Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ y76 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 FRÉTTIR BSRB styð- ur verk- fallssjóð kennara STJÓRN Vinnudeilusjóðs BSRB hefur ákveðið að veita verkfallssjóði Kennarasambands fslands 2.000.000 kr. vegna yfirstandandi vinnudeilu og verkfalls framhaldsskólakennara. Stjórnarfundur BSRB 7. desemb- er sl. sendi frá sér stuðningsyfirlýs- ingu við verkfall framhaldsskóla- kennara og í framhaldi af þvi ákvað stjórn vinnudeilusjóðs BSRB að sýna stuðning BSRB í verki með þessu fjárframlagi. Ályktun stjórnar BSRB fer hér á eftir: „Stjórn BSRB hvetur ríkisstjórn- ina til að ganga þegar í stað til samn- inga við framhaldsskólakennara. Ljóst er að viðbótarfjármagn þarf að veita til skólastarfs svo unnt verði að greiða fólki sem þar starfar hærri laun. Augljóst er að þetta er for- senda þess að kjaradeilan leysist á farsælan hátt. Fjársvelti mennta- kerfisins og annarrar velferðar- og almannaþjónustu veikir félagslega innviði samfélagsins og grefur und- an því í hvívetna. BSRB gagnrýnir harðlega þá óbilgirni sem ríkisvaldið sýnir framhaldsskólakennurum í verkfalli og hvetur til tafarlausrar stefnubreytingar. BSRB sendir kennurum baráttu- kveðjur." Formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum tekur við gjöfinni frá eig- endum Kósý, húsgagnaverslunar. Gjöf til Þroskahjálpar á Suðurnesjum 2,5 milljónir í bygg- ingu þjálfunarlaugar SKÚLI Rósantsson, Guðrún Lára Brynjarsdóttir, böm þeirra og fyrir- tæki þeirra, Kósý - húsgagnaverslun, Síðumúla 24, Reykjavík, hafa ákveðið að gefa Þroskahjálp á Suðumesjun 500 þúsund kr. 1. desember ár hvert næstu fimm árin og fór fyrsta .greiðsla fram 1. desember sl. I fréttatilkyninngu segir: „Fyrir- tækið gengur vel og vildi fjölskyldan láta gott af sér leiða og styrkja gott málefni hér á Suðumesjum. Var þessi ákvörðun tekin hjá þeim hjónum eftir að hafa rætt við Gísla H. Jóhannsson, framkvæmdastjóra ÞS, og Sæmund Pétursson, formann félagsins, varð- andi þjálfunarlaugina. Það var á þeim tíma er Þroskahjálp á Suðurnesjum var að ræða um að halda áfram bygg- ingu laugarinnar og reyna að klára hana. Þetta hafði mikil áhrif á ákvörðun um að halda áfram með bygginguna og klára verkið. Þetta er frábært framtak og viljum við í ÞS þakka kærlega fyrir þeirra framlag, því starfsemi hjá ÞS og bygging slíkrar laugar gengur ekki nema með hjálp góðra manna.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá úthlutun styrkjanna: Þorsteinn Ólafsson SKB, Guðmundur Jónsson Byrginu, Sigurður Reynisson Lyfjadreifingu, Ragnar Freyr Ingvars- son, Kolbrún Pálsdóttir, Jón Þorkell Einarsson, Kristín Sigtryggsdóttir og Einar S. Ólafsson, Farmasíu. Uthlutað úr styrkar- sjóði lyfjafyrirtækja FYRIRTÆKIN Farmasía ehf., J.S. Helgason ehf., Lyfjadreifing sf. og Thorarensen Lyf ehf. stofnuðu styrktarsjóð fyrr á þessu ári. Styrknum var nýlega úthlutað til þriggja aðila: Forvarnastarfs lækna- nema, Styrktarsjóðs krabbameins- sjúkra bama og Byrgisins, kristilegs líknarfélags. Með þessu vilja fyrirtækin láta á það reyna hvort nýta megi á annan og betri hátt það fjármagn sem not- að hefur verið til að styrkja mikinn fjölda félaga með smáum upphæð- um. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári. Þeim sem vilja sækja um styrki úr sjóðnum er bent á vef Lyfjadreifing- ar: http:/Avww.lyfjadreifing.is/ þar sem hægt er að skrá inn beiðnir. BUGL fær jólastyrk PwC PRICEWATERHOUSECOOPERS hefur tekið upp þá stefnu að í stað þess að senda viðskiptavinum jóla- kort leggur fyrirtækið góðgerðar- máli lið. Styrkurinn í ár nemur 350.000 kr. Að þessu sinni var ákveðið að styðja Barna- og ung- lingageild Landspítalans (BUGL). Afhending styrksins fór fram 15. desember sl. í húsakynnum BUGL við Dalbraut. Fjárhæðin verður notuð til að bæta viðtalsaðstöðu deildarinnar með kaupum á nýjum stólum. Á myndini sóst Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri PwC (t.h.), afhenda Ólafi Ó. Guð- mundssyni, yfirlækni BUGL, jóla- styrk PwC. Með þeim á myndinni er Karl Marínósson, félagsráðgjafi hjá BUGL. Morgunblaðið/Ásdís Gaf Mæðra- styrksnefnd jólatré SKÓGRÆKTARFÉLAG Reyiyavík- ur hcfur í tilefni 50 ára afmælis Heiðmerkur gefið Mæðrastyrks- nefnd 50 jólatré. Trén afhenti Vign- ir Sigurðsson, umsjónarmaður Heiðmerkur, en þeim veittu viðtöku Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Mæðrastyrksnefndar (fyrir miðju) og Bryndís Guðmundsdóttir, varaformaður nefndarinnar. Jóla- trjánum hefur þegar verið úthlutað til skjólstæðinga nefndarinnar. Foreldra- síminn opinn alla hátíðina FORELDRAHÚSIÐ minnir á að foreldrasími Vímulausrar æsku er opinn yfir alla jólahá- tíðina og áramótin, jafn að nóttu sem degi. Síminn er 581- 1799. í þennan síma geta foreldrar og aðrir aðstandendur ávallt hringt til að fá upplýsingar eða ef áhyggjur vakna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.