Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 12
12 4- Berserkjahraun. í Árbók fornleifafél. 1893, bls. 21—23, hefir S. V. ritnð um Ber- serkjahraun, og hefi eg litlu þar við að bæta. I krika þeim fyrir sunnan hraunið, sem aðskilinn er frá túninu þannig, að bæjarlækurinn rennur þar fram á milli, eru leifar af 2 fornum girðingum, sem þvergarður skilur hvora frá annari. Það er efri girðingin, sem S. V. lýsir. En af hinni neðri hefir lækurinn brotið alla þá hliðina, sem að honum veit, því hefir S. V. ekki tekið þetta fyrir gerði. Sést þó vel, að garðurinn, sem er hraunmegin við efra gerðið, heldur áfram niður með hraunjaðrinum alt út að læknum; og hinumegin sér fyrir stuttum garðspotta frá norðaustur- horni garðsins fram á lækjarbakkann, sem brotnað hefir. I neora gerðinu er stekkjartóft, mjög götnul og niðursokkin. Og önnur, dáiítið nýlegri, er upp við þvergarðinn, sem skilur gerðin. S. V. telur nú víst, að efra gerðið sé hið sama, setn >>hyrgií« er berserkirnir hlóðu. En þá verður að gera ráð fyrir því, að þeir hafi haft nægan tíma, og gætu þeir þá hafa gjört báðar þessar girðingar. Svo er líka að sjá af Eyrbyggju, að Styr hafi ekki sett berserkjunum tímatakmark; þess þurfti ekki, þeir voru sjálfir nógu ákafir að komast sem fyrst að kaupi við hann. En sé nú hitt samt sannara, sem Gruunavíkur-Jón segir í Ágripi sinu, að Styr hafi sett ber- serkjunum þröngt tímatakmark, og að þeir hafi átt að gjöra »byrgit« frá morgni til dagmála, þá kemur ekki til mála, að það hafi verið gerðiþessi, annað oða bæði, sem berserkirnir gjörðu. Þá kynni það heldur að vera hin svo nefnda Krossrétt, sem þar er neðar í hraunjaðrinum. Hún virðist hafa verið fjárrétt, en er nú eigi notuð og lítur fornlega út. Mundi ærið berserkjaverk að lilaða !iana frá rnorgni til dagmála. Þess er að gæta, að Grunnavíkur-Jón ritaði upp eftir minni einu, og má ekki ætlast til, að engu skakki. Hann nefnir t. d. ekki hagagarðinn, sem Eb. segir að berserkirn- ir hafi hlaðið og stendur enn í dag. Eigi er vegurinn, sem berserkirnir ruddu, jafn-mikið tröllaverk og mirgir ókunnugir hafa ímyndað sér. Hann er lagður í króka, til þess að nota þá bletti í hrauninu, sem ekki þurfti að ryðja. En satt er það, að milli þessara bletta er verkið víða allmikið mannvirki. Dys berserkjanna er í djúpurn dal í hrauninu við veginn, eins og sagan segir. Sagt er að oftar en einu sinni hafi verið grafið í það; ber það og þess merki. Má þó nærri geta, að Styr hefir hvorki lagt vopn né fé í haug með berserkj- unum. Áður en berserkirnir lögðu veginn yfir hraunið, hefir eigi inátt kom- ast með hesta milli Hrauns og Bjarnarhafnar utan að fara fjörur og sæta sjávarföllum. Þó skaga 2 hraunranar þar fram í veginn, er of djúpt hefir verið fyrir framan, svo yfir um þá hefir þá orðið að fara. Hafa verið ruddar götur yfir um þá þvera, hvorn um sig, og .sér enn glögglega fyrir þeim.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.