Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur BÆKUR • ÚT er komin bókiii J bláum skugga. Hér er á ferðinni safn ljós- mynda sem Þórarinn ÓskarÞór- arinsson hefur tekið á tveimur síð- ustu tónleikaferðum Stuðmanna. Hluti myndanna var á ljós- myndasýningu Þórarins Oskars í Ás- mundarsal sl. sumar, en þar seldust allar myndimar. Þá geymir bókin alla texta hljóm- sveitarinnar frá upphafi, 125 talsins, og eru hljómamir í lögunum einnig vandlega færðir til bókar. Með bók- inni fylgir líka geislaplata með nokkr- um Stuðmannalögum. Það er bókaútgáfan Mál og mynd sem gefur verkið út, en að hönnun verksins komu m.a. Kristján Karls- son ogRagnhildur Ragnarsdóttir. Bókin er256 bls. í stóru broti og prentuð í Steindórsprenti-Gutenberg en bókband var unnið hjá Bókfelii. Leiðbeinandi verð er4.900 krónur. • ÚT er komin bókin Skinna - Saga sútunar á íslandi eftir Þórarin Hjartarson í bókaflokknum Safn til iðnsögu íslendinga í ritstjórn Ás- geirs Ásgeirssonar. Verkun skinna hefur fylgt mann- kyni frá ómunatíð og er eitt elsta handverkið. Skinnaverkun hefur verið stunduð frá upphafi íslands- byggðar og ein afurð hennar er ís- lensk skinnhandi-it. I þessari bók er lýst i máli og myndum helstu aðferð- um við sútun og verkun skinna. Fjallað er um skinnaverkun fyrr á öldum, hvemig sútaraiðn festi rætur hérlendis með fyrstu faglærðu sút- urunum og hvemig sútun var verk- smiðjuvædd um miðja öldina. Sútun og skinnaverkun með verk- smiðjusniði var ein umfangsmesta grein iðnaðar í landinu um áratuga- skeið og þjónaði fyrst heimamarkaði en varð síðar útflutningsgrein. Greinin hefur gengið í gegnum skeið vaxtar og samdráttar og saga sút- unar er um margt lýsandi fyrir þró- un verksmiðjuframleiðslu sem bygg- ist á íslenskum afurðum. Bókin er prýdd fjölda mynda og skýringargreina og byggist bæði á munnlegum og skriflegum heim- ildum. Skinna er íjórtánda bindið og sautjánda ritið sem út kemur í rit- röðinni Safn til iðnsögu Islendinga. Útgefandi er Hið íslenzka bók- menntafélag. Bókin er232bls. Leið- beinandi verð: 4.500 krónur. Félags- mannaverð: 3.600 krónur. ISBN 9979-66-096-1 Endurminningar VERÖLD STRÍÐ OG VIK- URNÁM UNDIR JÖKLI Eftir Kristin Kristjánsson. 277 bls. Bókaútg. Pöpull, Hellnum, 2000. FYRIRSÖGN bókar þessarar er dálítið villandi. Ætla mætti að höf- undur sé að kenna það vikurnámi Jóns Loftssonar hve stríð veröldin getur verið. En því fer fjarri. Þvert á móti telur hann það hafa verið hið mesta happ að fyrirtæki Jóns skyldi setja sig niður í sveit hans, og það í þrengingum krepp- unnar sem geisaði af fullum þunga þar um slóðir sem annars staðar. En fyrirtæki Jóns og umsvifum þess lýsir hann með ágætum. Tækni þess tíma var nýtt til að fleyta vikrinum frá Jökulrótum til sjávar. Þaðan var efnið svo flutt sjóleiðis til áfangastaðar. Tækni sú, sem notuð var, þætti frumstæð nú. í þá daga lýsti hún bæði hyggjuviti og stórhug. Ennfremur minnist höfundur þess hver áhrif atvinnan hafði á mannlífið undir Jökli. íbúar Breiðavíkurhrepps voru þá mun fleiri en nú. Fyr- irtækið átti að geta styrkt byggð- ina til frambúðar. Vinnan var í fyrstunni eftirsótt. Með stríði og hernámi vænkaðist hagurinn. Upp frá því áttu vinnandi menn fleiri kosta völ. Vikurfélagið starfaði eigi að síður í hálfan fjórða áratug. Höfundur lýsir vel þeirri hug- arfarsbreytingu sem varð með stríðinu. Með stórbættum efnahag gerði fólk hærri kröfur til lífsins, byggði upp og stórbætti húsakost sinn. Sannaðist þá að eins dauði er annars brauð. »Gífurlegt magn af alls kyns trjáviði rak á land á ut- anverðu Snæfellsnesi úr skipum BÆKUR Skáldsaga PRINSESSUR Eftir Leó E. Löve. Fósturmold. 2000 - 204 bls. ÞAÐ eru fá takmörk fyrir því um hvað menn skrifa nú á dögum. Fátt er mönnum heilagt og kannski er ekki ástæða til að fár- ast yfir því. Við frelsum ekki heim- inn með vandlætingu. Eigi að síður hygg ég að rithöfundum sé nauð- synlegt að setja sér mörk. Sama gildir raunar um embættismenn. Málfrelsi er mikilvægt en því fylgir ábyrgð. Það er nefnilega ekki víst að allt það sem sagt er sé réttsýnt og siðlegt. Skáldsaga Leós E. Löve, Prins- essur, krefst siðferðislegrar krufn- ingar af því að hún tekur á við- kvæmu og umdeilanlegu málefni, raunar sakamáli á hátt sem ég er ekki sáttur við. I fréttatilkynningu Trvggvi Ólafsson Besta jólagjöfin ART CALLERY Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is Mannlíf og máttarvöld sem sökkt var á skipaleiðum inn Faxaflóann, ekki ýkja langt frá ströndinni,« segir Kristinn. Þar af leiddi að »þau voru mörg húsin hér í hreppi sem urðu til vegna þessa trjávið- ar sem kom upp í hendurnar á mönn- um.« En aðdrætt- irnir hefðu að öðr- um kosti verið talsverðum erfið- leikum bundnir. Breiðuvíkurhreppur var ekki í þjóðbraut í þá daga. Meginhluti bókarinnar fjallar annars um menn og málefni í hreppnum kringum miðja öldina og fram undir 1970. Þetta er per- sónuleg söguritun. Höfundur er ýmist þátttakandi eða áhorfandi. Hann leggur jafnframt mat sitt á fólk og atburði. Það mat er yfirhöf- uð jákvætt. Kristinn er þarna heimamaður. Fátt á því að koma honum framandlega fyrir sjónir eins og mörgum sem lítur þetta stórbrotna leiksvið náttúrunnai’ í fyrsta sinni. Snæfellsjökull og um- hverfi hans hafa orkað sterkt á hann í gegnum tíðina. Margur trú- ir að Jökullinn stafi frá sér orku sem auki þeim kraft sem undir honum búa. Vafalaust er nokkuð til í því hvort heldur má þakka það dulmögnum eður ei. Stórbrotið landslag hlýtur að skerpa skynjunina og lyfta undir ímyndunar- aflið ef menn hafa aug- un opin. Og raunar læt- ur Kristinn fylgja með fáeinar sögur af dular- fullum fyrirbærum. Kristinn minnir á hvernig sveit hans teng- ist bókmenntum Islend- inga aldirnar í gegnum. Vegna útræðisins hefur margur komist þar af sem ella hefði mátt súpa hel. Einn þeirra var Guðmundur Bergþórs- son. »... yfir hann ég ekkert ber / utan hempu tóma,« kvað meistari Vídalín eftir að fundum þeirra hafði borið sam- an þar vestra. Sigurður Breiðfjörð bjó í nokkur ár á Grímsstöðum í Breiðuvík. Þaðan hraktist hann til Reykjavík- ur, ákærður fyrir tvíkvæni. As- grímur Hellnaprestur taldist ekki til skálda en var laglega hagmælt- ur. Hann varð síðar þjóðsagnaper- sóna. Halldór Kiljan Laxness leyndi ekki hvert hann sækti efnið i Kristnihald undir Jökli. Kristinn varð meðal þeirra sem greiddu götu hans þar. »í ferðum hans til mín að Hellnum,« segir Kristinn, »komu með honum ýmsir mætir menn eins og Árni Óla rithöfundur og Svavar Guðnason listmálari. Eg var vanur að bjóða þeim heiðurs- mönnum kók og prins póló sem þeir þáðu með þökkum og vera má Kristinn Kristjánsson Brotalamir um bókina segir: „Ungur maður fékk höfundurinn það verkefni sem dóm- arafulltrúi að fjalla um mál manns sem i dag myndi vera kall- aður „barnaníðing- ur“, þótt það orð væri ekki til þá. Sög- una byggir höfundur á þessari lífsreynslu sinni.“ Vissulega er nauðsynlegt að láta ekki kynferðislega misbeitingu liggja í þagnargildi og lífs- reynsla höfundar hefur verið honum þungbær en hverjum þjónar það að rifja upp slíka atburði þegar sökudólgurinn hefur tekið út refs- ingu sína og er allur? Um skáldsöguna er það að segja að sem bókmenntaverk telst hún ekki til stórtíðinda. Hún einkennist umfram allt annað af brotalömum þótt raunar sé hún nokkuð læsileg. Ekki á það síst við um byggingu sögunnar sem er raunsæisleg enda heimildaverk umfram allt annað. Sagan er byggð upp sem ævisaga ógæfumannsins, Eggerts Óskars- sonar, póstburðarmanns. Hann er hálfgerð mannleysa sem kemur til borgarinnar og hrekst í faðminn á konu sem ásamt fjölskyldu sinni kemur fremur illa fram við mann- inn og kastar honum að lokum frá sér. Smátt og smátt kemst mað- urinn að því að hann er samkyn- hneigður og kemur hægt og hægt út úr skápnum. Síðar hneigist hann að unglingspiltum. í þessum hluta sögunnar er 8ögusamúð fremur með manninum en ekki og reynt er að varpa Ijósi á feril hans. Höfundur heldur sig í hæfilegri fjarlægð og lýsing hans á atferli mannsins er sæmilega hlut- læg og átakalítil. Áhugi höfundar á alls konar menntaskóla- og kaffi- húsaspeki tefur þó nokkuð fram- vindu sögunnar. Einkum eyðir hann miklu rými í alls konar orðsifjar sem hann lætur persónurn- ar hafa áhuga á. Sagan og formgerð hennar breytist svo í grundvallaratriðum eft- ir að upp kemst um at- hæfi Eggerts gagnvart unglingspiltum. Sögu- samúðin tekur pólskipt- um og allt er nú skoðað með augum rannsókn- armannsins. Við það gerist tvennt. Annars vegar verður sagan skýrslukennd enda byggist hún á skýrslum sálfræðings og viðtölum rannsóknaraðila við geranda og þolendur málsins. En á milli er okkur sýnt inn í hugarheim Þórð- ar, rannsóknarlögregluþjóns, sem lesandi hlýtur að líta á sem mál- pípu höfundar í ljósi fréttatilkynn- ingarinnar um bókina. Er greini- legt að mál þetta hefur hvílt þungt á höfundi enda vafalaust óskemmtileg reynsla að rannsaka slík mál. Fyrir bragðið er frásögn- in full af upphrópunum. Eggert er ekki einungis „barnaníðingur“, heldur er hann kallaður „Viðbjóð- urinn“. Þeir sem hlusta á játningar hans fyllast „hryllingi" og um hann er sagt:„Hvað Viðbjóður gat verið óskammfeilinn og gjörsam- lega tilfinningalaus...gjörsamlega samviskulaus." Það gefur að skilja að slík umvending skáldsögu gerir hana ótrúverðuga. Af þessu máli öllu dregur Þórð- ur / höfundur einnig ákaflega um- deilanlega niðurstöðu um samkyn- hneigð sem ég hygg vera niðurstöðu bókarinnar: „Þórður var alveg sannfærður um að vekja mætti upp samkynhneigð hjá pilt- um sem annars hefðu lifað eðlilegu lífi. Við rannsókn málsins taldi hann sig þannig hafa fundið út að með viðkvæmum sálum væri hægt að vekja upp óeðlilegar kenndir, sem myndu síðan fylgja þessum Leó E. Löve að þaðan komi þessir þjóðarréttir fram í Kristnihaldinu.« Þá var Gunnar Dal um skeið bú- settur á Arnarstapa, vinsæll maður og vel látinn. Höfundur ætlaði eitt sinn að líta til hans en ákvað sam- stundis frá að hverfa þegar hann komst að raun um að Kristmann Guðmundsson var þá staddur hjá skáldinu. Ekki var þó við það kom- andi, inn var hann drifinn þar sem hann mátti gera svo vel að taka þátt í spjalli frægðarmannanna. Þó Kristinn geti fallist á að sumt hafi breyst til batnaðar frá því er hann starfaði ungur að árum hjá Vikurfélaginu saknar hann eðlilega þeirrar veraldar sem var, veraldar sem skorti sárlega lífsgæði svoköll- uð en ól af sér vonir og þrár og gaf einatt fyrirheit um eitthvað meira og betra. Með hugarfarsbyltingu, tunglgöngum og geimferðum lagði tæknin undir sig drauminn og fjar- lægðina og þar með vonina. »Af- dalabúinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð og frá honum var tekinn æv- intýraljóminn, tunglið og stjörn- urnar höfðu tekið á sig nýja ímynd; hann hafði verið rændur ímyndunaraflinu sem um aldir hafði verið máttur hugans í óupp- lýstri veröld í hinu ómælanlega djúpi, eilífðinni sjálfri,« segir Kristinn. Yfir heildina litið hefðu þessar endurminningar Kristins Krist- jánssonar mátt vera nokkru skipu- legri. Miklu fleira er þó jákvætt um bókina að segja. Textinn er notalegur aflestrar. Málfar höfund- ar er hreint og vandað. Frásögnin er yfirhöfuð skýr og skilmerkileg og þó með fullri hófsemi. Og með því að rekja sögu sveitar sinnar á umbrotatímum varpar hann jafn- framt ljósi á það sem almennt gekk og gerðist í íslenskri sveit á sama tíma, hringinn um landið. Erlendur Jónsson einstaklingum alla ævi. Hann þótt- ist finna út að á milli þeirra sem væru alveg eðlilegir og gjörsam- lega frábitnir allri samkynhneigð og hinna, sem væru samkyn- hneigðir og ekkert annað, væru einhver millistig kynferðislegrar hegðunar og áhuga, sem væri hægt að beina inn á óeðlilegar brautir, en til þess þyrfti eitthvað að koma til eins og gerst hafði í þessu ógeðslega máli.“ Vera má að eitthvað sé satt í því að slík misnotkun beini mönnum síðar inn á svipaðar brautir og vera má að höfundur vilji með þessu tjá samúð sína með fórn- arlömbunum. Barnaníðingar eru vissulega fordæmanlegir og afleið- ingar verknaðar þeirra oft sorgleg- ar. En eru samkynhneigðir og fórnarlömb barnaníðinga með „óeðlilegar kenndir“? Mér er spurn: Hvað er eðlilegt og hvað óeðlilegt? Ekki treysti ég mér að svara því á þessum tímum upp- lausnar. Það er svo annar kapítuli hversu eðlileg hegðun það er af fyrrverandi dómarafullti-úa að vekja upp á ný þetta mál með öll- um þeim sársauka sem það hlýtur að vekja með þolendum mannsins og aðstandendum hans. í bók hans eru býsna berorðar lýsingar á kyn- ferðislegu hátterni Eggerts auk fordæminganna. Vegna þess hversu bein tengslin við raunveru- leikann eru og skil skáldskapar og veruleika óljós hljóta menn því að spyrja sig um siðferðislegan grundvöll verksins. Hverjar eru skyldur dómarafulltrúa við þá sem þeir yfirheyra sem vitni? Nú þyk- ist ég vita að dómsorð og ýmislegt annað séu opinber gögn. En hvað gerðu fórnarlömbin í þessu máli af sér til að verðskulda þessa skáld- sögu? Málfrelsi fylgir ábyrgð. Prins- essur er lykilskáldsaga sem bygg- ist á sorglegum atburðum sem áttu sér stað fyrir nokkrum áratugum. Sagan er að sönnu læsileg en með miklum brotalömum. Sumar þeirra gera það að verkum að við hljótum að velta fyrir okkur siðferðisspurn- ingum varðandi þetta verk. Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.