Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 70

Skírnir - 01.01.1910, Side 70
70 Um loftfarir. bera 4 milj. manna með öllum farangri! Hitt gat hann ekki bent á, hvernig ætti að fara að því að ná í þetta loft. Arið 1766 fann Englendingurinn Cavendish lofttegund þá, sem menn hafa kallað vetni, og nokkrum árum síðar er mælt að hann hafi þózt sjá, að fleyta mætti holum hlutum í loft upp, ef þeir væru fyltir með þessu létta efni. Hann gjörði þó engar tilraunir í þessa átt, en annar maður, Leo Cavallo, byrjaði á því, að blása út með því sápukúlur, og tók svo að fylla með því belgi úr ýmsum efnum árið 1781. Honum tókst að fleyta þeim, en um- búðirnar voru ekki nógu þéttar, og gufaði vetnið út um þær. Bezt gáfust botnlangar úr jórturdýrum, og við þá var hann að fást, þegar þeir menn komust fram úr hon- um, sem alment eru taldir höfundar þessarar íþróttar, loftsiglinganna. Það voru bræður tveir, Joseph og Stephan Montgolfier, synir auðugs pappírsgjörðarmanns í Annonay á Frakk- landi. Þeir lögðu margt á gjörva hönd, og meðal annars brutu þeir heilann um loftfarir. Þeir þektu hugmynd Galiens um háloftið, sáu að skýin flutu í loftinu, og reyndu því að fylla belg með vatnsgufu. Hann lyftist þá að vísu, en gufan þéttist brátt og varð að vatni, og féll þá belgurinn til jarðar. Þá reyndu þeir reyk, en hann guf- aði út um pappírshylkið. Svo kyntust þeir vetninu og reyndu það, en alt fór á sömu leið. Þá datt þeim í hug, að það mundi vera rafmagnið, sem héldi skýjunum uppi. Þeir æfluðu nú að reyna að afla þess, kveyktu í hálfblautu heyi og ull, og létu gufa upp í pappírskúpu, sem tók 20 teningsstikur. Heita loftið lyfti nú kúpunni, og komst hún 300 stikur í loft upp. Þarna var þá sú aðferðin að nota heitt loft til loftfara fundin, eða endurfundin, og upp frá þessu týndu raenn henni ekki niður aftur. Þetta sýndu þeir bræður fyrst heima hjá sér 5. júní 1783, og barst fregnin fijótt út. Vísindamenn í París buðu þeim þangað, til þess að endurtaka þar tilraunina. Þeir hétu ferðinni, en Parísarbúum leiddist biðin, skutu saman

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.