Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ 1930 jj NÚMER 29 MANITOBA=FYLKJ SEXTÍU ÁRA Ný bók og merkileg Lsendur Morgunblaðsins munu allir kannast við Richard Beck, próessor við Háskólann í Norður- Dakota. Hefir blaðið birt ýmis- legt eftir hann á undanförnum ár- um og sagt frá starfi hans þar vestra, og hefir hvorttveggja vak- ið almenna athygli. Menn hafa séð að Richard Beck er enfeinn Tniðlungsmaður. Hann er skáld gott og vísindamaður og um leið afkastamaður með afbrigðum. Nú hefir hann í hjáverkum sín- um samið bók, sem merkileg má teljast að mörgu leyti. Er bókin prentuð hér í Rekjavík og útgef- andinn Þórhallur Bjarnason prent- ari. ,Er þar birt úrval ljóða eftir 80 skáld vor á síðustu öld, en jafnframt fyl'gja þýðingar á kvæð- unum á ensku (eða amerísku) og eru þær flestar gerðar af löndum vestan hafs. Er útgáfunni þann veg hagað, að jafnan er frum- kvæðið á fremri síðu í hverri opnu, en á blaðsíðunni á móti er þýðingin. — Tryggvi Magnússon málari hefir dregið myndir af öll- um skáldunum, og fylgir hverri þeirra stutt æfiágrip. Enn frem- ur er á undan kvæðunum gerð grein fyrir því, hvernig skáldskap- ur vor hafi þróast á þessum tíma, sagt frá helztu skáldunum og hverri stenu hvert þeirra fylgdi o'g fylgir. En áður en lengra er haldið að segja frá bókinni, er rétt að taka hér upp í lauslegri þýðingu sumt af því, sem Beck prófessor' segir í iormála bókarinnar. — Þýðing á kvæði . verður í bezta lagi eftirlíking. Auk þess «r hið íslenzka skáldskaparmál þannig, að venjuleíga er örðugt að þýða íslenzk kvæði. Höfuðstafir og stuðlar lifa enn í skáldskap og þeim er skipað eftir föstum regl- um. — Auk þess kemur þar mið- rím þráfaldlega fyrir og þá þarf ekki að minnast endarímið. Flest- ir þýðendanna hafa horfið frá því að halda stuðlum og höfuðstöf- um; en að mestu hafa þeir reynt að halda bragarhætti. . . . Þetta safn er langt frá því að vera full- komið sýnishorn íslenzkrar ljóða- gerðar á seinustu öld. Það var ekki úr mörlgum þýðingum að velja. Auk þess valdi eg aðeins þær þýðingar, sem eg áleit að næði efni og anda frumkvæðanna í framsetningu skáldanna. Eg lagði raeiri alúð við að velja gott en draga mikið að.”----- Þetta skýrir það, að ýms þjóð- römmustu kvæði vor eru ekki í bókinni, en hvort það er ókostur á henni, má um deila, því að henni er aðallelga ætlað það hlutverk, að kynna ísland og íslenzka ljóða- gerð í Vesturheimi." Sumir munu segja, að þá hefði ekki þurft að prenta þar frum- kvaeðin á íslenzku, en það er mis- skilningur, því að þess vegna er bókin eiguleg fyrir alla íslend- inlga, ekki sízt þá, sem einhvers ^eta það að hafa samanburð frummáls og þýðingar. Má líka yera, að þetta verði góð kenslu- bók fyrir þá, sem vilja læra «nsku. Þýðendur kvæðanna eru 12, þar n meðal jafn heimsfrægir menn ems og Vilhjálmur Stefán^son og Sir William A. Craigie, Sem er einn af aðalhöfundum hinnar niiklu “Oxford Enlglish Diction- ary” (ensk-ensku orðabókarinn- ar-) Mikilvirkastir af þýðendum eru Skúli Johnson prófessor í Winnipeg, frú Jakobína Johnson í Seattle og Guðmundur J. Gísla- son læknir í Grand Forks Norð- nr-Dakota. Sem heíld finst mér þýðingar frú Jakobínu beri af.| Hún er undarlega orðhög, bæði á íslenzkt mál og enskt, o!g er þá ekki að furða, þótt hún nái efni, anda og jafnvel íslenzku rími í býðingum sínum. Þó hefir hún ekki ráðist á þau kvæði, sem^ minstur vandi er ^ð fást við. Hún hefir t. d. þýtt “Undir Kaldadal” eftir Hannes Hafstein, “Norður- ljós eftir E. Benediktsson, og “Skilmálana” eftir Þorstein Erl- ingsson. En ekki get e|g þó að því gert, að mér finst Runólfur Fjeldsted ágætur og þá sérstak- lega þýðing hans á “Sólskríkj- unni”, eftir Þorstein Erlingsson. Sú þýðing finst mér blátt áfram nærri því að geta verið frum- kveðin, enda er kvæðið ljúfara og léttara í meðförum, en þau, sem nú hafa verið nefnd. Eg tek hér þýðinguna á fyrstu vísunni: Her voice was so charming, so heartfelt and clear, That rose from the little coupse, thrilling and ringing, Her notes were of things most beloved and dear: A sunburst of song through the night-shadows flinlging. And sweet every eve were her love-lays to hear, 0, if you could guess at the wealth of her singing. Þetta er vel þýtt, þegar reynt er að ná hljóm, viðkvæmni og orða- lagi frumkvæðisins, og svo má kalla þýðinguna á hinum vísun- um. írtgáfa bókarinnar er hin vand- aðasta á allan hátt, enda mun ekk- ert hafa verið til sparað að gera bókina sem bezt úr Igarði. — Mgbl. ' Á. Fjalla-Eyvindur. Hálfrar aldar minning Jóhanns Sigurjónssonar. Haraldur Björnson og aðrir, sem þar að standa, ætla að sýna Fjalla-Evind Jóhanns Sigurjóns- sonar í vor. Það er vel til fallið. Varla hefði það verið vansalaust oss íslendingum, sem þó erum að halda uppi leikstarfsemi, ef eng- inn ávöxtur hefði sézt af því nú á þessum tíma, þegar annars er teflt flestu fram, til þess að aðrar þjóðir geti séð, að hér búi n^enn- ingarþjóð. En auk þess er ónnur ástæða, nóg til að vert væri að vér fenlgjum að líta eitthvert af verkum þessa . skálds. Á fimtu- daginn kemur (en þá á frumsýn- ingin að verða); er liðin hálf öld, síðan Jóhann Sigurjónsson fædd- ist. Virðist ekki nema hæfilegt, að þess sé minst. Því að Jóhann Sigurjónsson er einn meðal| flrægustu íslendinga á þessari öld. Leikir hans hafa gengið víða um lönd o!g ibreiðst út eftir ýmsum leiðum,: í bók, leik- sviði eða í kvikmynd. Hann hlaut undra skjótan frama, enda sann- aðist á honum hið fornkveðna: “Til frægðar skal konung hafa, en ekki til langlífis.” Hann var enn ekki fertugur, er hann lézt. Dauði hans var óbætanlegt tjón íslenzkum bókmentum. Augljósir eru tveir þættir skáld- gáfu hans, ólíkir að eðli. Annar er leikskáldgáfan. Sú gáfa drakk sér þrótt, eins og gras úr jörðu, úr ástríðumagni, viljakrafti og skáldlegu innsæi hans. Sjónleik- ur: það er mannssálin séð í at- burðum, barátta afla, sem fylla ósýnileg loftið, átök, þensla, hrynjandi, hraði. — Hinn þáttur- inn er lýrik. Jóhann var ljóð- skáld um leið og hann var leik- ritaskáld. Beztu ljóð hans munu vera í óbundnu máli, sem tilsvör í leikritum hans. Mörg þeirra eru lýrisk meistaraverk, brennandi af tilfinningu, höfulg af margskonar blæ, eins og væri af angan blóma, ómandi af fjarlægum bergmálum. Jóhann hefir ofurást á fögrum lit- um og skáldlegum líkingum. Ekki urðu verk Jóhanns mikil að vöxtum; veldur því bæði skammlífi hans og hitt, að hann þreyttist aldrei á að breyta og fá!ga. Auk hinna prentuðu leik- lita mun vera til eitt leikrit frá fyrstu árum skáldsins í Höfn, “Skyggen” heitir það, og annað í brotum, ‘Else”, sem hann dó frá. Merkust verka Jóhanns eru Galdra-iLoftur og Fjalla-Eyvindur, sem ibæði munu vera jafn vinsæl hér á landi, — en í öðrum löndum er Fjalla^Eyvindur miklu kunnari. Galdra-Loftur er leikurinn um ósk karlmannsins, óskina til að verða mikill og máttugur, óskina til að ráða og njóta. Innan í fléttast ást- in, og ást mannsins er góð, þeg- ar hún veitir honum þrótt til að sækja fram á við, en ill, þegar hún bindur hann. Maðurinn hef- ir tvær sálir, önnur veit að kon- unni, hin þráir vald o!g mikil- leika. Fjalla-Eyvindur er um konuna, sem ekki hefir nema eina sál. “Eg hefi aldrei getað greint sundur sál mína og ást,” segir Halla. Hún getur þolað alt vegna ástar sinnar. Hún getur jafnvel þolað að sá, sem hún ann, hætti að elska hana. En eitt þolir hún ekki, að hætta sjálf að elska. Þeg- ar ást hennar er dáin, er líka dá- in sál hennar, og líf hennar er ekki annað en stórt, fáránlegt æfintýri, án nokkurs samhengis eða tilgangs. Fjalla-Eyvindur hefir breyzt mikið, frá því skáldið ferðaðist vim óbygðirnar' til að skoða kofa- rústir útilegumannanna. Maður, sem séð hefir handrit þau, sem Jóhann lét eftir sig, hefir tjáð mér, að í öndverðu hafi leikurinn aðeins verið einn þáttur og heitið “Sultur” — rannsókn á áhrifum hungursins á miklar persónur. Þar var auðvitað eðlilegt að fylgja þjóðsögunni, en þar selgir, að þeg- ar þau Eyvindur höfðu lengi verið matarlaus í stórhríðinni, varð það þeim til bjargar að hestur kom að kofanum. Og svo háður er manns- hugurinn umhverfi sínu, að það er skiljanlegt, að Halla þættist nú viss um, að Guð væri til, þótt hungrið hafi verið búið að koma henni á aðra skoðun. Síðan ritar skáldið tvo fyrstuj þættina, og um leið breytist leik- ritið. Víst er síðasti þáttur þess um hungrið, en leikritið í heild er um ást Eyvindar og Höllu. Hest- inum verður nú ofaukið, því að það væri óeðlile!gt, mundi smækka atburðina. Ef Halla ætti að lifa eftir alt, sem á undan er gengið. Skáldið verður að halda beinni stefnu: þegar ást Höllu er dáin, hlýtur hún að deyja sjálf. Annars er leikritið í þessari mynd í tveim útgáfum. Annað er íslenzka útgáfan frá 1912, hitt 2. útgáfan danska (1913). íslenzka útgáfan er nokkuð lengri, miklu lýriskari, en að vísu tæplega eins vel fállin til leiks, einkum í öðr- um þætti. í dönsku útgáfunni er marigt felt niður af hinum lýr- isku tilsvörum, en auk þess margt, er snertir íslenzka staðhætti, sem varla myndi tjá að segja á er- lendu leiksviði. Loks er þar felt niður alt, sem minnir á stelsýki Eyvindar og örlögbundið auðnu- leysi hans. Hvorugu hinu síðast- talda má sleppa á íslenzku leik- sviði, en styttingar þær á lýr- isku köflunum, sem skáldið hefir gert, eru vafalaust til bóta. Áður voru nefnd handrit þau, sem til eru að Jóhanni látnum, og eru þar í rit hans og brot, bréf og minnisgreinar, samfelt o!g sund- urlaust. Hér er vafalaust bezta heimild, sem til er, um samheng- ið milli lífs og verka skáldsins — heimild, sem áreiðanlega verður notuð af síðari tíma mönnum, ef hún verður ekki glötuð þá. Nú eru handrit þessi í eigu ekkju skálds- ins og munu þau hafa verið föl fyrir fáum árum, ef íslendingar vildu halda þeim til haga. Væri það ekki hæfileigt verkefni fyrir Bandalag íslenzkra listamanna, að sjá um, að þau væru keypt og' fengin til varðveizlu Landsbóka- safni íslands — og það einmitt nú, á fimtíu ára afmæli Jóhanns Sigurjónssonar? Þá sýndi það verðugan sóma mesta íslenzka skáldinu, sem ritað hefir fyrir er- lendar þjóðir. Einar Ól. Sveinsson. —iMgbl. Minni vínflutningur til Bandaríkjanna. Frétt frá Detroit segir, að sam- kvæmt’ fyrirskipunum frá Ottawa hafi tíu lendinfearstöðvum með- fram Detroit ánni verið lokað. En einmitt til þessara stöðva hafði verið flutt afar mikið af vínföng- um, áður en sambandsstjórnin bannað að flytja áfengi frá Canada til Bandaríkjann. Argentina selur Bretum meira hveiti en Bandaríkin iSamkvæmt opinberum brezkum skýrslum, selur Argentina Bret- um nú miklu meira hveiti, heldur en Bandaríkin gera. Árið sem leið voru 48,776,496 mælar hveitis sendir frá Argentínu til Bret- lands, en ekki nema 41,563,124 mælar frá Bandaríkjunum. Á þeim sex mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári, sendu Bandaríkin 12,204,152 mæla hveitis til Bret- lands, en Argentína 19,187,620 mæla. Óeirðir á Indlandi Alt af annað slagið berast fregnir af töluverðuri óeirðum á Indlandi. Hefir þar á ýmsum stöðum lent í bardaga milli fylg- ismanna Gandhis og lögregluliðs- ins og stunddm herliðsins brezka. Hefir. á sumum stöðum orðið mannfall töluvert, og margir orð- ið sárir. Allstaðar sýnist stjórn- in bera hærra hlut, enda er langt frá, að þar sé almenn uppreisn, heldur aðeins töluverðar óeirðir á nokkrum stöðum. Nýr þýzkur konsúll í Winnipeg Dr. Heinrich Sulheim heitir ungur Þjóðverji, sem er nýkom- inn til Winnipeg og tekinn hér við þýzka konsúls embættinu. Þótt hann sé enn un’gur, hefir hann víða farið og gefið sig við utan- ríkismiálum Þjóðverja, síðan á stríðsárunum. Hann segir, að á Þýzkalandi sé nú hálf þriðja miljón atvinnulausra manna, sem ílestir séu iðnaðarmenn af ein- hverju tagi. Leggi Þjóðverjar nú mikið kapp á að finna markað fyrir framleiðslu sína í öðrum löndum og mynda vinsamleg við- skiftasambönd við þær þjóðir, sem þeir fyrir fáum árum áttu í grimmasta ófriði við. Meira hveiti selt til Bretlands Samkvæmt skýrslu frá hag- stofu sambandsstjórnarinnar í Ottawa, hefir hveitisala frá Can- ada til útlanda í júnímánuði num- ið 21,679,434 mælugi, sem er ná- lega 5,000,000 mælum meira held- ur en hveitisalan var í maí, sem er þó vanalega betri mánuður hvað hveitisölu snertir, og í apríl voru að eins seldir 5,459,000 mælar. Var hveitisalan í júnímánuði síð- astliðnum, nálega eins mikil og hún hefir að meðaltali verið síðastlið- in fjögur ár. Síðan í ágúst 1929 hefir aldrei á einum mánuði verið selt eins mikið hveiti út úr Canada, eins og síðastliðinn mánuð, nema í október og nóvember. öll þessi aukna sala á hveiti, stafar af því, að Bretar hafa þennan síðasta mánuð keypt miklu meira hveiti frá Canada heldur en undanfarna mánuði. Þykir mörgum áhrif Dunning fjárlaganna koma hér Ijóst fram. Afhending náttúru auðæfa Manitoba-fylkis Hún fór fram eins og til stóð á þriðjudaginn í þessari viku á sex- tugs afmæli fylkisins. Þessi nátt- úru auðæfi, sem fylkið hefir nú sjálfa full umráð yrir, eru fyrst og remst 2,600,000 ekrur af landi, skólalönd og, stjórnarlönd, og eru þar á meðal viðáttumiklar skóg- lendur. Einnig 26,100 fermílur af vötnum og ám, sem skifta þús- undum mílna og hafa inni að halda vatnsorku, er nemur hundr- uðum þúsunda af hestöflum. Auk- alls þessa fær Manitoba fylki $4,584,212.49 í peningum frá sam- bandsstjórninni nú strax, og eft- ir það $562,500 á ári, þangað til fólkstalan í fylkinu nær því að verða 800,000. Eftir það fær fylkið $750,000 á ári þar til fólks- talan er komin upp í 1,200,000. Eftir það fær fylkið $1,125,000 Mynd þessi er af fyrstu umboðsstöð Indíána við Manitoba- vatn, þar sem nú heitir Narrows; er þar, sem kunnugt er, all- mikil og blómleg íslendingabygð. Frá Noarrows fékk Manitoba- fylki nafn sitt, og er það stytt úr orðinu Manitouwapah, er þýðir: “Andi hinna mjóu fljóta.” á ári. Skall hurð nærri hælum í vikunni sem leið, var rétt að því komið, að MacDonald stjórn- in yrði ofurliði borin á Brezka þinlginu. Við breytingartillögu við stjórnarfrumvarp, fjármálum viðvíkjandi, sem foringi frjáls- lynda flokksins, David Lloyd George, bar fram, hafði stjórnin aðeins þriggja : atkvæða meiri- hluta. Þrír þingmenn, sem frjáls- lynda flokknum tilheyra, greiddu atkvæði með stjórninni og margir \oru fjarverandi. Nokkrum sinn- um áður hefir stjórnin verið hætt komin, þó aldrei hafi legið eins nærri eins og nú, að hún félli. Halda marlgir, að stjórnin muni láta almennar kosningar fram fara, áður en langt líður, eða á þessu ári. Akafir hitar að menn hafi gaman af að geraj það, sem lögin banna þeim, ef! slík lög eru þeim ekki geðfeld. Ogi sér í lagi, ef svo er ástatt, eins ogj um þessi umræddu lög, að refs-l ingin nær sjaldan til þeirra, sem sekir eru. Þau lönd eru til, þrátt fyrir alt, þar sem ofdrykkjuskaparbölið hef- ir minkað, ‘síðastliðna öld, eða þar um bil. Hvað hefir valdið þeirri breytingu? Almenningsálitið hef- ir valdið henni og kvenfólkið hef- ir undantekningarlaust átt drýgst- an þátt í því áliti. í löndum, þar sem konurnar vilja ekki umgang-! ast (og jafnvel ekki líta viðj mönnum, sem drekka um of, mun ofdrykkja brátt minka, Howard Little. —Vísir. Víkingahátíð á Hjaltlandi. í miðríkjum Bandaríkjanna hafa að ^undnförnu gengið ákafir hit- ar. Fyrir hellgina bárust þær fréttir, að þá hefði hitinn, sem haldist hafði látlaust alla vikuna, orðið 53 manns að bana; í Mis- souri 24, Kansas 3, Nebraska 3, Minnesota og Dakota ríkjunum 10, Iowa 8 og Illinois 6. Allvíða varð fólk að hætta útivinnu um tíma vegna hitans. Atvinnuleysið á Bretlandi Samkvæmt skýrlslum atvinnu- mála stjórnardeildarinnar, voru um mánaðamótin síðustu á Bret- landi 1,890,600 atvinnuleysingjar. Var þetta atvinnulausa fólk þá 75,253 fleira, en það hafði verið viku áður, og 748,218 fleira held- ur en það var fyrir einu ári. Ofdrykkja. Ofdrykkjan er hræðilegt böl, jafnvel þó að eymd sú, er hún hef- ir í för með sér, næmi niður á drykkjumanninum einum, En því er ekki svo varið, því miður. Hvar sem við verðum þess vör, að maður eða unglingur sé tekinn að drekka of mikið, me!gum við vera þess fullviss, að einhver kona þjáist eða harmar þess vegna. Lítil börn taka stundum; I þátt í þessum harmi. Konur og börn verða blátt áfram að borga fyrir óhófsemi ntannsins. Lög hafa sjaldan minkað drykkjuskap þjóða, að neinu ráði. Hitt hefir oftar borið við, að hin ströngustu lög hafi að eins auk- ið þetta böl. Fyrir því eru tvær gildar ástæður: 1 fyrsta lagi sú, að öll þessháttar löggjöf miðar að því, að leggja hömlur á heib þjóðfélög, en vanrækir að fást við þann, sem í raun og veru er hinn seki. 1 öðru lagi er það rétt og mörgum eðlilegt, að hafa ánægju af því að berjast við örugleika og yfirvinna þá. Það virðist því eðlilegt, þótt það sé ekki lofsvert, í lok janúarmánaðar ár hvert halda frændur vorir á Hjaltlandi þjóðhátíð mikla til þess að heilsaj og fagna hinni hækkandi sól eft- ir skamdegismyrkrið og kuldann. Talið er, .að hátíð þessi eigi upp- runa sinn að rekja til víkinga- aldarinnar fornu. Héldu þeir vík- ingar hátíð til þess að láta í ljós fögnuð sinn yfir því að vorið væri fyrir höndum, svo að þeir Igæti lagt upp í nýjar herferðir til Eng- lands o!g Frakklands, þar sem gull og grænir skógar biðu þeirra og ríkulegt herfang af öllu tagi. Hátíðin fer fram í höfuðstaðn- um, Leirvík, og er þjóðhátíð í orðs- ins fylsta skilningi, því að allir Hjaltlendingar, sem vetlinlgi fá valdið, ungir og gamlir, taka þátt i henni. Allan undirbúning há- tíðarinnar annast nefnd, sem til þess er kjörin og er formaður hennar nefndur “Gizur jarl”. Að- al athöfnin er skrúðganga mikil gegn um bæinn með víkintgaskip í fararbroddi. Skipið heitir ’Vegr” og er smíðað árlega við þetta tækifæri. Það er nákvæm eftir- mynd gömlu víkingaskipanna, steindur dreki alla vega litur og búinn siglum o!g seglum að forn- um hætti. Um kvöldið safnast allir íbúar Leirvíkur meðfram götum þeim, sem skrúðgangan fer eftir, — ein þeirra heitir “Haralds konungs stræti.” — Fremst í fylkingunni gengur stór hornaflokkur, þá kem- ur víkingaskipið og því næst 30 hópar “Igizura , sem klæddir eru á margvíslegan hátt. Hafa þeir allir í höndum brennandi blys og syngja hátíðasönginn. Skrúð ganga þessi er í heild sinni mjög skemtileg o!g einkennileg. Er haldið niður til hafnarinnar, alt niður á Victoríubryggju. Þar er sungið gamalt kvæði, “The Norse- man’s Home” (Heimkynni Norð- mannsins). Því næsta kveða við húrrahróp og hornablástur, en á meðan er kveikt í “Vegi”. — Eft- ir svo sem einn klukkutíma er þetta fallega víkingaskip orðið að öskuhrú’gu. Eftir það fara menn að tínast í burtu, en fólkið skemtir sér eft- ir fönígum við dans og aðra kæti, bæði úti og í samkomuhúsum bæj- aarins, þangað til birtir af næsta degi. Þessi hátíð er skemtileg minn- ing um norræna tíma og það er eftirtektarvert, hvað Hjaltlendin'g- ar halda fast í þessa gömlu siði. Það eru tæp 200 ár síðan norræna var töluð á Iljaltlandi, og eyjar- skeggjum er enn vel kunnugt um ætterni sitt og eru hreyknir af því. — Lesb. Sextíu ára afmæli Ma nitoba-f y 1 kis Þess atburðar, að Manitoba- fylki varð sextugt, var hátíðlega minst á þriðjudaginn í þessari viku. í þetta sinn er ekki tæki- færi til að skýra frá hátíðahöld- unum. Aðallega fóru þau fram utan við þinghúsið í Winníneg. Fór þar fram stutt guðsþjónusta, sem þeir Matheson biskup og Dr. Björn B. Jónsson stýrðu. Rt. Hon. W. L. Mackenzie King afhenti þar Hon. John Bracken forsætis- ráðherra náttúruauðæfi fylkis- ins, eða umráð yfir þeim, og þar á meðal $4,822,840.72 bankaávís- un, sem hann veitti viðtöku fyrir fylkisins hönd. Flu'gsýningar og skemtanir fóru fram síðar um daginn. +—■—— ------— ------———■» Ur bænum +-----------—------------* Sunnudaginn 20. júlí messa séra Sig.Ólasson í kirkju Breiðuvíkur- safnaðar á Hnausum, kl. 2 e. h.; að kveldi sama dags í Árborg kl. 8. Séra Jóhann Bjarnason mess- ar væntanlega næsta sunnudag, þ. 20. júlí, hjá Betelsöfnuði, í nánd við Silver Bay. Um messustað og messutíma, er sjálfsagt verður seinni part dags, verður nákvæm- ar auglýst þar heima í bygðinni. Fólk beðið að veita þesíu athygli og fjölmenna við messuna. SORGIR. Frú Guðrún Breckman, að 866 Banning stræti hér í borginni, hefir orðið fyrir þeirri sáru sorg, að missa tvær efnilegar dætur sínar í sömu vikunni. Þann 6. þessa mánaðar lézt Rose Malgnea, 15 ára að aldri, og var jarðsungin þann 9. En hinn 12. þ. m. andað- ist hin systirin, Jóhanna, og var jarðsungin þann 14. Báðar fóru útfarirnar fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju. Prestur safnaðarins, séra Björn B. Jónsson, D. D., jarðsöng. Lögbeiig vottar frú Breckman og fjölskyldu hennar innilegustu samúð í tilefni af hinum þunga missi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.