Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fullt hús Grímsey- inga á Fiskeafmæli Veittar voru viðurkenningar fyrir skák. Þær hlutu Þorleifur Alfreðsson í eldri deild og Arnar Pálmi Guðmundsson í yngri deild. GRÍMSEYINGAR hcldu sína árlegu Fiskehátíð í Félags- heimilinu Mtíla síðast liðinn laugardag fyrir fullu htísi. Frá ómuna- tíð hafa eyjarbtíar haldið ár hvert upp á afmæli mesta vel- gjörðarmanns sfns, dr. Daniel Willard Fiske sem fæddur var 11. nóvember 1831. Hátíðin hófst á því að dr. Fiske var minnst og lesið upp æviágrip hans. Þar sem hann var mikill skákmaður voru veitt- ar tvær skákviðurkenningar til nemenda Grunnskóla Grímseyjar. Þær hlutu Þorleifur Alfreðsson, nemandi í eldri deild, og Arnar Pálmi Guðmundsson í yngri deild. Einnig var afhentur farandbikar Fiske fyrir hraðskák í karlaflokki en hann hlaut Sæmundur Ólason. Fjölbreytt skemmtiatriði voru í boði og voru skólabörnin í aðal- hlutverki undir stjórn kennara og skólastjóra. Þau sungu, dönsuðu, léku á hljóðfæri, sögðu brandara og léku nokkur leikrit. Miðað við hlátrasköll og lófatak er óhætt að segja að börnin hafi farið á kostum. Veitingar voru í boði kvenna í Kvenfélaginu Baugi og buðu þær einnig upp á hljómsveitorball eftir hin hefðbundnu hátíðarhöld. Að sjálfsögðu var dansað og skemmti fólk sér fram undir morgun. Dr. Willard Fiske var banda- rískur prófessor við Cornell- Morgunblaðið/Margit Elva Grímseyingar minnast velgjörðarmanns síns, Willard Fiske, ár hvert og nú sem endranær var fjölmenni f fé- lagsheimilinu. Veitingar voru í boði kvenna í Kvenfélaginu Baugi og buðu þær einnig upp á ball. háskólann, málfræðingur mikill og einnig land- og sagnfræðingur og kenndi þar m.a. íslensku og sænsku. Hann varð fljótt áhuga- samur um ísland og kom hingað ár- ið 1879. Hann var aðalhvatamaður- inn að stofnun Taflfélags Reykja- víkur og studdi félagið í mörg ár, hann stofnaði lestrarfélag meðal skólapilta f Lærða skólanum f Reykjavík og skrifaði alls konar greinar um Island og íslensk mál- efni í erlend blöð. Dr. Fiske tók ástfóstri við Gríms- eyinga þótt hann kæmi aldrei í eyna, en fékk upplýsingar um skák- getu og almenna þrautseigju eyjar- skeggja. Fiske gaf skákborð og taflmenn á hvert heimili. Hann gaf eyjarbúum glæsilegt bókasafn. Dr. Fiske Iést árið 1904 og í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Grímseyingum eina stærstu pen- ingagjöf sem talið er að Islending- um hafí verið gefin. Þetta voru um 12 þtísund dollarar sem framreikn- aðir eru í dag um 24 milljónir. Fiske vildi að hluti peninganna færi almennt í að bæta mannlífið í eynni, sem var gert, og einnig var m.a. byggt skólahtís sem nýtist ennfrem- ur sem félagsheimili og bókasafn. Þess má geta að í nóvember 1998 var reist til minningar um dr. Fiske minnismerki sem Gunnar Árnason myndhöggvari gerði. Morgunblaðið/Elín Una Framhaldsskólanemendur í Snæfellsbæ eru að vonum ánægðir að vera lausir við verkfallið. Horfur eru á að þeir taki próf í desember. Full kennsla þratt fyrir verkfall Ólafsvík - Nemendur í framhalds- deild Fjölbrautaskóla Vesturlands í Snæfellsbæ njóta fullrar kennslu þrátt fyrir verkfall framhaldsskóla- kennara sem nú hefur staðið hátt á þriðju viku. Kemur þetta til af þeirri óvenjulegu stöðu að kennarar framhaldsdeildarinnar í Snæfells- bæ eru í Félagi grunnskólakennara og flestir þeirra kenna jafnframt við grunnskóla sveitarfélagsins. Að sögn Sveins Þórs Elinbergs- sonar, skólastjóra grunnskólans í Ólafsvík og umsjónarmanns fram- haldsdeildarinnar, eru allar horfur á að nemendurnir taki próf nú í desember og ljúki þannig önninni á eðlilegan hátt. Framhaldsdeildin í Snæfellsbæ er útibú frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi og hefur aðsetur í Ólafsvík og þar geta nemendur lokið sinu fyrsta ári í framhaldsskóla. Eins og í öðrum framhaldsskólum landsins liggur kennsla að mestu niðri í Fjölbrauta- skóla Vesturlands en framhalds- deildin í Snæfellsbæ er undantekn- ing þar á. viðskiptavInir Mvtðf tö&tfilt/ Talandi Picachu 3.103 kr. 'Pikachu Pöntunarsíminn, 565 3900, er alla daga frá kl. 9.00 til kl. 22.00. www.freemans.is Ágreiningur um by gg- ingu íþróttahúss ÁGREININGUR er innan Húna- þings vestra um byggingu íþrótta- húss á Hvammstanga. Ekkert íþróttahús er þar í dag, en hins vegar er nýlegt íþróttahús á Laugabakka í 10 kílómetra fjar- lægð. Meirihluti sveitarstjórnar vill byggja nýtt hús, en það sjónar- mið er sterkt meðal þeirra sem búa í sveitunum að nýta eigi íþróttahúsið á Laugabakka. Meirihluti sveitarstjórnar Húna- þings vestra samþykkti í sumar með 5 atkvæðum gegn einu (einn sat hjá) að hefja byggingu á íþróttahúsi á Hvammstanga á næsta ári. Samþykktin gekk þvert á flokkslínur. Ekki skynsamleg nýting á fjármunum Elín Líndal, oddviti Húnaþings vestra, sagði að bygging íþrótta- húss á Hvammstanga snerist um bætta þjónustu við íbúana. Frá því Hvammstangi og önnur sveitarfé- lög í V-Húnavatnssýslu sameinuð- ust 1998 hefði verið unnið að því að bæta þjónustu við íbúana. Búið væri að bæta dagvistunarþjónustu í sveitunum. Ákveðið hefði verið að gefa börnum niður í sex mánaða aldur kost á leikskólaplássi á Hvammstanga, en áður var miðað við 18 mánaða aldur. Snjómokstur hefði verið bættur verulega í sveit- unum og sama ætti við um sorp- hirðu. Elín sagði að ekki væri verið að stefna fjárhag sveitarfélagsins í neinn voða með byggingu íþrótta- húss enda hefði verið stunduð þar Snýst um bætta þjónustu við íbúana, segir Elín Líndal, oddviti Húnaþings vestra ábyrg fjármálastjórn. Hún sagði að búningsklefar væru til staðar á Hvammstanga og því væri um hagkvæma framkvæmd að ræða. Ólafur B. Óskarsson, bóndi í Víðidalstungu sem sæti á í sveitar- stjórn, sagðist telja þetta óskyn- samlega framkvæmd. Ekki væru nema 10 kílómetrar í ágætt íþróttahús á Laugabakka sem reist hefði verið fyrir innan við 10 árum. Það bæri ekki vott um skynsam- lega nýtingu fjármuna að nýta ekki þessa fjárfestingu. Hann sagði að sveitarfélögin sem þá ráku Laugabakkaskóla hefðu fjármagnað byggingu íþróttahússins og mörgum sem byggju í sveitunum þætti súrt í broti að þurfa að taka þátt í að fjármagna byggingu annars íþróttahúss aðeins fáum árum síð- ar. Hann sagðist vita að ekki væri heldur eining um málið á Hvammstanga. Ólafur sagðist efast um að það stæðist, sem fullyrt hefði verið, að íþróttahúsið kostaði ekki nema 65 milljónir króna. Inni í þeirri upp- hæð væri ekki gert ráð fyrir neinni aðstöðu fyrir áhorfendur og engum búnaði í húsinu. Undirbún- ingur málsins væri þess vegna óvandaður, en aðalatriðið væri þó að ekki væri brýn þörf á þessari framkvæmd. Þá mætti ekki gleyma því að það kostaði mikið fyrir lítið sveitarfélag að reka tvö íþróttahús. Eftir að sveitarfélögin voru sam- einuð var ákveðið að yngstu fimm árgöngunum yrði kennt á Hvammstanga, en elstu fimm yrði kennt á Laugabakka. Brynjólfur Gíslason sveitarstjóri sagði að við þessa breytingu hefði þjónusta við nemendur aukist og almenn ánægja væri með þetta fyrirkomu- lag. Hann sagði að leikfimikennsla færi fram í Laugabakkaskóla og börnum væri ekið á milli. Góð fjárhagsstaða Brynjólfur sagði að fjárhags- staða sveitarfélagsins væri góð samanborðið við sveitarfélög af sambærilegri stærð. Skatttekjur sveitarfélagsins væru um 262 milljónir og skuldir um síðustu áramót hefðu verið um 189 millj- ónir. Á þessu ári hefðu skuldir verið greiddar niður um 20 millj- ónir og engin ný lán hefðu verið tekin. Skuldir á íbúa væru nú um 151 þúsund. íbúar Húnaþings vestra voru um síðustu áramót um 1.250 og býr um helmingur um á Hvammstanga. Elín sagði að unnið væri við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001, en áformað væri að veita fé til byggingar íþróttahúss á því ári. Miðað væri við að framkvæmdum lyki haustið 2001. Heimsóttu fyrirtæki BÖRNIN úr leikskólanum Sólvöll- um á Grundarfirði heimsóttu fyr- irtækið Soffanías Cecilsson hf. á dögunum en fyrirtækið vinnur hörpuskel og fannst börnunum mjög gaman. Myndin var tekin við það tæki- færi og heita börnin Daníel, Sandra Rut, Hugljúf María, Sigur- björg, Jónas og Kristófer. Leik- skólakennararnir heita Ingibjörg og Kolbrtín Dröfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.