Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1892, Síða 53

Skírnir - 01.01.1892, Síða 53
Bókmenntir. 53 mikli nmheimur opnast fyrir honum, þá sundlar og svimar hann fyrst. Hann á örðugt með að samrýma allt hið nýja, sem honum ber fyrir sjón- ir, við það, sem hann er vaxinn upp með. Björnstjerne hefir jafnan verið íslandi vinveittur. Kringum 1870, er verið var að undirbúa „stöðulögin11, lagði hann skörulega orð í belg oss í vil í blaði því er hann stýrði þá („Norsk Polkeblad11), kallaði ísland stykki úr Noregi, er skotizt hefði út í Atlanzhaf, láði Dönum meðferðina á því og vildi láta það tengjast aptur Noregi, ef íslendingar kysu það heldur. Björnstjernc las fornsögurnar íslenzku í æsku, og af leikritum hans eru „Mellem Slagene“ og „Halte-Hulda“, „Sigurð Slembe“ og „Kong Sverre" tekin eptir þeim. í leikritinu „Huld“, sem kom út 1858, ætlar Huld að flýja Noreg með elskhuga sínum Eyólfi Fínnssyni og nema land á íslandi. Lýsir Björnstjerne því þannig: „Á morgun vindum við segl, útfýsin dreg- ur það við rá, óttinn ýtir á eptir, þó illviðri níðsins æði og þjóti oglemji sigluna svo hún bogni, þá stígur vonin í báruna, klappar skipssíðunni og hendir sér á skjótu stökki að landinu, sem bíður vor með frið. Þegar dag- urinn er af lopti og Noregs strönd úr sýn, þá kemur friðurinn í faðmlög vor og hjal vort, drjúpandi, þangað til hann rís úr djúpi í líki fjalls, er skautar skýjum .... Við köllum „land“, og það land á að hýsa hamingju vora“. Björnstjerne segir sjálfur svo frá viðtökum þeim, er „Sunnifja“ fékk 1856: „Þegar sagan var alprentuð, vildi ég gjarnan að einhver vinur minu skyldi lesa liana. Einn þeirra lét þá tilleiðast gegn loforði um púns- flösku. Hann fór heim til Björnsons, lét tóbak í langa pípu, klæddi sig af, því veður var mjög heitt, kastaði sér á rúmið og fór að lesa. Ég sat á legubekk með öndina í hálsinum. Maðurinn reykti, las og drakk, en hvorki heyrði til hans stun né hósta. Hann fletti viðblöðunum, en hvorki bros né aukatekið orð leið af vörum hans. Mér var ekki um sel. Loks var pípan, flaskan og bókin búin. Þá fór þetta miskunnarlausa dauðýfli að klæða sig, og honum varð ekki annað af munni en: „Fari ég grábölvað- ur, ef þetta er ekki bezta bók, sem ég hef lesið á æfi minni". Björnstjerne býr 4 bænum Aulestad í Gausdal. Bærin liggur hátt yfir dalnum, sem er fríður og skógi vaxinn. Allt sumarið er fjöldi af gestum á Aulestad. Sumir koma bara snöggvast, sumir eru þar einn eða tvo daga og sumir eru mánuðum saman. Gestrisnin er þar svo mikil, að manni finnst cins og það sé ekki gestrisni, eða eins og maður eigi þar heima. Maður getur verið eins og maður á að sér, eða vill helzt; maður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.