Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 15

Skírnir - 01.01.1910, Side 15
Um silfurverð og vaðmálsverð. 1& Vjer megum ekki gleima því, að á bak við hina stuttu og einföldu frásögn Landnámu um hvern einstakan þess- ara 417 manna liggur löng óskrifuð saga um starf og strit. Alt var ógert í óbigðu landi. Alt þurfti að biggja upp af níju. Hvern kofa þurfti að reisa, hvern blett að riðja og rækta. Hver skepnan var dírmæt, hvort sem það nú var nautgripur eða ásauður, svín eða geit, því að undir slíku var framtíðarvonin um góða afkomu komin. í firstu munu menn að miklu leiti hafa lifað af fi3kiveið- um í sjó, ám og vötnum, til að spara kvikfjenaðinn. Það stoðaði lítið, þó að hver sjóður væri fullur af silfri, því að enginn lifir á silfri, heldur á þvi sem firir það má kaupa, og þ a ð var mjög dírt, oft ófáanlegt fyrir nokk- urt silfurgjald. Svo þurftu menn og að læra íslenskt búskaparlag, komast að raun um, hvað best borgaði fir- irhöfnina. Þeir sem komu úr kornhjeruðum í Noregi, hafa auðvitað reint að sá korni ár eftir ár. Sumstaðar tókst það bærilega, og þar hjelst kornirkjan við1). Enn sumstaðar kendi reinslan mönnum fljótt, að arðurinn af kornirkju var stopull og kvikfjárræktin arðvænlegri. Og jafnframt þurftu menn að verja landnám sín firir árásum nágrannanna og nírra innflitjenda, og jafnvel að vera þess búnir að ganga á hólm við þá, sem skoruðu á menn til landa. Lög og rjettur vóru enn á spjótsoddi. Menn sáu, að svo búið mátti ekki standa, og menn tóku á sig nítt starf, að skapa lands lög og rjett, að »biggja landið með lögum«. Þetta starf birjar að sjálfsögðu first á því, að einstakar sveitir hnappa sig saman og minda smáríki gagnvart öðrum undir forustu einstakra höfðingja utan um hof það, sem höfðinginn (hofgoðinn) heldur uppi, því að á þessum lagaleisistímum gátu menn ekki verið án verndar goðanna. Undir verndarvæng þeirra, í hofhelg- inni, koma menn saman úr sveitinni, auðvitað first og fremst til að tigna og blíðka goðin og biðja um hjálp l) Jeg vona, að jeg fái innan skams tækifæri til að sína, að menn hafa gert of lítið úr kornirkju hér á landi i fornöld.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.