Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 76
80 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS má þó telja líklegt að húsið hafi verið byggt af dönskum timburmeistara og jafnvel sniðið til erlendis. Hrefna segir: „Af vettvangskönnun að dæma, er einnig hægt að full- yrða að grind hússins er í það minnsta mjög gömul ..." Jafnframt getur hún þess að Leifur Blumenstein liafi sagt viðinn minna mjög á pommerska furu sem var algengt byggingarefni á 18. öld. Með þessu er gefið í skyn að líklega sé húsið frá 18. öld. Ég fullyrði hins vegar að ekkert sé það í grind hússins sem bendi sér- staklega til þess að húsgrindin sé frá 18. öld. Rétt er það að pommersk fura var notuð til húsasmíða hér á landi á 18. öld. Hún var hins vegar helst not- uð þar sem mikið lá við að vel tækist um smíði því hún var betri smíða- viður en t.d. skandinavísk fura. Pommersk fura var því einkum notuð í þakklæðningu en síður í húsgrind. Óhætt er einnig að fullyrða að enginn sjónarmunur er á 2-300 ára gömlum húsavið sem skipað var upp í Pommern og timbri frá útskipunarhöfnum í Skandinavíu. Annað athyglisvert atriði í grindarsmíð Hillebrandtshússins, sem Leifur nefndi einnig, er að skástoðir hússins eru allar úr öðruvísi efni en stoðir og bitar. Þær eru ekki ferstrendar og eru allar úr bognu efni. Ekki þekki ég annað dæmi um slíka efnisnotkun. Skyldleika mætti líklega helst rekja til pakkhússins í Borgarnesi, sem reist var á 8. tug seinustu aldar, en í því húsi eru nokkrar stuttar skástoðir frá útveggjum og inn á loftbita og eru þær úr bognum viði, unnum úr rótarhnyðjum. Skástoðirnar í Hille- brandtshúsi eru a.m.k. flestar gerðar úr neðsta hluta trjábols, að efsta hluta rótar. Efnisnotkun af þessu tagi, þ.e. að notfæra sér náttúrulega sveigju trjábols er líklega þekktust í skipasmíði fyrri tíma, en oft voru slík hné eða stuttar skástoðir frá böndum skrokksins og undir bita þilfars. Svipuð notkun var einnig algeng í dönskum og suðurskandinavískum klukku- turnum, sem víða tíðkuðust sem sjálfstæðar byggingar við kirkjur á öld- um áður. í slíkri smíð var oftast gripið til þessa ráðs þar sem skástoðirnar hefðu ella skert lofthæð í viðkomandi mannvirki meira en góðu hófi gegndi. í Hillebrandtshúsi er þó ekki um slíkt að ræða. Allar skástoðirnar eru þar inni í veggjum og ekki verður séð að sveigja þeirra hafi neinn hagnýtan tilgang. Mjög mikilvæg er sú staðreynd, að engin ummerki eru sjáanleg í grind Hillebrandtshúss sem benda til þess að það hafi verið flutt úr stað. Sam- kvæmt lýsingunni frá 1803 var Kokkhúsið á Skagaströnd illa farið og fúið. Það kemur svo sem ekki á óvart, því timburhús af þeirri gerð sem tíðk- aðist á 18. öldinni entust yfirleitt ekki lengur en 50-100 ár. Það er segin saga að eftir svo langan tíma voru þau orðin illa skemmd af fúa. Yfirleitt var aurstokkur orðinn gegnumfúinn og oft var fúi í stoðaendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.