Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Blaðsíða 121
ÍSLENSKA LANGSPILIÐ 125 langspil númer 01. Gert var ráð fyrir að hljóðfærið væri smíðað úr 2 mm furu en snigillinn úr ösp. Tónopið var teiknað hringlaga með ein- földu loki úr rósaviði. Þverbönd voru úr látúni, felld niður í gripbretti úr rósaviði. Þessi eftirlíking var einnig hönnuð með stól, þremur stál- strengjum og þremur stillipinnum. Hnappar, sem voru einn cm að lengd, voru teiknaðir undir botni langspilsins til að halda því frá borð- inu sem undir væri haft þegar á það væri leikið. Eftirlíking III. Þessi eftirlíking langspils var teiknuð og smíðuð meðan rannsóknarverkefnið stóð yfir. Hún var smíðuð úr beyki og var ná- kvæmlega sniðin eftir langspili númer 12. Strengir og stillipinnar voru fjórir. Tónop voru tvö, snigillöguð, þverböndin voru smíðuð úr hrúts- horni og felld niður í gripbrettið. Snigill og stillipinnar voru skornir úr beyki. Þetta langspil var með beinum hljómkassa, og var 62 cm að lengd (snigill ekki talinn með). Eftirlíking IV. Þessi eftirlíking langspils var ekki smíðuð meðan rann- sóknarverkefnið stóð yfir. Fyrirmyndin var langspil númer 12 og var á teikningu gert ráð fyrir að það væri 65 cm að lengd (snigill ekki talinn með). Þverbönd skyldu smíðuð úr skel eða fílabeini og snigill skorinn úr beyki. Báðir endar hljóðfærisins voru lengdir um einn cm niður fyrir botninn til að halda því frá borðinu undir þegar á það væri leikið. Tónop voru tvö, snigillöguð. Eftirlíking V. Þetta langspil var teiknað beint í laginu og var smíðað meðan rannsóknarverkefnið stóð yfir. Það var teiknað eftir langspili númer 19 og var 62,5 cm að lengd (snigill ekki talinn með). Það var smíðað úr 4 mm furu en snigill og stillipinnar úr ösp. Þverbönd á þess- ari eftirlíkingu voru úr látúni, í laginu eins og vír til að hefta saman pappír, og rekin niður í gripbrettið. Strengir voru þrír úr 0,016 tommu stálvír. Tónop var hjartalagað. Af þremur langspilum, smíðuðum eftir mælingum og teikningum sem aflað var í rannsóknarverkefninu, reyndist eftirlíking I hafa bestan hljóm og mestan tónstyrk. Sú eftirlíking var með bogadregnum hljómkassa, stól undir strengjum og smíðuð úr mjög þunnum viði. Þessi þrjú hönnunar- atriði virtust hafa jákvæð áhrif á endanlegan árangur smíðinnar. Þótt erf- iðast væri að smíða þverbönd úr hvaltönn, reyndust þau gefa nákvæm- asta tónhæð á gripbrettinu. Að rannsóknarverkefninu loknu voru eftir- líkingarnar þrjár notaðar við kennslu í Iowa State University í Ames, Iowa. Auðunn Einarsson smíðakennari í Reykjavík veitti greinarhöfundi mikilsverða hjálp og aðstoðaði við smíði eftirlíkinganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.