Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 13
*3 j. Borgarholt o. fl. i Bjarnarhöfn. Svo segir Eyrb. k. 6: »Björn bjó í Borgarholti í Bjarnarhöfn« og Lndn. (II. P. n. k.) heíir nálega sömu orð: »ok bjó a Borgarholti i Bjarnarhöfn«. Hér munar að eins því, að Eb. segir: »í Borgarholti«. Lndn. segir: »á Borgarholti«. Verður að taka þetta til greina, er ákveða skal, hvar bær Bjarnar muni hafa verið. Það er auðséð, að nafnið»Bjarn- arhöfn« heíir í fyrstu eigi verið haft um bæinn, heldur um víkina, þar sem Björn tók höfn. Var ástæða til að gefa bænum sérstakt nafn eftir því, hvar hann stóð við víkina, því hún er ekki all-lítil. Nú er hvergi við víkina staður, sem ber nafnið: »Borgarholt«. En fyrir austan grund- ina, sem bærinn stendur nú á, gengur dálítill ásahryggur frá fjallinu fram að víkinni, og er klettaborg efst á honum, sem kölluð er Kjötborg. Eng- in borg er þar önnur, sem Borgarholt geti verið kent við. Liggur líka beint við, að [ á haíi ásahryggurinn verið kallaður holt, því fremur sem hann hefir óefað verið skógi vaxinn í þá daga. Bærinn helir þá staðið annaðhvort á þessu holti eða í því, nfl. utan i því. Hefði hann staðið upp á því, mundi þar sjást grjótrúst eflir. Þar var og vatnsból fjær. En kunnugt er, að landnámsmenn settu jafnan bæi sina við læki, ef þess var kostur. Hér rennur lækur milli »holtsins« og grundarinnar, sem bærinn nú stendur á. Það er án efa Borgarlækur. Við hann hetir Björn því verið heygður. En nú sjást þó engin merki til haugsins. Og það er mjög eðlilegt. Lækurinn helir brotið bakka sinn holts-megin, svo það munar allmiklu sumstaðar, sem sjá má af uppgrónum eyrum hinumegin hans, sem áður hefir verið farvegur þans. Lækurinn hefir þvi án alls efa brotið hauginn burtu. Sama mun nú vera með bæinn: Hann mun hafa staðið í vesturjaðri holtsins við lækinn og mun lækurinn hafa brotið bæj- arstæðið x burtu. En hvar við lækinn mun bærinn hafa staðið? Eg leit- aði eftir verksummerkjum, er gæti gefið bendingu um það. En þau sáust engin, utan það eitt, að rétt fyrir ofan ós lækjarins var eyrin vestanmegin hans breiðust. Þar hafði hann brotið mest; enda er bakki hans aust- anmegin hæstur þar á móts við. Þar getur gott bæjarstæði verið afbrot- ið. Gera má og ráð fyrir, að áður en lækurinn bar aur í sjóinn fram undan ósnurn, hafi þar verið góð lending, og lá þá beint við að velja bæjarstæði sem næst henni, svo heimflutningur frá sjó væri sem hægast- ur. Milli sjávarins og þess staðar sem eg hugsaði mér bæjarstæðið gengur fram dálítið klettanef; neðst í því standa 3 stórir steinar, jarðfastir, og grasgeirar milli þeirra. Þætti mér ekki undarlegt, þó heiðnum manni hefði komið í hug, að þar byggi landvættir, og hefði nokkuð slíkt vakað fyrir Birni, þá gat honum þótt þess fýsilegra að búa sem næst þeim. Þetta segi eg nú til gamans, en dettur auðvitað ekki í hug að nota það til að styðja getgátu mína um bæjarstæðið. Hana byggi eg á þeirn lík- inda-ástæðum, sem eg var búinn að taka fram. (En getgáta er samt get-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.