Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 30
30 bæði holt og mýrar verið skóglendi, og enn sést þar hér og hvar dálítið af víði og grávíði. Og það heyrði eg gamlan mann segja á yngri árum mínum, að um aldamótin i8oohefði verið gert til kola á Vælugerðismýri. Hann nafngreindi fátækan bónda í Vælugerði, sem hefði gjört það. — Svo mikill víðir óx þar þá. Þó nefnir Landn. Víðiskóg sem örnefni, og má af því ráða, að þá er hún var rituð, hafi víðiskógurinn verið orðinn svo eyddur víðast hvar þar nærlendis, að einungis á þessum eina bletti hafi hann getað heitið skógur. En hvar mundi hann h • fa verið? Einar Einarsson, sem lengi hefir búið á Urriðafossi, fróðleiksgjarn maður og at- hugull, hefir sagt mér, að á æskuárum sínum hafi kvistur verið einna mestur á svæðinu milli Vœlugerðis og Fosslækjar; þótti honum það benda á, að þar hefði Víðiskógur verið. En svo er annað: Hvar er lík- legast, að Össur í Kampholti hafi gefið leysingja sínum iand? An efa þar, sem sjálfum honum var bagaminst, þar sem honum var óhægast að nota að heiman og örðugast að verja fyrir ágangi af nágrönnum. Nú er líklegast, að Össur hafi numið land þvert yfir frá Hraunslæk til Þjórs- ár, en að Neistastaða- og Vælugerðis-lönd hafi takmarkað landnám hans að framanverðu. Sá hluti landnámsins, sem austur við Þjórsá liggur, hefir þá verið fjarst honum og er þar spilda nokkur, sem eigi sést frá Kamp- holti, en Iiggur beint við, að þangað gengi fénaður úr Vælugerðislandi. Hafi Össur gefið Böðvari þar land, sem sennilegt er, þá kernur það heirn við ætlun Einars um víðiskóginn. Landeign Böðvars hefir þá verið meira eða minna af því landi sem nú tilheyrir jörðinni Urriðafossi. Eigi hygg eg samt, að Böðvarstóftir hafi verið þar, sem nú er bærinn Urriða- foss, því af Luidn. má ráða, að þá er hún var rituð, hafi Böðvarstóftir verið til sem örnefni. En Urriðafoss er varla svo seint bygður. Við þennan bæ er Fosslækur kendur. Stendiir bærinn í hraunbrún austan við lækinn, þar sem hann fellur f Þjórsá. Skamt upp með læknum að utan- verðu er hæð, sem gengur þaðan til útsuðurs og beygíst að Þjórsá fyrir utan lægð þá, er Leynir heitir. Frá bænum Urriðafossi blasir austurbrekka hæðarinnar við, og felur hæðin útsýni þaðan í þá átt. Hæðin er kölluð »Fossvirki«, og oft að eins »Virk.ið«. Næst læknum endar hæðin í mjó- um klapparási, sem er kallaður »Virkishornið«. Þar er varða, sem heitir »Virkisvarða«. Hún virðist hlaðin ofan á fornt, hálfhrunið mannvirki; það er af grjóti, en þó grasgróið neðantil. Ummál þess er hér um bil 12 faðmar. Má geta til, að það sé leifar af virki (eða vígi), sem 1 eða 2 menn hafa ætlað að verjast í, ef á lægi. Geti þá hæðin verið nefnd eftir þvi virki — því varla mun hún kölluð »virki« fyrir það, að hún felur útsýni. —• Það er nú kunnugt, að Böðvar gat átt ófriðar von, og því eigi ólíklegt, að hann hafi ætlað sér vígi til varnar. Sé nú Virkisvarðan leifar af virki hans, þá hlýtur bær hans að hafa verið þar nærri. En þess sjást eigi þekkjanleg merki. Vegur hefir legið eftir »Virkinu« endilöngu og'

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.