Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 82
MORGUNBLAÐIÐ 82 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 >---------------------------- FÓLK í FRÉTTUM ■jg. Ekki sveitasöngkona, heldur hlj ómsveit Tríóið Lucy Pearl í rólegheitum. Hver er þessi Lucy Pearl eig- inlega? Birgir Örn Steinars- son hringdi í Ali Shaheed Muhammad og komst að því. S SÍÐUSTU vikum hefur lagið „Dont mess with my man“ með bandaríska tríóinu Lucy Pearl ómað ótt og títt á léttari poppútvarpsstöðvunum og varla hefur liðið sú klukkustund á Popp Tíví sem myndbandið hefur vantað. Meðlimir tríós- ins eru vel sjóuð í bransanum þrátt fyrir að hafa komið úr ólíkum áttum. Raphael Saadiq var meðlimur Tony! Toni! Tone!, Dawn Robin- son (sem yfirgaf reyndar hópinn í síðustu viku) söng áður með R&B sveitinni En Vouge og Ali Shaheed Muhammad voru meðlimur rappsveit- arinnar A Tribe Called Quest. Einhver hefur kannski velt því fyrir sér hvemig stendur á því að þessir listamenn hópuðu sig saman. „Raphael og ég erum búnir að vera vinir í um átta ár, kynntumst í gegnum tónlistina," út- skýrir AIi með rólegum og nánast dáleiðandi talanda. „Hann var alltaf að reyna fá mig til þess að stofna með sér hljómsveit en þá voru Tribe Called Quest og Tony! Toni! Tone! enn starfandi, og út af því að við vorum samnings- bundnir gekk það ekki. Það er að segja að Jive Records vildu ekki leyfa mér það. Síðan í fyrra þegar ég öðlaðist frelsi mitt frá þeim minnti Raphael mig á hugmyndina. Síðan vorum við að leita að þriðja meðlimn- um og hann hafði áður unnið með En Vouge, og hann mundi eftir því hve vel honum hafði fund- ist rödd sín passa við rödd Dawns, og stakk því upp á henni. Þannig að við hringdum bara í hana og skelltum okkur í hljóðverið og tókum upp plötuna." Og small þetta bara strax saman ? „Já.“ Það virðist ekki vera óalgengur misskilning- ur héma á Isiandi að fólk haldi að nafnið Lucy Pearl sé nafn söngkonu en ekki hljómsveitar. Varþað með vilja gert að velja stúlkunafn til þess að valda misskilningi? „Nei, í rauninni ekki, okkur langaði bara til þess að finna nafn sem væri jafnsérstætt og nöfn þeirra sveita sem við höfðum verið í. A tribe called Quest, Tony! Toni! Tone! og En Vouge eru ekki mjög hefðbundin nöfn og við vildum að nafn samstarfsins hefði einhvem persónuleika. Við vildum fá nafn sem gæti al- veg eins verið á rokkhljómsveit, sálar- hljómsveit eða suðurríkjasveit. Einn daginn stakk Raphael upp á „Lucy“ og okkur hinum leist ágætlega á en fannst þó eitthvað vanta. Seinna um daginn fann hann eftimafnið og þá var það komið. Við vildum bara að nafnið gæfi h'tið til kynna. Þetta gæti alveg eins verið nafn á sveitasöngkonu." Höfðuð þið þá engar áhyggjur að fólk sem þekkti ekki til héldi að Dawn væri írauninni söngkonan LucyPearl? „Nei, við föttuðum það ekkert fyrr en eftir að platan var komin út. Okkur datt ekkert í hug að fólk myndi halda að þetta væri nafn á raun- verulegri konu. Við héldum bara að fólk myndi sjá okkur og átta sig strax á þessu.“ Lifandi hljóðsmölun Smáskífulagiðykkar „Dont mess with my man “ er mjög vinsælt héma á klakanum. „Já, við fréttum það. Okkur finnst það alveg frábært.“ Hvað vitiðþið mikið um Island? Verðiðþið hissa þegar þið fréttið að fólk héma tengi sig við tónlist ykkar? „Ég þekki nú ekki mikið til landsins, en verð ég hissa? Ég veit það ekki, ætli ég verði ekki alltaf svolítið hissa þegar cinhverjum einhvers staðar, jafnvel hér í Bandaríkjunum, líkar vel við tónlist sem ég kem nálægt. Um leið og ég er hissa er ég líka þakklátur að fólk sé hrifið af því sem við gerum. Ég veit ekki mikið um hvemig tónlist er í gangi þama hjá ykkur, hvort það sé hip-hop, techno eða eitthvað annað.“ Þettaer bara ágætis hrærigrautur af öllu hérna. Imyndaðu þér tæplega 300þúsund manna samfélagþar sem tónlistarfólkið sækir innblástur í flestar tónlistastefnur heims. „Vá, það er mjög indælt, þannig á þetta vera.“ Þegar ég hlustaá plötuna ykkar fæ égþað á tilfínninguna að lifandi flutningur skipti ykkur miklu máli. „Já, það er satt. Og það er út af því að Raphael kemur úr þannig tónlistarumhverfi. Hann spilar á bassa, gítar og trommur. Ég er meira fyrir það að smala hljóðbútum, búa til hljómborðshljóð, gera plötusnúðabrellur og forrita trommuheila. Þannig að það er þess vegna sem Lucy Pearl er blanda þessara tveggja hluta. Við þurftum að finna leið til þess að láta þetta vinna saman og það gerðist mjög eðlilega. Við höfð- um verið að fíflast við það að blanda þessu saman annað slagið í sex ár, bara svona fyrir okkur. I hvert skipti sem hann kom í heim- sókn til mín eða ég til hans þá vorum við allt- af að búa eitthvað til. Þannig kviknaði upp- haflega hugmyndin að samstarfinu. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að Raphael fái sitt pláss fyrir lifandi hljóðfæraleikinn og að ég fái mitt fyrir hljóð- smölunina. Ég reyni að nálgast lifandi tónlist- arflutning í því sem ég geri. Þegar ég var í Tribe called quest smalaði ég hljóðbútum sem voru mjög meL ódískir og mjúkir. Ég er bara að reyna halda því áfram með Lucy Pearl." Semjiðþið Raphaelþá alla tónlistina? „Já, við semjum hana en það voru líka nokkrir aðrir sem komu að lagasmíðinni. Hljómsveit sem heitir Jake and the fatman eiga tvö lög á plötunni og Battlecat á eitt. Söngmelódíurnar eru flestar eftir Raphael, Dawn aðstoðaði kannski við að leggja loka- hönd á þær. Stundum semjum við textana saman en ég á ekki mikinn þátt í því vegna þess að mér líkar ekkert sérstaklega vel við textagerð." Eruð þið búin að velja næsta smáskífulag? „Næsta smáskífulag verður lagið sem Snoop Dog og Q-Tip eru gestir í. Það heitir „You“. Við tökum myndbandið upp í næstu viku og þá fæ ég að hanga aftur með Q-Tip sem var með mér í Tribe. Hann sagði mér að þetta verði síðasta myndband sem hann ætlar nokkum tímann að gera. Ég veit ekki alveg hvernig hann ætlar að fara að því, en ef þetta verður hans síðasta er ég ánægður að við getum gert það saman.“ Örugg samskipti! Yfir 17 milljónir afgreiðslustaða um allan heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.