Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 4Q.. fMtoStiiiMiifcifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GLÆSTUR ARANGUR ARNAR ARNARSONAR Orn Arnarson, sundkappi ár Sundfélagi Hafnarfjarðar, náði þeim frábæra árangri á Evrópumeistaramótinu í sundi í Val- encia á Spáni nú um helgina að verða tvöfaldur Evrópumeistari, í 200 og 100 metra baksundi, auk þess sem hann varð í öðru sæti í 50 metra baksundi. Örn varði með þessum árangri Evrópumeistaratitil sinn í 200 metra baksundi í þriðja sinn og setti jafn- framt nýtt Norðurlandamet í grein- inni og hann varði titilinn í annað sinn í 100 metra baksundi, en þar setti hinn ungi sundmaður nýtt Evrópumet. Tími Arnar í úrslitasundinu í 100 metra baksundi í 25 metra langri laug var 58,28 sekúndur og er það fímmti besti tíminn sem náðst hefur í grein- inni frá upphafi, sem ætti að vera til marks um það hversu mikið íþrótta- afrek Örn vann með þessu glæsilega sundi sínu. Örn keppti samtals átta sinnum á Evrópumeistarmótinu á Spáni - tvisv- ar sinnum í 200 metra baksundi og í þrígang í hinum greinunum tveimur. í þessum átta sundum bætti hann ís- landsmet í fimm skipti, sló Norður- landamet tvívegis og setti eitt Evrópumet. Örn kom með heim í far- teskinu tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun og þau meira að segja í grein sem hann hefur ekki lagt mikla stund á - fímmtíu metra baksundi. Skemmst er að minnast frábærrar frammistöðu Arnar á Ólympíuleikun- um í Sydney í Ástralíu í sumar, þar sem hann hafnaði í 4. sæti í 200 metra baksundi. Það var í fyrsta skipti sem íslenskur sundmaður komst í úrslit í sundgrein á Ólympíuleikum. Hann náði með fjórða sætinu þá bestum ár- angri Evrópumanna í þeirri sundgrein og setti um leið Norðurlandamet. Það hefur verið einkar skemmtilegt að fylgjast með keppnisferli þessa unga og geðþekka Hafnfirðings. Örn er ekki nema 19 ára gamall og í ljósi hins unga aldurs hans er árangur hans ekki síst merkilegur. Það verður bæði fróðlegt og spennandi að fylgjast með keppnisferli og afrekum hins unga afreksmanns á næstunni, því ef að lík- um lætur, þá er glæstur ferill hans einungis nýhafinn og mörg og glæst afrek geta beðið hans á næstu miss- erum og árum. Morgunblaðið óskar Erni Arnarsyni til hamingju með glæsilega frammistöðu. STARF MINJAVERNDAR Götumynd Aðalstrætis eins og hún er sýnd í Morgunblaðinu um helgina, er falleg og skemmti- leg. Þar lýsa tveir forsvarsmenn Minjaverndar hf. framkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru í samvinnu við Þyrpingu hf. um hótelbyggingu á gatnamótum Aðalstrætis og Tún- götu, þar sem Uppsalir voru fram á miðja öldina. Minjavernd er félags- skapur, sem spratt upp úr Torfu- samtökunum, er þau gengu árið 1985 til samstarfs við fjármálaráðu- neytið og Þjóðminjasafnið til upp- byggingar á Torfunni. Upp úr þessu samstarfí var Minjavernd stofnuð sem sjálfseignarstofnun. Meginverkefni Minjaverndar á næstu árum er sem sé að endurnýja og skipuleggja götumynd Aðal- strætis. Þar á að endurreisa hús landfógeta, sem brann og forhlið Fjalakattarins, sem nú verður Aðal- stræti 14, envar á sínum tíma nr. 8. Þá er gamla Isafoldarhúsið úr Aust- urstræti orðið að Aðalstræti 12. Starfsemi Minjaverndar er til mikillar fyrirmyndar og árangur af því starfi að verða mjög sýnilegur eins og m.a. má sjá á endurbygg- ingu Isafoldarhússins gamla. Sú endurbygging hefur tekizt svo vel að það er orðið eitt fegursta hús í Reykjavík. Það er full ástæða til að styðja við þessa starfsemi eins og nokkur kostur er. POWELL UTANRÍKISRÁÐHERRA George W. Bush hefur látið hendur standa fram úr ermum á þeim dögum, sem liðnir eru frá því að Ijóst varð að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Var um helgina til- kynnt hverjir verði skipaðir í nokkur lykilembætti stjórnar hans. Ber þar hæst að Colin Powell verður næsti ut- anríkisráðherra og Condoleezza Rice næsti þjóðaröryggisráðgjafi auk þess sem hinn verðandi varaforseti, Dick Cheney, hefur viðamikla reynslu sem fyrrverandi varnarmálaráðherra. Colin Powell starfaði með ríkis- stjórnum Ronalds Reagans og Ge- orge Bush og var m.a. yfirmaður bandaríska herráðsins í Persaflóa- stríðinu. Hann nýtur einstaks trausts og virðingar í Bandaríkjunum og mun hann vafalítið verða öflugur talsmaður Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi. Hin nýja stjórn Bandaríkjanna gæti fyrr en varir staðið frammi fyrir mjög vandasömum verkefnum á sviði alþjóðamála. Enn hefur ekki tekist að setja niður deilur fyrir botni Miðjarð- arhafs og ekki má heldur gleyma því að Saddam Hussein er áfram við völd í Bagdad. Og þrátt fyrir að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi sýnt vilja til að koma til móts við umheiminn er langt í land með að samkomulag náist á Kóreuskaga. Samskipti Kína og Bandaríkjanna gætu reynst erfitt viðfangsefni og ekki útilokað að átök muni blossa upp milli Kínverja og Tævana. Framtíð Balkanskaga er enn óráðin og enginn veit í hvaða átt Rússland mun þróast á næstu árum. Þá má ekki gleyma samskiptum Bandaríkjanna við nánustu banda- menn sína. Líkt og greinilega hefur komið fram á síðustu vikum er tölu- verð spenna í samskiptum ESB og Bandaríkjanna vegna áforma um Evrópuher. Þá á eftir að koma al- þjóðlegum viðskiptaviðræðum í gang á ný eftir skipbrotið í Seattle fyrir ári og einnig verður að taka upp þráðinn á nýjan leik þar sem horfíð var frá Haagviðræðunum í síðasta mánuði. Mary-Claire King telur krabbameinsrannsóknir geta faríð út á tvær brautir Erfðafræðin sífellt meira spennandi Tillögur að matsáætlunum vegnajarðganga fyrir norðan og austan V erkefnin tilbúin til útboðs seint á næsta ári Mary-Claire King er einn frægasti erfða- fræðingur heims. Hún hefur beint sjónum að arfgengu krabbameini í brjóstum og eggja- stokkum en þær rann- sóknir vonast hún til að á endanum gefí vís- bendingar um orsök krabbameins sem ekki er arfgengt. En auk þess hefur Mary-Claire beitt erfðavísindum í þágu margvíslegra mannréttindamála. ______Sigríður B.____ Tómasdóttir hitti hana að máli. ASTÆÐA þess að ég valdi upphaflega að rannsaka brjósta- krabbamein var sú að ég vildi reyna að ein- angra genin sem eiga þátt í um- breytingu venjulegrar heilbrigðrar frumu í krabbameinsfrumu. Það hljóta að vera mörg skref í þessu ferli og þar er gagnlegt að rannsaka fjölskyldur þar sem stökkbreyting- ar á frumum hafa erfst,“ segir Mary-Claire King þegar hún er innt eftir því hvers vegna hún hafi valið að beina sjónum að brjóstaki'abba- meini sem á sér erfðafræðilegar rætur. Mary-Claire, sem er prófessor við Washington-háskóla, varð heimsfræg þegar hún benti á stökk- breytt BRCAl-gen sem krabba- meinsorsakavald árið 1990. Það er talið skýra um helming arfgengra brjóstakrabbameinstilfella en ein- göngu um 5-10% tilfella myndast vegna erfða. Fjórum árum síðar var búið að staðsetja BRCA2-genið sem talið er skýra um 30% krabbamein- stilfella þeirra sem hafa ættarsögu. Mary-Claire hefur stundað erfða- fræðilegar rannsóknir um áratuga skeið og segir hún það verða sífellt meira spennandi vegna þess að erfðafræðin taki svo hröðum fram- förum. En hvert beinast rannsóknir hennar nú um þessar mundir? „Ég beini enn sjónum að arf- gengu brjóstakrabbameini og arf- gengu krabbameini í eggjastokk- um. Ég tel nefnilega að með því að rannsaka arfgengt krabbamein, sem er einungis um 5%-10% tilfella, megi e.t.v. draga almennar álykt- anir um myndun krabbameins." Hægt verði að taka i taumana Mary-Claire segir, að þrátt fyrir að erfltt sé að sjá íyrir hvað gerist í rann- sóknum á næstu árum og áratugum, sé markmiðið að greina ferlið algerlega sem á sér stað þegar einhver veikist af krabbameini. „Enn höfum við bara kenningar um hvað við munum koma til með að geta gert í framtíð- inni en þegar ferlið hefur verið greint ætti að vera hægt að taka í taumana á einhverju stigi málsins. Það tekst vonandi hjá okkur, ekki bara hjá konum sem eru með arf- gengt krabbamein heldur líka þeim sem ekki eru með arfgengan sjúk- dóm.“ Þannig spáir Mary-Claire því að rannsóknir á krabbameini geti farið út á tvær brautir., jLnnars vegar að finna einkenni krabbameins á al- geru frumstigi. Nú sjáum við ekki æxli fyrr en það er á stærð við litla fingur. Ef við getum fundið breyt- ingar sem eru sameindalegs eðlis löngu áður en æxlið hefur myndast gætum við fjarlægt þessar frumur með nál. En til þess að ná þessum árangri þurfum við að komast að því hver fyrstu skref frumubreyt- inganna eru, sem er mjög erfitt.“ Mary-Claire segir hinn mögu- leikann að hægt verði að snúa við þróun krabbameins. „Það er stór- kostlegt ef við gætum gert þetta en gallinn er að það er svo margt sem hefur farið úrskeiðis með krabba- meinsfrumur og mjög erfitt að eiga við frumurnar þegar þær eru farn- ar að dreifa sér um líkamann." Þarna kemur erfðafræðin til sög- unnar og bendir Mary-Claire á að verði komist að þvi hvaða gen eiga hlut að máli verði e.t.v. hægt að finna lækningu gegn krabbameini. Gott dæmi um þetta er mótefnið sem þróað hefur verið gegn HER2- geninu sem kemur við sögu í um 30% brjóstakrabbameinstilfella sem ekki eru arfgeng. Mikilvægt að fylgjast með konum með stökkbreytt gen Á íslandi hefur komið í ljós að hættan á því, að konur með stökk- breytta BRÁC2-genið fái krabba- mein, er mun minni en erlendar rannsóknir bentu tíl, eða um 30- 40%. Mary-Claire bendir þó á að það sé mjög mikilvægt að fylgst sé með konum sem eru með þessi stökkbreyttu gen og finnst að það ætti að tilheyra krabba- meinseftirliti hér á landi að leita að þess- um genum. „Leitin að stökkbreyttum genum getur verið mjög flókin í landi eins og Bandaríkjunum þar sem upp- runi þjóðarinnar er svo fjölbreyti- legur. Þess vegna er mjög dýrt og erfitt að leita að BRCA 1- og BRCA2-genunum. Því er yfirleitt eingöngu lagt til við konur í Banda- ríkjunum að þær fari í genapróf þegar brjóstakrabbamein og krabbamein í eggjastokkum er ætt- gengt í fjölskyldu þeirra, eða a.m.k. fjögur tilfelli eru kunn.“ Sumar bandarískar konur hafa í kjölfar þess, að fundist hafa stökk- breyttar frumur í þeim, gengið svo langt að ákveða að láta fjarlægja brjóst, þrátt fyrir að þær séu ekki með krabbamein. Þetta hefur að sjálfsögðu verið mjög umdeilt en Mary-Claire segir slíkar ákvarðanir aldrei teknar í flýti og byggi yfir- leitt á því að náskyldir einstakling- ar hafi látist af völdum krabba- meins. „Þær hafa gert þetta til þess að vera vissar um að halda lífi því þó að röntgenmyndir séu góðar gæti farið svo að þegar æxli greinist á þeim hafi krabbameinið breiðst út um all- an líkamann. Þetta er mjög afdrifa- ríkt skref og þarf mjög óvenjulegar aðstæður til að konur geri þetta." Aðstoð við argentinskar ömmur En Mary-Claire hefur ekki ein- göngu beitt þekkingu sinni á erfða- fræði í þágu frumrannsókna. Hún hefur margvísleg áhugamál og hef- ur verið mjög virk í mannréttinda- málum. Meðal þess sem hún hefur komið nærri þar er leit sem konur í Argentínu hafa gert að bömum sem rænt var í tíð herstjómarinnar í Argentínu. Það eru ömmur bamanna sem standa fyrir þessari leit og komu þær að máli við Mary- Claire á níunda áratugnum, bæði vegna þess að hún var þekkt nafn í erfðavísindum en einnig vegna þess að þær vissu að hún hafði reynslu af kennslu í Suður-Ameríku en þar bjó Mary-Claire um tíma á áttunda ára- tugnum, áður en herinn hrifsaði til sín völd. „Ömmurnar spurðu hvort ég gæti hjálpað þeim við að bera kennsl á bama- börn þeirra sem voru fædd á milli 1975 og 1983 sem hafði verið rænt af hern- um ásamt foreldrum sínum sem vom á mínum aldri og höfðu verið myrtir en bömin seld eða gefin í kreðsum hersins. Stundum var bömunum rænt á meðan þau vora ungbörn, stundum var mæðranum rænt meðan þær vora þungaðar. Þær vora pyntaðar en haldið á lífi þar til bömin fæddust og þá vora þær myrtar og barnið selt.“ Mary-Claire segir að fyrst hafi hún í rauninni búist við að verkefnið yrði meira í orði en á borði en þar hafi hún aldeilis vanmetið ömmurn- ar, „og það á aldrei að vanmeta ömmur,“ segir hún og hlær við. Síð- an verkið hófst hafa 59 börn fundist en Mary-Claire þróaði sérstaka að- ferð við að rekja skyldleika barna, sem grunað var að væri eitt af þess- um bömum, í kvenlegg. Þetta er ekki eina tilfellið sem Mary-Claire hefur nýtt sér erfða- vísindin í þágu mannréttindamála. Rannsóknastofa hennar hefur lagt til sönnunargögn í mannréttinda- málum og verið kölluð til að bera kennsl á líkamsleifar hermanna, og fleira. Mary-Claire hreykir sér ekki af þessu, bendh- einfaldlega á að öllum áhrifamiklum tækjum, eins og erfðafræðin sé vissulega, sé hægt að beita í góðum tilgangi og slæm- um. Rannsóknir á sjúkdómum sé góður tilgangur sem og rannsóknir til að sameina sundraðar fjölskyld- ur og fleira. fslenskar rannsóknir til fyrirmyndar Hér beinist talið að íslenskum rannsóknum á brjóstakrabbameini og Mary-Claire sparar ekki lofið. „Hér era stundaðar rannsóknir sem era með þeim bestu í heimi,“ segir hún en ástæða komu hennar til íslands var einmitt að vera and- mælandi við vöm doktorsritgerðar Steinunnar Thorlacius um hlut BRCA2 gensins í brjóstakrabba- meini á Islandi sem unnin var á Rannsóknastofu í sameinda og frumulíffræði hjá Krabbameins- félagi íslands undir leiðsögn dr. Jórunnar Erlu Ey- fjörð, dósents í erfða- fræði. Meðal ástæðu þess hve rannsóknir era framarlega hér telur Mary-Claire vera þá hversu heil- brigðiskerfið íslenska sé gott. „Annað er upp á teningnum í Bandaríkjunum þar sem kostnaður við tiyggingar getur verið gífurleg- ur fyrir einstaklinginn, sérstaklega ef farið verður að mismuna fólki vegna arfgengra sjúkdóma.“ ALÞINGI hefur í jarð- gangaáætlun ákvarðað fjármagn til fram- kvæmda við jarðganga- gerð frá og með árinu 2002. Þar er annars vegar um að ræða jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar og hins vegar á milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Vegagerðin hefur sent SMpulagsstofnun tillögur að matsáætlun vegna þessara verk- efna. Þar segir m.a. að fjármagnið nýt- ist aðeins til framkvæmda á öðra svæðinu í einu og ekM hafi verið tek- in ákvörðun um hvar verði byrjað. Framkvæmdaraðili miði undirbún- ingsvinnu við að bæði verkefnin verði tilbúin til útboðs seint á næsta ári og framkvæmdir geti hugsanlega hafist vorið 2002. Heildarverktími við gerð jarðganga milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar er áætl- aðui' um tvö og hálft ár og þrjú og hálft til fjögur ár milli Sigluijarðar og Ólafsfjarðar. Stytta leið milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um 32 km Leiðin milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar er 52 km löng og munu jarðgöngin stytta leiðina um u.þ.b. 32 km. í matstillögu er lagt tfl að niðurstaða SMpulagsstofnunar verði kunngjörð í desember 2000, matsskýrsla verði send SMpulags- stofnun í febrúar 2001, frestur al- mennings til athugasemda renni út í apríl 2001, úrskurður SMpulags- stofnunar liggi fyrir í maí 2001 og úrskurður ráðherra í ágúst 2001. Út frá tækni- og hagkvæmnis- sjónarmiðum eru jarðgöng á milli Hrúteyrar í Reyðarfirði og Dala í Daladal í Fáskrúðsfirði sá kostur sem Vegagerðin stefiúr að. í núll- kosti, sem einnig er bent á, felst að ekM verði borað jarðgöng og að far- ið verði í endurbyggingu á núver- andi vegi milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Gert er ráð fyrir að gerð verði 5,5 km löng jarðgöng milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar. Miðað er við að göngin verði unnin frá báðum endum og því verði tvöfalt manna- og tækjaúthald við verMð á hverjum tíma. EkM hefur verið teMn ákvörð- un um hvort göngin verði einbreið eða tvíbreið en kostnaður við síðari kostinn er áætlaður ríflega 500 millj- ónum kr. hærri en fyrir einbreið göng. Heildarkostnaður með tví- breiðum göngum, forskálum og nýj- um vegum er áætlaður um 3 millj- arðar kr. EMBÆTTI landlæknis hef- ur teMð saman nýja skýrslu um biðlista á helstu sjúkrastofnunum landsins í október sl. Þá vora ná- kvæmlega 8.127 manns á biðlistum, sem er fjölgun um 12% frá því í maí sl. sé miðað við samanburðarhæfar upplýsingar, en misbrestur hefur verið á að deildir sMli upplýsingum til landlæknis. í greinargerð með skýrslunni segir landlæknir að mið- að við ástandið fyrr á árinu hafi al- mennt orðið lítilsháttar eða nokkur fjölgun á biðlistum margra skurð- deilda. Meðalbiðtími eftir aðgerð- um hefur víða staðið í stað eða styst. Þrefalt fleiri bíða eftir augnaðgerðum Séu einstakar deildir sjúM'ahús- anna skoðaðar hefur töluverð fjölg- un orðið á almennum skurðdeildum frá því í maí, eða um 20%. Biðtími er að mestu áþekkur á flestum stofn- unum en hefur þó styst frá því í upphafi árs á Landspítalanum í Fossvogi. Á Landspítala við Hring- Byggja þarf 8 km langan veg til að tengja jarðgöngin núverandi vega- kerfi, þar af 1,5 km Reyðarfjarðar- megin og 6,5 km Fáskrúðsfjarðar- megin. Miðað við að göngin verði unnin frá báðum endum er áætlað að starfsmenn verði um 65 meðan á gangagerð stendur en fjölgi í um 90 manns yfir sumartímann. Yfir allan verktímann er áætlaður starfs- mannafjöldi um 75 manns að með- altali. Framkvæmdasvæðið liggur braut hefur hann styst miðað við janúarmánuð en heldur lengst síðan í maí. Lengstur er meðalbiðtími eft- ir almennum skurðaðgeram 70 vik- ur á Landspítalanum við Hring- braut en stystur 15 vikur hjá Heflbrigðisstofnuninni á Sauðár- króM. Einnig hefur sjúklingum á bið- listum eftir augnaðgerðum fjölgað töluvert frá því í maí, eða um 30%. Biðtími hefur lítillega styst og er að meðaltali 13 vikur hjá FSA og 19 hjá Landspítalnum við Hringbraut. Hjá barna- og unglingageðdeild, BUGL, hefur orðið veraleg fjölgun sjúklinga á biðlistum frá því í maí, eða um 68%. Aðallega er það vegna greiningar á ofvirkni barna og ung- linga. I maí biðu 18 einstaklingar ekM um svæði sem hefur verið frið- lýst eða er á náttúraminjaskrá. Jarðgöngmilli Siglufjarðar og ÓlafsQarðar Vegagerðin hefur hafið undirbún- ing að mati á umhverfisáhrifum fyrir jarðgangagerð á Tröllaskaga. Til at- hugunar er Héðinsfjarðarleið sem er meginframkvæmdarkostur Vega- gerðarinnar, en aðrir kostir era Fljótaleið og núllkostur, sem felur í eftir slíkri greiningu en vora 60 í október, eða meira en þrefalt fleiri. Flestir sjúklingar bíða eftir að- gerðum á bæklunardeildum sjúkra- húsanna, eða 1.172 í október sl., en 1.002 í maí. Biðtími eftir bæklunar- aðgerðum hefur styst. Frá því í janúar á þessu ári hefur orðið marktæk fjölgun á biðlistum eftir endurhæfingu, eða um rúm 30%. Flestir bíða eftir því að kom- ast að á Reykjalundi, eða 797 i októ- ber miðað við 596 í janúar sl. Bið- tími hefur einnig lengst og nú 30 vikur að meðaltali. Á háls-, nef- og eyrnadeildum fjölgaði sjúklingum á biðlistum veralega milli maí og október, eða um þriðjung. Mest er fjölgunin hjá Landspítala í Fossvogi, eða úr 316 sér minniháttar lagfæringar á vegi um Lágheiði. Leið 1, Héðinsfjarðar- leið, felur í sér að gerð verða jarð- göng frá Siglufirði til Héðinsíjarðar og önnur göng frá Héðinsfirði til Olafsfjarðar, samtals 15,2 km löng. Tfl skoðunar eru tvær gangaleiðir frá Héðinsfirði til Ólafsijarðar. Sam- kvæmt kosti 1 er reiknað með munna á jarðgöngum um 1.000 m innan við Héðinsijarðarvatn. Reikn- að er með 50-100 m löngum steypt- um forskála við munnann og síðan 7 km löngum jarðgöngum tfl Ólafs- fjarðar. Forskáli Ólafsijarðarmegin verður um 40 m langur og síðan um 900 m langur vegur að Olafsfjarð- arkaupstað. Áætlaður kostnaður miðað við einbreið jarðgöng er 4,4 mflljarðar króna. Samkvæmt kosti 2 verður munni jarðganga í mynni Skeggjabrekku- dals í Olafsfirði. Steyptur forskáli yrði þá um 200 m langur og síðan tæplega 2 km langur vegur til Ólafs-, fjarðarkaupstaðar. Snjóflóðahætta er meiri á þessum stað, lega vega ut- an ganga fremur erfið vegna bratta og óhjákvæmflegt yrði að skerða golfvöll á svæðinu. Lengd ganganna yrði 800 m minni, eða 6,2 km, for- skáli yrði um 160 m lengri og nýr vegur um 1,5 km lengri. Áætlaður kostnaður við einbreið jarðgöng er 4,3 mifljarðar kr. í þessari útfærslu yrði vegalengdin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar rúmlega 16 km. Fljótaleið miðast við að leggja göng frá Siglufirði yfir í Fljótin, úr. Hólsdal yfir í Nautadal, og síðan úr Fljótunum yfir í Ólafsfjörð, frá Holtsdal að Þverá eða Kvíabekk. Miðað við Fljótaleið yrði leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um 32 km löng. Um er að ræða tvenn jarð- göng, 4,7 km og 7,9 eða 8,5 km að lengd eftfr hæð gangamunna í Holtsdal. Áætlaður kostnaður miðað við einbreið göng er 5,4-5,6 milljarð- ar kr. Núllkostur, þ.e. endurbættur vegur um Lágheiði, felur í sér áætl- aðan kostnað upp á 150 milljónir kr. Ráðgert er að kynna drög að matsskýrslu vegna þessarar fram- kvæmdar fyrir almenningi og um- sagnaraðilum í febráar nk. í mars verða drög að matsskýrslu send til SMpulagsstofnunar til yfirlestrar. Matsskýrsla verður send í lok mars til formlegrar athugunar hjá SMpu- lagsstofnun og 12 vikum síðar mun stofnunin úrskurða um fyrirhugaða framkvæmd. Gert er ráð fyrir að matsskýrsla og fyrirhuguð fram- kvæmd verði kynnt þegar athugun SMpulagsstofnunar er hafin. sjúklingum í maí í 544 í október. Færri bíða nú eftir hjartaaðgerð- um en í maí og hefur biðlistinn styst um þriðjung. Flefri bíða hins vegar eftir smærri aðgerðum, s.s. hjarta- þræðingu. Eðli biðlista mismunandi Þetta er í þriðja sinn á árinu sem landlæknir leitar eftir upplýsingum frá sjúkrastofnunum um fjölda sjúklinga á biðlistum og biðtíma. Upplýsingarnar era á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig, sem sumar skiluðu upplýsingum fyrst fyrir októbermánuð sl. Samanburð- ur við stöðuna í janúar er því vart marktækur. í greinargerð sinnj,, minnir landlæknir á að eðli biðlistá sé í raun mismunandi. Stuttir bið- listar séu í raun ekki annað en áætl- analistar þannig að unnt sé að raða sjúklingum niður í valaðgerðir. Því verði að telja að biðlistar með nokkram tugum sjúklinga lýsi ekki bráðri þörf. MiMU munur sé því á þeim og biðlistum sem taki til nokk- urra hundraða einstaklinga. Erfitt að eiga við krabba- meinsfrumur Finna þarf fyrstu skref frumu- breytinga Sjúklingum á biðlistum fjölgaði um 12% frá því í maí að mati landlæknis 8.127 manns á biðlistum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.