan vinna við kennslu. Þetta finnst mér beinhart áhyggju- efni og ég er ekki í vafa um að fram- tíð framhaldsskólanna veltur á því að það verði gerð veraleg breyting á kjöram kennara," segir Láras. Verkfalliðí V erzlunarskólanum Þrýst á stunda- kennara ÞORVARÐUR Eh'asson, skólameistari Verzlunarskól- ans, hefur í bréfi til verkfalls- stjómar framhaldsskólakenn- ara látið í ljós að það hafi verið ákvörðun stundakennara og nemenda þeirra að færa til kennslutíma eftir að verkfall hófst við skólann sl. mánudag. Hann sjálfur hafi ekki komið að þeirri ákvörðun. Gunnlaugur Ástgeirsson, formaður verkfallsstjómar, sagði að fyrst Þorvarður hefði ekkert komið að málinu myndi verkfallsstjórn beina þeim til- mælum til stundakennaranna að þeir færðu skipulag kennsl- unnar til fyrra horfs. Stjómin myndi síðan bíða eftir hvaða viðbrögð kæmu við þessum til- mælum. „Við vitum að það er í mikilli óþökk þeirra kennara sem era í verkfalli, að verið sé að hringla svona til með tíma og kennslu- stundir. Ég geri ráð fyrir að þeir muni mjög bráðlega gera eitthvað í málinu," sagði Gunn- laugur. Gylfí Páll Hersir um ályktun ASI til stuðnings kennurum Skilyrðislaus stuðningur við kjarabaráttu kennara GYLFI Páll Hersir, þingfulltrúi Efl- ingar, stéttarfélags, á þingi ASÍ, seg- ir engan vafa leika á að ályktun sú, sem samþykkt var á þinginu um stuðning við baráttu kennara fyrir bættum kjöram, feli í sér skilyrðis- lausan stuðning við kjarabaráttu þeirra. Gylfi Páll er ósammála því sem fram kom í Morgunblaðinu í gær að skiptar skoðanir hafi verið á þing- inu um hvort túlka bæri tillöguna sem stuðning við kjarakröfur kennara eða eingöngu stuðning við baráttu þeirra. Gylfi Páll bar umrædda tillögu fram i kjara-, atvinnu- og velferðar- nefnd þingsins, þar sem tillagan mætti mikilli andstöðu minnihluta nefndarmanna en hún var samþykkt í nefndinni með 20 atkvæðum gegn 19. Aðrar tillögur sem gengu skemmra, á þá leið að þingið lýsti yfir almennum stuðningi við kennara, en sá stuðn- ingur tæki þó ekki til launakrafna þeirra, náðu ekki fram að ganga. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, var á meðal þeirra sem lögðust gegn samþykkt tillögunnar og að sögn Gylfa Páls beittu aðrir helstu forystu- menn sambandsins sér gegn henni. „Þeir litu á þetta sem árás á launa- stefnu Alþýðusambandsins, að þetta samræmdist henni ekki og gengi í berhögg við hana. Ég er í sjálfu sér sammála því en ég held að það hafi ekki verið neinn ágreiningur hjá neinum sem þama talaði um það út á hvað þessi tillaga gekk. Hún gekk út á afdráttarlausan stuðning við kenn- ara og raunveralega við þær kröfúr sem þeir settu fram,“ sagði Gylfi Páll. „Þetta var afdráttarlaus stuðning- ur við kennara og hann var ekki skil- yrtur á neinn hátt. Það var alveg skýrt um hvað þetta snerist," segir GylfiPáll. Tillaga Gylfa Páls var borin upp á þinginu og samþykkt eftir miklar um- ræður með 189 atkvæðum gegn 110. Segir ályktunina ekki þýða, breytingn á launastefnu ASI Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð- ingur ASÍ, sem sæti á í launanefnd launþegasamtakanna og atvinnurek- enda, sem hefur það hlutverk að end- urmeta forsendur kjarasamning- anna, segist ekki líta svo á að umrædd ályktun um stuðning við kennara feli í sér breyting á launa- stefnu ASÍ eða hafi bein áhrif á störf launanefndarinnar. „Síðastliðinn vetur var mat samn- ingsaðila að það væri ekki meira svigrúm miðað við efnahagsumhverf- ið til þess að semja um hærri laun en þar samdist um. Ef það kemur í Ijós að ríkið metur það þannig að það sé meira svigrúm til launahækkana en þar var samið um, þá mun reyna á það í febrúar hvort atvinnurekendur telja að svigrúmið hafi aukist,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.