Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ . FRÉTTIR Rof á sam- félagsþjón- ustu 10% ALLS hefur 322 einstaklingum verið heimilað að afplána allt að 6 mánaða óskilorðsbundna fangels- isrefsingu með ólaunaðri samfé- lagsþjónustu síðan lög þar að lút- andi voru sett 1988. Þar af hafa 36 rofið skilyrði samfélagsþjón- ustunnar og verið gert að afplána eftirstöðvar refsingar í fangelsi. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Guðrúnar Ögmundsdóttur, Samfylkingu, sem dreift hefur verið á Alþingi. Segir í svari við einni af spurningum Guðrúnar að fáar umsóknir um samfélagsþjón- ustu í stað óskilorðsbundinnar refsingar hafí borist frá dæmdum kynferðisafbrotamönnum. Alls hafí fjórir sótt um, þremur um- sóknum hafí verið hafnað og ein umsókn samþykkt. Var þar dæmd refsing 30 daga varðhald og per- sónulegar aðstæður mjög sérstak- ar, að því er fram kemur í svar- inu. Ennfremur segir að fyrirhugað sé að gera rannsókn á næsta ári á endurkomum þeirra sem heimilað hefur verið að gegna samfélags- þjónustu í stað afplánunar fang- elsisrefsingar. Er fullyrt að Fang- elsismálastofnun fylgist vel með því að skilyrði samfélagsþjónustu- heimildarinnar séu haldin og mat stofnunarinnar sé að mjög vel hafi tekist til. „Rof á samfélagsþjónustu hafa verið um 10%. Svo lágt hlutfall rofa á skilyrðum samfélagsþjón- ustu, þrátt fyrir kerfísbundið eft- irlit, bendir til þess að úrræðið gefist vel,“ segir í svarinu. ------*_*_♦----- Tónminjasafn á Stokkseyri RÍKISSTJÓRNINNI verður falið að láta semja frumvarp til laga um stofnun og rekstm- tónminjasafns á Stokkseyri verði samþykkt þings- ályktunartillaga sem fjórir þing- menn Suðurlands hafa lagt fram á Alþingi. Það eru þingmennirnir ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, Drífa Hjartardóttir og Ámi John- sen, Sjálfstæðisflokki, og Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingu, sem leggja tillöguna fram. Hún gerir ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram í upphafi næsta löggjafarþings og að það verði samið í samstarfi við sveitarfélagið Árborg, hérað- snefnd Árnessýslu og Byggðasafn Amesinga. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 lögð fram á Alþingi Áfengis, vímuefna- og tóbaksvarnir Hlutfail þeirra sem reykja daglega (18-69 ára) Eldri borgarar Hlutfall 80 ára og eldri á öldrunarstofnunum 40...................... % 36,1 35,6 1993 1996 2010 Geðheilbrigði Fjöldi sjálfsvíga hjá fólki yngra en 35 ára Hjarta- og heilavernd Dánartíðni vegna hjarta- ög æðasjúkdóma á hverja 100 þús. íbúa á aldrinum 25-74 ára 350 - 328- Krabbameinsvarnir Dánartíðni vegna krabbameina á hverja 100 þús. íbúa 75 ára og yngri Slysavarnir Dánir af völdum slysa af hverjum 100 þús. íbúum 60----- 52 Langtímamarlonið og for- gangsverkefni skilgreind INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um heil- brigðisáætlun til ársins 2010. Með til- lögunni fylgir eintak af heilbrigðis- áætluninni en hún hefur að geyma langtímamai-kmið ráðuneytisins í heilbrigðismálum. Fram kemur í greinargerð að und- anfarin 3-4 ár hafi nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra unnið að endurskoðun heilbrigðisáætlunar sem gilt heíúr fíá árinu 1991. Við endur- skoðunina hafi verið tekið mið af stefnumörkun Alþjóðaheilbrigðis- málastoíhunarinnar um heilbrigði allra og heilbrigðisáætlunum annarra ríkja annars vegar, og hins vegar stefnumótun og úttektum á fjölmörg- um þáttum heilbrigðismála hér á landi. Drög að heilbrigðisáætlun voru kynnt á heilbrigðisþingi í mars 1999 en í kjölfarið fengu stjómendur heil- brigðisstofnana, fagstéttir, hags- munahópar og fleiri aðilar drögin til umsagnar. Voru athuga- semdir þeirra og ýmislegt annað sem fram kom á heilbrigðisþinginu lagt til gmndvall- ar endanlegri gerð áætlunarinn- ar. Heilbrigðisáætluninni er ætlað að gilda til ársins 2010 en á árinu 2005 er gert ráð fyrir að framkvæmd verði endurskoðun á öllum helstu markmið- um hennar. Árlega verði einnig gefið út yfirlit eða skýrsla um stöðu og framvindu þeirra verkefna sem áætl- unin nái til. Fram kemur í heilbrigðisáætlun- inni að forgangsverkefni í heilbrigðis- málum verða sjö. Lúta þau að áfeng- is-, vímuefna og tóbaksvömum, bömum og ungmennum, eldri borgur- um, geðheilbrigði, hjarta- og heila- vemd, krabba- meinsvömum og slysavömum. Meðal helstu markmiða sem sett em má nefna: Stefnt er að því að hlutfall fólks á aldrinum 18-69 ára sem reykir verði undir 15%, en árið 1999 reyktu 27% karla og kvenna daglega. Áfeng- isneysla verði ekki meiri en 5 lítrar af hreinu alkóhóli á hvem íbúa 15 ára og eldri en árið 1998 var hún 5,56 lítrar. Stefnt er að því að unnið verði að því að jafna mun á heilsufari bama sem tengist þjóðfélagsstöðu foreldra um 25%. Bið eftir vistun á hjúknmar- heimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar, en árið 1997 var meðalbiðtími eftir þjúkmnarrými 267 dagar í Reykja- vík. Ennfremur að dregið verði úr tíðni sjálfsvíga um 25%, en á ámnum 1991-1995 dóu 60 karlar yngri en 35 ára af völdum sjálfsvígs og 8 konur. Dregið verði úr tíðni geðraskana um 10%, en árið 1994 var heildaralgengi geðraskana 22%. Dauðaslysum fækki um 25% Stefnt er að því að dregið verði úr dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma hjá fólki á aldrinum 25-74 ára, um 20% hjá körlum og 10% hjá kon- um. Sömuleiðis verði dregið úr tíðni heilablóðfalla um 30%. Stefnt er að því að dánartíðni vegna krabbameina hjá fólki yngra en 75 ára lækki um 10% og að slysum fækki um 25% en árið 1997 slösuðust 60.000 manns. Loks er stefnt að því að dauðaslysum fækki um 25% en a ámnum 1991-1995 dóu árlega að meðaltali 42 af hverjum 100.000 körl- um af völdum slysa og 21 af hverjum 100.000 konum. ALÞINGI Alþingi Utan dagskrár Fjölmiðlamannastóðið er mætt á staðinn Eftir Davíð Loga Sigurðsson þingfréttamann ÞAÐ andar köldu milli Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra og Sverris Hermannssonar. Annað er ekki hægt að ráða af fasi þeirra í söl- um Alþingis eðaþeim ræðum Sverris þar sem ráðherrann ber á góma - en það er alloft. Á þriðjudag þegar fjör- ug umræða fór fram um skýrslu Halldórs um utanríkismál skaut Sverrir t.d. fóstum skotum að ráð- herranum en svo er að sjá sem Hall- dór telji Sverri ekki lengur þess verð- an að eyða á hann orðum. Hér var rætt vítt og breitt um mál sem rata kannski sjaldan inn í þing- salinn en sem mörgum finnst hins vegar vera eitt af stóru viðfangsefn- um stjómmálanna. Umræðan var því áhugaverð fyrir þannig þenkjandi fólk, í öllu falli áhugaverðari en ut- andagskrárumræða um fjárhags- vanda sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem fram fór á mánudag. Hér er ekki meiningin að draga fjöður yfir alvar- leika þeirra mála, aðeins að varpa Ijósi á þann mun sem óneitanlega er á umræðum um hinar „breiðu" póli- tísku spumingar og þau mál sem snúa sérstaklega að tilteknum lands- hlutum, starfsstéttum eða stofnun- um. Annað sem gefur tilefni til hugleið- inga þennan þriðjudagseftirmiðdag er viðvera hóps námsmanna á þing- pöllum en þeir era þangað komnir til að vekja athygli á húsnæðisvanda há- skólans. Það fer nefnilega fjarska lít- ið fyrir unga fólkinu en því meira fyr- ir fjölmiðlamannastóðinu sem mætt er til að verða vitni að „upp- ákomunni". Alla jafna era það aðeins frétta- menn RDdsútvarpsins, Sjónvarpins og Morgunblaðsins sem hafa fasta viðveru í þinghúsinu. Aðrir mæta stopult. Þetta vekur upp spumingar um fjölmiðla á íslandi sem virðast fæstir hafa bolmagn til annars en að fleyta rjómann ofan af því sem ber á góma á löggjafarsamkundunni. Hvort nokkur maður kæri sig um ítarlegri fréttaflutning af Alþingi er annað mál og sannarlega ætlar sá sem þetta skrifar ekki að dæma þar um. Hann verður hins vegar á stund- um einmana í blaðamannsbási sínum, einkum þegar litið er yfir auða bása flokksdagblaðanna sem áður lifðu góðu lífi og sóttu fundi Alþingis upp á hvem dag. XXX Miðvikudagar era sennilega þægi- legastir starfsdaga Alþingis fyrir þingfréttamann. Þá hefst þingfundur kl. 13.30 og stendur oftast til 16 en þá er regla að haldnir séu þingflokks- fundir. Við bætist að jafnan era að- eins teknar fyrir fyrirspumir til ráð- herra á miðvikudögum og eins og áður hefur verið vikið að í þessum dálki er fyrirspurnaformið oft bæði skemmtilegt og þægilegt úrvinnslu. Fátt kræsilegt rak að vísu á fjörur manna í fyrirspumatíma á miðviku- dag. Einna heíst að hægt sé að minn- ast á fyrirspumir til dómsmálaráð- herra um löggæslu- og fíkniefnamál - því þar fengu menn nasasjón af fjör- ugri umræðu sem fram fór daginn eftir og snerist um meintan fjárskort fíkniefnalögreglunnai- og ein- angranarvist fanga. Þar tókst Sól- veigu Pétursdóttur að afvopna and- stæðinga sína þegar í upphafi með upplýsingum um aukin fjárframlög í málaflokkinn, hrifsaði sem sé til sín framkvæðið og sýndi klæmar - ef til vill minnug þess hve vel stjómarand- stöðunni gekk að koma á hana höggi síðast þegar ráðherrann þurfti að svara fyrirspumum í þingsalnum. Alþingi er hins vegar vinnustaður lifandi fólks. Engan þarf að undra að þennan daginn setur voveiflegur at- burður, sem átt heíúr sér stað úti í $■ samfélaginu, svip sinn á andlit fólks, hér jafnt sem annars staðai-. XXX Það kemur fyrir að menn undrast þrautseigju og þolinmæði þingforset- anna, sem þurfa hvað sem tautar og raular að sitja undir málæði félaga sinna, vera með á nótunum og muna i eftir sjónvarpinu. Hér skal hins veg- ar upplýst að fyrir nokkram árum k varþingforsetumtryggðnettenging1 | forsetastóli. Það glott sem stundum sést færast yfir þingforseta - hver svo sem hann er í það og það skiptið - þarf því ekki endilega að skýrast af hnyttnum tilsvörum þingmanna. Jafnvíst er að þar hafi viðkomandi verið að lesa á Netinu nýjasta brandarann um vel heppnuð ummæu mannsins sem virtist vera búinn að tryggja sér forsetaembættið í Banda- ríkjunum síðast þegar fréttist - en sem gæti svo sem verið búinn að tapa j því aftur, hver veit!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.