Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930. Bls. 5. Elzta eimskipasamband við Canada 1840—1930 Nú er tíminn til að annast um farar-útbúnað bræðra, systra, eig- in-kvenna, barna, foreldra, ást- meyja og unnusta á gamla land- inu, er flytja ætla til Canada. Cunard línan hefir hlotið frægð fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og sanngjarnt verð. Vér höfum skrifstofur í öllum löndum Norðurálfunnar, er greiða jafnt fyrir einstaklingum sem fjölskyldum. Vér sendum pen- inga fyrir yður til Norðurálfunn- ♦ ar fyrir sanngjöm ómakslaun. Ef þér heimsækið gamla land- ið, þurfið þér vegabréf, sem og endurkomu skírteini. Vér hjálp- um yður til að koma þessu í kring. Skrifið oss á móðurmáli yðar i sambandi við upplýsingar, er yð- ur verða í té látnar kostnaðar- laust. íjadian Service Rödd úr vestri Kæri herra ritstjóri Lögbergs : Beztu þökk fyrir stóra og góða hátíöablaðið 29. maí, það hafði svo margt fróðlegt og hressandi í bundnu og ófoundnu máli inni að halda, sem unun var að lesa. Fallegu myndirnar af Þingvelli við öxará, Dómkirkjunni og Alþingishúsinu í Reykjavik mintu mann svo hátíð- lega á gömlu fortíðina, þær bræddu ísinn úr hjörtum eftirlifandi gamalla manna hér, sem nú geta sagt eins og Símon og Anna, sem báðu um lausnina eftir að hafa séð þann fyrir hugaða Messías fæddan ("Krist): “Láttu nú þjón þinn í friði fara. Við höfum séð hjálpræði þitt.” Lík þessu er hugsun okkar, sem á graf- arbakkanum stöndum. En hvað alt þetta gladdi mig; kvæðin yndislegu, gömul og ný, svo sem hið aðdáunar- veröa og óviðjafnanlega þjóðhátíð- arkvæði séra Matthiasar 1874, Ó, Guð vors 'lands, ó, lands vors Guð. Endirinn á versinu : Islands þúsund úr, eitt eilífðar smáblóm með titr- andi tár, sem tilbiður Guð sinn og deyr. Eg spyr, hver getur komist nær Guði í hugsun en þetta. Þegar litlu smáblómin eru farin, með titr- andi tár, að tilbiðja Guð sinn áöur þau deyja á haustin. Hvað mættum við hugsa áður en við deyjum? Þá er næst að þakka allar blessunar- óskirnar til Islands, frá prestunum hér vestra og fleirum sem þeirra var von. Þvi góður maður af góðum sjóði síns hjarta fram ber gott. Svo góðu ritgerðirnar mörgu og fróð- legu, sem mér fanst gaman að lesa, sem færðu mér ýmsan þróttmikinn lærdóm frá nýjum og gömlum tima, ágætan hvern á sinn hátt. Ritstjóra- bæfileikum er eg alls ekki gæddur, segi aðeins fyrir mig, og endurtek það að þær voru allar ágætar. Þó lanst mér hvað mest gagntaka sálu mína og tilfinningu Þúsund ára sól- hvörf, eftir Richard Beck, sem byrj- ar með þeirri gullvægu kenningu, að l*ra að þekkja sjálfan sig. Heim- urinn væri öðru vísi en hann er ef allir þektu ibetur sjálfan sig en al- nient gerist. Framsetning er tignar- leg og fjölbreytt. Þá er síðast að þakka gömlu endurminningarnar, sem mér þótti gaman aö lesa, um Eorgarf jarðarhéraðl eftir kunningja 'V'inn Magnús Einarsson, sem eg svo oefni af því að Borgarfjörður var kunningi minn, þá er M. E. það líka. h*að minti mig svo á gömlu tímana þegar eg var barn, æskumaður og fullorðinn maður, þó mér þætti fljótt yfir sögu farið (eins og hann seg>r sjálfur) þá þótti mér gaman að lesa það, af því eg kannaöist við flest sem sagt var í greininni af öll- uui mönnum og lýsingum. En i allri fróðlegu ættartölunni stóð eg M. E. iangt að baki, enda man eg ekki eftir ueinum á mínum aldri, þþví mig vantar nú aðeins eitt ár til að verða áraf nema Halldóri sál. Daníels- syui alþingismanni frá Langholti i Eorgarfirði. Hann var fræðaþulur 1 fylsta máta, eins og afi hans og n^fni, Halldór sagnfræöingur á Ás- hjarnarstöðum í Síðumúla sókn. ffann vissi eg lang fróðastan um Borgarf jörð. Það þykir mér skrít- ’Ó, að eftir ritgerð M. E. að dæma hefir hann verið frá Skarösheiði suður að Hvalfirði að norðan, út á Akranesskaga, n.l. í Suður-Borgar- fjrði. En eg fæddist á Skáney í Beykholtsdal árið 1851, 12. júlí. Þar nlst eg upp til 22 ára aldurs. Eg þrjaði á 16. ári aö fara til sjóar, réri 32 vertíðir alls, 24 á Akranesi 8 frá Reykjavík og suður með SJÓ tiJ Njarðvíkur. Á þessu svæði nian eg aldrei til að við hittumst, þó pekti eg alla á Akranesi þann tíma sem eg réri þar. Eg réri 16 vertíðir af þessum 24 á Litlateig sem eg réri á Skaganum, þekti af yngri mönn- um aðeins einn á aldur viö okkur Magnús, sem átti heima þar er sum- ir kölluðu Litla Bakka en aðrir Mar- bakka. Hánn hefi eg tvisvar séð í Winnipeg og hefði kosið að hitta hann einu sinni enn þá. Eg fór mörg vor með hlut minn á sexær- ingi, sem eg átti, inn í Borgarfjörð, lenti í Skiplæk fyrir utan Ytri Brekku í Andakíl. Öll eða flest árin, sem eg.var á Grund í Skorradal og Kalmannstungu og eftir að eg keypti lai\samannsbréfið var eg flutningsmaöur 3 vor yfir Borgar- fjörð út í Borgarnes og skipin, sem voru oft 3 til 4 fyrir framan Brákar- ey. Grunnifjörður segir M. B. að skorist hafi út úr Borgarfirði til landnorðurs inn á milli Hafnarf jalls og Akrafjalls. Þar skakkar okkur. Eg man aldrei eftir neinum Grunn- firði. Eg man vel eftir Ósnum, sem náði inn undir Bakka í Melahrepp, og svo nefndu Fjörum, sem náðu að Lækjarnesi og voru alla tíð þurar um fjöruna að undantekinni Laxá, sem rann eftir fjörunum fram i Ós- inn. Eg man eftir steininum og pollinum kringum hann og sá eitt sinn mann hleypa þar á sund þegar eg fór eins og 4 til 5 faðma þar fyrir framan. Laxá er þar varla í kviö, svo fornsaga M. E. getur vel hafa verið sönn, og eitthvað heyrði eg um það talað, þegar eg var barn. Eg heyrði alla, sem fóru f jörurnar, álíta að Hvalfjarðarströnd væri beint í land-suður af Ósunum en ekki land- norður, því hornið eða Hafnarfjall var miömorgun af Skaganum, og Borgarfjörður eða Baula, sem mað- ur stefndi oftast á þegar maður var að fara inn Borgarfjörðinn, sem stefndi lítið eitt austar en í hánorð- ur. Eg endurtek þakklæti þakklæti til M. E. fyrir fróðlegu ættartölurnar, sem við hér úr Borgarfirði höfum staðið í að lesa upp aftur og læra að nýju. Ein mál- eða prentvilla er mein- leg í ritgerðinni, hún er uin Bjarna Brynjólfsson dannebrogsmann og börn hans. Svona stendur það í blaðinu: “á Kjarnastöðum bjó Bjarni Brynjólfsson smiður mikill á tré, járn og kopar. Kona sonar sekretera og önnu Stefánsdóttur Schevings og Helgu dóttur séra Jóns Magnússonar að Staðarstað.” Á að vera: Á Kjaranstöðum bjó Bjarni Brynjólfsson dannöbrogsmaöur. Kona hans Helga Ólafsdóttir Björnssonar Stephensen stúdents, síöast í Melkoti í Leirarsveit 2. Nóvember 1834, 42 ára. Hans kona Anna Stefánsdóttir Scheving, fædd 11. september 1792 á Ingjaldshóli, gift 20. júní 1817 á Kjaranstöðum. Dáinn 1865. Börn þeirra er ein kona Bjarna dannebrogsmanns, Helga og þau eiga börnin, sem gef- in eru séra Jóni Magnússyni hér að framan. Síðast bjuggu Bjarni og Helga á Litlateig. Þau eignuðust eins og talið er að framan: Brýnjólf skipasmið í Engey, Margréti konu Sigurðar klénsmiðs, Ólafur á Litla- teig, Helgu konu Níelsar í Lamb- húsum, Ólínu konu Asmundar á Há- teigi og Þórunni konu séra Sigurðar í Vigur. Þegar við hjón sáum þetta í greininni og ekki hefir verið lag- fært, og þar sem Ólafur Björnsson, Stefensen og Anna Stefánsdóttir Scheving voru foreldrar Stefáns sál. Ólafssonar í Kalmannstungu og Ólafia dóttir hans kona nún og gát- um við því ekki leitt það hjá okkur að laga það, og vonum að M. E. mis- virði það ekki við okkur. Við kenn- um honum ekkert. Eftif ritgerð hans að dæma, er það ekki hægt, hann sagði það skýrt í fyrstu. Menn eins gamlir og við þum 80 ára) ættum' að mega leika lausum hala það sem eftir er, eins og helg- ur fugl, sem heimurinn er að reita fjaðrirnar af. Svo síðast en ekki síst er að þakka valið á sögunni, sem er í blaðinu, hún er yndislega góð. Saklaus, góð og falleg stúlka skuli eiga að offrast af stórríkum auðkýfingi, sem mor- aði í auð og valdafýkn, fullur af sjálfselsku og drambi, að vilja nota lagalegu yfirvöldin sér til hjálpar að dæma þessa saklausu stúlku sér til inntekta í tukthús, svo aðrar stúlkur hræddust og þyrðu ekki að stela úr búðinni framar. Eg minnist ekki að hafa séð aðra eins snild í leik, hvað henni tekst svo óviðjafnanlega vel að hefna sín á honum að ná því frá honum, sem hann elskar mest af öllu í lífinu og helzt útlit fyrir að hún hefni sín svoleiðis að gjalda gott fyrir ilt, og það er fáheyrt. Eg vil endilega fá söguna keypta, þegar hún er búin, og það vilja allir. Með þakklæti og hugþeilum ósk- um til þín og blaðsins. Bið alla að fyrirgefa sem lesa. B. Jónsson. Frá Islandi Borgarnesi, 2. júní. 123 123 Helgi Daníelsson, bóndi að Fróðhúsum í Borgarfirði, bróðir Guðmundar bónda á Svigna- skarði, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 28. maí. Banamein hans var lungnabólga og hafði hnn legið rúma viku. Hann var rúmlega hálf sextugur að aldri. Mgbl. Norðfirði, 3. júní. Ágætur afli undanfarna daga á stæri og smærri báta. Síldveiði nokkur hér á Norðfirði, annars- staðar ekki síldar vart. Tíðar- far ágætt. — Nýlega var byrjað á barnaskólabyggingu hér, sem áætlað er að kosti 150,000 króna, og skal lokilð í ágúst næsta ár. —V)ísir. Togararnir hafa flestir verið fyrir vestan, á Hornbanka. Var þar reitingsafli fyrstu daga vik- unnar, en svo gerði storm og ó- fært veiðiveður, svo að skipin hafa legið inni síðari hluta vik- unnar. Sennilega verður þetta Til Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar í silfurbrúðkaupi hans 28. maí 1930. Minningar lifa; mennirnir skrifa á sálarspjöld sín sérkennin þín. Vér þekkjum mann, sem mælir snjalt á máli óðs og Braga; er sér með sjónum andans alt, sem ætti’ að bæta’ og laga. Það er ei lærdómslundin hans, sem lítur á hagi sérhvers manns. Hið innra skapast andleg þrá, sem ekki er stýrt með lögum, sem vanans tönn ei tekur á, né trú frá liðnum dögum; sem ekki’ er bygð á eigin hag, er aðeins: göfugt hjartalag. Sú röddin talað hefir hæst til hjarta syðtra’ og bræðra, og komist sál og sinni næst, og sjónir skýrt þess æðra. Þar hefir talað sál við sál í sorg og kæti guðamál. Þú átt það mál, sem mannleg sál æ skilið getur og greint í letur. \ síðasta veiðiför togaranna á þess- ari vertíð. Fisksalan er enn mjög dræm; þó er eftirspurn eftir fiski, en verðið þykir of lágt, og svo að kalla engin sala farið fram enn- þá. Síðustu fregnir frá Finn- mörk herma, að fiskveiðin hafi brugðist þar algerlega á vertíð- inni, og búist við að það muni hafa þau áhrif á fiskverðið, að það fari hækkandi. — Mgbl. Akureyri, 2. júní 1930. Reikningar Landsbanka Islands árið 1929 eru nýkomnir út. Tekj- ur bankans ásamt útibúum, hafa r.umið alls á árinu kr. 4,777,339, árið 1928 námu þær, kr. 4,250,435. En gjöldin hafa numið kr. 3,633,- 226; tekjuafgangur kr. 1,144,112. Tap bankans á fasteignum nam kr. 1,429.34, afskrifað tap aðal- bankans kit 16,434.53, útibúsins á Eskifirði kr. 350,000, útibúsins á Selfossi kr. 87,289.27, Sparisjóðs Árnessýslu kr. 25,166. Til næsta árs hefir verið flutt kr. 174,349.49 fyrir vöxítum, og óháðstafaður tekjuafgangur kr. 428,021.39. — Mgbl. " Vestmannaeyjum, 28. maí. Ægir kom í gærkveldi með dansk- an vélbát, sem var tekinn að dragnótaveiðum í landhelgi. — Hann kom aftur í morfun með enskan botnvörpung, Lorenda. — Árnan til Fjallkonunnar 1930 v I. Fjallkonan forna gnæfir frjáls við norðurheimsins baug, brotsævir, ógnum-æfir, eru hennar fótalaug. Kyrtillinn hvítur snjár, kórónan himinn blár, Hennar hlátrar háir fossar, hennar atlot sólar kossar, ísum hert og Heklu glóð hennar blóð. Valkyrjan, Fjallkonan, feðraslóð. Ríkir hún réttlát yfir regin auðn og frjófgum dal, í hennar lögum lifir lands og þjóðar heilla val. Styrk hefir storm og fár staðið í þúsund ár. Enginn geymir glæstri kynni, göfgri sögu, dýrri minni, rímuð á -andans arinstein, en hún ein, Valkyrjan, Fjallkoan, há og hrein. II. Er ei frægð að eiga heima yzt við norðurhjarans rönd, þar við fár og fátækt geyma frjálsa sögu’ og mentahönd? Er ei frægð, að fá að dreyma fegra’ og hærra’ en önnur lönd? Þennan hefir, þú, vor móðir, þér um aldir tamið sið. Fornu lög þín flestar þjóðir fundið hafa, — auðgast við, þínar frægu fjallaslóðir frægðum varpa’ um norðursvið. Þú ritaðir snjalt, aldrei klúrt né kalt. í kærleiks hita þú kunnir að rita. Þú ritaðir jafnan um daginn í dag_____ um dug til að byggja og laga og vaktir til rækta margt rotið flag, hvers rætur var búið að naga. Hið dauða sé grafið af dauðans- her og drepinu útrýmt — sýndist þér. Þú ástinni Iyftir í æðri sess; þar ei þurfti að rökum að spyrja, því neyðaróp líðandans nægði til þess og nú væri tíminn að byrja. , réttarfar hjartans þá raunhæfð ber, að rétta þeim höndu, sem fallinn'er. Á frelsinu hvílir sú heilög von, sem hjartað í ástinni vekur; Og hver og einn óháður sannleikans son er sá, er burt lýgina hrekur. Að lögum og kreddum til sannleiks sé sáð, það sýndist þér viðbjóðslegt Lokaráð. Leið þig æ sjálfur, ver heill, ekki hálfur; í framtíðar von, sannur frelsisins son. í ofnautna fáti og ofstopa spjáti sá auknabliks káti oft endar I gráti. Þú kvaðst þína bræður á bindindis leið I bræðralags hógværum anda, því ofnautnin leiddi á oflátungs skeið, _ þá íshálku’ er hart væri að standa. Og ofdrykkjusælan, svo örlynd og kát, hún endaði jafnan í hörmungar-grát. Þú varst ekki sá, sem að sönglaði hátt, en sýndi ei trúna í verki. Með sjálfdæmum sýndirðu sannleikans mátt, því sjálfur þú hélzt þínu merki. Þú sýndiát og varst—0g því varst þú svo stór; um vegu þíns hjartalags athöfnin fór. Því leiddirðu blessun um bæ og um sveit og bygðir upp sannleikans andann; þú bjóst þér til óðul 1 ódáins-reit, sem allir, er reka burt fjandann. Og því er nú minning þín mörgum svo kær, svo mundjúp og hlý, eins og vorsins blær. í frelsisins trú er tilfinning sú,— f þau mein að græða, sem mönnunum blæða. ... S. B. Benedictsson. 'Sögugyðjan eilíf-ungo — árþúsundir sem að ber, gegnum alda ógna-þunga orðsins fræði reit hún hér. Nú er svo, að norræp tunga numin verður fyrst af þér. Úlfljótslög! — Og aldir síðan: — Alþing sett á helgri slóð. Stundum hefir blessuð blíðan brjóstum þínum verið góð, Oftar fanstu storminn stríðan streyma’ um nærri kalið blóð. Aldrei var þér gjarnt að gráta gengna sporið, skelft í kaf, heldur áfram lengra láta, — leita’ að því, sem dreymdi og svaf. Þér var lífsins langa gáta leiðarstjarna um sollið haf. Þú hefir hafið sigursæla sókn um það, sem lifa á. Enn þá mæðir morgunkæla miklu brjóstin tignar há. Dagsins árblik stolti stæla, styrkir vonir, fleygri þrá. Yertu glöð á gæfudegi—! — Gaf þér alvalds höndin styrk, þrek á öillum þínum vegi, þegar grúfðu rökkur myrk. Vertu næstu aldir eigi öllu siður mikilvirk. Meðan á þínum stoltu ströndum stormar brjóta kraftinn sinn. Meðan dagur lýsir löndum, leiftra tár á barnsins kinn, drjúpi náð af drottins höndum, drotning kær, um hástól þinn. III. Eg heilsa þér, móðir, um höfin og hilli og blessa hvert spor þitt og starf. Mitt dýrasta gull, það er gjöfin, sem gafst þú í móðurarf. Eg krýp þar á Þingvelli þínum — um þúsundir mílna er nálægðin sett, — og knýti með huga brýnum mín heit við þín lög og rétt. Þitt markmið sé mark til hins hæsta, er mennirnir vitrustu hilla og spá. Hvert verk þitt sé starf til þess stærsta, er starfandi veröldin sá. “Hvert spor þitt sé frelsinu fengur og framtíð og samtíð, við verknað og þrár. Hvers barnsins þíns stökkvandi strengur sé styrkur, sannur og hár. T. T. Kalman. Við réttarhöld var danska skipið ið dæmt í 6,000 kr. sekt, en hið enska 10,00 kr. og veiðarfæri upp- tæk hjá báðum. Báðir skipstjór- arnir hafa áfrýjað. — Mgbl. Reykjavík, 29. mal. Síðan Freiherr von Ungelter fór héðan hefir enginn útsend- ur þýzkur ræðismaður verið hér, er nú er kominn hingað hr. August Schillinger, Gesandtsrhaftrat, og or hann útnefndur sem sendiherra hér fram yfir Alþingis hátíðina, og á hann að koma fram sem full- trúi Þýzkalands á hátíðinni. — Mgbl. Konunglega bókasafnið í Höfn ætlar í sumar að hafa sýningu á ýmsum bókum og myndum, sem viðkoma sögu Alþingis í tilefni af Alþingishátíðinni. — Mgbl. Dánarminning Fimtudaginn 23. janúar síðast- liðinn, andaðist Pálína Margrét Pálsdóttir August, hjá dóttur sinni, að 270 Woodlawn St., Win- nipeg, og var jarðsett laugar- daginn 25. sama mán., í Brook- side grafreit, frá útfararstofu A. Bardals, af séra Birni B. Jóns- syni, að viðstöddum f jórum börn- um hinnar látnu, og mörgum góð- um vinum fjölskyldunnar. Pálina var 72 ára, þá hún lézt, fædd á Ávegg í Kelduhverfi, N.- Þingeyjarsýslu, og voru foreldr- ar hennar Páll Matthíasson og Margrét Sigurðardóttir. — Þrjá bræður átti hún Ólaf og Svein á íslandi og Sigurð dáinn. Pálina giftist í Winnipeg Björgólfi Vigfússyni August, og misti hann þar líka; síðan eru 28 ár; hann dó frá fimm börnum ungum, sem öll syrgja nú sina ástríku móður. Hún var ljúf, góð og glöð gegn um fátækt mikla. Banamein Pálínu var krabbá^- mein í lifrinni; við því var hún skorin upp af Dr. Brandson, en of seint; krabbinn varð ekki tek- inn. Eftir þann uppskurð lifði hún 2% ár, og fyrir handleiðslu guðs og hjálp Dr. Brandsons, hafði hún fótavist þar til um mánaðamót nóvember og desem- ber, að hún lagðist síðustu leg- una. Um 18. desember 1929 komu börn hennar þrjú og fluttu hana til Winnipeg frá Calgary, hvar hún hafði dvalið hjá yngstu dótt- ur sinni og tengdasyni í átta ár. Siðustu orð hennar þar voru bless- un af heitu móðurhjarta lögð yf- ir hennar síðasta heimili á þess- ari jörð. Ef eg reyndi að lýsa kostum Pálínu, eins og eg þekti þá, mundi það máske þykja oflof, en guðleg áhrif hafði það á marga að kynn- ast henni. Það var hrífandi að heyra og sjá hana taka á móti litlu börnunum sínum, þegar þau komu af skóla, þar næst að heyra hana flytja sín guðlegu ljóð, sem of fáir hafa kynst. Sjálfsagt hefir Pálína átt góð- an mann, eins og hún var sjálf. Það sýna börnin. En grundvðll að framtíð þeirra lagði hún, bygð- an á bjargi guðs miskunnar og kærleika, í verkum sínum. Það þarf' haga hÖnd og hyggjuvit til að ala upp fimm börn við fátækt og stýra þeim öllum fram hjá spilliingastraum stórborga lífs- ins, en það tókst Pálínu með þeirri snild, að fá eru dæmi. Ekki gat hún fylgt þeim eftir, hvert sem þau fóru. Margt var að gjöra, mikið að sauma, oft nótt sem dag, til að sjá sér og sínum fyrir þörfum líkamans. En Nirð hennar og framferði mótuðu sál- ir barna hennar; þess vegna báru þau hana á höndum sér, þegar hún var þrotin að kröftum, og þess vegna syrgja þau hana svo sárt; ein segir í bréfi til mín, að mamma þeirra lifi með guði, það sé huggun harmi gegn. Svo, kæra vina min, eg á samt mörg verk, sem muna þig, sendi þér þakklæti fyrir alt það fagra og góða, fyrir alla hjálp og al- úð mér og minum auðsýnda, þá mér mest lá á. Blassuð sé minn- ing þín, og Hittumst aftur, heilar áðar, hæstum guðs í dýrðarsðlum, drekkum veigar drottins náðar, um dauða ekki þá við tölum. Svo ljóðar i fáfræði Sigurást Daðadóttir Björnsson, Innisfail, Alberta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.