Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 34

Skírnir - 01.01.1910, Side 34
Gláma. í hinni tniklu íslandslýsingu sinni, er Bókmenta- félagið gefur út, lýsir dr. Þorvaldur Thoroddsen Glámu á þessa leið1): »Gláma liggur á hálendinu milli Arnarfjarðar og ísa- fjarðar, það er kringlóttur snjóskjöldur eða fannabreiða rúmar 4 ferh. mílur á stærð og 2872 fet á hæð. Eigi er mér kunnugt um, að skriðjöklar gangi út úr Glámu, en ailbreytilegur er þessi jökull eftir árferði og er stundum smærri og stundum minni, stundum sameinast jökulbungan fönnunum í nágrenninu og stækkar við það, stundum þiðnar af henni, svo hryggir og kambar koma upp. Hæð snæ- línunnar á þessu svæði mun vera um 2000 fet yfir sjó«. í hinni þýzku2) íslands lýsingu oinni segir hann að Gláma »myndi dvala3), kringlótta hjam- eða jökulbungu* * (»bildet eine schwachgewölbte, runde Firnkuppe«). Á jarðfræðis- korti því, sem fylgir bókinni, er hún og sýnd sem nokkurn veginn kringlóttur, samfeldur jökulfláki. Af því eg þykist þess fullviss, að þetta sé ekki rétt, finn eg mig knúðan til að rita þessar línur og skýra frá því opinberlega, sem eg veit sannast og réttast um þetta landfræðislega atriði. Því miður hefi eg ekki gjört það löngu fyr, en til þess liggja þau drög, er nú skal greina. Sumarið 1893 ferðaðist eg um Vesturland til grasa- fræðisrannsókna. Ritaði eg um för þessa allítarlega og *) Annað bindi 1. h. bls. 16. *) Prof. Dr. Tb. Thoroddsen: Island. Q-rundriss der Geographie nnd Geologie II, s. 173. Gotha 1906. 5) Allar leturbreytingar gjöröar af mér. St. St.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.