Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.06.1930, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1930. BEZT af því það er pönnuþurkað obínHood PI/OUR Gefur fleiri af betri brauðum Or bœnum Kirkjuþingið, sem haldið var í Minneota, Minn., er nýafstaðið og hafa kirkjuþiwgsmenn, sem heima eiga hér fyrir norðan, verið að koma heim þessa dagana. Lög- berg getur í þetta sinn ekki flutt fréttir af þinginu, en gerir það á- reiðanlega í næstu viku. Mr. og Mrs. F. S. Frederickson, sem að undanförnu hafa átt heima að Se. 6 Ella Apts., Agnes St., eru nú nýflutt til 585 Home St., hér í borginni. Gestir allmargir hafa verið í borginni undanfarna daga, þar á meðal Mr. Gísli Gíslason, Geysir, Man.; Mr. Guðjón Bjarnason, Pemina, N.D.; Mr. John Callin og Mr. H. Hjálmarsson, Winnipeg- osis; Mr. Geirfinnur Pétursson, Hayland, Man., og Mr. Nikulás Snædal, Lundar, Man. Mr. Magnús J. Borgfjörð, að Elfros, Sask., og Mr. og Mrs. S. Sveinsson, einnig frá Elfros, komu til borgarinnar um helgina, og dvelja hér fram yfir minningar- hátíðina. Munu einnig ætla að regða sér norður til Gimli áður en heim er haldið. Þau ferðast í íl sínum. Hjálparfélaigið Harpa selur kaffi og veiting r úsund ára af- mælishátíð Alþingis í Olympic hringntim í dag, og ágóðanum verður varið til hjálpar bágstödd- um. Bjartur Dagsson (Bright Day), sem nýlega hefir vakið á sér all- mikla athygli fyrir dagbækur sín- ar, er “Saga” birtir smátt og smátt, er einn þeirra glöðu heim- farenda, sem hátíðina situr, þótt annað sé nafn hans í skipsbókun- um. Mun hann síðar meir segja margt skemtilegt frá ferðalagi því og andlitunum, er hann sér á Þingvöllum, og birtist það í hin- um miklu “sögum vesturfarans”, sem verða, eftir dagbókunum að dæma, 500—1000 þétt-prentaðar “Sögu” síður. Til vina minna og góðkunningja í Dakota Eg bið Lögberg að færa ykkur bezta þakklæti mitt, fyrir öll heimboðin, vinahótin og velgjörð- ir allar, er ég þáði hjá ykkur á ferð minni um bygðir ykkar, ný- lega aflokinni. Sérstaklega minnist eg ánægju- stundanna hjá fólkinu í Mouse River bygðinni^ þar sem mér líka veittist sú óvænta gleði, að sitja brúðkaup Mr. E. Fáfnis (sem nú um þessar mundir tekur prests- vígslu á kirkjuþinginu í Minne- ota), og hlusta þar á hinar snjöllu ræður og gamanyrði, er runnu eins og árstraumur af vörum mannanna, sem þar töluðu. Eg hafði aldrei fyr komið í Mouse River bygðina, og ekki haft neitt háa hugmynd um hana, en nú leizt mér hún blómleg og fólkið mjög viðfeldið og gott, og búskapur yfirleitt í góðu lagi. Eitt var það með fleiru, er mér fanst eftirtektar- og virðingar- vert við íslenzka fólkið í þessari bygð, að i undantekningarlaust, eftir því sem mér var sagt, er það samhuga, eða máske réttara sagt, samstarfandi að kristilegum fé- lagsskap, enda fanst mér fram- koma þess hvað við annað, því líkast? að alt væri ein fj'lskylda, og munu slíks fá dæmi um ís- lenzkt bygðarfólk hér í álfu. Kæru Dakota-íslendingar! — Blessist og blómgist bygðirnar ykkar og öll ykkar framtíð, og beztu þökk. Staddur í Winnipeg, 22. júní 1930. J. K. Jónasson, frá Fagranesi. Bókfregn “Á skotspónum”, eftir Aðal- stein Kristjánsson. Columbia Press, Ltd. Winnipeg. 1930. íslendingar kannast vel við höf- undinn af fyrri bókum hans og blaðagreinum, svo að fhér þarf ekki langan formála. Bókin er, eins og nafnið bendir á, saman- sett af pistlum úr ýmsum áttum smápistlum, æfintýrum og sögu- brotum, flest frumsamið. Hún hefir að geyma bæði spaug og alvöru. Þar eru hæðnis ádeilur á þjóðskipulag hér í álfu, en þó hóflegar og lausar við öll gífur- yrði. Þar eru alvarlegar og tíma- bærar ritgerðir,. eins og t. d. “Berglindar ferðasaga.” í grein- inni “Hlerað hefi eg það” skopast höfundurinn að trúgirni þeirra, sem hlaupa óðara með alt, sem þeir heyra, án þess að íhuga það. Mesta spaugsyrði í bókinni er að finna í greinini “Gamli Flosi.” I'rú Parker lokaði Flosa gamla inni, þegar hún fór í spilagildin, og seppa leiddist lífið. Hann þreifst ekki, því “því sumir hund- ar þrífast ekki, nema þeim sé gef- ið tækifæri til þess að naga ó- skemt bein einstöku sinnum”! Hið bezta í bókinni er ritgerð- in “öfund”, prýðisvel samin. Höf. segir frá tveimur mönnum, sem hann hitti heima á íslandi fyrir nokkrum árum — fátækum al- þýðumönnum, sem hann öfund- aði. Þeir lifðu óbrotnu, ánægju- somu lífi, þó þeir hefðu aldrei yfirgefið heimahaga. Ekki hafa allir grætt á því, að leita lukk- unnar í fjarlægum löndum, því síður verður ánægja mannsins miðuð eftir “álnatali og kúgildi”. Þeásir tveir menn voru meðal þeirra sárfáu, sem skáldið Gutt- ormur J. Guttormsson kveður um í kvæði sínu “Eldflugan”: “En sárfáum leiðina lýsir í heim það ljós, sem að býr í þeim sjálf- um.” Þá eru nokkrar smágreinar, gamansamar, um ýmsar nýjar stefnur í stjórnmálum og þjóð- félagi “Sams frænda”. Að síð- ustu eru tvær þýðingar — önur á æfintýri eftir Mark Twain, og svo tvö bréf til höf. frá St. G. Stephansyni heitnum, annað skrifað 1906, hitt 1912. Prentvillur í bókinni eru mjög fáar og þær meinlausar. Prent- un, letur og pappír ágætt. Ann- ars er allur ytri frágangur bók- arinnar mjög smeklegur.— Bókin kostar dal og hálfan í kápu, en tvo dali bundin. J. G. Jóhannsson. FRA ÍSLANDI. 29. maí s.l. voru gefin saman í hjónaband af Rev. D. N. Buntain, í Pentcostal kirkjunni, þau Sig- urvin Trausti Lyngdal og Miss Isabelle Brown. Að aflokinni gift- ingunni var haldið samsæti að heimili Mr. og Mrs. L. Crimp, að 59 Lipton St. Framtíðárheimili ungu hjónanna verður í Toronto. Til leigu biart og rúmgott her- bergi, með “balcony” og aðgang að eldhúsi, ef óskað er. — 916 Ingersoll St. Sími 24141. THOMAS JEWELRY CO. Úrsmiði verður ekki lærð á einu eða tveimur árum. Tutt- ugu og fimm ára reynsla sann- ar fulkomna þekkingu. Hreinsun $1. Gangfjöður $1 Waltham úr $12.00. Póstsendingar afgreiddar taf- arlaust. CARL THORLAKSON Úrsmiður 627 Sargent Ave. Winnipeg Siglufirði, 1. júní. Blíðuveður. Ágætis afli; öll skip full. Reknetasíld veiddist í morgun. — Mgbl. Landmælingadeild herforingja- ráðsins í Khöfn hefir nýlega gef- ið út tvo íslandsuppdrætti, annan yfirlitskort með öllum bílvegur á landinu, en hitt af suðvesturland- inu einu. Auk þess fylgir lítið kort af Þingvöllum ög annað af Lögbergi og nágrenni þess. Eins og kunnugt er. á að fara að gefa íslendingasögurnar út á dönsku. Kemur fyrsta heftið út hjá Gyldendalforlaginu daginn fyrir Alþingishátíðina. 1 því hefti eru Egils saga, endursögð af skáldinu Johs. V. Jensen, og I-axdæla, sem Thöger Larsen hef- ir endursagt og lauk við rétt fyr- ir andlát sitt. Hinar sögurnar koma út seinna og vinna við út- gáfu þeirra Knud Hjortöe, Hans Kyrre, Ludvig Holstein og Vil- helm Andersen. Auk þess veita þeir prófessorarnir Jón Helga- son og Bröndum Nielsen aðstoð sína við útgáfuna. — Sögurn- verða prýddar myndum, teiknuð- um af Jóhannesi Larsen málara, sem hér var einu sinni á ferð og mun koma upp í sumar til þess að viða að sér efni í fleiri teikn- ingar. Gunnar Gunnarson rith. hefir farið lofsamlegum orðum um útgáfufyrirtækið í dönskum blöð- um. — Mgbl. Ný æfisaga Gunnar Þorbergsson (Oddson) hefir samið og gefið út æfisögu sína. Hefi eg lesið hana og lang- ar mig til að geta hennar með nokkrum orðum. Það hefir verið tízka, að menn riti æfisögu sína, eða helztu við- burði úr lífi sínu, ýmist minning- ar frá æskuárunum eða einhverju vissu tímabili æfinnar. Er það vel til fallið og samir vel Islend- ingum — hinni frægu söguþjóð. Þeir, sem rita heildarsögu æfi sinnar, munu að líkindum hafa haldið nokkurs konar dagbók og siða fært hana í söguform. Að rita samfelda æfisögu sína á elliárum, aðeins eftir minni, mun flestum reynast torvelt, þó til sé fólk, er hefir svo góða minnisgáfu, að líf þess og atvik öll er þeim sem opin bók. En hvort sem heldur er um æsku- minningar, ágrip, eða æfisögu að gera, geta slík rit verið bæði fróð- leg og skemtandi, jafnvel þó ekki sé um viðburðaríkt einstaklingslíf að ræða. Þá sjaldan að vestur-íslenzku blöðin hafa flutt slíkar minning- ar, hafa þær verið lesnar með meiri ánægju en margt annað, sem þau birta, og myndi það ekki spilla vinsældum þeirra, þó þau fiyttu meira af því tagi. Æfisaga sú, er að ofan er nefnd, er rituð af öldruðum rcanni eftir minni, enda ber hún það með sér. Höfundurinn er ó- mentaður alþýðumaður, en skýr og athugull, og virðist honum hafa tekist furtu vel, að halda sögu- þræðinum óslitnum og frásögn- inni all-skilmerkilegri. Og þær fáu athugasemdir og ályktanir, er hann setur til smekkbætis, eru skynsamlegar . í heild sinni er sagan góð, eftir öllum ástæðum að dæma, og þó hún sé ekki æfin- týrarík, eða krydduð fyndni og gamansemi, eru þó með pörtum ýms atriði söguleg, er vekja bæði ahtygli og hlutttekning lesandans. Höfundurinn er fæddur og upp- alinn í Loðmundarfirði í Norður- Múlasýslu, og þar gerist fyrrii partur sögu hans, eða þar til hann fór af Islandi. Lýsir hann upp- vaxtarárum sínum þar, landslagi, heimilisháttum og atvinnubrögð- um, eins og þau voru á þeim tíma. Er sú lýsing allgóð, en hefði þó mátt vera nákvæmari; einkum á landslagi og isveitarbrag. Virð- ist höfundurinn viljá skýra eem sannast og réttast frá öllu, án þess að fegra eða ófegra atburðina. Síðari partur sögunnar byrjar með förinni vestur um haf. Er þar nokkuð fljótt yfir sögu farið, þar til kemur til Winnipeg og nýtt líf byrjar í nýju landi, sem er mestmegnis barátta fyrir daglegu brauði, fult of vonum og von- brigðum, þreytu og þjáningum, skorti og illri aðbúð, en þó sig- ur að lokum. Munu margir hafa lika sögu að segja, þó atvikin séu frábrugðin að öðru leyti. Bregð- ur þessi partur sögunnar ljósi yfir nýbyggjaralífið hér, fyrir fólki á íslandi, er ekki hefir sem glöggasta hugmynd um alla þá erfiðleika, sem mállausum útlend- ingum mæta í ókunnu, landi, og gefur það sögunni sérstakt gildi Vonandi er, að landar taki þessu litla kveri svo vel, að höfundur- inn, sem er efnalítill og aldur- hniginn maður, fái að minsta kosti borgaðan kostnaðinn. Trúi eg ekki öðru, en margir hafi skemtun af að lesa það, ekki sízt eldra fólkið. Æfinlega finst mér þeirri stund vel varið, sem eg hlusta á aldrað fólk segja frá því, er á daga þess hefir drifið. Og engu ómerkari tel eg æfiferil al- þýðumannsins fátæka, sem oftast liggur um óruddar vegleysur, fjöll og firnindi, og brimsollinn sæ- inn, en hins, sem borinn er á örm- um hinnar svokölluðu hamingju, um sléttar brautir velmegunar og blómskreytta velli munaðar og mannvirðinga, enda hafa f beztu sagnaskáld okkar íslendinga tek- ið megin-söguefni sín úr lífi ís- lenzkrar alþýðu. Þorskabítur. MANNABEIN FUNDIN í stóru-Sandvík í Flóa. Reykjavík, 29. maí. í hitteð fyrra haust var verið að grafaf yrir steinsteypuvegg að bænum Stóru-Sandvík í Flóa. Komu menn þá niður á beina- grindur — hauskúpu og hálslið tveggja manna. Voru bein þau mjög fúin og þes vegna látin um kyrt. En á miðvikudaginn var, var á þessum sama stað farið að grafa fyrir hlöðu, sem þar á að byggja, og út frá því umróti komu menn niðuar á 7 beinagrindur, er lágu hlið við hlið, mjög skaddaðar flestar, en sást þá hvernig þær sneru. Menn halda þar eystra, að það sé áreiðanlegt, að hér sé um mjög fornan grafreit að hæða, og að sá grafreitur sé ókunnur. Vita menn, að hér var áður bænhús það hið forna, sem getið er um í jarðabók Árna Magnús- sonar (1702), en segir þá að það sé niðurlagt, og orðið nú að geymsluskúr, og að hætt sé að jarða þar fyrir löngu. Kirkjugarður gamall er þarna, en hann er svona 12 faðma frá því, sem þessar elifar hafa fundist. Beinagrindurnar lágu samhliða og var svo sem tveggjt feta bil á milli þeirra. Þær voru mjög fúnar flestar, sá varla votta fyrir öðru en haus- kúpum og hryggjarliðum. En yzta hauskúpan sem fanst, var ó- sködduð að mestu, nema hvað far- ið var að fúna framan af nef- beininu. Skallinn var alveg hreinn og allar tennur heilar. — Mgbl. Á afgreiðslunni. — Pabbi bað mig að segja, að hann væri fluttur þaðan, sem hann var, og þangað, sem hann á heima nú. PJÓÐLEOASTA KAFFI- OO UAT-BÖLUBÚ8IÐ sem þessl borg heflr nokkurn tfma haft innan vébanda slnna. FYrtrtaks máltíClr, skyr, pðnnu- kökur, rúllupylsa og þJÓCræknls- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE «#2 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 ROONEY STEVENS, elgandl. Minniiigarstef Mrs. MARGRÉT AUSTMANN RUNÓLFSSON. Dáin 5. júní 1930. Oft er dauðinn ókær gestur inn að beði hjóna ranns, þar sem ást og yndi brestur, ómjúkt stingur broddur hans, sárin blæða’ og svíða þá, sem að enginn lækna má, utan sá, er alt vald hefur, öllu líf og heilsu gefur. Þá er viðkvæmt sorgar sárið, sundur kramið ástar band, um fölan vanga fellur tárið, fátt er græðir hyggjuland, hjartað góða er hætt að slá, höndin mjúka stirð og blá, liðsemd enga lánað getur, lífið er sem kaldur vetur. Þér, sem krossinn þjáninganna þrengdi að um langa tíð, var þér kært af vegferð manna víkja laus við sjúkdómstríð; þú varst, Margrét, þreytt og sjúk, þénug sæng og hvíldin mjúk, glöð því hefir gengið sporið grafar til og sigur borið. Þú varsfskjól á þjóðbraut lýða, þar brann eldur kærleikans, alt til reiðu oft og víða opið stóð á vegi manns kostum gæða kendi þar, kærleiks ríki ihjóna var, enginn mun um æfi gleyma, er Austmann hjónin fundu heima. Blessuð sé þín minning mæta, mun þig trega vina fjöld, um leið ber þess einnig gæta, að allir dagar hafa kvöld, sérhvers æfi sólarlag, er sæla efir langan dag, blunda laus við böl og sýki, berast í guðs dýrðar ríki. Upp þar ljómar annar dagur, æðri heima sólardans, röðull skín þar frjáls og fagur, fylling tíma kærleikans, sál þín nýtur sælu þar, sem að góðum heitið var. Elskendur þar aftur finnast, í ást og gleði saman tvinnast. G. J. Um víða veröld Atvinnuleysi miljónanna og baráttan gegn því. Atvinnuleysi er að vísu ekki nýtt fyrirbrigðý í sögunni, en það hefir orðið svo mikið í mörgum löndum eftir heimsstyrjöldina að það er al- varlegasta vandamál margra stjórna. í Bretlandi voru atvinnulausir menn 17. marz s. 1. 1 miljón 621 þúsund. Af þessum fjölda var seinast í febr. i ár 1 miljón 200 þúsund manns al- gerlega atvinnulausir, hinir höfðu reitingsvinnu, samkvæmt st}ómar- skýrslum ('The Minister of Labour Gazette). Þótt þessar tölur megi sýnast mjög háar og sorglegar, sýna þær samt ekki hið raunverulega á- stand í allri eymd þess. Sir Leo Chiozza Money segir, að það að hálfönnur miljón manna sé atvinnu- laus þegar atvinnuleysisskráning fer fram, samsvari því, að yfir árið séu 5 miljónir manna eða fleiri atvinnu- lausir eða hafi stopula atvinnu, en það samsvarar aftur því, að atvinnu- leysið kemur niður á 15 miljónum manna, eða þriðjungi þjóðarinnar. Bretar hafa foeitt ýmsum ráðum til þess að sigrast á atvinnuleysinu og í verkamannastjórninni sem nú er við völd, eru mál þessi fengin sérstökum ráðherra, Mr. Thomas. Annars hefir verkamannastjórninni ekki gengið betur en íhaldsstjórninni að ráða fram ýr málunum og notað að flestu leyti sömu aðferðir. En Bret- ar veita allríflega atvinnuleysisstyrki og hafa þeir orðið ríkissjóði mjög tilfinnanlegir. Síðan friður var sam- inn hefir atvinnuleysið á þennan hátt kostað brezka ríkissjóðinn 700 miljónir punda eða ca. 16,000 milj. kr. Og nú efast margir um gagn- semi þessara styrkja og telja að þeir verði atvinnulifinu fremur til niður- dreps en örfunar. Mr. Thomas leggur sívaxandi áherslu á gildi þess að auka framleiðsluna og markaði erlendis til að bæta atvinnuleysið en reiða sig ekki á rikisstyrkina. Ástandið er ekki betra i öðrum höfuðlöndum iðnaðarins. Mr. Davis, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna áætlar að í febrúar s. 1. hafi þrjár miljónir manna verið atvinnulausar þar. Sumir telja þetta talsvert of lágt (en sambærilegar skýrslur eru ekki til úr öllum ríkjunum). I skýrslu frá Alexander Hamilton stofnuninni til rannsóknar , á við- skiftalifinu er talið að atvinnulaus- ar séu í Bandaríkjunum 4^2 milj. manna. í Þýskalandi voru samkv. opinberum skýrslum 3 miljónir 394 þúsundir manna skrásettar atvinnu- lausir í janúar s. 1. Þannig er á- standið hjá þremur mestu iðnaðar- þjóðum heimsins. Hjá Frökkum er atvinnuleysið aftur á móti lítið sem ekkert, samkvæmt opinberum skýrsl- um og þarf jafnvel á erlendu verka- fólki að halda. í Italiu virðist at- vinnuleysið heldur ekki vera mjög alvarlegt, samkvæmt hagskýrslum, á miðju ári 1929 voru 193 þúsundir manna atvinnulausar, en i árslok 408 þúsundir. ' Á íslandi er atvinnuleysi í skiln- ingi iðnaðarlandanna nú ekki til, hér er þvert á móti hörgull á vinnuafli, sem stendur atvinnuvegi, eins og t. d. landbúnaði, alvarlega fyrir þrif- um. Menn skilja því ef til vill ekki til fulls þá persónulegu neyð og menningarhnekki og það þjóðhags- lega böl og þau vandræði, sem af at- vinnuleysinu stafar. En menn skilja ekki menningarbrag og viðskiftalíf samtíðar sinnar ef þeir gera sér ekki grein fyrir þessu furðulega fyrir- brigði menningarinnar, afstöðu þeirra 12 miljóna, sem daglega ganga aðgerðarlausar í þremur stærstu framleiðslulöndum heimsins og biðja árangursláust um vinnu, í löndum þar sem mikið af auði er ónotað og mikið af störfum óunnið. En úrlausnin er vandamál, sem hvorki íhald né jafnaðarstefna hafa ráðið við enn sem komið er. SLYS A TOGARA. Reykjavík, 29. maí. Togarinn “Þórólfur” kom hing- að í gær, með fjóra menn slasaða. “Þórólfur” hafði á mánudaginn var verið að veiðum vestur á Hornbanka, og var vonzkuveður og mikill sjór. Sjö háestar voru vrí aðgerð á þilfari. Brotsjór reið yfir skipið og sópaði öllu laus- legu af þilfarinu. Mennirnir köst- uðust aftur á þilfarið og slösuð- ■ust fjórir og tveir allmikið. Sá, sem mest hafði meiðst, er Jón Jó- hannsson (fyrrum skipstjóri frá Bíldudalý; hann hafði skorist mikið í andliti; Sveinn Sveinsson, Sellandssstig 14, meiddist allmik- ið á fæti, og hinir tveir, Ársæll Sumarliðason og Guðjón Jónsson, höfðu marist töluvert. Þeir Jón 0g Sveinn voru fluttir á sjúkra- hús. Var ætlun skipstjóra á “Þór- ólfi” að fara inn á ísafjörð, en veður var svo vont, að ekki var tiltækilegt að fara þangað. —Mbl. Smœlki Sálfræðingar í New Orleans hafa nú um langan tím brotið heilann um það merkilega fyrirbrigði, að drengur nokkur, sem nám stund- ar þar í borg, getur aldrei komið • upp nokkru hljóði þær stundir, sem hann dvelur í sjálfum skól- anum, né þegar kennarar hans horfa á hann. Annars staðar og í hópi vina sinna, er hann málug- ur mjög, eins og hver annar heil- brigður maður, en setur strax hljóðan, ef einhver kennari hans “GEYSIR” íslenzka brauðsölubúðin á 724 Sargent Ave. verður opin hvern dag vikunn- ar (nema löglega hvíldardaga) til kl. 10 að kveldinu. Þetta eru vorir mörgu, íslenzku skifta- vinir í bænum beðnir að hafa i minni. Þetta byrjar með mánu- deginum 30. júní. Svo vildi eg draga athygli landa út á lands- bygðinni að því, að þeir geta nú eins og fyr, sent mér pant- anir fyrir kringlum og tvíbök- um, sem seldar eru á 20 cent. tvíbökurnar og 16c. kringlurn- ar, pundið, þegar 20 pund eru tekin af ihvorri tegund eða báð- um til samans, sem alt af eru nú seldar, og sendar til skifta- vina nýbakaðar. Flutnings- gjald borgast við móttöku (ex- press), sem er lc. til 2c á pund- ið eftir vegalengd. Með beztu þökkum fyrir góð- vild og góð viðskifti. Ghðm. P. Thordarson. ávarpar hann. Nám hans í skól- anum fer alt fram skriflega. Þó virðist hann oft leggja mjög að sér til þess að svara munnlega, en úr því verður aldrei neitt nemt óskiljanlegt munnfleipur.— Lesb. Nú eru fjögur ár síðán kvik- myndaleikarinn heimsfrægi, Val- entino lézt. Eins og menn eflaust muna, ætlaði ( kvenþjóðin að sleppa sér við fráfall vinsæla leikara, reistu t. d. bænahús til þess að biðja fyrir sálu hans 0. s. frv. Nú hefir veríð reistur minn- isvarði af honum í einum skernti- garðinum í Hollywood og var hann afhjúpaður fyrir skömmu. Þá athöfn framdi Dolores del Rio, leikkona, að viðstöddum öll- um leikurum í Hollywood og þús- undum af aðdáendum Valen- tinos. — Lesb. ZAM-BUK 30 Years Unequalled for SKIN TROUBLES Ointincnt 50c. 3iedicinal Soap 25c. SEALED TENDERS addressed to the undersigned, and endorsed “Tender íor Wharf Extension, Hecla, Man„” will be re- ceived until 12 o’clock noon (dayliftht sav- inj?), Thursday, July 10, 19«0, for the con- struction of an extension to the wharf, at Hecla, Selkirk District, Man. Plans and form of contract can be seen and specification and forms of tender ob- tained at this Department, at the offices of the District Engineer, Customs Building, Wlnnipeg, Man.; Builders’ Exchange, 401 Notre-Dame Investment Building, Winnipeg, Man., also at the Post Offices, Riverton, Man. and Hecla, Man. Tenders will not be considered unless made on printed forms supplied by the De- partment and in accordance with condi- tions contained therein. Each tender must be accompanied by an accepted cheque on a chartered bank pay- able to the order of the Minister of Public Works, equal to 10 per cent. of the amount of the tender. Bonds of the Dominion of Canada or bonds of the Canadian Nationai Railway Company will also be accepted as security, or bonds and a cheque if required to make up an odd amount. NOTE.—Blue prints can be obtained at this Department by depositing an accepted cheque for the sum of $20.00 payable to the order of the Minister of Public Works, which will be returned if the intending bid- der submit a regular bid. By order, N. DESJARDTNS, Secretary. Dkpartment of Public Works, Ottawa, June 16, 1930. Lækkuð Útgjöld Ávalt gnótt heits vatns við hendina Almenningur sparar me<5 því stórfé, að nytfæra sér áhöld vor, til þess að hita vatn með gasi, og auk þess ávalt nægar birgðir af heitu vatni við hendina á heim- ilinu. SIMI: 842 312—842 314 WINHIPEG ELECTRIC C0HPANY “Your Guarantee of Good Service’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.