Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1910, Side 73

Skírnir - 01.01.1910, Side 73
Um loftfarir. 75 má einkum nefna Englendingana Gloisher og Coxwell, sem fóru um 30 slíkar ferðir. Þeir hættu sér afarhátt, 8—10 þús. stikur, og þoldu þá svo miklar kvulir, bæði af kulda og skorti á súrefni í loftinu, að furðu sætir að þeir skyldu fá það af borið. Þeir gerðu og rannsóknir sínar með meiri vísindalegri nákvæmni en dæmi vorui til á þeim tímum, enda þótt nýrri rannsóknir hafi nú kolivarpað þeim, einkum vegna þess, að þeir kunnu ekki að verja mælingaverkfæri sín fyrir ýmsum áhrifum, sem skektu útkomuna. Til þess að bæta úr súrefnisskortinum, tóku menn að flytja það með sér og leiða það inn í önd- unarfærin með sérstökum verkfærum. En það tókst eigi ætíð sem skyldi, og fórust menn stundum af þessum or- sökum. Árið 1881 stofnuðu Þjóðverjar félag til eflingar loft- ferðum, tóku þeir nú við þar sem Gloisher hafði hætt, og höfðu miklu fullkomnari verkfæri. Má þar einkum nefna Assmann prófessor og síðan aðstoðarmenn hans, Berson og Súring. Þeir tveir náðu 10500 st. hæð 31. júlí 1901, og leið þá yflr þá báða. Gaston Tissandier, franskur maður, stakk upp á því, að farnar skyldu loftferðir til rannsókna, nákvæmlega samtímis, víðsvegar um lönd, til þess að fá betra yfirlit yfir ásigkomulag loftsins. Héldu menn þing um þetta, og tóku flestar Norðurálfu-þjóðir þátt í því, og svo Banda- menn í Yesturheimi. Þar komu menn sér saman um mælingaverkfærin, því að þau áttu alstaðar að vera hin sömu. Nú var það mein mikið, hve skamt menn komust frá jörðunni, því að menn þóttust þurfa að skygnast lengra. Þá fann Assmann upp á því, að búa til litla og fislétta belgi, sem slept er upp allslausum, að öðru en því, að við þá eru fest hárfín verkfæri, sem gegna sér sjálf á leiðinni. Hátt uppi, þar sem loftið er þunt, og mótspyrna þess því minni, þenur vetnið belginn út með heljarafli. Þessir belgir eru því gerðir úr teygjanlegu efni. Þó kem- ur þar, að þeir rifna, og falla þá verkfærin til jarðar, og má þá iesa alls konar fróðleik á verkfærunum. Þessir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.