Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 40

Skírnir - 01.01.1909, Side 40
40 Ur ferðasögu. Listabrngurinn. sem er yfir svo mörgu í bænum, virtist koma fram jafnvel í gesthúsinu þar sem eg bjó, og var það þó auðvitað ekki af betri endanum. Dögurðarstofan var ljósum viði prýdd af listahöndum t. a. m., og alt var svo skemtilega þokkalegt í samanburði við það sem mér síðar reyndist í París, þessum fræga listabæ, og var þó gistingin liku verði goldin. 3. A víðum völlum sunnan til í borginni var verið að heíja stóra vísinda-, lista-, iðnaðar- og skólasýningu, og var þar fag- urt og fróðlegt um að litast. Ekki virtist mér, síðar meir, annar eins fegurðarblær yfir fransk-brezku sýningunni i Lund- únum, þó að meiri væri um sig, meira í hana borið og af henni látið. Ymisleg aðdáanleg kensluáhöld voru þarna og teikningar skólabarna og handavinna og þótti ótrúlega vel gert. Einkennilegt var að sjá á aflstöðinni, hvernig æðandi afl hefir verið beizlað og beint í mannanna þarfir, en óskemtilegt þó að hugsa til þess, að hve litlum notum öll þessi tamning. á jötunöflum náttúrunnar kemur ennþá, hjá því sem verið gæti, hve margt er enn þá óunnið, eða illa unnið af veikum og ofþreyttum höndum, sem vinna mætti með vélum; hvernig mikill hluti mentaþjóðanna er enn þá ekkert annað en nokkurs konar húsdýr, arðsömustu húsdýrin, eins og verksmiðjueigend- urnir sýna á sjálfum sér og bústöðum sínum. Einkar fróðlegt var þarna á sýningunni snildar vel gert yfirlit yfir bæversku hásléttuna og Alpafjöllin sunnan að henni; var sumt upphleypt, en málað það sem fjær var, og höfðu lagt saman listamenn og landfræðingar. Eru slíkar landamyndir frábærlega vel fallnar til að sýna landslag alt, hversu lítið borganna gætir í viðlendinu og hversu smá eru mannaverkin hjá byggingum náttúrunnar. En þó er furða hvað mikið menn- irnir hafa að gert, einkum þegar þess er gætt, að þessi undar- lega litlu dýr, sem í fylstu merkingu orðsins hafa risið upp á móti því sem einu sinni var niðurröðun hlutanna, með því að fara að ganga á afturfótunum, eru rétt nýfarnir að leggja hönd á plóginn. Því meira sem maður sér af furðuverkum mann- anna, því sterkari verður sú hugsun: við hverju má ekki búas'c*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.