Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 62

Skírnir - 01.01.1909, Page 62
l’m ættarnöfn. «2 veikri sem sterkri beygingu orðanna í málinu, svo aftur þar erum við sammála. Erfitt mun G. Kamban ganga að sannfæra marga menn um það, að enskan fyrir beygingarleysi sitt sé langþroskaðasta mál heimsins. Flestir munu álíta að t. d. þýzka með sinni fullu nafnorðabeyging og spánskan með' fjölbreyttu sagnorðabeygingunni sinni séu fult svo þrosk- aðar tungur og miklu fegurri. Og mundi eigi slikt mega segja um íslenzku? Eða hvað skyldi það vera í ensku, seui eigi er hægt að segja á hinum málunum? Er nú kínverskan orðin fullkomnasta málið i heiminum? En hvað sem þéssu iíður, þá sannar þetta með enskuna, á engan vreg, að íslenzkan og ættarnöfnin í henni eigi að vera bevgingarlaus. Rómvei'jar eru sú þjóð, er fyrst kom ættarnöfnum í fast skipulag, enda eru ættarnöfn þeirra bæði fögur og þjóðleg. Þau eru alveg samvaxin tungu- máli þeirra og hafa fulla beyging sem hver önnur lat- nesk orð. Þar er því ágætt dæmi, sem þeim ber að taka til fyrirmyndar og samanburðar, er koma vilja ættar- nöfnum inn í íslenzkuna, en vera eigi að vitna í þaðr sem alls eigi á við. Eg neita því, þvert ofan í G. Kamban, að kynferði orða sjáist beinlínis á endingum orðanna og því beri að halda meginhlutanum einum í ættarnöfnum, en sleppa fall- endingum. Kynferðið fvlgir beint orðstofninum af ein- tómum gömlum vana, sem málvísin getur, enn sem komið er, eigi greint fullnægjandi ástæður fyrir, að minsta kosti eigi við nöfn á þeim lífverum, er eigi er unt að greina náttúrlegt kyn hjá við fyrsta álit og svo hjá dauðum hlut- um, sem eftir hugsuninni væri eðlilegast að hafa hvorug- kyns eða kynlausa. Kynferðið fylgir, sem sagt, alls eigi endingunni, þótt eitt kyn orða taki fremur til sín þessa fallendingu en annað aftur hina og kynið þann veg oft komi í ljós, líka af endingunni. Vanalega sést kynferðið undir eins í máli, er maður kann til fulls, þótt nakinn meginhlutinn sé tekinn, og svo er í öllu mþeim 40 orðumr er höf. tekur fyrir dæmi í kerfi sínu, að þar sést kynferði

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.