Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 1

Skírnir - 01.01.1889, Page 1
Friður eða ófriður? I. Her, floti og skuldir Eyrópu og hinn yopnaði friður. Quousque tandem abutere, Catilina, patientia nostra. «Hvað lengi ætlar þú, Katilína, að níðast á þolinmæði vorri?» þessi orð lét Ciceró sér um munn fara í Rómaborg forðum daga. Evrópuþjóðirnar geta haft hans orð fyrir orð- tak með því að setja «hinn vopnaði friður» í staðinn fyrir «Katilína». Hinn vopnaði friður einkennir árið 1888 eins og hann ein- kenndi árið 1887. f>að eru liðin 18 ár síðan þjóðverjar börðu á Frökkum og síðasti áttungur hinnar nítjándu aldar er byrj- aður. Parísarbúar segja jafnvel að nítjándu öldinni sé lokið og að hún hafi endað 31. desember 1888. þ>angað til 1. janúar 1889 var orðtak þeirra «Fin du siecle» (endi aldarinnar), en síðan er það «viugtieme siécle» (tuttugasta öldin). Hinn vopn- aði friður hefur verið að vopna sig öll þessi ár og er nú svo vel vopnaður, að hann þarf ekki að skammast sin, þó jeg segi lesendum Skírnis frá því. Sumar þjóðirnar, t. d. þjóðverjar og Frakkar, geta víst naumlega vopnast betur en þær eru vopn- aðar nú. Allar líkur eru til, að Boulanger komist innan skamms til valda á Frakklandi og þá verður þess ekki langt að bíða, að ófriðarstorminum ljósti yfir Evrópu. þess vegna skal jeg hér gefa stutt yfirlit yfir, hvernig þjóðirnar standa að vigi í þessum hrikaleik, þó ómögulegt sé af því að spá fyrir leikslokum; þegar þúsundir þúsunda skjóta hvorir aðra niður og skotin hvorki heyrast né sjást, þá verður óskemmtilegt að eiga í ófriði. En friðurinn er heldur ekki skemmtilegur. f>að er 1*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.