Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930. Bls. 3. ▼ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga I Yfir heiðina Eftir G. J. E. ‘ ‘ Seg'ðu okkur sögu, góði afi! Þú kant svo margar fallegar sögur.” Þannig töluðu nokkur börn við gamlan mann, er var með þeim einn heitan júlídag í fjörunni við Winnipegvatn. Þau höfðu verið að baða sig og leika sér í sandinum, en voru nú að hvíla sig, sitjandi og liggjandi í kringum gamla manninn, er var þar líka til að hressa sig á vatnsloftinu, og svo til að líta eftir börn- unum. Eg sat þar nálægt þeim í fjörunni, og var að horfa á gufubát, er var á ferð fram á vatn- inu. Þegar eg heyrði bömin segja þetta, fór eg að veita því athygli, er gamli maðurinn sagði, og skrifaði það jafnóðum í vasabók mína, og er sagan skrifuð nákvæmlega eins og sann sagði hana og hér fer á eftir. “Eg ætla þá að segja ykkur sögu af mér, eins og það gekk til. Þó langt ’ sé nú riðan þetta skeði, þá stendur það mér í fersku minni, eins og það hefði skeð í gær. Eg er fæddur á bæ þeim á Islandi, er Dalur heitir. Bærinn, sem eg ólst upp á, var undir háu fjalli, og niður frá bænum var stöðuvatn í dalnum, er töluverður silungur var í, og var hann mikið veiddur að sumrinu í vörpu og lagnet. Vörpuna áttu Ibændumir á bæjunum í kringum vatnið í félagi, og var það venja, að þeir drógu fyrir á hverju laugardagskveldi seinni part sumars, þá gott veður var, og þófti okkur unga fólkinu gaman að vera með , hjálpa til að draga vörpuna á land og taka úr henni silunginn, og var þá oft glatt á lijalla, er vel aflaðist. Dalur þessi heitir Reykjadalur, bærinn sem eg átti heima á, s’tóð nálægt norðari endanum á vatninu. Var þar þríbýli og ehimilisfólkið þar alls 28 manns. Af því voru tíu unglingar. Við voram þar fjórir drengir hér um bil jafn gamlir. Var þá ekki sparað að leika sér hverja *tund, er við fengum til þess, sem var þó eink- um á helgidögum. Á sumrin voru lielztu leik- irnir er leiknir vorn: feluleikur, kóngstóMeik- ur, skessuleikur, jólaleikur og risaleikur, og svo glímur. Á vetrum var helzt leikið sér á skfð- um og skautum; tók ])á oft eldra fólk þátt í þeim líka, og komu þé oft unglingar af mörg- um bæjum þar í kring og léku með okkur. En minnisstæðastir em mér af öllu, sem þar bar fyrir mig, fuglarnir fannhvátu með langa háls- inn (svanirnir), er voru þar á vatninu alt sum- arið og áttu sér hreiður í litlum hólma, sem kallaður var Álftadyngja. Söngurinn í þeim þótti mér fallegur og mikla skemtun höfðum við af að horfa á 'þessa stóm, hvítu fugla synda um vatnið og heyra sönginn í þeim. Þessir tímar liðu og liðu fljótt, að mér fanst, því þegar eg var 15 ára, fluttist eg í annað pláss, langt í burtu. Bærinn, sem eg fluttist á, heitir Bær. Þar var tvíbýli. Eg kunni illa við mig þar fyrst í stað, og saknaði leiksystkina minna. Drengur var á þessum bæ, þrem ámm eldri en eg, sem 'hét Gestur; vorum við ekki nema tvö ár saman, þá fór hann á annan bæ, skamt þar frá, og var hann lát- inn fara til sjóróðra á haustin. Eg var líka látinn fara til sjóróðra, er eg var 18 ára gam- all, og vorum við Gestur þá báðir í sömu veiði- stöð, og þegar vertíðin var úti í desembermán- uði, fylgdumst við að heim úr verinu, er var um tvær dagleiðir þaðan, sem við áttum heima. Okkur var fagnað vel, er við komum heim, og leið svo fram yfir jóL En eftir jól áttum við að fara og sækja fiskæti í veiðistöðina, þar sem við rérum um haustið. Það var á þriðja dag jóla, að Gestur kom til mín og sagði, að húsbóndi sinn hefði sagt sér að fara á stað og sækja fiskæti. Fór eg með honum, af því búið var að ráðgera það, en líkaði þó eigi veðrið, því það var þykkviðri og dálítið kafald, en logn; og svo var orðið nokkuð, framorðið dags til að leggja á heiði. Þegar við komum að fremsta bænum í dalnum undir heiðinni, til að fá okkur að drekka, var klukkan orðin ellefu. Bóndinn þarð er Ólafur hét, sagði, að það væri nokkuð seint að leggja á heiðina, af því veður væri ekki heldur vel gott, en við héldum það myndi ekki versna, svo væri líka tunglsskin að kveldinu, sögðum við. Lögðum við svo á stað °g var snjófjúk dálítið og norðan kul á móti okkur. Gangfæri var gott, því fyrir jólin var hláka, svo nú var hjarn yfir alt. Yið gengum því hratt fram dalinn, með broddstafi íhöndum °g litla poka á bakinu með dálitlu nesti í. Þar sem að dalurinn endaði, var há brekka, °ða skriða, með klettabryddingu sumstaðar, og steyptist áin þar fram af kletabelti með mikl- Um nið. Við komumst upp brekkuna, þó hálf- Bla gengi vegna harðfennis og sleipu, og héld- nm sem leið liggur norður daldragið með fram ánni, sem smá-minkar eftir því sem lengra kem- ur norður á heiðina, uns hún er að eins lækur °g rennur úr vatni á háheiðinni. Er við vorum komnir norður undir vatnið, Var töluvert ofankafald og byljavindur, svo Vlð sáum l'ítið í kringum okkur í byljunum, en vel var ratljóst þess á milli. Við vorum að fala um að snúa til baka, en ekki varð samt af því að við gerðum það; hugsuðum, að veðrið myndi ekki versna meira, og héldum því áfram móti hvassviðrinu. Þegar við vorum þar, sem fer að halla norð- ur af, var orðið hvassara og kafalds mold mik- il; en þar sem við vissum að við vorum á réttri leið, og heldur styttra norður -til bæja, en suð- ur, þá fanst okkur sjálfsagt að halda áfram. Við kvöldumst af þorsta, því við höfðum geng- ið hratt og svitnað; fórum við því að éta snjó við þorstanum, en það var eins og okkur þvrsti meir eftir en áður. Áfram héldum við, beint móti vindinum, en gengum ekki eins hratt, með því að við vorum farnir að þreytast nokkuð og hvassviðrið var orðið fjarska mikið. Við fundum, að fór að halla undan fæti og var þá farið að dimma. Við sáum ekkert í kringum okkur fyrir kafaldi og hvassviðrið var óttalegt. Við komum þar sem vora svell-bótstrar; klöppuðum gat í svellið með broddstöfunum og fengum okkur að drekka. Við reyndum að leysa ofan af okkur pokana og fá okkur matar- bita, en það gekk ekki greiðlega. Samt gátum við nagað ofan í okkur dálítið af hálf-frosnu kjöti, en félagi minn misti við það vetlingana sína, vindurinn tók þá. Eg hafði tvenna vetl inga og léði eg honum aðra. Það var orðið dimt, samt héldum við áfram. Við sáum stjöm- ur við og við, en frostið harðnaði, er birti í lofti. Þegar lengra leið á kveldið, fór að birta af tunglinu, en við sáum samt ekkert fram fyr- ir fætur okkar fyrir skafmoldinni. Alt í einu hallaði mikið undan fæti; við duttum og runnum niður skxúðu dálítinn spöl, en gátixm fótað okkur á svelli, er var fyrir neð- an skriðuna. Gestur misti stafinn sinn, en minn stafur varð einhvern veginn undir mér, er eg datt, og fann eg hann, er eg stóð upp. Eg fór að reyna svellið nieð honum, og komst að raun um, að við vorum staddir úti á á. Við reyndum því að komast sömu leið upp aftur og tókst það við illan leik. Við liéldum svo áfram sömu stefnu og áður, að við héldum, og geng- um lengi, }>ó með hvíldum, því við voram orðn- ir þreyttir. Eg fór að reyna að tala við Gest (en hvass- viðrið var svo mikið, að við ui’ðum að kalla hátt til þess að við gætum heyx*t hvor til annars) um, að við líklega værum komnir nálægt bænum, er við ætluðum að finna og heitir Holt; það er fremsti bær í dal þeim, er heitir Suðurdalur; tveir aðrir bæir era neðar í dalnum, og einn nið- ur við sjó. Gestur hélt við myndum varla vera komnir nógu langt enn, og um hálftíhia síðar tók eg eftir því, að við gengum yfir þar sem eins fets hár garður stóð upp úr snjónum, og kallaði eg til Gests að stanza. Við fórum að aðgæta þetta, og komumst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri stekkur eða kvíar frá Holti. Okk- ur kom saman um að h\dla okkur þarna um stund. Eg fór að pjakka með staf mínum holu í snjóinn niður með veggnum, fyrir okkur að leggjast í, en snjórinn var mjög harður; samt gátum við gert töluverða laut í skaflinn og lögðumst við ofan í hana, og var þar nokkurt afdrep fyrir vindinum. Eftir nokkra stund fór okkur að kólna, svo að við fórum á kreik aftur, og héldum að vel gæti verið að við f\md- um bæinn, er við hugðum vei’a þar skamt frá. Fórum við því af stað til að leita og gengum í einlæga króka, yfir holt og skafla, en gátum ekki fundið neitt hús eða skýli. Skafmoldin var hin sama og hvassviðrið, en við sáum nokk- uð til himins upp íir skafmoldinni, tunglið var hátt á lofti og lýsti dálítið með sinni drauga- legu birtu, er að eins var nóg til þess við sæj- um hvar við stigum niður fótunum. Við vorum að þessu svingli, þar til við vor- um orðnir uppgefnir og úrkula vonar um að geta fundið bæinn; ætluðum við þá að finna stekkinn aftur, eða þar sem við grófum okkur í snjó áður en við fórum að leita að bænum, eft- ir að hafa hvílt okkur dálítið; en það fór á sömu leið, við gátum ekki fundið hann heldur. Okkur kom þá saman um, að setjast að og grafa okkur ofan í snjóinn, ef við gætum. Pjökkuðum við svo með stafnum til skiftis laut í harð- fennið, og gekk það býsna illa, okkur var svo kalt á höndunum. Við lögðumst svo ofan í lautina, sem var lítið meira eni hnédjúp. Bux- ur okkar voi*u töluvert frosnar að neðan, og skór okkar einnig frosnir, þ\h við vorum hálf- votir í fætuma, en frostið var samt ekki mjög mikið. Okkur fór nú fljótt að syfja, af því við vorum svo þreyttir. Eg reyndi að lialda mér vakandi, með því að tala við Gest; en eftir því sem við lágum lengur, varð okkur kaldara. Við stóðum því upp, þó það gengi hálf-illa, því lim- ir okkar voru orðnir stirðir mjög, og fórum við að dýpka gröfina, til þess að við hefðum meira skjól. Eftir nokkra stund liættum við við það og stungum broddstafnum ofan í skaflinn þar« rétt nálægt. Við lögðumst svo ofan í gröfina, og var þar nú meira skjól en áður. Eg man, að mig syfj- aði mikið, og var mér þó heldur kalt, einkum á höndum og fótum. Gestur kvartaði líka um kulda, og að hann gæti ekki haldið sér uppi fyrir svefni. Eg var að smá-sofna, en hrökk upp á milli, þar til eg mun hafa sofnað alveg og mig fór að dreyma, að eg væri á ferð í kafalds-byl, og Gest- ur með mér. Fanst mér þá eg verða svo léttur á mér, að eg kop ekki við jörðina, og liðum við svo út í geiminn. Leit eg þá niður fyrir mig og sýndist jörðin vera langt fyrir neðan mig, hvítleit á lit, og eftir því sem eg kom lengra út í geiminn, virtist mér dimrna, og eftir lítinn fíma sýndist mér aldimt; en brátt fór að lýsa aftur, en birtan var bláleit, mjög dauf í fvrstu, en smá-birti. Eg þóttist hugsa, hvert við værum nú að fara, og ætlaði að fara að tala um það við Gest, en þá kom eg auga á hnött, er við stefndum ó, ákaflega stóran, bláan að lit. Þessi bláa birta fanst mér ekki svo óviðkunnanleg, er eg fór að venjast henni. Alt afi nálguðumst við meir og meir þennan fjarska stóra, dimmbláa hnött, J)ar til við staðnæmdumst á skrúðgrænum bökk- um hjá stóru vatni eða við sjó. Engar bárur voru á vatninu og virtist vera logn og bjart- viðri. Alt var landið grænu grasi, blómum og smáum skógi vaxið, og smá-hallaði því ofan að vatninu, þar sem við vorum staddir. Ekki voru nein hús eða mannaverk þar sjáanleg; margar hvítklæddar verur í mannslíki voru þar á reiki og ein þeirra, er var fjarska stór, gekk áleiðis til okkar niður að vatninu og leit til okkar Gests mjög blíðlega um leið og hún fór fram hjá okk ur. Eg varð hrifinn af tilliti þessarar stóru og fallegu veru í mannsfynd, og segi við Gest: “Þetta er líklega Guð almáttugur”, og ætluðum við að ganga til hans, en hann hafði þá staðnæmst alveg frammi á vatnsbakka- brúninni og hélt hægri hendinni fram yfir vatn- ið, en undir hendi hans á vatninu mvndaðist þokustólpi, er hringsnerist og stækkaði með geysi-hraða, og fvlgdi því mikill þvtur, og hörfaði eg nokkuð frá. Þessi skýstólpi kom upp á landið og var svo mikill kraftur í hvrifil- bylnum, að hann tók með sér öll tré, gras og alt, er fyrir varð, þar sem hann fór yfir. Eg horfði stöðugt á hann, þar sem liann tók beint strik af vatninu upp hina skógi- og grasi-vöxnu hlíð, og af hlíðarbrúninni, er sýndist vera, og beint út í geiminn, og varð þá stór og lýsandi, líkt og stjörnurnar, er sýndust vera í stórum liálfhring yfir þessum stóra hnetti. Birtan, þar sem við vorum, virtist vera líkt og þá sól er lágt á lofti í björtu veðri, nema miklu blá- leitari. Eg fann til einhvers ónota hrolls í mér og leit í kringum mig. Yorum við Gestur þá komnir eitthvað út í geiminn, og þessi ákaflega stóri, bláleiti hnöttur, livarf sjónum innan skamms í dimmuna, en við stefndum á litla stjörau, er við nálguðumst óðum. iMér fanst koma yfir mig mikið máttleysi og eg kendi til hingað og þangað í kroppnum; mér fanst mér verða svo heitt og ilt fyrir brjósti, og í höfðinu. Eg opnaði augun, og sá mann standa uppi yfir mér; eg lét aftur augun og var máttleysis-liöfgi á mér, svo eg gat ekki hreyft mig. Eg var tekinn upp og borinn af tveimur mönnum, er eg ekki þekti, inn í hús, og mér var ilt öllum, einkanlega í höndum og fót- um, er var það helzta sem eg man til mín næsta sólarhringinn; en eftir það fór eg að hafa fulla rænu. Það fyrsta, sem eg spurði um, var, hvar Gestur væri, og var mér sagt, að hann væri dá- inn; hafði hann fundist skamt frá því sem eg var, á bersvæði á hörðum skaflinum, liggjandi upp í loft, með handleggina utan um höfuðið. Fjármenn tveir í Holti, er fóru að gefa í fjárhúsum um morguninn, sáu eitthvað dökk- leitt liggja á skafli skamt frá húsunum, Hund- ur var með þeim og hljóp hann þangað og fór að þefa af þessu; fóru þeir þá að aðgæta þetta og fundu þar Gest frosinn til dauðs, og sáu staf standa í skafli þar eigi langt frá; fóru þeir að sækja hann, en hundur, sem með þeim var, fór að krafsa ofan í mjúka snjóinn þar rétt hjá, og sást þá á föt mín. Við vorum svo borair heim í bæ, og var alt gert, sem hægt var að gera, til að 'halda lífinu í mér, enda tókst það, eg held mest fyrir góða aðhjúkrun. Eg var mikið kal- inn á höndum og fótum, sem þó greri um síðir. — Eg saknaði Gests, við liöfðum verið beztu vinir, en dóttir bóndans þania á bænum reyndi að hafa ofan af fyrir mér, er mér leiddist, með sinni lipru lund og nákvæmni. Eftir þrjá til fjóra mánuði var eg orðinn svo frískur, að eg gat komist heim til mín, var þá og komið vor og góð tíð. Ekki var eg þó margar vikur heima, fór svo norður aftur í ársvist til fólksins, er hafði hjálpað mér svo mikið í veikindum mínum og eg kunni svo vel við mig hjá, og átti dóttir bóndans þar mikinn þátt ií því. Ekki veit eg hvernig hefir staðið á því, að Gestur hafði farið frá mér úr gryfjunni í skafl- inum, er við lágum í, er eg sofnaði; hann hefir líklega sofnað og vaknað aftur með óráði, far- ið upp úr gi*yf junni út á skaflinn og ekki fund- ið hana svo aftur, vegna skaf-moldarinnar. Þá er nú þessi kafli æfisögu minnar á enda og liefi eg farið fljótt yfir, til að forðast mála lengingar,— sagði gamli maðurinn. Eg fór þá til hans, og þakkaði honum fyrir söguna, og sagði honum að eg hefði skrifað hana upp. Hann kvað það velkomið og að eg mætti íáta prenta hana, ef eg vildi. Mér þótti sagan svo merkileg, að eg áleit hana vel þess virði. Fíll bjargar barni. 1 Svíþjóð var maður nýlega á ferð með ýms dýr, sem hann var að sýna, þar á meðal nokkra fíla. Einu sinni fór smádrengur út á götuna, þar sem fílarnir fóru um, og héldu all- ir, að þeir mundu traðka hann til bana. En einn fíllinn gerði sér lítið fyrir, tók drenginn upp með rananum og lagði hann niður á gang- stéttina ómeiddan. — Dýrav. KAUPtf) AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEC, MAN. Yard Offlo*: 6Mi Floor, Bank ofHamHtonOhambtn DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy St». PHONE: 21 834 Ofíice tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manltoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræCingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—8 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Wlnnipeg, Manltoba. Lindal Buhr & Stefánsson tslenzkir lögfræCingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 962 peir hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Rlverton, Qimll og Plney, og eru bar aO hltta & eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miOvikudag, Rlverton: Fyrsta fimtudag, QimU: Fyrsta miCvikudag, Piney: priOJa föstudag I hverjum mdnuCi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili: 5 ST. .TAMES PLACE Winnipeg, Manitoba. J. RAGNAR JOHNSON B A„ LL.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur löpmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntosh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbra. Winnipeg, Canads Slmi: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tals.: 42 691 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræOingrur SCARTH, OUILD * THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Maln St. South of Portage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdóma. Er aB hltta írA kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Síml: 28 180 G. S. THORVALDSON BA... LL.B. LögfræOingur Skrifstof a: 702 Confederatlon Llfe Building. Maln St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON atundar lcekningar og yfiraetur. Til vlÖtaJa kl. 11 f. h. tll 4 a. h. og tr& 6—8 aö kveldinu. SHERBURN ST. 532 SÍMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Faatelgnasalar. Lelgja hús. Ct- vega peningal&n og eldsúbyrgfl aí ÖUu tagl. PHONE: 26 349 BAFIÐ PÉR SÁRA FÆTVR* ef svo, finniö DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WTNNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEQ Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aC ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsúbyrgO og blf- reiCa fi.byrg0ir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC sainstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Beimasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE: 26 545 WlNNIPEO ALLAR TEOUNDIR FLUTNINGAt Nú ©r veturlnn gengrinn 1 grarö, og ættuö þér þvl aö leita tii mln, þegrar þér þurfiö á. kolum og viö aö h&lda. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Simi: 24 500 ( — DR. C. H. VROMAN Tannlæknlr 505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEG G. W. MAGNUSSON NuddUeknir. 126 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 ViCtals tlmi klukkan 8 til 9 aS morgninum. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sfi beztl Ennfremur selur hann allakonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Beimilis talsimi: 58 308 -í Fundvís himdur. Bóndi nokkur í Bandaríkjunum týndi fölsk- um góm, er hann var við heyskap. Skömmu síðar fann hundur hans góminn og kom með hann til eiganda síns. — Mgbl. Löpp . Áfram þýtur litla Löpp, sem leiftri tundur, jafnt hún brýtur kalda klöpp sem klakann sundur. Hún er viss með hvergi að hnjóta, hvað þá falla, þótt hún missi þriggja fóta’ og það í 'halla. —Páll ólafsson. Pabbavísa. Pabbi vinnur úti alt, oft er honum sjálfsagt kalt; hvenær sem hann inni er upp á hnéð hann lyftir mér; allar sögur, sem ég kann, sagt mér hefir mamma’ og hann. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.