Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 5& ráðningar og alla yfírsýn nefndarfor- mannsins en síðan viðkomu og lang- dvalir fagmanna þeirra er að byggingunni unnu og annarra sem þar vai- hlutverk falið. í þessu efni sem öðrum stóð Hall- dóra þétt við hlið manns síns á hverju sem gekk. Ekki var ætíð meðbyr þá horft var til fjárhags þeirra samstarfsaðila er hér vildu reisa menningarhöll og varð því stundum að taka sér hvíldarhlé. En sóknin hélt jafnan áfram að því loknu, og enn sem fyrr var treyst á Brúarlandsheimilið til stórræðanna. Sú afstaða var líka örugg í Ijósi þess að íbúar byggðarinnar þekktu sitt fólk nógu vel til þess að vera í engum vafa um að unnið yrði við verkefnið allt til loka. Þess má einnig geta í leiðinni að á engu öðru heimili á Mýrunum voru eins margir ung- mennafélagar búsettir og á Brúar- landi. Hvað getur okkur svo fundizt um slíkt framlag heimilis sem hér hefur verið di'epið á? Allir kunnugir munu segja að það hafi verið einstætt og frábært og er þá varla of sterkt að orði kveðið. Og þegar svo mikið er lagt fram umhverfinu og fjöldanum til heilla verður oft minna um endur- gjald og þakklæti en efni gætu staðið til. En við, sem þekktum þau Binna og Dóru, vitum af reynslu liðinna ára að launa og þakklætis kröfðust þau ekki. Framgangur þeirrar hug- sjónai' sem vakað hafði meðal sveit- unganna allt frá bernskuárum þeirra hjóna og varð að endingu fullúr sigur á langri leið var áreiðanlega það hamingjuríkasta í huga þeirra beggja. Meira heimtuðu þau ekki í sinn hlut. Um gróðurfarsáhuga Halldóru var rætt í fáeinum orðum hér að framan, eða þann þáttinn er beindist að vexti skrúðblóma og trjáa heima fyrir. En áhugi hennar náði lengra. Hún var félagi í Skógi'æktarfélagi Borgíirðinga og vildi veg þess sem mestan. Um það leyti sem Lyng- brekka var að taka til starfa var stofnaður minningar- og áheitasjóð- ur er styðja skyldi gróðurfar á eign- arlóð ungmennafélaganna sem húsið stendur á. þetta var Álftársjóður svonefndur, og kom það í hlut Hall- dóru að taka sæti í stjórn sjóðsins. Margoft ræddi hún málefni hans við samherja og setti fram fjölmargar hugmyndir um það hvernig trjárækt yrði aukin á staðnum og svæðið varðveitt með sem tryggustum hætti. En „ævitíminn eyðist,“ eins og eitt sinn var sagt í snilldarljóði, og Hall- dóra var að lokum orðin öldruð kona. Fyrir aldarfjórðungi hafði hún orðið að sjá á bak Brynjúlfi, manni sínum, sem féll frá með mjög snöggum hætti í byrjun árs 1976. Lífið hélt þó áfram með sem líkustu móti og fyrr og enn lifði hún mörg góð ár áður en verulega fór að gefa á bátinn. Það varð henni eflaust mjög þung raun að missa elzta son sinn fyrir hálfu þriðja ári langt fyrir aldur fram þótt hún bæri það með hetjuskap. Hún kvartaði ekki undan valdi örlaganna, slíkur var styrkur hennar. Trygg- lyndi og vinátta voru hér einnig ein- kennandi þættir jafnhliða skapfestu og ákveðni þegar því var að skipta. Ætíð virtist hún hafa ágæta yfirsýn yfir strauma og stefnur nær og fjær, og í ályktunum var hún nærfærin og * vildi brjóta málin til mergjar. Halldóra á Brúarlandi var fríð kona útlits, myndarleg á velli og fas- ið virðulegt. Fyrir fjölmörgum árum lét hún svo um mælt við eitthvert tækifæri að hún byggist ekki við að ná verulega háum aldri. Að henni skyldi skeika svo gi-einilega í þessu efni hlaut að gleðja okkur samferða- mennina. Árin hlóðust að vísu að henni með auknum þunga, en per- sónuleg reisn lét þó hvergi undan síga. Slíkt fólk gefur mikið af sjálfu sér og því er gott að minnast þess er vegir skiljast. Ung að árum hafði Halldóra num- ið við héraðsskóla, en þeir voru á því tímaskeiði vegvísir margra til áfram- haldandi mennta. Ekki veit ég hvort hugur hennar stefndi þá á slíka braut, en bókhneigð var hún og fróð- leiksfús og heimili hennar vel á vegi statt í þeim efnum. Vel fylgdist hún og með hinum ýmsu þáttum félags- lífs í umhverfi sínu þó hún væri þar ekki hvarvetna lögskráður félagi og þóttu tillögur hennar þar jafnan at- hyglisverðar. Ekki var vafamál að ævistarfinu hefði þegar verið skilað með prýði er Halldóra kaus að breyta um heima- vettvang og setjast að á Dvalarheim- ilinu í Borgarnesi nú fyrir fáum ár- um, enda Brúarland áfram í öruggum höndum. Mun þó sveitung- unum án efa hafa þótt tómlegra að vita hana ekki lengur að staðaldri á sínum gamla góða stað. Og að henni genginni hljótum við að minnast hennar í atvikarás liðinna daga sem eftirminnilegrar og rismikillar per- sónu sem flestum fannst eiga svo auðvelt með að marka lífstíðarsporin á þann veg að meðalmennska og hversdagsleiki hlytu að víkja. Öllum hinum mörgu aðstandend- um hennar færi ég samúðarkveðjur. Fari hún vel. Kærar þakkir fyrir samvinnu og vinarhug. Bjarni Valtýr Guðjónsson. Eftir því sem árunum fjölgar upp- lifir maður það að missa fleiri og fleiri ástvini. Nú er amma Dóra látin. Amma var ein af þessum hörku- konum sem gefa karlpeningnum ekkert eftir hvað varðar líkamlegt þrek. Hún var bóndi alla tíð og mikil ræktunarkona. I seinni tíð helgaði hún garðinum tíma sinn, en búskap- urinn var henni samt áfram ofarlega í huga. Okkur eru minnisstæð þau allmörgu skipti sem hún og Gústi frændi skiptust á skoðunum um hvað væri rollunum fyrir bestu. En margt er líkt með skyldum og höfðu þau því bæði ávallt rétt fyrir sér í þessum efnum og héldu hvort sínu striki. Amma var félagslynd manneskja. Hún var nokkuð glettin og hafa sennilega flestir sem þekktu hana vel kynnst góðlátlegri stríðni henn- ar. Hún var líka svolítið forvitin og hafa reyndar flestir afkomendur hennar erft þennan einstaka eigin- leika hennar. Hún var af íslensku bændafólki komin og miðlaði öðrum af þeim menningararfi alla tíð. Þvílík gæfa sem það er að alast upp í sveit höfum við oft haft á orði og amma okkar var alltaf hluti af þessari sveit. Báðir gistum við oft hinum megin (í ömmuhúsi). Við sváfum þá í afabóli og nutum hárra og snjallra hrotu- tóna ömmu. Vegna þeirra varð svefninn stundum aðeins skemmri en ella, en kannski ekki síst vegna óttans við að amma myndi deyja í miðri hrotuhríð. Lengdin á milli þeirra og óttablandin þögnin komu okkur oft næstum því til þess að hrista hana alla til. En amma dó ekki í svefni. Hún dó í vöku, í amstri hversdagsins, vakandi og lifandi eins og við munum eftir henni. Amma var alltaf svo óskaplega lifandi og starf- andi og það er erfitt að hugsa til þess að hún sé það ekki lengur. Við erum afar þakklátir fyrir að amma okkar skuli hafa fengið að deyja svona átakalausum dauðdaga. Hún hafði spilað vist þennan dag og var að fá dúka úr strekkingu. Annar þeirra var prjónaður úr garni sem hún hafði ekki notað áður og var hún mjög spennt yfir að sjá útkomuna. Þetta lýsir henni sérlega vel, því alla tíð var hún að prófa sig áfram með eitthvað nýtt, hvort sem það var í matseld, í ræktuninni í garðinum eða öðru viðlíka. Amma var manneskja sem alltaf reyndi að horfa fram á við og láta atburði gærdagsins ekki trufla sig um of. Af því skulum við reyna að læra. Hún dó í hárri elli, þó enn í fullu fjöri og tók virkan þátt í því sem gerðist í hennar umhverfi. Við bræður erum svo heppnir að upplifa dauða ástvina seinna á lífs- leiðinni en margú' aðrir. Höfum þó hugfast að missir getur líka verið af öðrum heimi en dauðans. Slíkur missir er oft verri, því yfir dauðanum hvílir yfirleitt ákveðinn friður, sem af engum manni verður tekinn. Dauðinn var ömmu átakalítill og það fyllir okkur æðruleysi og þakklæti. Okkur bræðrum finnst við eiga henni margt að þakka. Hún var hluti af æsku okkar og tilveru fram til dauðadags. Nú er hún dáin en ekki farin, því minning hennar lifir. Þann- ig eru okkar tilfinningar þegar við kveðjum ömmu okkar. Guðmundur Ingi og Brynjúlíur, BrúarJandi iiU* tí >U JONINA RAGNHEIÐUR GISSURARDÓTTIR + Jónína Ragnheið- ur Gissurardóttir fæddist á Hvoii í Ölf- usi 12. júní 1913. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar- firði 5. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ás- kirkju 18. desember. Elsku amma mín. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfm sumars blíða. (Kristján Jónsson.) Kallið kom, þú kvaddir þennan hehn og hélst til nýrra heimkynna. Afi er búinn að bíða lengi eftir þér og nú eru þið sameinuð á ný. Eg er þakklátur fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í gegnum tíð- ina. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur barnabömin og það var hvergi betra að vera en hjá þér. Minningin um þig er það dýrmætasta sem ég á. Hvíl í friði. Karl Einarsson. M sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt þós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Takk fyrir allar fallegu minning- amar, elsku amma mín, sem þú skildir eftir og ég geymi í hjartanu mínu það sem eftir er. Þín Jónína R. Einarsdóttir. rausn og myndarskap. Húsmóðirin, virðuleg og prúð, en kunni sannarlega að gleðjast á góðum stundum. Oft var þar margt um manninn og þeim hjón- um lagið að vera góðir gestgjafar. Alla tíð var mikill samgangur milli systkinanna frá Hvoli. Fjölmenn boð voru haldin á jólum, afmæl- um og við ýmis tæki- færi. Mikil var gleði og eftirvænting okkar krakkanna að hittast í stórum hópi. Fólkið skemmti sér svo vel saman við spilamennsku, söng eða spjall. Þegar tekið var í spil á jólum, púkk eða vist, kusu þau Jón og Nína að halda sig við brids sem þau höfðu mikla ánægju af. Nína var tónelsk, lagviss og hafði gaman af söng. Hún hafði fallega söngrödd og kunni að mér fannst alla texta. Sumarið 1969 syrti að í lífi frænku minnar, Jón varð bráð- kvaddur. Hann var pá skipstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni, sem statt var á hafi úti, þannig að ekkert gat komið til bjargar. Mikil var sorg hennar og söknuður. í einu vetfangi breyttist líf fjöl- skyldunnar. Ég held að Nína hafi aldrei sætt sig við þennan sára missi. Nánustu ástvinir og afkom- endur þeirra veittu henni gleði. Gæfa þeirra og gengi átti hug henn- ai' seint og snemma. Hennar bestu vinkonur voru systurnar, þær voru óvenju samrýmdar alla tíð. Varla leið dagur án þess þær hefðu ein- hver samskipti. Skömmu fyrir átt- ræðisafmælið sitt fluttist Nína á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar undi hún hag sínum vel. Aðeins eru nokkrar vikur síðan nánasta fjöl- skyldan hittist við útfor Guðmund- ar, frænda míns. Þar var hún glæsi- leg á velli sem fyrr, fallega klædd með minkajakka á herðum, ilmaði vel eins og alltaf, brosleit og glettin í viðræðu. Þannig vil ég muna hana. Með þessum orðum kveð ég frænku mína og bið henni blessunar á nýju tilverustigi. Ljúfar minning- ar munu endast og ylja. Bömum hennar og fjölskyldum þeirra send- um við innilegar samúðarkveðjur. Erla Ófeigsdóttir. í okkar huga var Jónína R. Giss- urardóttir Nína hans Nonna. Viljum við hér þakka fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar góðvildar, gleði og hlýju sem einkenndi Nínu. Hún var gift Jóni B. Einarssyni skipstjóra frá Flatey í Breiðafirði en Nonni eins og við minnumst hans var ömmubróðir Svavars. Mikil vinátta og samgangur var ávallt milli fjölskyldu foreldra Svav- ars og þeirra hjóna, Nínu og Nonna. Hélt sú vinátta áfram til barnanna í þessum fjölskyldum. Þá reyndi oft á - hver var vinur í raun og fyrir það er hér þakkað. Eins og segir í kvæðinu „Það er svo margt sem minnast má“ þá minnumst við og söknum fjöl- skylduboða á Laugarteignum þar sem Nína hélt fjölskyldu sinni glæsilegt heimili sem einkenndist af mikilli gleði. Eftir að við Heiða tókum saman tók Nína fjölskyldunni vel og gerði hana að mörgu leyti að hluta af sinni stóru fjölskyldu. Þannig náði vinátta hennar og gleði langt út fyrir sína eigin fjölskyldu og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Einai' og Hrefna, innilegar sam- úðarkveðjur vegna andláts móður ykkar sem var okkur svo kær og gaf «= okkur fallegar minningar. Svavar og Heiða, Orrahólum. Það liðu ekki nema nokkrir mán- uðir á milli andláts systkinanna frá Hvoli. í október lést bróðir hennar Nínu sem hét Guðmundur Gissurar- son og 1 vor lést einnig systir þeirra Guðrún. Ég kom oft á Laugateig 6 hér í borg til hennar frænku minnar og það var oft kátt á hjalla þegar þau systkinin komu saman. Stund- » um þegar Nína kom og heimsótti systur sína, Kristínu, sem bjó í Ból- staðarhlíð 6 og lést fyrir 19 árum, tók ég mig til og gekk til hennar á Laugateiginn og síðan kannski fór hún til baka. Einu sinni hringdi Nína til okkar og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér og eig- inmanni sínum, sem var skipstjóri, lítinn hring út að einni eynni og aft- ur til baka. Þetta var einhvern tíma á kosningadegi fyrir mörgum árum og skemmti ég mér mjög vel. Okkur Ingu langar að senda Ein- ari, Hrefnu og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Guðmundsson. Jólafastan er gengin í garð, veð- m’blíðan er einstök og ljósadýrðin prýðir umhverfið í skammdeginu. Mér berst óvænt frétt, Jónína Ragnheiður, móðursystir mín, er látin. Að henni genginni lýkur ævi- skeiði systkinanna frá Hvoli. Þau þrjú í yngri hópnum hafa kvatt á rúmu ári. Mamma mín, Guðrún Halldóra, lést í ágúst á síðasta ári, Guðmundur Snorri andaðist í októ- ber síðastliðnum og enn er komið að kveðjustund. Svona tekur ein kyn- slóðin við af annarri, að hittast og kveðjast er lífsins saga. Amma mín og afi, þau Jórunn Snorradóttir og Gissur Gottskálksson, giftu sig árið 1900 og hófu búskap á Hvoli í Ölf- usi. Fæddist elsta barnið árið 1901 þannig að ævi systkinanna sjö spannaði alla öldina. Á Hvoli var tví- býli og var hópur frændsystkina á hinum bænum. I þessum stóra og glaðværa hópi ólst Nína frænka mín upp og átti hún Ijúfar minningar frá bernskuárum sínum. Árið 1941 giftist hún Jóni Benja- mín Einarssyni skipstjóra, miklum ágætismanni. Þau voru glæsileg hjón, samrýmd og félagslynd. Af þeim stafaði vissum ævintýraljóma í mínum huga. Snemma á búskapar- árum sínum fluttu þau nefnilega ásamt bömum sínum, Hrefnu og Einari, til Istanbúl í Tyi'klandi þar sem Jón starfaði á vegum Samein- uðu þjóðanna í þrjú ár. Mér er í fersku minni heimkoma þeirra, allur fróðleikurinn um ókunnan menning- arheim og gjafirnar sem Nína færði bæði bömum og fullorðnum. Heimili þeirra var lengst af á Laugateigi 6 í Reykjavík. Þai' bjuggu þau við Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN F. JÓNSSON, Otrateigi 38, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Ragnheiður Sigurðardóttir, Jón Ari Sigurjónsson, Sigríður Gunnlaugsdóttir, Matthitdur Sigurjónsdóttir, Börkur Bragi Baldvinsson, (ris Ólöf Sigurjónsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Auður Svanhvít Sigurðardóttir, Sigurjón Ragnar Sigurjónsson, Steinunn Þorsteinsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN BJARNADÓTTIR, Lækjargötu 34e, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala fimmtudaginn 14. des- ember. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ásgrímur Skarphéðinsson, Guðlaug Dröfn Hreiðarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.