Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930. |............. Mary Turner Eftir M ARV 1 N D AN A. Garson g'ckk ha‘gt inn eftir gólfinu, og sett- ist á 'þennan auSa stól, sem þama stóð. Hann sneri sér að gluggunum, sem vissu út í ganginn. Hann horfði ýmist út í gluggann eða á mann- inn, sem við skrifborðiÖ sat. Það var eins og hann ætti eitthvaÖ erfitt meÖ að halda sinni vanalegu stillingu. Alt í einu spratt hann á fætur, og gekk fast að Burke. “Heyrið þér,” sagði hann í hásum róm. “Eg vil — eg vil fá lögmann.” “Hvað gengur að yður, Garson?” sagði Burke, rétt eins og hér væri ekkert um að vera, sem nokkru skifti, annað en það, að honum þætti slæont að vera ónáðaður við það, sem hann var að gera. ‘ ‘ Þér vitið, að þér hafið ekki verið tekinn fastur. Þér verðið það kannske aldrei. En fyrir alla muni, lofið þér mér nú að ljúka við þetta bréf.” Garson sagði ekki meira, en settist aftur. En hann var mjög ólíkur sjálfum sér. Hann var hraustlegun og sterklegur maður og vana- lega ömggur og djarflegur. Nú var eins og hann væri máttfarinn og kjarklítill. Hann var fölur í andliti og það var rétt eins og hann væri að verða veikur maður. Hann var alt of skýr maður til að trúa því, að hér væri engin hætta á ferðum, og að ekkert ilt byggi undir þessari stillingu, sem Burke sýndi í þetta sinn, og jafn vel góðvild, sem hann virtist vilja sýna honum persónulega. Honum fanst hættan vofa yfir sér, og réttvísin myndi gera sér sömu skil, eins , og hann hafði gert Griggs. Þess var heldur ekki langt að bíða, að hann sæi enn betur í hvaða hættu hann var staddur. Hann hafði altaf annað veifið auga á gluggun um. Nú sá hann Cassidy í ganginum utan við gluggann og annan mann með honum. Klefa- dyrnar voru opnaðar, og sá sem með Cassidy var, fór þar inn og hurðinni var loksÖ á eftir honum og hann heyrði vel, þegar lokunni var hleypt fyrir að utan. Garson varð eins og þrumulostinn, því ‘hann þekti vel manninn, sem í klefann var látinn, það var Dacey félagi hans, einn af mönnunum, sem kveldiÖ áður hafði séð hann skjóta Griggs til bana. Það hafði afar ill áhrif á Garson, að sjá Daoey þarna. Alt í einu sagði hann með hárri röddu: “Ef þér hafið nokkrar ákærur gegn mér, Mr. Burke, þá — þá vil eg—”. Hann þagnaði, eins og hann vissi ekki hvað segja skyldi. Burke hélt áfram að skrifa og leit ekki upp. Honum ‘hepnaðist ágætlega að láta líta svo út, sem hér væri eiginlega ekkert um að vera. “Hvað gengur eiginlega að yður, Joe?” sagði hann. “ Eg hefi sagt yÖur, að eg þyrfti að spyrja vður um dálítið. Það er alt og sumt.” Garson spratt á fætur, en settist strax aftur. Það var eins og hann vissi ekki hvað hann ætti af sér að gera. ‘ ‘ Sitjið þér bara kyr ofurlitla stund og lofið mér að ljúka við það sem eg er að gera. Eg er rétt að segja búinn. ” ^ En eftir ofurbtla stund byrjaði Garson aftur. “Heyrið þér, Mr. Burke—”, en hann komst ekki lengra. Hann sá þá sjón, er varnaði hon- um máls. Hann sá Cassidy aftur úti í gangin- um, og það var annar maður með honum, eins og í fyrra skiftið. Garson hallaði sér áfram í sætinu, eins og hann vildi reyna að sjá sem allra bezt, hvað um væri að vera þarna úti í gangin- um. ÞaÖ fór alt á sömu leið og áður. Sá sem með Cassidy var, var látinn inn í einn klefann og hurðinni svo lokað. Garson leið enn ver en áður og hann varð enn óffaslegnari. I þetta sinn var það Chicago Red, sem hann hafði séð úti í ganginum, annar af félögum hans, sem kveldið áður hafði séð hann skjóta Griggs. Hann starði framundan sér. Þetta var alt að verða honum ofurefli. Hann átti afar erfitt með að koma upp nokkru orði. “Heyrið þér, Mr. Burke, ef að þér hafið nokkrar sakir gegn mér, því þá ekki—” “Hver er að segja, að við höfum nokkuð á móti yður, Joe?” sagði Burke í hálfgerðum á- vítunarrómi. “Hvað gengur annars að yður í dag. Hvemig stendur á þes.sari óstillingu? Þér eruÖ alt öðru vísi, en þér eigið að yður.” Enn hélt Burke áfram að skrifa. “Nei, eg er ekkert óstiltur,” sagði Garson og reyndi sem bezt hann gat, að láta ekki á neinu bera. “Því finst yður og vera vanstiltur? En satt að segja er þetta engan veginn skemti- legasti staÖurinn, sem maður getur hugsað sér til að eyða morgninum.” “Má eg spyrja yður einnar spurningar?” sagði hann eftir nokkra þögn og var nú heldur öruggari heldur en áður. “Hvað er það?” spurÖi Burke. Garson ræskti sig og átti bágt með að tala. “Eg ætlaði bar að segja—” byrjaði hann að segja, en komst ekki lengra, því það var eins og orðin köfnuðu áður en hann kom þeim út. “Já, hvað ætluðuð þér að segja?” spurði Burke. “Eg ætlaði að segja, að ef það snerti að einhverju leyti Mary Turner, þá vissi eg ekki nokkurn skapaðan hlut!” Það var óttinn um þá hættu, sem hún kynni að vera stödd í, er orsakaði það, að hann í augnablikinu gleymdi sínum eigin, ægilega háska. Fyrir nokkrum mínútum hafði hugs- unin um bandingjaklefann, þar sem óbótamenn biðu dauÖa síns, lagst eins og mara á tilveru hans, en nú þyrlaðist alt slíkt út í veður og vind af áhvggju fyrir velferð konunnar, sem liann dáði. Honum var þungur harmur í huga, því einhvern veginn fanst honurn hann geta kent því um, að óhlýðni sín við fyrirskipanir hennar og ráðstafanir, hefði til þess leitt, að Griggs var myrtur. Hveraig í dauðanum átti hann að geta bætt henni það upp, er hún að lík- indum nú hafði orðið að þola? Ef ekki sjálfs sín vegna, þá vegna hennar, fanst honum sér bera til þess skylda, að auðsýna karlmensku og kjark. Burke efaðist ekkert um, aÖ nú væri hann rétt í þann veginn að ná takmarki sínu. “Hver var ástæðan til þess, að þér hélduÖ að eg væri að sækjast eftir einhverjum upplýs- ingum um Mary Turner?” spurði Burke. “Eg gerði mér þess nú reyndar ekki ljósa grein,” svaraði Garson, eins og út í hött. “Þér komuÖ heim á heimilið, eins og yður mun kunugt um. MuniÖ þér það?” “Jú, að vísu verður því ekki neitaÖ. að mig langaði til að hafa tal af henni,” tautaði Burke ofan í bringu sína. “En hún var ekki heima, — ef til vill hefir hún farið að mínum ráðum, og hypjaÖ sig brott; skýrliekskona er hún ó- neitanlega, nei um það verður ekki vilst.” / Garson vildi helzt, að svo liti út, sem honum stæði öldungis á sama um það, sem fram fór. “ Já, gáfuð er hún, hvað sem hver segir. Eg er annars að hugsa um að bregða mér eitthvað vestur á bóginn.” “Já, einmitt það?” mælti Burke nokkuð hvatvíslega, og það var eins og annarlegs hreims yrði vart í röddinni. Hann stakk ann- ari hendi ofan í vasann, og greip til hlaðinnar skambyssunnar. Hann glápti á Garson með ægilegu augnaráði, unz hann lét spurainguna f.júka. ’ ’ “Hvers vegna myrtuð þér Griggs?” “Eg myrti hann alls ekki.” Það stóð ekki á svari, þótt það í rauninni kæmi fram í hálf ■ um hl.jóðum. Það var eins og tungan loddi við góminn. “Eg get fullvissað yður um það, herra minn, að eg átti enagn þátt í dauða Griggs,” endurtók'Garson, í margfalt styrkari rómi en áður. Þessu gat Burke nndir engum kringum- stæðum fengið sig til að trúa. “Þér myrtuð hann í nótt er leið, með þessu vopni,” sagði Burke og beindi að Garson skambyssunni. “Hvers vegna myrtuð þér hann; mér er kunnugt um þetta alt saman, því að draga svarið á langinn?” “Eg hefi marg-ítrekaÖ það, að eg framdi ekki morðið.” Það var engu líkara, en Garson yxi ásmeginn, þeim mun meira, eftir því sem viðhorfið sýndist ískyggilegra. Hann spratt á fætur næsta léttilega og gekk fast upp að skrifborði því, er Burke sat við; hann draup höfði og starði ögrandi augum á ákæranda sinn; nú var hvergi á honum bilbug að finna, og taugarnar, sem áður höfðu verið nokkuð óstyrkar, voru komnar í samt lag, — með öðr- um orðum, Garson hafði á ný náð fullu valdi yfir sjálfum sér. “ Vissulega myrtuÖ þér Griggs,” hrópaði Burke með þrumandi rödd. Hann hafði ein- sett sér að knýja Garsion til þess að játa á sig glæpinn, hvað svo sem það1 kostaði. “Eg veit að þér myrtuð manninn, eg hefi sagt yður það, eg get sannað það 'hvenær sem er, og þaraf- leiðandi duga nú engin undanbrögð lengur.” Garson draup enn höfði og starði stundar- korn á Burke, og var sem eldur brynni úr aug- um hans; í röddinni var ákefð, sem engan ótta viðurkendi. “Eg 'þvemeita því enn á ný, að hafa að nokkru insta leyti verið viðriðinn morð Eddie Griggs,” hrópaði Garson. “Skiljið þér það?” Nokkrar mínútur liðu, meðan menn þessir þegjandi börðust um yfirráðin í hugum sínum. Að lokum fór þó svo, að það varð morðinginn, erf sigrandi gekk af hólmi. Alt í einu greip Burke skammbysuna, setti hana í vasa sinn, um leið og hann hallaði sér aftur á bak í stóln- um. Var svo að sjá, sem hann um hríð veitti ekki minstu eftirtekt manninum, sem stóð fyrir framan ’hann. Garson rétti úr sér hægt og ró- lega. Háflæði dulræns fagnaðar streymdi um sálu hans, — hann fann til þess með sjálfum sér, að hann, að minsta kosti um stundarsakir, hafði sigrað. En í útliti hans og fasi sáust eng- in. minstu geðshræringarmerki. “D—jæja,” sagði Burke, svona eins og af hendingu, með vingjamlegum raddblæ, “eg hélt reyndar aldrei, að þér hefðuð myrt manninn, en með því að eg var ekki alveg viss í minni sök, átti eg ekki annars úrkosta, en að setja mig í samband við yður og knýja yður til sagna. Skiljið þér það, Joe?” “Það virðist ofur auðskilið, ” svaraði Gar- son í vingjamlegum tón. Alt sem Burke sagði næstu mínúturnar á eftir, var kurteislega og þýðlega sagt. “Eg vona, að yður skiljist það, Joe, að við höfum sökudólginn á réttum stað,” sagði Burke. “Þér getiÖ reitt yður á það.” “Ef þér ekki þarfnist mín lengur,” mæíti Garson, um leið og hann nálgaðist dyrnar á ytri salnum, “þá skiftir það minstu máli, eg kemst einhvern veginn af fyrir því. ’ ’ “Hægan, Joe,” sagði Burke lempnislega. Svo studdi hann fingri á raftakkann eins og samið hafði verið um við Cassidy. “Hvar sögð- uð þér að Mary Turner hefði verið S'íðastliðna nótt?” Spurningin hafði bau áhrif á Garson, að hann steingleymdi hættunni, sem hann sjálfur var staddur í, og hugsaði um ekkert annað en háskann, er að líkindum vofði yfir höfði kon- unnar. Hvert gildi hefði hans eigið öryggi, ef konan væri stödd í hættu? “Eg veit ekki hvar hún var,” svaraði Gar- son, með efasemda blæ í röddinni. Nú varð honum það í vetfangi ljóst, hve hraparlega hann hafði talað af sér, og reyndi að bæta úr því sem bezt hann gat: “Jú, auðvitað vissi eg það, ” sagði hann, eins og alt í einu hefði runnið upp fyrir honum nýtt ljós. “Eg leit inn til hennar, þegar nokkuð var orðið fram- orðið tímans, og mér var sagt, að hún væri gengin til hvílu, — hefir líklega fengið aðkend af höfuðverk, eða einhverju þvíumlíku. AS s.jálfsögðu var hún heima, — hún. fór ekki út fyrir hússins dyr alt kvöldið.” Akafi sá, er hjá honum kom í ljós, var í eðli sínu grunsam- legur, en umhyggjan fyrir örygggi konunnar, bar alt annaÖ ofurliði. Burke hlustaði á þetta þögull, en þungbú- inn, og mintist ekki einu orði á heilaspuna Gar- sons. “Vitið þér nokkuð um Gilder hinn yngra?” spurði Burke í ákveðnum og sterkum róm. “Er það óhugsanlegt, að þér af einhverri hendingu kynnuð að vita eitthvað til hans?” Svo stóð hann á fætur og gekk fast upp að Garson og endurtók spurningarnar. “Veit allsendis ekki neitt, ” var svarið. Ekki hafði Garson fyr slept orðinu, en hann rendi grun í, að eitthvað alvarlegt væri á seiði, eitt- hvrað óttalegt og afleiðingaríkt. Dvrnar opnuðust og Mary 'Tumer kom inn í skrifstofuna. Garson átti örðugt með að hljóða ekki upp yfir sig. 1 nokkrar mínútur ríkti samt grafarþögn. Svo, alt í einu, bauð Burke Mary Tumer að ganga fram á mitt gólfið, og í sömu andránni kom Dick Gilder fram á sjónarsvið- ið, og gekk Burke í veg fyrir hann, til þess að hann kæmist ekki alla leið til konu sinnar, er leit á hann dapurlegum augum. Garson starði steinþegjandi á þennan al- varlega, einkennisbúna mann, er nú hafði örlög þeirra í hendi sér. Hann opnaði munninn lítið eitt, eins og hann ætlaði að byrja að segja eitt- hvað. Samt hélt hann tilfinningum sínum í skefjum og áleit vafalaust, eins og ástatt var, að viturlegast myndi að þegja eins og steinn. Menn geta líka, oft og einatt, ef til vill, sagt einu orðinu of margt. “Þú ert herra ómæltra orða, en mælt orð eru herra þinn.” Þess var ekki langt að bíða, að hin alvöru þrungna þögn, sem ríkt hafði síðustu mínút- urnar, yrði rofin, því einmitt í sömu andránni vatt Cassidy sér inn á skrifstofuna. Þrátt fyr- ir það, þótt hann væri hversdagslega fremur daufur, þá hafði hann nú af einhverjum ástæð- um, embættisskvldu sinnar vegna, komist í sæmilega gott skap. “Herra lögreglustjóri,” sagði leynilögreglu- þjónninn næsta fljótlega, “Þau hafa játað á sig glæpinn.” “Einmitt það,” sagði Burke um leið og hann leit sigri hrósandi til undirmanns síns. Honum varð snöggvast litið til Garsons, en frá honum hvarflaði hann augum til þeirra Mary og Dick Gilder. Hann leit ekki einu sinni á Cassidy, um leið og hann lagði fram eftirfar- andi spurningu: “Höfðu þau öll sömu sögu að segja?” Eftir að leynilögregluþjónninn hafði viður- kent að svo hefði verið, hélt Burkt áfram að tala í mjög valdsmannlegum og sjálfsþóttafull- um róm, og mælti: “Svo eg hafði þá á réttu að standa, þegar alt kemur til alls, — alveg nákvæmlega á hár- réttu að standa; það var hreint ekki svo af- leitt!” — Snögglega breytti hann svo um radd- blæ. “Mary Turner! þér eruð sakaðar um að hafa myrt---------” Lengra komst hann ekki með setninguna, því Garson vatt sér skyndilega að honum; and- lit hans var skráð skörpum dráttum. Orð þau. er Burke hafði mælt, fyltu hann óstjórnlegri bræði. “Það eru helber ósannindi,” mælti hann með þrumandi rödd; “það var eg, sem framdi morðið. ’ ’ Frá Gimli Svona fór það. Þetta mátti ég vita. Það var svo sem að búast við því, — að fyrir seinasta grein- arstúfinn minn, “Frá Gimli”, hef- ir enginn sent mér kveðju, né neitt lofsyrði, eins og þó svo rnargir1 hafa oft gjört 'áður, — ekki af því, að greinar mínar ættu það á neinn hátt skilið, heldur, án efa af góðvild og hógværri nægjusemi með lítið hinna sömu, sem það hafa gjört. Og mátti ég búast við því, þar sem ég var sá auli, að fara að staglast á minn- ingar-brúðkaupum eingöngu, en minnast ekkert á venjulegt brúð- kaup, né giftingar. Eg hafði þó aldurinn til þess, meira að segja, að vera giftur sjálfur. En hvern- ig í ósköpunum ætti nokkur að geta ætlast til þess, þar sem “mon- ningana” (peningana) vantar. — Það er þó víst ekki verra, að geta farið vel með þær, blessaðar. — Hversu falleg, aðlaðandi og un- aðsrík, sem ströndin er hinu meg- in, ef að ísinn á milli er ekki nógu sterkur, er ekkert við í að leggja út á hann, aðeins til að drukna. — Þannig hefi eg hugs- að, þegar hinar fegurstu rósir, jurtir og blóm í fullum þroska og fegurð hafa blandað loftið kring- um mig með sætum og unaðsljúf- um ilm, þá hefi eg stundum gripið dauðahaldi í þetta spak- yrði uppáhalds skáldsins míns, Shakespeares: 1 “Sjá, undir þunnum berki á þessu blómi er blandað saman eitri og heilsudómi. Af angan blómsins örfast lífs- fjör alt, en ef það smakkast, verður blóðið kalt.” —Því hefi eg aldrei beðið nokk- urrar stúlku, og því aldrei verið svikinn af neinni. Né það, sem meira er: aldrei verið svikinn af nokkrum manni um nokkurn hlut, sem eg get munað eftir, þó eg reyni að hugsa um það. Og aldr- ei hefi eg heldur orðið vonsvik- inn um fneitt frá guðs-föður hönd; en hefi einlægt fengið öllu betra, þegar eg hefi jafnað öllu niður, en eg hefi getað vonast eftir. Þetta er nú máske dálítið frá^ brugðið því, sem eg hefi stund- um skrifað, með nafninu: “Frá Gimli”, í greinarstúfum mínum áð- ur, en það er ekkert á móti því. Það má eins vel kalla það pistil, eins og greinarstúf. — Einn pist- ill er til, eftir nafna minn, svo annar mætti eins vel vera til eft- ir mig. Þá er að byrja á því, sem pist- illinn hljóðar um: Kærleika Guðs, sem er alt í öllu, og kærleika mannanna, hvers til annars, sem er endurskin frá þeirri stóru kær- leikssól, sem að öllu við lýði held- ur með ljóma sínum og yl. Einn geisli af endurskini þeirr- ar sólar, skein hingað heim á Betel, miðvikudaginn 18. júnl þessa árs. Það var kvenfélagið Djörfung frá Riverton pósthús- héraði, sem að þá kom hingað til Betel, með kaffi og ýmsar góðar veitingar, eins og það hefir gjört á hverju ári, undanfarandi 14 ár, um svipað leyti sumars. Eins og vant er, þegar búið var að hressa upp líkamann, var farið að hressa upp sálartötrið: syngja og spila á hljóðfæri og spjalla sam- an um forna fundi og ýmislegt gaman, sem hafði borið við á æfibrautinnu ISvo talaði Mrs. Hinriksson fáein orð um kraft kærleikans, sem hefði knúið þess. ar kvenfélagskonur öll þessi ár til að koma hingað til Betel 1 sama tilgangi. Og svaraði henni Mrs. J. Briem frá Riverton, for- seti félagsins Djörfung: að þar sem um kærleika væri að ræða, væri helzt enginn örðugleiki til. — Að samsætinu loknu, var far- ið að líta til himins, hvort að ferðafólkið myndi sleppa heim til sín áður en rigning kæmi. Og svo af stað. Og autt hlað. Að enduðum þessum línum ætla ég að geta þess, að þetta verður nú, að öllum líkindum, seinasta greinin mín ,sem eg skrifa þessa efnis “Frá Gimli.” — Eg er far- inn að verða svo gamall, að eg ekki treysti mér til þess, svo í lagi fari. Máske líka að ellin þá um leið hafi gjört mig svona gáf- aðan, að sjá það betur, að eg hefði aldrei átt að byrja á því að vera neitt að skrifa í blöðin. — Þá um leið hér með, þakka eg öllu fólki — og sérstaklega þeim öllum, sem af lítillæti og góðvild og mildum dómum, hafa lesið greinarstúfa mína, sem engan áttu að skaða. En tilgangurinn að eins sá, að lofa almenningi yfirleitt að vita hvað fólk svo víða frá, væri gott við okkur, gömlu skörin (gamla fólkið hér) á Betel. — En svo myndu ýmsir aðrir gera það engu síður, og máske miklu betur. Þá, að endaðri þessari máls- grein, má eg ekki gleyma því, að þakka báðum ritstjórunum, Lög- bergs og Heimskringlu, fyrir alla góðvild þeirra og prúðmensku, að taka jafnan greinar mínar orða- laust og í alla staði óhaggaðar? einlægt við fyrsta tækifæri, láta þær í fagurt landslag og gott haglendi í blaði sínu. Sov þakka eg þeim mjög vel, ráðsmönnum og útgefendum blaðanna beggja: Heimskringlu og Lögbergs, að hafa nú í mikinn árafjölda sent mér bæði blöðin, án þess eg borg- aði þau. Á hverju blaði (eintaki) beggja blaðanna, hefir jafnan staðið stimpill með skammstöfuðu orði, er sýndi mér, að eg ætti ekki að borga blaðið (árgang þess). — Svo með vinsemd og virðingu, Gimli, 19. júní 1936. J. Briem. Sæormur við Island Um sæorma gengu áður fyr ýmsar undrasögur.’en nokkuð mis- jafnar, svo að oft voru þær tald- ar til hjátrúar. Stundum hafa fræðimenn þó einnig talið, að um raunverulegar og þektar skepnur hafi verið að ræða, en málum blandað í lýsingunum, eða þá um óþektar skepnur. Ein nýj- asta sagan um sæorm, sem mark er á tekið, e/ frá Islandi, og mun ýmsum því forvitni á að kynnast henni. lEnskur flotaforingi, Dean að nafni, hefir (að því er Nature seg- ir í marz s. 1.) nýlega skrifað lýs- ingu á skepnu, er hann og ýmsir skipverjar hans sáu af herskip- inu Hilary í maí 1917, en ýms ensk herskip voru þá á stríðstímunum á sveimi hér við strendurnar. Dean segir, að þeir hafi einn góðviðris- dag verið staddir ca. 70 mílur suð- austur af suðausturströnd íslands og haft fjallasýn þar. Þá sáu þeir eitthvð á stjórnborða og stýrðu beint að því. Þegar þeir voru staddir svo sem 200 yards frá því, sást að þetta var skepna og hreyfði sig hægt og rólega úr vegi þeirra, en þeir fóru síðan aftur fram hjá henni, og sáu hana stjórnborðsmegin ca. 30 yards frá sér og gátu virt hana vel fyr- ir sér. Þegar þeir fóru svona ná- lægt skepnunni, lyfti hún höfðinu einu sinni eða tvisvar, eins og hún horfði á þá. Höfuðið er svart og gljáandi á að sjá, slétt? en engin e.vru eða annað út úr því. Það var svipað að lðgun og kýrhöfuð. Efsti hluti hálsins var rétt uppi í vatnsskorpunni, en hálsinn sveigð- ist næstum alveg í hálfhring, þeg- ar skepnan hreyfði höfuðið, eins og hún væri að fylgja skipinu með augunum. Ft-aman á höfðinu virt- ust vera hvítleitir blettir. Bak- ugginn var svartur, láréttur þrí- hyrningur og hófst stundum svo hátt, að gizkað var á, að oddinn lyftist fjögur fet upp úr sjó. Stundum beygðist ugginn í odd- inn. Þrjár ágizkanir, hver annari óháð, töldu hálsinn á skepnunni (frá höfði til bakugga) 15, 20 eða 28 fet. Enska herskipið skaut á skepn- una, því miður segir Nature, og bvarf hún þá og sáust hennar eng- in merki. En sjálft var herskipið skotið í kaf nokkrum dögum seinna og fórust þá öll skipsskjöl og þar á meðal skýrslurnar um sæorminn, en skipstjórinn skrifaði þær síð- ar. aftur. Enska náttúrufræðisritið, sem hér er farið eftir, segir að skepna þessi líkist mjög mikið annari skepnu, sem athuguð hafi verið við Brazilíustrendur í desember- mán. 1905, af skemtiskipi jarlsins af Crawford, sem hét Valhöll. 1 báðum þessum tilfellum, segir Nature ,virðist það efalaust, að sézt hafi einstök lifandi sædýr af óþektri tegund. — Lc-gr. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.