Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR BERGSSON, Krókatúni 17, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 17. desember. Guðríður Árnadóttir, Jónína Sigurðardóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓANNA SÆMUNDSDÓTTIR, Hólabraut 19, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju í dag, þriðjudaginn 19. desember, kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimaþjónustu Krabbameinsfélags íslands. Aðstandendur. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐBJARTSSON frá Hólkoti, sem andaðist á dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi, sunnudaginn 10. desember, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 14.00. Védís Elsa Kristjánsdóttir, Þórir Sævar Maronsson, Kristlaug Karlsdóttir, Heiðbjört Kristjánsdóttir, Grétar Guðni Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður og ömmu okkar, HALLDÓRU KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR, Bakkaseli 6, áður Austurbrún 25. Baldur Sigurjónsson, Ólöf S. Baldursdóttir, Gústaf Halldór Gústafsson, Baldur Freyr Gústafsson, Laufey Helga Gústafsdóttir. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR BJARNADÓTTUR frá Hesteyri, Reynimel 43. Guð blessi ykkur öll. Jón Helgi Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Arndís Eva Bjarnadóttir, Katrín Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Vilbergsson, Elísabet J. Guðmundsdóttir, Jóhannes Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS JÓNS FRIÐRIKSSONAR (BÍA) útgerðarmanns og skipstjóra, Garðavegi 25, Hvammstanga. Guð blessi ykkur öll. Magnúsína Sæmundsdóttir, Haraldur Friðrik Arason, Sigurbjörg Friðriksdóttir, Skúli Þórðarson, Fanney og Júlía, Rósa Fanney Friðriksdóttir, Guðmann Jóhannesson, Katrfn Ósk, Inga Rut og Sveinn, Erna Friðriksdóttir, Bjarki Haraldsson, Birgitta Maggý, Freydís Jóna og Sigurvin Dúi. GUÐBRANDUR GUNNAR GUÐBRANDSSON + Guðbrandur Gunnar Guð- brandsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 5. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 15. des- ember. íbpgribænogþökk til þín, semþekkirmigog verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, Pví veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn (PéturPórarinsson.) Elsku afi, nú ert þú sofnaður svefn- inum langa og eftir sitjum við með sorg í hjarta okkar. Þetta gerðist allt svo snöggt, þó að ég vissi að að þessu kæmi einhverntíman var ég alls ekki tilbúin því að þú myndir kveðja okkur strax, en þín bíður eflaust mikilvægt verkefni á æðri stað. Þú varst yndislegur afi sem gerði allt fyrir fólkið sitt. Ég man hvað það var lítið mál að skutlast með okkur vinkonurnar um allan bæ þegar við komum með körfuboltaliðinu okkar að keppa í Reykjavík. Fyrir það feng- uð þið amma viðurnefnið amma góða og afi góði hjá okkur vinkonunum. Enn þann dag í dag ef ég tala um ykk- ur hjónin þá spyrja þær „er það afi góði og amma góða?“ Ég man líka þegar þú kenndir mér að veiða, en þú hafðir svo gaman af því að veiða og fórst í ófáar veiðiferðir um all- ar trissur. Við fórum líka oft saman á rúntinn þar sem við gátum spjallað um allt á milli himins og jarðar og glugginn var alltaf pínulítið opinn út af leyndarmálinu okkar. Það er erfitt til þess að hugsa að þú verðir ekki til staðar þegar ófædd langafaböm koma í heiminn, þegar við afabömin giftum okkur og á þeim stundum sem við eram öll saman því nærvera þín var okkur öll- um svo mikils virði. Ég mun aldrei gleyma stundinni á sjúkrahúsinu þegar víst var að hverju stefndi þar sem allir sátu í kringum þig og biðu eftir kraftaverki og allra síst mun ég gleyma síðasta knúsinu sem ég fékk frá þér daginn áður en þú fórst í aðgerðina en það knús var það fastasta og hlýjasta af þeim öll- um. Ég vil þakka guði fyrir að hafa gef- ið mér besta afa í heimi, og ég veit að á æðri stað er tekið vel á móti þér, afi minn, af Óla bróður mínum og öðram ættingjum sem hafa kvatt okkur. Elsku afi, ég mun sakna þín sárt, þú átt alltaf stað í hjarta mér. Ég mun gæta hennar ömmu vel fyrir þig en hún var þér svo mikils virði. Elsku amma mín, nú era erfiðir tímar en ég veit að þú kemst í gegn um þetta því við eram hérna öll fyrir þig- Þitt bamabam, Guðbjörg. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. A UÐ UNN KRISTINN KARLSSON + Auðunn Kristinn Karlsson fæddist á Hjáleigueyri við Reyðarfjörð 7. janú- ar 1903. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkur- kirkju 15. desember. Það er margt sem hefur flogið í gegnum hugann núna síðustu daga, eftir að afi bless- aður lést. Minningam- ar era margar og góðar og eflaust efni í heila bók ef gera ætti þeim öll- um skil. Ferskust er þó veiðiferðin í sumar en þá voram við fjölskyldan svo heppin að hafa afa með okkur einn yndislegan dag að veiða við Helguvík. Afi var mikill veiðimaður og stundaði hann sjóinn nánast alla sína tíð og var með lóðsinn til margra ára. Á Ásabraut 2 bjuggu afi og amma í litlu húsi með vel hirtan garð. Þau ferðuðust mikið um landið og ekki síst um Austurland en þaðan var afi. Afi var mikið hraustmenni og passaði vel upp á mataræði sitt, eng- in óþarfa feiti og helst fiskur upp á hvem dag. Hann sagði okkur einu sinni að hann hafi farið að læknisráði og byrjað að reykja en því hætti hann fyrir tugum ára. Hann las mikið og var fróður maður. Þá las hann bækur sem hann taldi að gætu bætt heilsu hans og hafði hann tröllatrú á eplae- diki, það gat hann notað á svo margt og vildi endilega að við prafuðum það á kúnum okkar og hver veit nema að það verði einhvem tímann gert. Kílómetrarnir sem afi hefur gengið era ófáir enda var hann sí- fellt á ferðinni, niður á höfn á hverjum degi og svo niður að smábáta- höfn, það var léleg heilsa ef ekki var hægt að fá sér göngutúr. Mikið myndasafn er til á Ásabrautinni en afi tók mikið af myndum í gegnum tíðina bæði af landinu og fjölskyld- unni sem afi sýndi á hverjum jólum og er það mikil skemmtun að skoða safnið hans. Það var erfitt fyrir afa að horfa upp á ömmu verða veika en hann sinnti henni af mikilli alúð og þótti erfitt að horfa á eftir henni út á Garðvang. En hann var duglegur að aka þangað og fylgjast með líðan hennar. Þegar ég kvaddi hann síðast var hann orðinn lasburða og þráði að fá að komast í reitinn sinn við hliðina á ömmu blessaðri. Hann kvaddi mig og blessaði með fallegum orðum sem ég mun ávallt geyma vel í hjarta mínu. Minningin um afa og ömmu á Ása- brautinni er björt og góð og veit ég að vel hefur verið tekið á móti afa þegar hann kvaddi þetta líf. Afi komst aldrei í heimsókn til mín hingað í sveitina en hafði fullan hug á því en núna getur hann komið oft og stoppar vonandi vel og lengi með ömmu, pabba og öllum hinum. Anna María Kristjáns- dóttir, Helluvaði. Jæja, afi minn, þá er komið að hinstu kveðjustundinni og nú ertu Guði sé lof fyrir liðna tíð Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem.) Hinn 5. desember sl. lést tengda- faðir minn Guðbrandur Gunnar Guð- brandsson á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi þá eftir átta vikna mjög erfitt veikindastríð sem hann varð svo að láta undan síga fyr- ir. Þetta var svolítð undarlegt þar sem hann virtist hafa haft það í undir- meðvitundinni að hann gæti átt fyrir höndum ferðalag þar sem við hin yrð- um ekki samferða í, þannig var öllum hans undirbúningi háttað. Hann var búinn að kveðja alla sem hann náði til með mögum kossum eins og hann hafði alltaf fyrir sið og nú var faðm- lagið mun þéttara en áður. Hann setti sér m.a. það að komast vestur í Stykkishólm til að sjá þar nýju vinnu- stofuna hennar Jóhönnu, dóttur sinn- ar, og kveðja allt og alla sem hann þekkti og náði til í stuttu stoppi, áður en hann færi í lænismeðferðina sem vændum var. Hjá mér bærast margar og ljúfar minningar er ég nú minnist tengda- föður míns sem ég kallaði alltaf Gunnar eða tengdapabba. Það var fyrst fyrir um 28 áram að ég hitti hann Gunnar minn. Hann kom mér fyrir sjónir sem einbeittur, en mjög svo glaðlegur, með einstaklega hlýtt viðmót, klæddur fallegum einkennis- búningi merktum SVR með fallega liðað hár og virðulegt yfirbragð. Hann var þá nýlega kominn af sjúkrahúsi eftir sitt fyrsta hjartaáfall þá aðeins rámlega fertugui- að aldri. Þetta einbeitta en glaðlega yfir- bragð einkenndi hann Gunnar alla hans tíð. Oftar en ekki þegar ég hringdi vora fyrstu svörin: „Halló...“ síðan sagt hátt: „Nei, ert þetta þú, elsku vinur minn!“ Samtalinu lauk oftast með þessum orðum: „Ef ég get eitthvað gert hafðu samband og ég kem strax þegar þú vilt, Stebbi minn.“ Svona kom hann einnig fram við öll börn og tengdaböm sín, sem hændust mjög að honum og tráðu honum fyrir öllum sínum hugðarmál- um. Þau fundu styrk í að ræða fyrst við hann þar sem hann kom óhikað með sitt álit fram og var fljótur til ef loksins kominn aftur til hennar ömmu. Það er skrýtið að hugsa til þess að nú er ekki lengur hægt að fara á Ásabrautina í heimsókn. Ein- hvern veginn fannst manni að það yrði alltaf hægt að kíkja í heimsókn, ég átti eftir að heyra svo margar sög- ur frá þér um gömlu dagana. En enginn lifir endalaust og ég veit, afi minn, að þú varst sáttur við að fara. Ég veit að Diddi og Auðunn sitja við eldhúsborðið hjá ykkur ömmu þarna uppi, kampakátir yfir að hitta þig aftur. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma til ykkar ömmu þegar við systkinin voram lítil. Það vora ákveðnir hlutir gerðir þegar maður fór í heimsókn á Ásabrautina, það var að fara í litaskúffuna og ftnna sér einhveija mynd að lita í gömlu lita- bókunum með gömlu brotnu litun- um. Ég held að það hafi ekki verið til meira spennandi litir. Svo vora það krónudollurnar hennar ömmu, sem alltaf var beðið eftir með eftirvænt- ingu að fá að handleika. Og alltaf var amma jafnáhugasöm að fylgjast með og leiðbeina hvað við gætum búið til úr krónunum. Og það sem aldrei mátti gleymast þegar farið var til ömmu og afa, besta ostabrauðið í heiminum sem alltaf var til í stampi inni í ísskáp. Þegar ég hugsa til baka á ég svo margar minningar, fallegar bemskuminningar frá Ásabrautinni, garðinum hennar ömmu og skúrnum hans afa. Allt var svo spennandi hjá ykkur, ég held ég gæti endalaust tal- ið upp hluti sem vora alltaf jafn- spennandi í hvert skipti sem komið var í heimsókn: steinamir, Vest- mannaeyjabókin, myndaalbúmin, plötuspilarinn, eldhúsborðið og margt fleira. Það er leiðinlegt að hugsa til þess að heimsóknunum fækkaði eftir því sem maður eltist, þótt viljinn hafi verið fyrir hendi var alltaf svo mikið að gera. Eins og mér fannst gaman að koma til þín, afi minn, og spjalla við þig um allt og ekkert. Hlusta á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.