Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 6
6 um neðantil, svo það sýnist ótrúlegt, að menn hafi höggvið hellinn út; það hefði hlotið að vera mikið verk og erfitt, því frernur sem hann hefir i lyrstu verið miklu stærri en nú. Mjög er hann líka ójafn innan og ó- sléttur, og bendir það ekkt á mannafrágang. Og bergið innan i honum er sem húðað og hálfgljáandi; það hlýtnr að vera svo af náttúrunni. En raunar getur það verið af því, að bergið svitar út raka, er verður að stein- kendti húð á þvi. En þrátt fyrir öll þessi óiíkindi hefir hellirinn þó önn- ur sérkenni, sem næstum ótvírætt benda á mannaverk og þau merkileg og einkennileg. Svo er nl. háttað, að fyrir innan munna hellisins er sín stúka hvor- um megin út úr honum. Sú, sern er til hægri handar, eða austan meg- in, er stærri en hin: nær 12 al. löng og 4 ai. við, dyrnar mjóar — nerna rauf er út undir bergið vinstra megin, eins og þar hafi fallið úr því; — og tæplega 3 al. háar ; en stúkan sjálf er miklu hærri, hefir hvelft ræfur, sem hveríur upp i gat eða stromp. Enda fann Jón þar út við vegginn hlóð með 'ósku í. Hin stúkan, sem norðan rnegin er við hellis- munnann, er miklu minni: að eins manngeng á hæð og tæpl. 4 ál. á lengd og vídd. Dyrnar eru mjóar að ofan eða næstum hvast bogamyndaðar: er því iíkast sem bríkur gangi niður með þeirn til beggja hliða. Neðan- til við þær er sitt gatið hvorum megin úr aðalhellinum inn í stúkuna við dyr hennar; á þeim er enginn verulegur munur: bæði eru þau kringl- ótt og slétt innan, eins og þau væru boruð, svo víð, að þrengja rná hendi inn í þau og ná gegn 11 m nál. ’/4 al. þykt berg. Öðrum megin er og hoia eins og háifborað gat. Hið merkilegasta er þó, að fyrir gafii þessarar stúku, andspænis dyrum hennar, er útköggvið riimstœði, hæfilega stórt fyrir 1 mann stóran, eða 2 litla. Fyrir framan það eru til beggja enda háar brikur, sem rúmbríkur; er sitt gat á hvorti þeirra, sem vel rná smeygja hendi í gegnum. A miðjum rúmstokknum er og upphækk- un eða hnúður, sem skiftir honum í 2 sæti; þau eru þó í þrengra lagi. Gat er gegnum hnúð þennan; það liggur skáhalt gegnum hann, og er miklu minna en hin götin: eigi yfir 2 þuml. í þvermál. Allur er rúm- stokkurinn og bríkurnar báðar með ýmislega löguðum rákunt og ójöfnum, mjög óreglulegum. Bæði í aðalheilinum og stúkunum er ræfurhvelfingin mjög óslétt og óreglulega ójöfn: sumstaðar er hún t. a. rn. eins og með rennum, er liggja eftir berglögunum, líkt og vatn hafi máð þau, sumstað- ar aftur með stærri eða minni holum og stöllum, eins og eftir meitil eða annað stærra verkfæri. Sérstakar eru 3 holur i hvorri hlið á aðalhellin- um, hvorar gagnvart öðrum, og eru raufar út úr þeirn til hliðar. Virð- ist auðsætt, að þar hafi verið settir inn bitar af tré, hellinum til styrktar, og hefir bitaendunum verið smeygt i holurnar eftir raufurn þeim, sern út úr eru. Það virðist óefað, að hellirinn hefir á sinum tima verið notaður til

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.