Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 39

Skírnir - 01.01.1910, Page 39
Gláma. 39 breðar1) eða skriðjöklar. í harðindaárum eru fannalög auðvitað mikil á fjallinu og þar af er jökulnafnið komið. Þegar þess er gætt, að snælínu- eða jökulmarkahæðin sunnan á Snæfellsjökli er um 3200 fet og 2000 fet sunnan á Drangajökli, þá er ekki ósennilegt eftir afstöðunni, að hún sé einhversstaðar þar á milli á kjálkanum norðan Breiðafjarðar sunnanverðum, enda er það nú sýnt og sannað með því sem þegar er sagt, að jökulmörkin liggja þar ekki neðar en 2700—2800 fet yfir sjó, þar sem Gláma, 2872 feta há, er jökullaus. En sjálfsagt mætti hún ekki hækka mikið til þess hún hyldist samfeldri jökulbreiðu. Væri það rétt, sem stendur í lýsingu Islands, að snjó- línan á þessu svæði muni vera um 2000 fet yfir sjó, hlyti Gláma öll að vera jökli hulin, ekki síður en Drangajökuls- bungurnar; í krikanum vestan undir hábungunum mundi þá liggja mörg hundruð feta þykk jökuldyngja, og niður frá þessum mikla jökulfláka mundu þá að öllum líkindum teygja sig bungóttir og sprungnir breðafossar niður i dalabotnana, sem að henni liggja, — en engu slíku er hér til að dreifa. Sögu Glkmu-jöktds ætti þá að vera lokið í bráð. *) Norska orðið „öree“ = skriðjökull er eflaust sama og ísl. orðið breði. Er ekki ólíklegt, að skriðjöklar hafi til forna heitið bretSar. Þessi ákveðna merking orðsins hafi svo haldist i Noregi, en gleymst hér. En nú ætti að taka orðið upp aftur í þessari merkingu. Stefán Stefánsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.