Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 44

Skírnir - 01.01.1910, Side 44
44 Góður fengur. hafði verið þar í dag, og engin skepna var inni í ósnum. Það var útséð um það. Og þó að hann sæi sel út með sandinum, þá var of langt að sækja bátræfilinn inn i ósinn; og hann tímdi varla að eyða skotinu á fugl. Jón tók af sér annan vetlinginn og strauk langa, gula yfirskeggið; það settist hrím í það af andardrættinum. — í svona veðri voru litlar líkur til þess að nokkuð væri á rekanum, hafið var ládautt, sandarnir alhvítir, nema bláfjöruborðið; þar voru þeir sleiktir svartir af flóðinu. Það var farið að skyggja þegar Jón kom að landa- merkjunum. Hann hafði fylgt flæðarmálinu alla leið og ekkert fénast; einn hörpudisk hafði hann fundið og nokkrar óvenjulega stórar kúskeljar; þær voru handa krökkunum. I rauninni leið Jóni aldrei betur heldur en þegar hann var einn á rölti í sjávarmálinu; hann hafði gengið þetta þús- und sinnum fram og aftur, og þó var vegurinn altaf jafn- nýr, sjórinn skolaði burtu sporunum og hver norðangarð- ur kom með nýjar rekavonir; þau voru ekki fá keflin, sem Jón hafði hirt, stundum stór tré, — hver einasta spýta í nýju baðstofunni var rekin af sjó, — og oft fann hann ýmislegt annað. Annars var það kynlegt, að hvað mest rak á landamerkjunum. Jón mundi smásyndir, sem hann ekki kærði sig um að segja frá. »Hvað var hann að flækjast?« Það kom skarfur fljúg- andi sunnan af sandinum og stefndi beint á Jón. Jón staldr- aði við og tók til byssunnar. Þetta var sennilega grind- horaður ræfill; þeir voru vanir að vera það á þessum tíma árs. Skarfurinn lét eins oghannsæiJón ekki; hann flaug örfáa faðma fyrir ofan höfuðið á honum með fæturna beint aftur undan sér og hálsinn láréttan í ioftinu. Jón heyrði vængjaþytinn og sá málmgljáann á fjöðrunum. »Sá hefði fengið fyrir ferðina«. Jón horfði á eftir honum. Þegar skarfurinn var kominn kippkorn út á sjóinn, beygði hann til austurs og flaug alla leið inn að ós; þar hvarf hann inn í rökkrið og fjarlægðina. »Ekki voru allar ferðir til fjár«. Jón sneri bakinu að hafinu; styzta leiðin heim var að ganga skáhalt inn yfir sandinn. »Usdarlegt var

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.