Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Slóð fiðrildanna kem- Bandaríkjun- Ljósmynd/Hulda Stefánsdóttir Ólafur Jóhann ásamt ritstjóra Pantheon bókaforlagsins, Carol Janway, og umboðsmanni sínum vestan hafs, Gloriu Loomis, í út- gáfuteiti sem haldið var í Norræna húsinu á Manhattan í tilefni af út- gáfu Á slóðum fiðrildanna í Bandaríkjunum. ur út í New York. Morgunblaðið. HALDIÐ var upp á bandaríska útgáfu á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar Slóð fiðrildanna, sem á ensku heitir, The Journey Home, í Norræna húsinu í New York sl. þriðjudagskvöld. Dómar sem birtir voru fyrir út- gáfu bókarinnar eru allir jákvæð- ir og hefur stærsta bóksölukeðj- an í Bandaríkjunum, Barnes og Nobel, skipað henni í hillur meðal verka framúrskarandi ungra rit- höfunda sem verslunin mælir sér- staklega með. Er þetta annað skáldverk Ólafs Jóhanns sem kemur út vestan hafs en fyrri bókin, Fyrirgefning syndanna, kom út í Bandaríkjunum árið 1994. „Með rósemi sem svíður og yf- irþyrmandi innihaldi sínu ber þessi þögla skáldsaga vitnisburð hetjudáðum lífsins,“ segir m.a. í dómi Booklist um enska þýðingu Á slóðum fiðrildanna. Fagrit út- gefenda, Publishers Weekly, tel- ur ekki ósennilegt að höfundi verði líkt við rithöfunda á borð við Michel Ondaatje og Kazuo Ishiguro, og það verðskuldi hann. Bókaforlagið Pantheon gefur bókina út í enskri þýðingu Olafs Jóhanns og Victoriu Cribb. Á slóðum fíðrildanna er fimmta skáldsaga Ólafs Jóhanns og hefur verið gengið frá útgáfu skáldsög- unnar í Þýskalandi og Frakk- landi, og á Spáni, Ítalíu og Eng- landi. Þá hefur kvikmyndaréttur að sögunni verið seldur til fyrirtæk- is Sigurjóns Sighvatssonar, Pal- omar Pictures Þjóðarmorð Nýjar bækur • UT er komin bókin Kafteinn Ofurbrók og ævintýri hans eftir Dav Pilkey. Karl Agúst Úlfsson þýddi. I fréttatilkynningu segir: „Þetta er spennandi og sprenghlægileg metsölubók fyrir káta krakka sem hefur veitt Harry Potter harða samkeppni vestanhafs. Hér er líf og fjör á hverri síðu, prakkara- strik, skondnar söguhetjur og drepfyndnar teikningar. Höfund- urinn, Dav Pilkey, hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar sem eru auðlesnar en virkja jafn- framt ímyndunarafl krakka því þau fá sjálf tækifæri til að taka þátt í sögunni með hinu feikifjör- uga flettibíói!" Útgefandi er JPV forlag. Bókin er 123 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Leiðbeinandi verð: 1.980 krónur. • UT er komin bókin Listin að lifa - listin að deyja eftir Óttar Guðmundsson lækni. í fréttatilkynningu segir: „Hér segir Öttar Guð- mundsson frá persónulegum kynnum sínum af dauðanum og tekur mörg dæmi um sam- skigti dauðans og Islendinga á liðnum öldum. Lífið hefur tekið miklum umskipt- um og afstaðan til dauðans hefur breyst að sama skapi. Sá dauði, sem eitt sinn var sýnilegur og óaðskiljanlegur hluti veruleikans, er nú kominn inn á sjúkrahús og aðrar stofnanir. En þrátt fyrir allt stendur sú staðreynd óhögguð að dauðinn verður ekki umflúinn. Höfundur greinir frá áratuga gömlum áhuga sínum á ríki dauð- ans, hvernig fundum þeirra bar saman í fyrsta sinn og hvernig samskipti þeirra hafa þróast á síð- ustu áratugum. Óttar kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir meinta fjarveru sína sé dauðinn ennþá ein helsta forsenda lífsins: Sá sem ekki kann að lifa kann ekki heldur að deyja; listin að lifa og listin að deyja haldast í hend- ur. Bókin hjálpar þeim sem eiga erfitt með að sætta sig við hlut- deild dauðans í lífinu og hugleið- ingar höfundar, ásamt eigin reynslu, sýna dauðann í öðru ljósi en venjulega: Lífið og dauðinn gefa hvort öðru gildi því að án dauðans væri ekkert líf og án lífs- ins enginn dauði. Óttar Guðmundsson starfar sem geðlæknir hjá Landspítala. Hann hefur ritað ótal greinar um lækn- isfræðileg efni og m.a. skrifað handbækurnar: Islensku kynlífs- bókina (1990), Tímann og tárið (1992) og Það sem máli skiptir: ástin, tilfinningar og kynlíf ungs fólks (1993) og skáldsöguna Kvennamaður deyr (1996).“ Útgefandi er JPV forlag. Bókin er ríkulega myndskreytt. Hún er 277 bls. í stóru broti, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Búi Kristjánsson hannaði útlit bókar og kápu. Leiðbeinandi verð: 4.480 krónur. • ÚTerkomiðþriðjabindirit- safnsins Á lífsins leið. í fréttatilkynningu segir: Sem fyrr sýnir fjöldi þekktra manna og kvenna á sér nýja hlið og segir frá atvikum eða fólki sem ekki gleymist. Frásagnimar eru því um áhugavert efni af mörgu tagi, ýmist glettnisleg- ar eða áleitnar; þær segja frá bemskuárum höfunda sem síðari skeiðum á ævi þeirra; þær em um daglegt líf með ýmsum tilbrigðum, ævintýralegar ferðir og viðburði, um dulræn efni og drauma. Ágóði af sölu bókarinnar rennur til Bamaspítala Hringsins og for- vamarstarfs meðal bama.“ Útgefandi er góðgerðarfélagið Stoð og styrkur. Bókin er 160 bls., brotin um afÆskunni, prentuð og umbrotin í Prentsmiðjunni Odda. BÆKUR Frásaga ÓGNIR MINNINGANNA eftir Loung Ung, Ingi Karl Jóhann- esson þýddi. Vaka-Helgafell 2000. - 283 bls. TUTTUGUSTU aldarinnar verð- ur vafalaust minnst sem aldar mik- illa hörmunga. Stríð og faraldrar af ýmsum tegundum hafa hrjáð mann- kynið en þó er verst af öllu meðvituð og markviss útrýming fólks, þjóð- emis- og þjóðarhreinsanir, kyn- þáttahreinsanir og þess háttar. Vita- skuld standa upp úr útrým- ingarbúðir Hitlers og Gúlagið og Vorkútabúðir Stalíns. En Pol Pot og hans Rauðu khmerar em ekki fjarri því að komast í hóp þessara mestu fjöldamorðingja allra tíma. Heims- byggðin starði í fomndran á það þeg- ar upp komst eftir innrás Víetnama í Kambódíu að þeir höfðu útrýmt vemlegum hluta eigin þjóðar af óskiljanlegri grimmd í nafni þjóð- rembukommúnisma. Talið er að 1,7 milljónir manna hafi farist í þeim hörmungum. Um þessa þjóðarútrýmingu fjallar bókin Ógnir minninganna. Hún er átakanleg frásögn frá Kambódíu. Höfundurinn Loung Ung var fimm ára gömul þegar ósköpin dundu yfir. Fjölskylda hennar var millistéttar- fjölskylda og vön góðu. Því var hún kjörið skotmark Rauðu khmeranna. Saga þessarar fjölskyldu verður þó Litrík BÆKUR Barnabák DREKASTAPPAN Saga og myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Mál og menning, Reykjavík, 2000. HARPA og Hrói eru komin á kreik á nýjan leik, nú í Dreka- stöppunni. Fyrir þremur árum kom út bókin Kynlegur kvistur á grænni grein þar sem við fengum að kynnast ævintýrum vinanna og kynnum þeirra af verum handan raunveruleikans. Nú lesum við um eins konar dæm- isaga um örlög kambódísku þjóð- arinnar. Við fylgj- umst með því þegar borgirnar eru tæmdar af fólki og það neytt til að vinna nauð- ungarvinnu á ökr- unum, hvernig Rauðu khmerarn- ir beita fólkið harðræði, svelta það og niðurlægja en svo fer fólk að hverfa. Hægt og hægt fækkar í fjölskyldu Loung Ung og hún sundrast. Heiti sögunnar á ensku segir ef til vill alla söguna en í hrárri þýðingu yrði það: Fyrst drápu þeir föður minn. Þegar sverfur að sér móðir Loung Ung ekki annað ráð en að sundra fjölskyldunni og dreifa bömunum í þeirri von að eitthvert þeirra komist af. í raun og veru beinir höfundurinn þó ekki síður sjónum að þeim sem lifðu hörmungarnar af, hvemig þeir komust af, hvernig sjálfsbjargarvið- leitnin ýtti öllu öðru til hliðar, hvem- ig hinir veiku og smáu fundu leiðir út úr ógöngunum og hún beinir athygli sinni að sársaukanum og hatrinu sem blundar í bijósti þeirra sem eft- ir lifðu og ekkert fær sefað. Þetta er öðram þræði skelfileg og átakanleg bók en einnig hrífandi þvi að hún miðlar umfram allt annað mannlegri reisn. Loung Ung er baráttukona og berst m.a. gegn ógnum af jarð- sprengjum, Þessi baráttuvilji og kímni ferðalag af allt öðrum toga en þó frá öðrum heimi ekki síður. Hrói er ljós á brún og brá og lítill í sér sem fýrr. Harpa er með miklu villt- ari koll, hárið úf- ið og krallað og hugurinn kjark- aður og fullur ímyndunarafls. Alls kyns kynjaverur elta þau um blaðsíður bókarinnar, í björtum og fallegum litum. Myndirnar eru vel gerðar og fullar kímni, eins og von er þegar hugrekki skfn í gegnum alla söguna og gefur henni mikið gildi. Loung Ung var barnung þegar þessir atburðir áttu sér stað og velur að segja söguna frá sjónarhorni barnsins sem er ef til vill megin- styrkur sögunnar. I raun og vera era slíkir atburðir svo óskiljanlegir að hin barnslega sýn á þá varpar jafnvel skýrara Ijósi á þá en heimssýn þeirra fullorðnu sem láta fátt koma sér á óvart. Lýsingar Ung á fólki era eftir- minnilegar og skýrar. Þrátt fyrir hið bemska sjónarhom sem hún víkur ekki frá tekst henni að sýna okkur fólk í margvíslegu ljósi. Á vissan hátt er erfitt að lesa þessa bók. Höfundur dregur ekkert undan og gengur nærri lesanda með lýsingum sínum á sannri mannvonsku. En henni er jafnljóst að sú mannvonska sprettur af ómannlegum aðstæðum. Því að kúgarinn er jafnhræddur og hinir kúguðu. Ef til vill má gagnrýna höfund fyr- ir skort á heildarsýn yfir þá atburði sem þama áttu sér stað. Það er dálít- ið erfitt að átta sig á því hvers vegna þessir atburðir urðu út frá bók Loung Ung. En á vissan hátt er sú aðferð þó jafnvel áhrifasterkari. Lesandi er allt í einu hrifinn úr ör- uggu millistéttarumhverfi inn í ór- eiðu þjóðarhreinsana og fær því inn- sýn í áfallið sem slíkt veldur. Þýðing Inga Karls Jóhannssonar er læsileg og látlaus og engir hnökr- ar áberandi. Hér er því á ferðinni frásögn sem vert er að gefa gaum. Það era dálítil átök að lesa hana vegna þess hversu hræðilegir at- burðimir era sem hún skýrir frá en samt er hún hrífandi og gefandi. Sigrún Eldjárn á í hlut. Ungum dreng á heimili skrifara finnst gaman að skoða myndirnar og það vefst ekki fyrir honum að finna það á blaðsíðunum sem hann er beðinn um að benda á. Sömu skepnurnar birtast blaðsíðu eftir blaðsíðu og upplagt að nota tæki- færið og kenna bömum hugtök og örva myndlestur þeirra. Sagan er vel sögð og „plottið" er vel uppbyggt. Bókin er spennandi og skemmtileg. Ungir áheyrendur biðja um meira ef lesandi hikar. Barn er góður gagnrýnandi og segir á sinn hátt það sem því býr í brjósti. Það biður ekki um meira nema sagan höfði til þess. Það er góður kostur þegar saga höfðar til lesenda á öllum aldri- Drekastappan gerir það. María Hrönn Gunnarsdóttir Kaffihúsa- ljóð JÓHANN Guðni Reynisson gefur Ijóðin sín með kaffíbollum á Súf- istanum til 27. nóvember. Þetta eru ljóð, sérstak- lega ort til þeirra sem sitja á kaffihúsum með allar sínar sögur, langanir og þrár, hug- renningar, til- finningar, ekki sfst andstæður, andhverfur og mótsagnir sem líflð elur af sér hverja einustu stund. Ljóðin hverfast öll um slíka kjarna. Þegar fólk fær sér kaffi- bolla á Súfistanum fylgir ljóð á litlum renningi með. Og vegna þess að ljóðin má segja að eigi lögheimili á kaffi- húsum er skorað á gesti að yrkja sjálfir á eins renninga og skilja eftir, merkt höfundarnafni. Þann- ig verði til safn kaffihúsaljóða sem sfðar kann að koma með ein- hverjum hætti fyrir sjónir al- mennings, segir í fréttatilkynn- ingu. ------*-4-4----- Nýjar bækur • ÚT er komin skáldsagan Heimsins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason. í fréttatil- kynningu segir um söguefnið: „Marteinn Máni er nútímamaður á niðurleið, þriggja barna faðir í Þingholtunum. Hann er hamingju- og öryggisfíkill, hefur átt erfiða bernsku og ber ör á líkama og sál. Foreldrar hans era af hippakynslóðinni, sjálfur tilheyr- ir hann firrtri kynslóð sem sífellt á að vera hress, á framabraut og í góðu formi. En hann er ekkert af þessu. Hvert á hann að beina reiði sinni yfir vondu hlutskipti. Þetta er óvenjuleg og áleitin saga um ást og ástleysi, kynlíf, sjúkdóma og dauða. Snörp ádeila á nútímasamfélag í sögu þar sem höfundur fer á kost- um í fyndnum, tregafullum og beinskeyttum lýsingum." Heimsins heimskasti pabbi er þriðja skáldsaga höfundarins. Utgefandi er JPV forlag. Bókin er218 bls., prentuð í Prentsmið- junni Odda hf. Finnur Malmquist gerði kápu. Leiðbeinandi verð: 3.980 krónur. • ÚT er komin barnabókin Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið eftir Yrsu Sigurðar- dóttur. í fréttatil- kynningu segir: „Sumarið sem Freyja er ellefu ára ræður mamma hennar fyrrum fanga til að gæta hennar og fjögurra systkina hennar. Til að byrja með gengur allt vel og Bergþór er þrátt fýrir vafasama fortíð ábyrgðarfull og blíð barn- fóstra. En þegar vinir hans og samfangar fara að skjóta upp koll- inum og biðja um greiða flækjast málin og það verður verkefni barnapíubófans og krakkanna fimm að leysa úr þeim flækjum. Yrsa Sigurðardóttir hefur löngu sannað sig sem hugmyndaríkur höfundur bráðskemmtilegra ærslasagna og gefur þessi fyrri bókum hennar ekkert eftir. Arn- gunnur Ýr Gylfadóttir mynd- skreytti." Útgefandi er Mál og menning. Óltiir Guðmundsson Skafti Þ. Halldórsson Sigrún Eldjárn Jóhann G. Reynisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.