Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 45

Skírnir - 01.01.1910, Page 45
öóður fengur. 45 það, að skarfurinn skyldi fljúga inn að ós; því þá ekki beint út á haf?« — Jóni fanst hann finna vængjagustinn; hann hvíslaði í eyrun á honum: »Inn að ós«. Það skifti engu þó að hann kæmi þeim hálftímanum seinna heim; oft hafði honum reynst það vel að fylgja þess háttar smáatvikum og hann var búinn að lofa sjálfum sér að koma ekki niður að sjó í heila viku. Þegar komið er vestan af sandinum, skyggir lág hæð á ósinn; þaðan er ekki nema kippkorn niður að ánni. Jón hljóp við fót, til þess að ná þangað á undan myrkr- inu. »Dúnhnoðrinn hefði þó altaf verið einhvers virði«, hugsaði Jón, »og þó að hann væri horaður, mátti nasla af beinunum; skárra hefði það verið að koma heim með hann heldur en ekki neitt, og vængirnir voru fyrirtaks sópvængir, þar að auki hefði Stjána litla þótti gaman að hausnum; hann átti heilt safn af fuglsnefjum«. Jón var altaf vanur, þegar hann kom að hæðinni, að halda á byssunni og gægjast inn yfir ósinn. I þetta skifti gekk hann keipréttur með byssuna á öxlinni; hann var búinn að missa alla von. Skuggi dróst aftur úr; hann mundi eftir seinustu ráðningunni, sem hann fékk þegar hann hljóp á undan Jóni upp á hæðina. »Ligðu dauður«, hvíslaði Jón og bandaði með hendinni, laumaði byssunni niður af öxlinni og læddist kengboginn aftur á bak niður af hæðinni. Skuggi seig niður á fönn- ina og hreyfði hvorki legg né lið. »Hvaða kvikindi var þetta, sem lá uppi á skörinni?» Jón hafði ekki séð aðra eins skepnu á æfi sinni. »Það hlaut annaðhvort að vera kampur eða blöðruselurc. Jón setti hvellhettu á pinnann og skreið á fjórum fótum upp á hæðina. Þarna lá dýrið grásvart á snjóugri skörinni; bakið var hvelft af spiki og allur kroppurinn gljáandi upp úr vatninu. Það var of langt færi á svona stóra skepnu, fullir tuttugu faðmar; Jón mjakaði sér áfram á knjánum fet fyrir fet — fimtán faðmar — annaðhvort svaf hann eða þetta var sauðgæfur heimskingi, — tólf faðmar —

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.