Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 3
3 eru 3 aðrar smárústir, sin á hverjum stað, lítur einna helzt út fyrir, að það hafi verið litlar, topphlaðnar borgir. Liklega standa allar rústirnar í sambandi við það, að völlurinn hefir fyrrum verið slægjuland, þó nú sé þar að eins lyngmóagróður. Liggur allstór lækjarfarvegur í bugðum eftir honum endilöngum; eru þar í margar uppistöðustíflur og frá honum liggja margir langir veitustokkar. Hefir þar verið stórfeld vatnsveiting og blóm- legt engi. Lækjarfarveginum má fylgja inn á oddann hjá réttunum, en þar fyrir innan er landið nú miklu lægra, því þar hafa úthlaups-kvíslar Markarfljóts brotið burt hinn forna jarðveg, og þá um leið tekið lækinn burtu og gert enda á vatnsveitingunum. Því er völlurinn orðinn að móa. Það eru eigi litlar breytingar, sem Markarfljót hefir gjört á slétt- lendinu upp af Landeyjum og íram undan Fljótshlíð. Hinn forni jarð- vegur er horfinn og aurar efrir, — raunar víða nú grónir upp aftur. — Arnar, sem þar runnu, hafa breytt farvegum. Allar smá-árnar, sem falla ofan úr Hliðinni, koma nú saman í Þverá, sem fellur út með Hliðinni. Aður runnu þær framar, og út eftir sléttlendinu; sér þess enn merki sumstaðar, og enn lifa gamlir menn, sem kunna sagnir um það. Þyrfti það efni að rannsaka meðan þeirra manna er við kostur. Þannig hefir t. d. Bleiksá, — sem kemur fram úr gljúfri milli Eyvindarmúla og Bark- arstaða, og nú rennur í Þverá, — áður runnið fram til sjávar skamt fyrir austan Bergþórshvol, og hefir skilið Vestur-Landeyjar frá Austur-Landeyj- um. Sér þar enn farveg hennar á löngum spöl í Berjaness- og Eyjar- landi og ber hann enn nafnið Bleiksá. I hana hefir Ossabæjarlækur hlot- ið að renna. Hefir myndast nes milli þeirra vestur frá Ossabæ, og er svæðið nógu stórt til þess, að nesið gat verið allviðlent. Af nærliggjandi landslagi má gera sér í hug, að þar hafi bæði getað verið vall-lendi og mýrlendi. Svo þurfti eigi annað en að þar væri fífumýri, til þess, að nesið fengi nafnið Hvítanes. Og á þurlendum stað, t. a. m. í odda nessins, gat verið hentugt að hafa þingstað, enda hefði hann þá verið í Ossabæjarlandi, og þó eigi allnærri bænum, að því er Bleiksárfarvegur bendir til. Eg leyfi mér nú að koma fram með þá getgátu, að þetta hafi verið tilfellið. Hygg eg að hún sé ekki ósennilegri en hinar getgáturnar, sem fram hafa komið. Nes hefir þar verið; það er vist. Og alfaravegur hefir legið þar um, svo Valgarður gat átt þar leið, hafi hann t. a. m. heimsótt frændur sína í Dal. En sé þessi getgáta min rétt, þá er til einkis að leita að Hvitanesi framar; það er þá ekki lengur til. Liggja nú auraryfir öllu því svæði, og þaðan upp eftir. Kvísl úr fljótinu, sem kölluð er Af- fall, hefir tekið sér þar stöðuga rás og brotið jarðveg af mikiu flæmi. Og þá er hinn óbrotni, forni jarðvegur tekur við, sést Bleiksárfarvegurinn að vestanverðu við það, samhliða því, þar til það fer i hann og fylgir honum siðan til sjávar. Engar vissar sagnir eru um það, hve nær Affallið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.