Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 57 MINNINGAR en þau bjuggu í Laxanesi í Kjós. Átti hann þar gott atlæti. En syst- kinin eldri söknuðu þeirra Svönu og Dóra mikið, og oft hefur mamma talað um þennan dýrmæta tíma sem þau misstu systkinin saman. Við systkini mín í Akrakoti vor- um þeirra ánægju aðnjótandi að fá Halldór til okkar í sveitina. Var hann þá á heimilinu til aðstoðar og dvaldi hjá okkur um tíma, fengum við þá að kynnast þessum skemmtilega bróður hennar mömmu. Þá var hann ungur mað- ur. Hann komst fljótlega í uppá- hald hjá okkur og er enn. Segja má að hann hafi verið villingur í já- kvæðri merkingu, var alltaf að gantast og stríða góðlátlega. Hann hermdi eftir hinum ýmsu mektar- mönnum í þjóðfélaginu, var þó einn í sérstöku uppáhaldi hjá honum sem hann hermdi eftir og kunni margar skemmtilegar sögur af. Dóri kom öllum til að brosa með skemmtilegri framkomu og já- kvæðu hugarfari, söngmaður var hann góður og minn uppáhalds ten- ór. Ætluðum við í framtíðinni að troða upp á ættarmótum og syngja saman dúett, en af því verður ekki í þessu lífi, kannski seinna, hver veit. Halldór söng með Álafosskórnum ásamt eiginkonu sinni Kristínu Valdimarsdóttur, trúi ég að hans sé sárt saknað þaðan, nú syngur hann á efri hæðum og himnakórinn aldrei betri með hann í liði sínu. Halldór var góður heimilisfaðir og stoltur af fjölskyldu sinni, þau Kristín eignuðust fjögur börn og nýlega bættist barnabarn í hópinn. Ég votta ykkur fjölskyldunni samúð mina, megi minning um góðan dreng lifa með okkur. Ég kveð þig Halldór minn með ljóðlínum móðurföður þíns, Björns Ásgrímssonar frá Vík í Héðinsfirði. Blómin falla, daggir dofna, dauðinn kallar, bros er fjær. Lífs uns allar sorgir sofna sólarhallar byggðum nær. Guðrún Bjömsdóttir. Laugardaginn 4. nóvember barst okkur sú harmfrétt að frændi okkar og vinur, Halldór Kjartansson, væri látinn langt fyrir aldur fram. Okkur systkinin langar, með örfáum orð- um, að kveðja góðan dreng og biðja Guð um frið í hjarta okkar allra. Það hefur myndast mikið tóma- rúm og gjá í líf okkar allra sem þekktum hann Halldór. Hann frændi okkar var svo mikill selskapsijiaður og ávallt var glatt á hjalla þar sem hann var staddur. Við minnumst þess þegar við hitt- umst nú nýverið á samkomu til minningar um móður hans sem hefði orðið níræð hinn 30. septem- ber, ef hún hefði lifað. Þá var hann svo glaður og kátur eins og hans var von og vísa og lífgaði upp salinn þegar hann mætti ásamt fjölskyldu sinni. Það leyndi sér ekki þegar hann gekk inn, tignarlegur og með bros á vör og kallaði yfir salinn „komið þið sæl“, „komið þið sæl“, því næst gekk hann að hverju ein- asta borði og heilsaði fólkinu með faðmlagi og kossum. Andlitin í saln- um lýstust upp óg viss tilhlökkun og gleði fór um brjóst okkar að eiga svona skemmtilegan og góðan frænda. Elsku frændi okkar og vinur, Ég þakka þau ár sem ég áttí þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast % svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum Halldór Kjartans- son, kæran frænda okkar, með söknuði. Hann var góður drengur, kraftmikill og glaðsinna, jákvæður og vildi öllum vel. Við sendum fjöl- skyldu hans og öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Hallgrímur Þór Bjömsson, Ása María Björasdóttir, Kjartan Björnsson. AT V IIM l\S U - AUGLÝSINGAR A KOPAVOGSBÆR Frá Lindaskóla Starfsmann vantar í Dægradvöl. Laun samkv. kjarasamningum Starfsmanna- félags Kópavogs og Launanefndar sveitar- félaga. Upplýsingar gefur Gunnsteinn Sigurðsson skóla- stjóri í síma 554 3900 eða 861 7100 2tt0rgttnbl<tMt> Blaðbera vantar # Sæbólshverfi, Kópavogi Upplýsingar fást í síma 569 1122 Blaðbera 2tt*rgtntMaMfr vantar á Hlíðargötu/Holtagötu 0 í Þórunnarstræti/Klettastíg í Tungusíðu/Stapasíðu Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri sími 461 1600. Viðskiptafræðingur Viðskiptafræðingur með mikla reynslu (19 ár) í fjármála- og skrifstofustjórn óskar eftir starfi. Vinsamlegast sendið svörtil auglýsingadeildar Mbl., merkt: „Reynsla — 10335", fyrir 25. nóv. AUGLÝ5INGA FÉLAGSSTARF VFulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði Fundarboð Fundur um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar verður haldinn mánudaginn 20. nóvember nk. kl. 20.00 í Sjáifstæðishúsinu, Strand- götu 29, Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri, kynnir fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2001. 2. Önnur mál. Stjóm Fulltrúarádsins. SUMARHÚS/LÓÐIR Sumarbústaðalóðir í Biskupstungum Á Reykjavöllum er nýtt sumarbústaðahverfi. Þar er ævintýralegt útsýni yfir Ármót og til jökla og Heklu. Lóðirnar eru leigulóðir og eru ca 1/2 ha að stærð. Innifalið í stofngjaldi er vegurog lagnir fyrir heitt og kalt vatn að lóðarmörkum og heildargirðing umhverfis hverfið. Innifalið er tengigjald fyrir heitt vatn. Boðið er upp á aðstöðu fyrir báta við Tungufljót. Greiðslukjör. Verið velkomin að skoða. Uppl. í símum 897 3838/486 8706 og 861 8689. TIL SÖLU Lagersala á Bíldshöfða 16 (bakhús) í dag, laugardaginn 18. nóv.,kl. 10 til 17. Baðherbergisvörur með stórkostlegum aukaafsiætti. Hjólbörur og loftdælur m. fylgihlutum á ótrúlegu verði. Ýmsar plastvörur, leikfangabox, taukörfur, búsáhöld, pizza- og steikarform, hitakönnur og brúsar, vírgrindur og hillur, hjólagrindur, þurrkgrindur, vínrekkar, verkfæri o.fl. o.fl. Mikið úrval á frábæru verði. Nú er tækifærid Lagersala Nú rýmum við fyrir nýjum vörum Mikið úrval leikfanga, gjafavöru o.fl. Verð frá 100, 200 og 300 kr. Opið laugardag frá klukkan 11.00 til 16.00. Heildverslunin Gjafir og leikföng, Gylfaflöt 3 (við hliðina á Videóheimum), Grafarvogi, sími 587 2323. NAUÐUNGARSALA I SMAAUGLYSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurvegur49, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ársælsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, íbúðalánasjóður, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Tryggingmiðstöðin hf., miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kl. 14.00. Borgir, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kl. 14.00. Gilsbakki 1, íb. 0101 Seyðisfirði, þingl. eig. Jóhann Björn Jóhannsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kl. 14.00. Hafnargata 37, Seyðisfirði, þingl. eig. Fjarðarnet ehf., gerðarbeiðend- ur Byggðastofnun, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag (slands hf., miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kl. 14.00. Norðurgata 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Lyfting ehf., gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kl. 14.00. Útgarður 2, Egiisstöðum, þingl. eig. Vilhjálmur Einarsson, gerðarbeið- andi Húsasmiðjan hf., miðvikudaginn 22. nóvember 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. nóvember 2000. FUISiDlR/ MANNFAGNAÐUR Vinafélag íslensku Óperunnar Aðalfundur Vinafélags íslensku Óperunnar verður haldinn mánudaginn 27. nóvember nk., kl. 18.00, í íslensku Óperunni. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. KENNSLA Ungbarnanudd Gott námskeið fyrir foreldra með ung- börn. Ath.: Aðeins 6 börn í hóp. Báðir foreldrar velkomnir. Næsta námskeið hefst fimmtud. 30. nóv. kl. 13.00. Sérmenntaður kennari með yfir 10 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c, símar 896 9653, 552 1850 og 562 4745. FÉLAGSLÍF □ HELGAFELL7HLÍN 60001118 IVA/ Fræðslufundur kl. 13.30. Aðventuferðin i Bása 24.-26. nóv. Þið komist I sanna aðventu- stemmningu í aðventuferð Úti- vistar, Básum (Þórsm.). Göngu- ferðir, grýlukertaferð, skálinn skreyttur, jólahlaðborð (allir leggja sitt fram), aðventukvöld- vaka, hugvekja, söngur og gleði. Ferð fyrir alla aldurshópa. Brott- för föstudag kl. 20.00. Góð gisting í Útivistarskálunum. Þantið og takið miða á skrifst., Hallveigarstíg 1, s. 561 4330. Opið frá kl. 12—17. Netfang: uti- vist@utivist.is. Áramótaferð í Bása 30. des.—2. jan. Bókið strax, plássum fækkar ört. Sjá heimasíðu: utivist.is . □ HELGAFELL/HLÍN 60001118 IVA/ Fræðslufundur kl. 13.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORmNt 6 - SlMI 568-2533 Óvissuferð sunnud. 19. nóv- ember: Um 3 klst. ganga, farar- stjóri Sigurður Kristjánsson. Verð 800. Brottför frá BSI og Mörkinni 6 kl. 13.00. Félagsvist í Risinu þriðjud. 21. nóv. kl. 20.30. Kvöldvaka í FÍ-salnum mið- I vikud. 22. nóv. kl. 20.30. Jór^ Viðar Sigurðsson fjallar um Grænland í máli og myndum. Aðventuferð í Þórsmörk , 2.-3. des. Göngur, leikir, föndur, varðeldur. Fararstjór- , ar: Ólafía Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Hallvarðsson. Áramótaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan. Bókið tfmanlaga í Þórsmark- urferðirnar. Allir velkomnir. Bókið tímanlega á skrifstofu í síma 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV. bls. 619. DULSPEKi k I Völva vikunnar f i gegnum síma, 1 (I þar sem stuðst er v'® næmni og 'nnsæi. Svara síma 908 6500 [ dag og næstu daga. ^ Sigríður Klingenberg.*-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.