Norðurljósið - 01.01.1976, Side 144

Norðurljósið - 01.01.1976, Side 144
144 NORÐURLJÓSJÐ FJÓRIR FLOKKAR MANNA. Nú skulum við hverfa til Jesaja 61. Þar lætur Andi Guðs spá- manninn rita á þessa leið: „Andi Drottins, Jahve, er yfir mér, af því að Jahve hefir smurt mig til að flytja nauðstöddum (hóg- værum) gleðilegan boðskap, og sent mig til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötr- uðum lausn, til að boða náðarár Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla hrellda." 1. Hógværir. Hér ræðir um fjóra flokka manna. Orðið fjórir bendir á víð- áttu, eitthvað, sem nái til allra. Við höfum fjórar höfuðáttir: norður, suður, austur, vestur. Jörðin hefir fjögur skaut: norður- og suður-heimsskaut, norður- og suður segulskaut. Dúkurinn, er postulinn Pétur sá síga niður frá himni, var látinn síga niður á fjórum skautum. ,,Og voru þar á öll ferfætt dýr, og skriðdýr jarðarinnar og fuglar himinsins." (Post. 10.11., 12.). Þegar Drottinn Jesús flutti sína Fjallræðu, sagði hann: ,,Sælir eru hóg- værir, því að þeir munu landið erfa.“ (Matt. 5.5.). Þetta fyrirheit hans er upphaflega gefið í Sálmi 37.11. Þar notar þýðandinn orðið ,,vo!aðir“. Því miður er þetta orð notað í stað hins rétta í Sálmunum. En það er fyrst notað í biblíunni um Móse, hinn mikla leiðtoga ísraelsmanna. Þar ritaði hann: ,,En maðurinn Móse var einkar hógvær, framar öllum mönnum á jörðu.“ (4. Mós. 12.3.). Þetta hefði hógvær maður sem Móse aldrei ritað um sjálfan sig nema vegna þess, að hann var ritari Guðs, er fyrir Anda sinn gaf honum orðin, er hann átti að rita. Hann varði sig ekki, er á hann var ráðist af bróður hans og systur. En Drott- inn tók málið að sér og rétti svo hluta hans, að upp frá þessu fylgdi Aron alltaf Móse að málum. Þetta er mynd af því, hvernig Drottinn mun á sínum tíma rétta hlut allra hógværra manna, sem heldur þola illt en bera hönd fyrir höfuð sér til að verja sig. Þeir geta sagt mönnum sannleikann, en það er gert án þess að vera í baráttuhug til að verja sig og gerðir sínar, þegar sett er út á þá og verk þeirra, sem þeir hafa af góðum hug gert í nafni Drottins. Þetta er þá hlutdeild hógværra: Drottinn launar þeim síðar. 2. Brotnir menn. Drottinn var sendur til að græða þá, er hafa sundurmarinn anda. Orðið marinn er margsinnis þýtt með orðinu brotinn í biblíunni. Það er notað um borgarveggi Jerúsalem, sem höfðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.