Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 65

Skírnir - 01.01.1909, Side 65
Ágrip af upptökum og sögu kvenréttindahreyfingarinnar í Ameriku. II. Sagan um kvennafundinn í Seneca Falls flaug eins og eldur í sinu um alla Ameríku og gerði þennan smábæ sem fáir þektu, frægan á fáum dögum. Alt komst í upp- nám út af þessum dæmafáu tíðindum. Blöðin skopuðust napurlega að konunum, prestarnir þrumuðu á móti þeim frá prédikunarstólnum, kölluðu þær »Belialsdætur« og ýmsurn öðrum sæmdarnöfnum. Eiginmenn ýmsra fundar- kvennanna náðu ekki upp í neflð á sér út af allri þeirri svívirðingu, sem þær hefðu gert þeim. Faðir E. Stanton kom með fyrstu hraðlest um nóttina á eftir til að vita hvort hún væri með öllu ráði. Og hún segir sjálf, að ef heilbrigðisástand sitt hefði ekki verið jafn-gott og það var, þá mundi sér hafa verið stungið inn í vitlausra spítala. Árið 1849 sendu þeir Garrison og Phillips áskorun um kosningarrétt kvenna til þingsins í Massachusetts, undirskrifaða af 2000 konum. Árið 1850 myndaðist fyrsta kvenréttindafélagið í Boston, og sama árið boðaði Mrs. Paulina Wright Davis til fundar í bænum Worcester í Massachusetts. Þessi fundur var miklu betur undirbúinn en fundurinn í Seneea Falls. Meðal fundarboðendanna var Abbey Kelly, ein af allra harðvítugustu og dugleg- ustu fyrirlestrakonunum, Garrison, Phillips, Friðrik Douglass, (hinn frægasti maður, einn af þrælunum, sem 6

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.