Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1910, Page 94

Skírnir - 01.01.1910, Page 94
94 Frá útlöndum. Tyrkir þeir, sem á Krítey búa, krefjast þess líka af stjórninni í Konstantínópel, að hún kasti þeim ekki alveg frá sór. Það hefur nú síðustu mánuðiua mikið verið talað um þjóð- fundarhald í Grikklandi einhvern tíma á þessu ári. Þar á að ræða um framtíð gríska þjóðflokksins, bæði innan Grikklands sjálfs og utan, og svo um það, hvernig ráðin verði bót á því vandræða- ástandi, sem nú er í ríkinu. Upphaflega var það ætlunin, að þjóð fund þennan sætu ekki að eins fulltrúar úr Grikklandi sjálfu, heldur einnig frá þeim Grikkjum, sem búsettir eru utau Grikklands og þegnar anuara þjóðhöfðingja en Grikkjakouungs. En þá töldu aðrir, að sú samkoma gæti eigi til annars orðið eu að hleypa öllu í upp- nám og skapa enn meiri glundroða og vandræði en nú ættu sór stað. tÞað hefur því orðið ofan á, að á þjóðfundinum skuli að eins eiga sæti fulltrúar úr Grikklandi sjálfu. Kríteyingar fá ekki að koma þar að fulltrúum. Venezelos, sem fyrir hvern mun vill kom ast þar að, verður að fá grísk borgararéttindi, ef það á að takast. Hann kvað eiga hugmyndina að þjóðfundarhaldinu. Annars var hún studd af ymsum merkum stjórnmálamönnum, svo sem Rhallis og Dragoumis, núverandi ráðaneytisformanni. Þeótókis var henni í fyrstu andvígur, en snerist síðan með henni. Konungur hefur nú fallist á, að þjóðfundurinn skuli haldinn, en ekki er enn afráðið, hvenær það verði. Svo fór bráðlega, að kur vaknaði út af ofríki hermannaráðsins, einkum harðræði því, sem þuð beitti þingið. Þingmenn hættu að koma í þingsalinn, svo að engu varð komið þar löglega fram. Yfirráðherrann, Maurómichalis, varð og ósáttur við hermannaráðið. Hann þreyttist á, að standa. undir stjórn þess og vildi fá útgert um það, að þegar lagafyrirmæli þess væru fram gengin og »endur- reisnarstefnuskránni« fullnægt, því svo er stefnuskrá hermanna- ráðsins nefnd, þá legði það niður ráðsmenekuna og fengi hann þá f reyndinni þau völd, sem embætti hans ættu að fylgja. Maurómi- chalis er auðugur maður og metorðagjarn og kunni því illa, að standa undir yfirráðum hermannaráðsins, þótt skoðanamunur væri því eigi til hindrunar. En hann stýrði, eins og áður segir, að eins fámenna8t.a flokki þingsins og hefði engu getað komið þar fram af eigin ramleik. Það var hermannaráðið, sem skipaði þinginu að greiða umyrðalaust atkvæði með þeim frumvörpum, sem það skip- aði stjórninni að leggja fyrir það. En út úr þessari misklíð varð Maurómichalis að leggja niður völdin. Gamall stjórnmálamaður, sem Dragoumis heitir, sjötugur að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.