Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930. Höaberg Ghefið át hvem fimtudag af The Col- itmbia Press, Ltd., Cor. Sargeut Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editc Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. VerC $3.00 um árið. Borgist fyrirfrara. The “Lögberg” is printed and publlahed by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Bulldlng, S85 Sargent Are., Winnipeg, Manltoba. Viðhorf Með því að tíminn fram að sambandskosn- ingunum, er nú óðum tekinn að styttast, er sízt að undra, þótt fólki verði tíðrætt um mál þau, er fyrir liggja, sem og það, hver úrslit kosning- anna muni nú í raun og veru verða að loknum leik. Um slíkt skal engu spáð, að sinni, þótt ó- neitanlega vtrðist flest benda í þá átt, að frjáls- lynda stefnan muni fara glæsilega sigurför um landið. Þegar alt kemur til greina, verður ekki ann- að með sanni sagt, en að þjóðinni canadisku hafi farnast vel, frá því er núverandi stjóm tók við völdum; var aðkoman þó ékki sem árennileg- ust; þjóðin sokkin í skuldir frá stríðsárunum, — skuldir, er eftir atvikum hafði verið næsta auðvelt að stofna til, en minni fyrirhyggju ver- ið gætt, livað endurgræðslu þeirra áhrærði. Hvernig núverandi stjórn hefir tekist til í sambandi við meðferð fjármálanna, má af því sjá, að á því tímabili, sem hún hefir farið með völd, hefir grynt verið á þjóðskuldinni, sem svarar tvö hundrað tuttugu og fimm miljónum dala, og má það sannarlega heita vel að verið. Svo var þjóðbrautakerfið canadiska koniið í mikla niðumíðslu í stjómartíð þeirra Bordens og Meighens, að það tæpast sýndist eiga við- reisnar von; var það að verða þjóðinni slík byrði, er hún fékk tæpast risið undir; því enda fleygt fram í herbúðum afturhaldsins, að vel gæti komið til mála að selja kerfið, þó ekki væri nema, segi og skrifa, fyrir einn einasta dal! Gegn slíkri óhæfu gagnvart eigendum kerfisins, fólkinu sjálfu, barðist frjálslyndi flokkurinn af fremsta megni, og barðist til full- komins sigurs. Frá því er sá flokkur tókst stjómarforustu á hendur, að afstöðnum kosn- ingum 1921, hefir viðhorfið breyzt svo mjög til batnaðar á þessu sviði, að í stað þess að vera þjóðinni lítt bærileg ibyrði, er þjóðbrautakerfið nú komið í það horf, að fullyrða má að það verði í náinni framtíð ein hin voldugasta tekju- lind þjóðarinnar. Viturlegri fyrirhyggju nú- verandi stjómar og trausti hennar á framtíð lands og þjóðar, má það því óhikað þakka, hve giftusamlega hefir tekist til um úrlausn þessa stór-mikilvæga máls. Það varð enn fremur hlut- skdfti núverandi stjómar, að ljúka lagningu Hudsonsflóa brautarinnar, og ráða til lykta deilunni um endurheimt náttúrafríðinda Sléttu- fylkjanna. ásamt mörgum öðrum, sönnum þjóð- nytjamálum. Hvað mannúðarmálin áhrærir, hefir núver- andi stjóm reynzt þeim sverð og skjöldur; nægir í því efni að vísa til ellistyrkslaganna, sem og löggjafarinnar um breyting á launa kjöram heimkominna hermanna, er síðasta þing afgreiddi; er þar um margar og mikilvæg- ar réttarbætur að ræða á því sviði. Frj'álslynda stefnan, hvar í heimi sem er, var sköpuð af knýjandi umbótaþörf; barátta hennar hefir jafnan verið, og er enn þann dag í dag, heilög barátta gegn yfirgangi forrétt- indastéttanna. 1 afskiftum sínum útávið, hefir núverandi stjóm komið fram þjóðinni til hinnar mestu sæmdar; hún hefir vakað á verði um canadisk þjóðréttindi, og sérhvað það, er að sérstöku, canadisku þjóðemi laut. Mr. King hefir reynst trúr þjónn; hann hefir dyggilega fetað í fót- spor fyrirrennara síns, Sir Wilfrids Laurier; hann hefir verið fólksins maður, og stjóra hans sönn fólksstjóra. Þetta hljóta kjósendur að taka til greina, er að kjörborðinu kemur þann 28. júlí næstkomandi. Frjálslyndi flokkurinn hefir ætíð borið djúpa virðingu fyrir brezku stjórnskipulagi; þó er hann á hinn bóginn staðráðinn í að berjast fyr- ir því af öllum mætti, að Canada fái óhindrað notið eins víðtæks þjóðernislegs þroska og framast má verða, unz þar er komið, að þjóðin verði einn allra skærasti lýsihnötturinn í stjömukerfi því hinu megin-mikla, er myndar hið volduga, brezka veldi. Óisanngjamt væri að halda því fram, að alt gengi eins vel hér í voru unga, dásamlega landi, og frekast yrði ákosið, fremur en í öðram lönd- um. Heimurinn er enn engan veginn búinn að jafna sig eftir styrjöldina miklu; deyfðin í f jármálunum, sem og á sviði atvinnumálanna, á enn þá að miklu leyti rót sína þangað að rekja, og Canada gat undir engum kringum- stæðum, fremur en aðrar þjóðir, farið varhluta af ]>eirri staðreynd. Þó verður því ekki neit- að, að í öllum grundvallaratriðum, stendur canadiska þjóðin föstum fótum, og lítur björt- um augum á framtíðina. Frjálslyndi flokkurinn, undir leiðsögn Mr. Kings, liefir nú setið að völdum í níu ár. Þeg- ar alt kemur til alls, virðist næsta vafasamt, hvort þjóðin hafi nokkra sinni stigið jafnmörg risaskref í þroskaáttina, sem einmitt á þessu tímabili, er að mörgu leyti hlýtur að teljast 'gullaldar-tímabil í sögu þjóðarinnar. Vafalaust trúa einhverjir þokuþjónar hins gamla skóla ]>ví, að Mr. Bennett hafi í hendi sinni lykilinn að úrlausn flestra, ef ekki allra þeirra vandamála, er fyrir þjóðinni liggja; slíkum mönnum vildum vér vinsamlega gefa þá bendingu, að fara heim og læra betur, því þeir þekkja auðsjáanlega enn ekki sinn vitjun- artíma, eða eru meira en lítið ryðgaðir í þroska- sögu hinnar canadisku þjóðar. Undir handleiðslu frjálslyndrar stjómar, hefir canadiska þjóðin ávalt notið sín bezt. Hvemig kjör hennar hafa verið í greipum aft- urhaldsins, er óþarft að taka fram. Hvenær, sem frjálslyndi flokkurinn fer með völd, er það fólkið, sem ræður, og þá “grætur himininn gróðrartárum” yfir þetta dýrðlega land, eins og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson komst einhverju sinni svo fagurlega að orði. Þegar afturhaldsliðið heldur um stjórnvöl, verður framtíðarhiminn þjóðarinnar ]>ungskýjaður og umhverfið hráslagalegt, því þá eru það hinir fáu, útvöldu, úr forréttindastéttunum, er ráða lofum og lögum. Og nú er Heimskringla loks- ins komin heim úr útlegðinni. Nú er það hún, sem á að verða leiðarstjarna Mr. Bennetts og veita honum fulltingi; nú er hún loksins orðin það, sem hún áður var, og átti alt af að vera, aftasta hárið í öllu því, er öfugast snýr í can- adisku þjóðlífi. U Islands þúsund ár J9 Hér fer á eftir í lauslegri þýðingu, aðalrit- stjómargrein, er birtist í blaðinu Manitoba Free Press á laugardaginn þann 21. þessa mánaðar: ‘ ‘ Það var um árið 1850, að skip norrænna vík- inga lenti í fyrsta skifti við strendur Islands, eftir sjóvolk, hættur og hrakninga. Nú í sitmar fara um tuttugu og fimm þúsund- ir ferðamanna til þessa sama lands; era í þeim flokkum fulltrúar og stórmenni ýmsra þjóða, til þess að taka þátt í hátíð í minningu um stofnun hins íslenzka Alþingis, er varað hefir í þúsund ár. Er það þjóðþing, eða löggjafarþing á þessu norðlæga eylandi. Þetta er merkilegur atburð- ur hvað Manitoba áhrærir, því fylki vort stend- ur ekki í neinni smáræðis þakklætisskuld við hina hraustu landnema frá Islandi, er gert hafa land þetta að sínu eigin, sem trúverðugir borg- arar. Það voru norrænir höfðingjar, er fyrstir bygðu Island, ef ekki era taldir nokkrir menn frá Irlandi, er settust þar að áður, en náðu engri fótfestu. En stofnun þeirrar þjóðar, er nú byggir Is- land, er verk norrænna aðalsmanna, er leituðu frelsis og lausnar frá harðstjóm og yfirráðum ofbeldisgjamra stjórnenda. Um árið 1100 voru íbúar eyjarinnar komnir upp í fimtíu þúsundir; nú er íbúatalan frekar hundrað þúsundir, en höfuðstaðurinn, Reykjavik, telur um tuttugu og tvær þúsundir íbúa. Margt hefir á dagana drifið hjá Islendingum á liðnum öldum, frá því fyrst að stofnun Al- þingis sameinaði höfðingja og óðalsbændur úr öllum héruðum landsins. Saga þjóðarinnar hef- ir verið saga allskonar erfiðleika; borgarastríð og innbyrðis sundrang, enduðu með því á þrett- ándu öldinni, að Islendingar gengu nauðugir viljugir Noregs konungi á hönd. Þar næst flutt- ust aðal-yfirráðin frá Noregi til Danmerkur. Tortímandi drepsóttir, bíð og skæð eldgos úr hinum ýmsu eldfjöllum eyjarinnar, og marg emlurtekin rán af hálfu erlendra ræningja,—alt þetta hjálpaðist að því að gera íbúunum lífið því nær óbærilegt. Verzlunar einokun bættist svo ofan á aðra erfiðleika; var verzlunin fyrst í höndum hinna svokölluðu Hansakaupmanna, og síðar að öllu leyti í höndum Dana; allur á- góði verzlunarinnar fór út úr landinu. Auk þess var þjóðin þjökuð með óbærilegum sköttum bæði af veraldlega valdinu og kirkjunni, er aldir liðu fram. Þrátt fyrir alt þetta, gerðu Islendingar samt meira en aðeins að beVjast fyrir tilvera sinni; skáldskapur og bókmentir blómguðust þar í svo stórum stíl, að til stórgróða varð, ekki aðeins lærdóms og mentamönnum, heldur mannkyninu í heild. Þetta harðgerða og velgefna fólk, sem lagt hefir lífið í hættu til þess að leita frelsis og sjálfsfæðis, átti enn þrek og mótstöðuafl, til þess að verjast og berjast og spyma á móti algerðri tortíming. A Islandi er það fremur en í nokkru öðru landi, sem sagnalistin hefir náð hámarki sínu að fegurð og fullkomleika. Þar var sagan sögð í óbundnu máli í því skyni að hún yrði marg- endursögð alþýðunni í samkvæmum og heima- húsum, og einnig þar sem stjóm og stórmenni mættust. En þó hún væri þannig sögð í órímuðu máli, þá var orðalagið samt skáldlegt og inni- haldsríkt; bar þar svo að segja hver setning vitni um sannleika, nákvæmni og sálfræðilegan skilning; en formið og allur búningur var þann- ig, að á takmörkum var sagna og raunveru- legra skáldverka. Alveg á sama hátt og þjóðin stöðugt vemdaði sálu sína og anda á guðaveigum, eins og kom- ist er að orði, eins þráði hún frjálsari og full- komnari stjórnarfarslega tilveru, og á nítjándu öldinni vaknaði alvarleg breytingaþrá og öflug starfsemi í áttina til sjálfstjómar. Árið 1874 var mikið rýmkað um þjóðina í stjórnarfarsleg- um skilningi, en árið 1918 viðurkendu Danir Is- land sem sérstakt, fullvalda konungsríki í kon- ungssambandi við Danmiirku. 1 síðastliðin níu ár hefir Island haft sendiherra í Danmörku, og Danir liaft jafnframt sendiherra á Islandi. Síðan stjómarfarið breyttist, hefir þjóðinni fleygt fram fjárhagslega; fólkinu hefir fjölgað ]>rátt fyrir hina miklu burtflutninga til annara landa, og hefir meiri hluti þeirra, er af landi fluttu, komið til Vesturheims, sérstaklega til Manitoba og Saskatchewan. Islendingar hafa verið hýr einkar kærkomnir borgarará þjóðfélagi vora; þeir hafa sameinast hérlendu lífi og hérlendum háttum; þeir hafa orðið reglulegir Canadamenn. En þrátt fyrir }>að þótt Islendingar rækti trú- lega skyldur sínar sem borgarar í þessu nýja landi, þá eiga þeir samt hlýjan blett í lijarta sér gagnvart heimalandi sínu, eða landi feðra sinna og mæðra. Margir þeirra hafa notað tækifærið til þess að heimsækja æsku átthaga sína, eða skoða þá staði, ganga um þá eigin fótum, líta þá staði, er fyrir þeim hefir verið lýst í sögu heima- þjóðarinnar. Þetta atriði er í raun réttri saga út af fyrir sig, og hún er mikilsverð. Hér er um merkilegt og dýrmætt æfintýri að ræða.” Canada framtíðarlandið Seinni ára tilraunir mannaðra þjóða, hafa sem betur fer, mjög hnigið í þá átt að klæða landið, í stað þess að rýja það skógum og trjá- skrauti í vímu augnabliks hagnaðar. Hefir nýtustu og velviljuðustu mönnum þjóðanna skilist það æ betur og betur, hver háski sé á ferðum þar sem skógum er eytt fyrirhyggju- laust, án þess að nokkur minsta rækt sé lögð við endurgræðslu. Slík vákning hefir nú til þess leitt, að stofnuð hafa verið félög víðsveg- ar um heim, með það markmið fvrir augum, að vemda skóglendur hvar helzt sem því yrði við komið; eitt slíkt félag starfar í þessu augnamiði hér í landi, “The Canadian Forestry Association”, er unnið hefir þegar mikið og þarft verk, bæði hvað viðkemur endurgræðslu skóga, sem og slökkvitilraunum, er skógareld- ar hafa gosið upp. Auður sá, sem falinn ligur í stórskógum þessa lands, er meiri en svo, að lýst verði í stuttu máli, og grípur djúpt inn í efnalega vel- farnan þjóðarinnar. Um þetta era flestir sam- mála, að minsta kosti á yfirborðinu. En hvað er svo um hinn dýpri skilning málsins? 1 lítt seðjanlegri von um aukinn augnabliks hagnað, gleyma því helzti margir, að það er með skógana, eins og önnur náttúrafríðindi, að þeir eru engrar einnar kynslóðar eign; ófæddu kynslóðimar eiga líka fulla heimtingu á viðun- andi framfærslu skilyrðum. Og hver er sá, er hafa vildi það á samvizkunni, að skila þeim í hendur nakinni og gróðurlausri eyðimörk? Á ári því, sem nú er að líða, starfa í þjónustu skóggæzlunnar hér í landi, á sjöunda þúsund manns. Fljótt á litið, kann tala þessi að sýnast nokkuð há; þó mun það sönnu naíst, að þegar mikið er um skógarelda vnðsvegar um landið, þá hrökkvi mannaflinn hvergi nándar nærri til. / Bíðastliðin fjögur ár hefir verið með minna móti um skógarelda, en þrátt fyrir það, hafa skóggæzlumenn yfirleitt átt fult í fangi að sinna svo sínu strafi, sem skyldi. Yfir-eftirlit með vemdun skóga hér í Can- ada, hvílir á herðum sambandsstjómarinnar. En í samráði við hana hefir hið canadiska skóg- veradarfélag leyst af hendi afar-þýðingarmikið starf, sem glegst má af því ráða, að nú í ár hef- ir það sent sérfræðinga um landið þvert og endi- langt, til þess að fræða almenning um sérhvað það, er að viðhaldi og vernd skóga lýtur. Á það er og vert að benda, að einstakir iðjuhöldar hafa í seinni tíð látið allmikið til sín taka hvað skóg- vemdarmálið áhrærir; meðal annars varði ein pappírsgerðar verksmiðjan í fyrra, freklega tvö hundrað þúsund dölum til vemdunar skógum. Af canadiskum hagskýrslum má það sjá, að níutíu af hundraði af tjóni því, er skógareldar valda hér í Canada, orsakast af skeytingarleysi mannanna; jafnvel hálf-brunninn vindlingsstúf- ur hefir oftar en einu sinni valdið tjóni, sem skift hefir mörg hundrað þúsundum dala. Þeir einstaklingar, sem valdir era að slíkum stórslysum, eru óvinir mannkynsins, og verð- skulda enga vægð. Það er á þessum sviðum, sem flestum, ef ekki öllum öðrum, sem almenn- ingsálitið verður að grípa í taumana og láta skríða til skarar, og dæma sérhvem þann óal- andi, óferjandi og órúðandi öllum bjargráðum, er sekur gerist um jafn óafsakanlegt skeyting- arleysi. Þegar upplýstur almenningur vaknar til glöggrar meðvitundar um skyldur sínar gagn- vart skógum landsins og vemd þeirra, hverfa skógareldar að miklu leyti úr sögunni. Þá verð- ur hætt að rýja landið í stað þess að klæða það. Hænsnarækt. Hænsnarækt borgar sig vel, ef hún er rétt stunduð. Aftur á móti gæti hún orðið tap fyrir vankunnáttu. Þess vegna heyrir maður svo margan hóndann segja, að ekkert sé upp úr hænsnunum að hafa. Að velja beztu varphænurnar. Áður en útungun byrjar á vor- in, ættu allir að velja úr beztu varphænurnar og hafa þær sér með óskyldum hana. Beztu varp- hænurnar fara vanalegast fyrst niður á morgnana og seinast upp á kveldin. Annað merki er þetta: Farðu yfir hænsnahópinn að kveldi til, þegar þau eru sezt upp. Skoða þú hverja hænu fyrir sig. Beggja megin við eggholið eru tvö bein, sem kölluð eru: pelvic bein. Séu beinin þunn og komir þú þremur fingrum á milli þeirra, þá er hænan góð varphæna; séu beinin þykk, og komir þú að eins einum fingri á milli beinanna, þá er hænan mjðg léleg sem varp- hæna. Það tekur frá viku til tíu daga fyrir eggin að verða frjósöm. Eftir að útungun er um garð gengin, ættu allir hanar að vera teknir og hafðir sér, en ekki leyft að ganga með hænunum um sum- artímann. — Margir standa i þeirri meiningu, að hanar þurfi að vera með hænunum til þess að þær geti verpt; en það er mikil fjarstæða. Nú eru egg keypt eftir flokkun. Egg með útungunarefni, byrja að ungast út í sumarhitanum, og skemmast fljótt; ófrjósöm egg aftur á móti, geymast yfir lengri tíma án skemdar. Hænsnafóður. Um þetta leyti árs þurfa hænsn- in ekki eins kröftugt fóður eins og að vetrarlagi; en grænmeti er þeim nauðsynlegt; ef þau ekki haja aðgang að grasi, þá þyrfti að rækta fyrir þau kálmeti. Einn hnefi af korni þrisvar á dag fyr- ir hverja hænu, er mátulegt eða 20 pund af korni á dag fyrír hverjar 100 hænur. Helzt ætti kornið að vera af fleiri en einni tegund, t. d. einn þriðji af hverju: höfrum, byggi og hveitikorni. — Hænsni fá leiða á sömu kornteg- und til lengdaír. — Þeir sem hafa nóg af skilvindumjólk og hleypa henni í ost með sýru, geta sparað sér korn, því í mjólkinni er mik- ið eggjahvítuefni. — Annað, sem hænsni ættu alt af að hafa að- gang að, er grófur sandur (grav- el), og nógar skeljar (muldar). Sandurinn hjálpar meltingunni og og er nauðsynlegur. t)r skeljunum myndast eggjaskurn. Hænsnalús og maur. Hænsni, sem eru lúsug, verpa ekki til lengdar. Til þess að eyði- leggja lús, er lúsasmyrsl ((blue ointment) einna bezt. Taka skal hænurnar að kvöldinu, og maka smyrslin undir báða vængina, undir stélin og ofan á hausinn (við hauslús)v að eins lít.ið á hvern stað. Þetta eyðileggur lús. En það er meiri vandi að losast við hænsnamaur (mites). Þessi maur skríður á hæsnin á nótt- unni og sýgur úr þeim blóð, en heldur til í rifum og smugum á daginn. Maurinn magnast ákaf- lega fljótt í hitanum á sumrin, og getur valdið því, að hænur hætti alveg að verpa. Til þess að lostast við maur, verður að sprauta hænsnahúsið með steinolíu eða sterku kreolin- vatni. Taka skal alt út úr hús- inu, sem lauslegt er, svo sem hreiður, hænsnaprik o.s.frv. Svo skal sprauta í allar rifur og smug- ur, sem sjáánlegar eru. Þetta verður svo að endurtakast eftir vikutíma, þegar mauraeggin ung- ast út. Bezt er að sprauta hænsnahúsin áður en maurinn magnast. Veiki í hænsnum. Þeir, sem hafa léleg hænsnahús, missa oft hænsnin úr veiki, eink- um á vorin. Ekki er til neins að reyna að lækna hænu, sem verð- ur veik; betra að eyðileggja hana sem fyrst, því oft smitar hún heil- brigðar hænur. Tæring er mjðg almenn í hænsnum, sem hafa hana, þá munt þú sjá ljósleita depla á lifrinni og innýflunum. Missir þú margar hænur úr þessu, er þér bezt að losa þig við allan hópinn, því þessi veiki er mjög í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. smitandi, ef hún kemst í hænsna- hópinn. Stundum vill til að hænsni, sem fóðruð eru ,á höfrum og byggi, hætta að éta fyrir það, að þau hafa úttroðinn sarp, einkanlega ef þeim er gefið mikið bygg. — Þetta má kalla uppþembu, og má lækna hana með því að skera upp sarpinn og hreinsa alt úr honum, sauma svo fyrir aftur með nál og tvinna. Verður þá hænan jafn- góð. Þetta orskast af því, að neðra opið á sarpinum hefir stíflast. Hænsnahús. Allir ættu að hafa sérstakt hús fyrir hænsnin, en ekki að hafa þau innan um gripi eða hross, sem víða tíðkast. Húsið mætti byggjast eftir fjölda hænsnahna, sem þú hefir. Það þarf ekki að vera fallegt eða dýrt, en verður að vera bjart og loftgott; nægi- legir gluggar þurfa að vera á því, og ættu að snúa í suður. í staðinn fyrir gler, má brúka lér- eft í suma þessa glugga; það mundi gera húsið loftbetra. Það, sem mest er um vert, er að húsin séu björt og loftgóð, trekkiaus og laus við raka. Kuldinn að vetr- inum gerir hænsnunum ekkert til, ef þau hafa nóg af strái að rusla í, þá vinna þau sér til hita. Góðar varphænur. Það eru ekki góðar varphænur, sem yerpa að eins að sumrinu. Það gerir hvaða hæna sem er. Það er hennar eðli. En hænur, sem verpa í vetrarkuldanum í [Manitoba eins vel og á sumrin, þær mætti kalla góðar varphæn- ur. Þessum góðu varphænum er nú sem óðast að fjölga, en hinar lélegu að fækka, sem betur fer. Sá sem byrjar á hænsnarækt, verður að hafa góðan stofn, ann- ars gæti það orðið honum stór- skaði. Bezt er að byrja með lít- ið, en auka ef vel gengur. Hænsnategundir. Til varps eru Leghom hænsni í fremstu röð. Það má segja, að þau séu reglulegar hænsnavélar. En ókostur er einn við Leghorn- hænsnin, að þau eru mjög óstöð- ug að vilja liggja á. Þau eru held- ur smá, vigta frá 4 til 6 pund hver hæna, en verpa furðustórum eggjurn Þeir sem hafa Leghom- hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn- ur til að liggja á að vorinu, eða þá útungunarvélar, sem er ómiss- anlegt fyrir alla, sem stunda hænsnarækt að nokkrum mun. J. A.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.