Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 7

Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930. Bls. 7. Um víða veröld Heimurinn stækkar. Fundin ný pláneta. iEins og kunnugt er þeim, sem gaman hafa af að glugga i stjörnufræði, er talið svo, að átta stórar reikistjörnur, eða plánetur gangi um sólina, og er jörðin ein þeirra og sú þriðja í röðinni frá sól talið. Hinar eru Merkúríus' og Venus, báðar nær sól en jörð- iii, en svo, í röð út frá jörðinni, Marz, Júpíter, Saturnus, Úranus cg Neptunus. Reikistjörnur þess- ar eru ærið mismunandi að stærð, þyngd, snúningi og ýnisu eðli. Eðlisþyngd jarðarinnar er t. d. eins mikil og þyngd Venusar, Merkúríusar og Mars allra sam- an, en er aftur á móti ekki nema fimtándi hluti af þyngd Úranus- ar eins. En Júpíter er samt langstærst- ur af öllum reikistjörnunum, þyngd hans er 2.5 sinnum meiri en þyngd allra hinna samanlögð, en samt ekki nema þúsundasti hluti af þyngd sólarinnar. Júpíter er einnig tólf ár á jarðvísu að ganga umhverfis sólina, en Merk- úrus, sem næstur henni er, ekki nema einn ársfjórðung, en Nep- tunus, sem fjærstur er, fer um- hverfis sól á 165 árum. Kringum allar þessar reikistjörnur, nema Merkúríus og Venus, snúast tungl, eitt um jörðina, máninn, og sömuleiðis eitt um Neptún- us, tvö um Mars og fjögur um Uranus, en níu um Júpíter og tíu um Saturnus. Sumar af þessum reikistjörnum sjást með berum augum eða í veikum sjónaukum, en annars hefir þurft hina sterk- ustu sjónauka til rnansóknar á þeim og geiminum í kringum þær. Þessar rannsóknir hafa orðið til þess, a® fræðimenn hafa smámsaman fundið ýmsar nýjar stjörnur. í fornöld þektust að- eins fimm plánetur, hinar hafa fondist síðan, og nú nýlega er fundin ein enn í viðbót við þær sem nefndar voru. Það var Hers- chel, sem fann Úranus árið 1781 og árið 1846 fann Þjóðverjinn Galle Neptunus, eftir útreikning- um, sem Leverier í París og Ad- ams í Cambridge höfðu gert. Árið 1801 fann ítalinn Piazzi litla plánetu, sem mönnum hafði áður dulist vegna smæðarinnar, og var hún nefnd Ceres, en sam- kvæmt svo nefndum Titus-Bodes- lögum, átti að finnast pláneta á hennar slóðúm, eða á milli Mars °g Júpíters. Én nú orðið þekkja menn reyndar kringum þúsund smáplánetur á þessum slóðum milli Mars ogt Júpíters, og sumar þeirra eru aðeins 4—5 km. að þvermáli, en þær stærstu 300;— 400 km. Stjörnufræðingar síð- ustu ára hafa einnig talið hinn svonefnda hring Saturnusar (sem sést greinilega, þó ekki sé nema í litum kíki), sem þyrping af mjög litlum tunglum. Aðferð stjörnu-j fræðinga til þess að finna og! rannsaka þessar stjörnur, sem dyljast berum augum, er sú m. a.J uð taka ljósmyndir af ákveðnum' stöðum geimsins í einu (gegn um' híki)| og sjást þá venjulega á Plötunum merki eftir stjörnurn-' ar. Þar að auki hafa menn ýms- ar stærðfræðilegar og ljósfræði- iegar aðferðir, sem venjulega eru ekki viðfangsefni annara en1 sérfræðinga, til þess að ákveða' afstöðu og eðli stjarnanna. Helztu lögmálin, sém menn Þurfa að minnast, til þess að Sera sér grein fyrir gangi him-J intunglanna, eru hin svonefndu Keplerslög og þyngdarlögmálið,) sem kent er við Newton, með þeinj hreytingum eða viðaukum, sem1 afstæðis (relativitets)i kenningar Einsteins hafa haft í för með sér, en þeim er ætlað að sameina, Þyngdarlögmálið og lögmál elekt- romagnetismans nýrri skoðun á t’ma og rúmi (rúmtíminn skilinn sem hin fjórða vídd eða dimen- sion). Keplerslögin, sem talið er að sýni reglur þær, sem allar reiki- atjörnur fari eftir í gangi sínum, cru þannig, eftir því sem Jónas tíallgrírnsson seti þær fram á ís- mnzku: 1 að jarðstjörnurnar úanga í sporbaugum, þannig, að "ólin er í öðrum rennistað braut- anna. 2. bogar, er samsvara jafn- stórum sporbaugsgeirum þurfa jafnlangan tíma til yfirferðar. 3- Umferðatímarnir, margfaldað- h- með sjálfum sér. Þyngdarlög- l mál má aftur á móti orða þannig að tveir himinhnettir dragast! hvor að öðrum með afli, sem er í réttu hlutfalli við efnisþyngd beggja hnattanna, en í öfugu^ hlutfalli við kvaðratið af fjarlægð þeirra. Rannsóknunum á stjörnu- geimnum hefir fleygt afarmikið fram á síðustu árum, einkum eft- ir því sem styrkleiki stjörnukíkj- anna vex. En stærsta stjörnukíki heimsins eiga Bandríkjmenn, í stjörnustöðinni á Mount Wilson. Sú stjörnuathugun, sem mesta at- hygli hefir nú um skeið vakið, berst einnig frá Ameríku. En 13. marz s. 1. tilkynti prófessor Skap- l?y, forstöðumaður Harvard stjörnustöðvarinnar, að starfs- menn við Lowell stjörnustöðina í Arizona, hefðu í sjö vikur athug- að himinhnött, sem eftir hreyf- ingunni að dæma gæti verið pláneta utan við Neptúnus, fjar- lægustu stjörnuna, sem áður var þekt. Þótt hér sé um að ræða nýja stjörnu, kemur það fræðimönnum ekki allsendis á óvart, að hún finst, því að stjörnufræðingurinn prófessor Lowell, hafði sagt það fyrir, að slíkrar stjörnu mætti vænta, og dró hann það af út- reikningum eftir mismun á áætl- unum og athugunum á stöðu Úr- anusar, þótt sjálfur yrði hann aldrei stjörnunnar var. Reynist þessi nýja stjarna í samræmi við fyrirsögn Lowells, er um að ræða einhvern mesta sigur stærðfræð- innar, ekki minni en þegar Nep- túnus fanst. Fleiri stjörnufræð- ingar hafa einnig spáð meira eða minna greinilega í svipða átt, s. s. þeir Pickering (1919)- og Gail- lot og Lou. Rannsóknir einstakra atrSða í sambandi við þess nýju stjörnu, eru enn þá að eins i byrjun. Hin nýja stjarna, sem er óskírð enn- þá, er af svonefndu 15. megni. (magnitude) og er að stærð tal- in milli jarðarinnar og Úranusar og þvermálið áætlað 16 þúsund mílur. Fjarlægðin frá sólu er talin 45 einingar og ætti umferð- artíminn um sól því að vera ca. 302 ár. Sir Jeans segir, að fund- ur þessarar nýju stjörnu geti haft merkileg áhrif á skoðanir á heimsmyndinni eða sögu sólkerf- isins. Sá heitir Lampland, sem helzt hefir athugað þessa nýju stjörn, en fyrst varð hennar vart á ljósmyndaplötu 21. janú- ar síðastþðinn. — Lögr. SAGA Berenguer hershöfðingi sem nú er orðinn stjórnarforseti á Spáni, er fæddur 1873. Gekk hann í herforingjaskólann og þaðan fór hann í riddaraliðið, vann sig fram stig af stigi uns hann var gerður að sveitarfor- ingja. í Marokkóstríðinu stóð hann sig vel, tók vígið Zermi og var fyrir það útnefndur herfor ingi. Árið 1918 fékk hann stöðu í hermála ráðuneytinu, og þegar markgreifinn af Ahucemas mynd- aði stjórn, gerði hann Berenguei að hermálaráðherra. Því starfi hélt hann meðan Rómanones greifi var við völdin. Eftirmaður hans varð Munos Cobos hershöfðingi. En Beren- guer var falin landstjórn og yfir- herstjórn í Marokkó. 'Byrjaði hann með því að hefja mikla sókn og náði Foudak á sitt vld. Ári síðar tók hann Xanen eftir mánaðarlangt umsátur. En 1921 varð hann ósáttur við aðal- samverkamann sinn, Fernández Silvestre herforingja, sem vildi hefja allsherjar atlögu gegn Al- hucemas. (Berenguer vildi öðru sinna fyrst. Það varð til þess, að Silvestre hóf sóknina á eigin reikning og hún endaði með hrak- förum í Annual. Þá var ekki að sökum að spyrja. Berenguer var kallaður heim og stefnt fyrir herrétt; var borið á hann, að hann hefði getað af- stýrt óförunum og af því gat hann' ekki fyllilega hreinsað sig, enda var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi (náðaður litlu síðar). í júlí 1924 var hann gerður að hershöfðingja, og fyrir 3 árum fékk hann titilinn “greifi af Xanen”. Primo de Rivera og hann voru sagðir mestu mátar. — Lesb. Tímaritið 'Saga, er nýkomið út í hátíðabúningi. Er þetta fyrri bók sjötta árs hennar, gefin út að sama stað og áður, 732 McGee St., Winnipeg, og prentuð hjá sama félaginu, The Columbia Press, Ltd. Efni hennar er: 1930: Þeir, sem heima sitja — Riddarinn og sverðið: J. Magnús Bjarnason. — Auður Djúpúðga: Jakobína Johnson. — Saga farand- salans: Dr. J. P. Pálsson. — Vetur: Steinn H. Dofri. — Kveðjur: Guðrún H. Finnsdóttir. — Vísur: K. N. Júlíus: “Hún var sæt”. Á raupsaldri. 2% Islendingur. í eyðuna. — Leonardo da Vinci, — Ávarp til maí: Baldvin Halldórsson. — Á íslendingadegi: Þ. Þ. Þ. — Islenzkar þjóðsagnir—Jón Pétursson læknir: Þ. Þ. frá Upsum. Frá Jóni á Heiðnabergi: Jóh. Örn Jónsson. Bannstaður: Jóh. Örn Jóns- son. Skála Brandur: Guðm. Jónsson frá Húsey. “Pompa ég sem áð- ur: Guðm. Jónsson frá Húsey. — Kraftaverkið í Rauðárdalnum: S. J. Austmann. — Rannveig stórráða: ÍB. J. Hornfjörð. — Hugrúnar: Þ. Þ. Þ. — “1 uphafi’: F. W. Bain. — Vísindi: Nýtt mannkyn—Vél- mennirnir. Undraverð umbót x-geislans. Heitari en sólin.“Sólfang- jrar. — Canadísk uppgötvun.— Bjartur Dagsson—Sögur Vesturfar- ans.: Þ. Þ. Þ.: I. Bók, VI. kapítuli: Suður í Dakota. Æfintýrið á járnbrautarlestinni. Uppskera og þresking. Grímur Grímsson kast- ar þarlendingum ofan af heyloftinu. Við göngum úr vistinni. Til Islendinga. Þjóðfræðilegar hugleiðingar. Tvær vísur Káins. — VII. kapítuli: Opin geit. Eg grobba. Sögur af íslendingum og sjálfum mér. Þegar eg sigldi að heiman. Sjóveiki. Danskinum launað lamb- ið gráa, sem ætlaði upp á dekk hjá íslendingnum. Eg hætti grobbinu við lítil laun. — Krydd. —Smávarningur. — iBræðurnir fjórir: Þ. Þ. Þ. — Að hugsa fyrir sjálfan sig: A. Schopenhauer. — Skoðanir sam- tíðarmanna. Indland XII. í stjórnartið lávarðanna Auck- land (1836—42) og Ellenborough (1842—44) var styrjöld háð við Arfhani og herleiðangur farinn til Kabul og lögðu Englendingar þá borg þessa að kalla í eyði og komu málum sínum fram, en áð- ur höfðu þeir í styrjöld þessari beðið herfilegar ófarir. Hardinge lávarður (1844—48)> átti í ófriði við Sihkana og beið ósigur við Gujarat 21. febr. 1849 og komst þá Punjab undir brezk yfirráð, en eigi varð friðsamlegt þar fyr en í stjórnartíð Dalhousie lávarðar 0847—57). Dalhousie kom á miklum umbótum. Að tilhlutan hans voru lagðar járnbrautir, skipaskurðir grafnir, vegir lagðir og símalínur og alþýðufraéðslan bætt. En ásóknarstefnunni hélt hann áfram eigi að síður. Pegu komst undir brezk yfirráð eftir styrjöldina við Birma 1854. Nag- pur og Tandjore komust undir brezk yfirráð á þessum árum, og fleiri indversk ríki. Þegar Audh komst undir brezk yfirráð 1856, greip æsing mikil þjóðina, þvi menn óttuðust alment, að Eng- lendingar hefði í hyggju að neyða hana til að taka kristna trú. Og vorið 1857 brauzt Sepoy-uppreist- in mikla út (The sepoys” eru ind- verskir hermenn, sem stjórnað er af brezkum foringjum). Fjöldi Evrópumanna var þá myrtur, að- alega í norðvesturhluta landsins, Funjab, Audh og Bengal Sihk- arnir, Gurhkarnir og Mahratarn- ir voru 'Bretum hollir í uppreist þessari. Herlið var flutt til Ind- lands frá Englandi og eftir blóðugar orustur við Lahore, De- hli, Khanpur og Lucknow var uppreistin bæld niður (1857— 1859)». Hershöfðingjar Breta voru þeir Colin Campbell, Have- lock og Wilson. Frá 1858 er tal- ið, að stjórn landsins sé að fullu komin í hendur stjórnarinnar á Bretlandi, því þegar 2. ágúst 1858 voru stjórnarafskifti East India félagsins afnumin í brezka þing- inu, en Indland gert að brezkri nýlendu, sem átti að stjórnast af Iandstjóra, sem hefði titilinn vice-konungur. — Þann 1. nóv. s. á. var tilkynt, að Victoria drotn- ing hefði tekið yfirstjórn Ind- lands í sínar hendur. Var þá miklum fjðlda manna gefnar upp sakir, réttindi hinna indversku fursta viðurkend o. s. frv.. Auk þess var þjóðúm Indlands heitið trúarbragðafrelsi. Channing lá- varður, sem varð governor-gen- eral 1856, var fyrsti vice-konung- urinn í Indlandi (1856—62) og lagði hann mikið á sig til þess að koma á friði í landinu og sætta hina indversku þjóðhöfðingja inn- byrðis. Næstu vice-konungarnir, Elegin, Lawrence, Mayo og North- brooke, héldu sömu stefnu. Á jæssum árum var mikið starfað að samgöngubótum, m. a. til þess að geta komið matvælum um land- ið, þegar hallæri var í landinu (1977—78 t. d. biðu 5 milj. manna hungnrdauða í Indlandi). Þann 10. jan. 1877 var mikil hátíð hald- in í Dehli, í tilefni af því, að Victoría drotning varð Kaisar-i- Hind (sbr. áður)» í stjórnartíð Lyttons lávarðar var enn háð styrjöld við Afghani (1878—81), sem lauk með því, að Bretar gátu trygt sér íhlutunarrétt um afgh- önsk stjórnmál, en það leiddi aft- ur til óánægju í Rússlandi í garð Breta. — A. — Vísir. “Rodney,, til Islands ar eru aðal-atvinnuvegur þjóðar1- innar, og þangað sækja fiskimenn' margra þjóða, m. a. frá Norman- di, eins og Loti hefir lýst í bók sinni. Kvikfjárrækt er líka stund- uð og sumir ætla, að jörðin geymi gull í skauti sínu — gull, sem brátt verður grafið eftir. Vínbann ríkir að nokkru leyti á islandi, þ. e. a. s.: Bannaðir eru áfengir drykkir, sem innihalda meira en 2%% af vínanda. En það er skrítilegt bann. Þú getuf fengið spönsk vín, eins og þú getur í þig látið.—Hvernig stend- ur á því? — Það er vegna þess, að íslendingar þurfa að selja Spánverjum fisk og Spánverjinn svarar: Drekkið þið vínin okkar, góðir hálsar, og þá skulum við éta fiskinn ykkar. íslendingar hlýddu gegn mótmælum samvizk- unnar. — Eg býst við, að fulltrú- arnir geti skemt sér þar “norður í hafsauga”, þó ekki væri vegna! annars en spænsku vinanna. — (Stytt og lauslega þýtt úr “Daily News og Westminster Gazette). — Vísir. MINNINGARORÐ Reykjavík — Reykjavík? Er hún í Noregi eða Svíþjóð — Nei —nei. Hún er hvorki í Noregi eða Svíþjóð. Reykjavík er höfuð- borgin á íslandi og á sér allmerki- lega sögu. En þó að svo sé, virð- ist engin ástæða til, að seúda her- skipið “Rodney” þangað. ’ En— viti menn “Rodney fer þangað samt! Reykjavík heldur hátíð mikla í júnímánuði og freistast eg mjög til að kalla Alþingi ls- lendinga elzta þing í heimi. En eg er þess fullviss, að einhver muni nú taka sér penna í hönd og skýra Daily News frá því, að þing hafi verið háð í Nekd eða Abes- siníu eða einhverjum svipuðum stað 500 árum fyrir Krists burð. Og hver veit nema það sé rétt. Hitt er víst, að Alþingi íslendinga var sett á stofn 930 og virðist því vera nógu heiðvirt og háttvirt til þess, að þingið okkar (Parlia- mentið), sem teljast má unglings- grey, ef aldur þessara tveggja þjóðþinga er borið saman, sendi fulltrúa á hátiðina. Og “Rodney” ætti að vera nægilega traust skip til þess, að flytja svo áríðandi sendimenn. Fulltrúar verða sendir fyrir báðar deildir þingsins. Og þeir verða þessir: Newton lávarður. Marks lávarður, Sir Bob. Hamii- ton, þingmaður Orlkneyja, og Hjaltlands (næstu nágranna ís- lands)» og Mr. Noel Baker. Sum- ir sendimannanna munu fara sök- um þess, að þeir hafa heyrt því fleygt, að gott sé til laxveiði á íslandi, en aðrir af því, að þeim finst það skemitleg tilhugsun, að geta lagst þar til sunds í vatn, sem er álíka hlýtt og Miðjarðar- hafið. Enn er það, að ferðin á ':Rodney” kann að freista sumra og að lokum býst eg við, að ein- hverjir vilji heilsa hinu forna Alþingi. En gott er að þeir fari. Þeir fá þá að sjá um stund og kynnast íullvalda ríki, sem er í nokkurs- konar tvíbura-sambandi við Dan mörku, þar sem það hefir sama konung. — Þeir kynnast landi, sem liggur “fyrir utan alla að- gæzlu”, að því er oss virðist. — Hvað vita Bretar um ísland? 1 skólanum var mér kent, að það væri heimkynni gjósandi hvera (Geysir o. f 1.), og í síðustu viku las eg í blaði, að skipstjóri frá Hull hefði sætt háum sektum fyr- ir að draga fisk á óleyfilegan hátt við strendur íslands. En vit- anlega er ekkert samband milli þessa, þó að hvort um sig geti verið mikilsverðar upþlýsingar. — Hefði eg lesið bók Pierre Lo- ti’s, “Pécheur ‘Tslande” þá hefði eg vafalaust verið færari um, að rita fróðlega grein um landið. En það er þó óneitanlega dá- lítið skrítið, að mesta herskip ver- aldarinnar skuli fara í heimsókn til þess lands, sem eg býst við að vera muni minsta fullvalda rík í heimi. ísland hefir 100 þúsund íbúa, svona hér um bil eins og sveitaborg á Englandi. Árleg fjárþörf þess er ekki mikið meiri en herskipsins “Rodney”. ísland þarf 600,000 pund á ári, en “Rod- ney” kostar brezka ríkið 350,000 pund. Hlakki íslendingar til að sjá stórvaxið herskip, þá má ekki síður skipshöfnin á 'Ttodney” hlakka til að sjá smávaxna þjóð. — Eg býst við að menn sjái þar eftirtektarverða þjóð — trúaða þjóð (mestmegnis lúterska), vel mentaða og iðjusama. Fiskveið- Bækling um Island á ensku, hefir Guðm. Kristjáns son kaupm. og skipamiðlari gef- ið út. 1 bæklingnum er uppdrátt- ur af Islandi, lýsingar á höfnum og helztu stöðum, og auk þess inniheldur1 bæklingurinn ýmsar upplýsingar, sem skipaeigendum og skipstjórum mega að gagni koma. Er í alla staði vel frá bæklingnum gengið. — Vísir. Island í erlendum blöðum Ríkisstjórnin hefir sent oss úr- klippur úr ýmsum þýzkum blöð- um þar sem ítarlega er getið um hátíð þá, sem félagið “Nordische Gesellscaft” í Lubeck gekst fyrir og haldin var þar í borginni þann 11. f.m., í tilefni af þúsund ára minningarhátíðAlþingis. — Sveini Björnssyni sendiherra var boðið á hátíð þessa, en auk hans komu þangað um 20 íslendingar frá Hmborg og annars staðar að. — í blaðinu “Lubeck Ansinger” þann 12. f.m., er tekin upp ræða Sveins Björnssonar á hátíðinni. Auk hinna ítarlegu frásagna um hátíð þessa, flytja blöðin myndir af Sveini Björnsyni sendiherra og Zahle, sendiherra íslands og Dan- merkur í Berlín, myndir frá Þing- völlum o. s. frv. — Vísir. EINAR ÞORLEIFSSON. GUÐRIÐUR SIGFÚSDÓTTIR. Það hefir dregist lengur en skyldi, að færa í letur fá- ein orð til minningar um hjónin, Einar Þorleifsson og Guð- ríði Sigfúsdóttur Þorleifsson, er dóu síðastliðið ár í grend við Lundar, Manitoba. Er sá, sem þetta ritar, eigi nægilega kunnur æfi þeirra, til að gera efni þessu góð skil. En helztu atriða má geta, svo vinir eða ættmenn á íslandi geti vitað ger um síðari hluta æfi þeirra, og um dánardægur begggja. Einar Þorleifsson var fæddur 14. sept. 1857, á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá í Norðúr-Múlasýslu á íslandi. Foreldr- ar hans voru: Þorleifur Arnfinnsson, ættaður úr Reykja- vík, og Sigriður Sigurðardóttir, ættuð úr Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu. Hann ólst upp með hálf-systur sinni, Aðalbjörgu Þorleifsdóttur, á Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Hann var stiltur og sérstaklega dagfarsgóður, mjög bók- hneigður, og notaði sínar fáu frístundir til þess að lesa andleg rit og bækur. 23. nóvember 1892, giftist hann Guð- ríði Sigfúsdóttur (fædd 4. maí 1866). Var hún ættuð úr Njarðvik austur. Foreldrar hennar voru Sigfús Sigurðsson Jónssonar prests Brynjólfssonar, og konu hans. Þau Einar og Guðríður bjuggu níu ár í Hjaltastaða- þinghá. Fluttu þau til Ameríku árið 1902, með börnum sín- um fimm og hálfsystur Einars, Aðalbjörgu, sem fyr er getið. Bjuggu þau síðan í grend við Lundar, Man., þar til dauða þeirra bar að höndum. Einar dó 9. febrúar 1929, og jarðsöng séra Jóhann Bjarnason hann, 18. s.m.; en Guðrið- ur andaðist 24. ágúst s. á. Við þá útför flutti sá, er þetta ritar, kveðjuorðin hinztu. Þau Einar og Guðríður eignuðust sjö börn: 1. Sigfús. Kom hann særður úr stríðinu mikla, og dó af sárum 19. maí 1918. 2. Gunnar, búsettur í Lundar-bygð. 3. Þorleifur, smiður í Winnipeg. 4. Lárus, giftur franskri konu, býr í Winnipeg. 5. Guðlaug Sigurbjörg, gift Mr. Iver í Saskatoon.. 6. Jóhanna Steinunn. 7. Vilmunda Sigríðúr. Eiga þær báðar heima við Lundar. — Auk sinna eigin barna, ólu þau Einar og Guðríður upp fósturson, Douglas Crawford að nafni. Sá, sem ritar línur þessar, átti því láni að fagna, að kynnast hjónum þessum um fleiri ár; veit hann, að trautt muni finnast hreinhjartaðra fólk eða dagfarsbetra. Á heimili þeirra og í hjörtum þeirra bjó friður Guðs, því kristindómur þeirra var ekki aðeins máttvana siðvenja, heldur þeirra hjartans mál. Á sunnudagsskóli Lúterssafn- aðar þeim mikið að þakka. Um mörg ár var Guðríður sálin í þeim félgasskap, og sást lítt fyrir, þó erfiðleikar virtust í vegi; væri ekki annars úrskosta, vegna vondra vega, svo eigi væri fært að keyra, fór hún samt “á hestum postulanna.’ Við hjónin heimsóttum hana fáeinum dögum fyrir andlát hennar. — Var hún þá sárþjáð, — krabbamein segir oftast til sín, — en samt hjartanlega glöð í guði. — Litli drengurinn okkar var með okkur og kom að rúmi hennar. Fór hún þá að biðja guð þess? að hann yrði verkfæri í hendi drottins; annað varðaði engu máli. Get eg þessa hér, til að sýna, hvar hugurinn átti heima síðustu stundirnar. Guð blessi minningu þeirra beggja, og veiti oss Vestur- íslendingum, margt fólk jafn-áhugasamt þeim um kristin mál. H. J. L. FRÚR:— Einungis NÝIR SEÐL- AR gefnir í skiftum hjá British American Service Stations, — er skoðast hlýtur sem tákn þess, hve aljt er full- komið hjá British Am- erican félaginu. BERTA EFNI BETRI AFGREIÐSLA ÁN VERÐHÆKKUNAR BRITISH AHERICAN GA5DLENE i 24 ÁR TÁKNMYND HINNAR FULLKOMNUSTU AFGREIÐSLU Ár hvert lœra þúsundir bíleigenda, að viðurkcnna British American merkið sem innsigli félags er ant laetursérum sérhvern mann er stýrir bíl. V ! 8W ^Jhe British American Oil Co.Limited Super-Pnncr and Bntish \merican F.THYL Ciasolenes - tuiKUru OUs

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.