Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. JÚLí 1930. Afmælisbarnið «|m—ii ■«»—..—«■—..—«—*»——•*--.*—..—-—■»—■■—«»—■»—■■—■■—*4 SíSastliðinn þriðjudag átti Manitobafylki sextugsafmæli, og var þess að verðugu minst með víðtækum og tilkomumiklum liátíðahöld- um. f lífi og sögu einstaklingsins, má vel líkja sextíu árum við þingmannaleið, eða ef til vill, freklega það; en í lífi og sögu þjóðfélags, eða fylkis, svarar slíkt tímabil aðeins til dropans í hafinu. Við tímamót þessi í sögu Manitobafylkis, er vitanlega margs að minnast, því þótt sagan sé enn eigi löng, er hún þó engu að síður við- burðarík, — sigrarnir margir, er öllum ber að þakka fyrir. AS höfSatölunni til, verSur ekki sagt, aS Manitobafylki sé mannmargt; þó hafa íbúar þess veriS brautrySjendur nýrra hug- sjóna, nýrra manndómsmerkja, og lyft þyngri Grettistökum, en aSrar félagsheildir, langtum mannfleiri, gátu nokkru sinni látiS síga vatn undir. Vitar frelsis og mannréttinda hafa logað skært yfir fylkinu og íbiíum þess, og munu brenna því skírar, er árin líða. BrautryrSjendurnir, birkibeinarnir, er grund- völlinn lögSu aS skipulagi þessa glæsilega fvlk- is, hvíla nú all-flestir undir grasi grónum sverSi, en frá gröfum þeirra leggur bjarmann af sívakandi lýlsigulls minríingum þakklátrar þjóSar. Frá náttúrunnar hendi, er Manitoba eitt hiS auðugasta bygðarlag í heimi; skiftast þar á námur, timburtekja, fiskiveiðar og vatnsorka, að ógleymdri allri þeirri feikna auðlegð, sem árlega er að finna í kornyrkjunni og öðrum afurðum landbúnaSarins. Járnbrautarsam- böndin í Manitoba eru betri og fullkomnari, en sennilega á nokkrum öðrum stað á bygðu bóli, og eiga þau í því sinn drjúga þátt, hve atvinnu- og iðnmálum hefir skilað greitt áfram. ÞaS er bjart yfir Manitobafylki í dag; skrúðklæSi sumarsins fara því vel, því nú vefst “sólbjarmans fang um alt og alla.” Megi sá einn, er öllu stjórnar og alt vort ráð hefir í hendi sinni, vaka yfir Manitoba- fylki og íbúum þess, um allar ókomnar aldir! *---------------------------------—-----—+ Nýja-Sjálands smjörið Landshornamönnum afturhaldsins, með Heimskringlu í halanum, hefir orðið næsta skrafdrjúgt í seinni tíð, um smjörverðiS hér í landi, og kenna, eins og þeirra var von og vísa, Mr. King um að það skuli ekki vera hærra, en það er. Sennilega taka þó fáir alvarlega hugs- andi menn nokkurtVerulegt mark á slíku barna- hjali; málið er ofur einfalt, orsakirnar auð- fundnar og auðskildar hverjum þeim, er opin hefir augu og ekki gengur í'svefni. Um þær mundir, er smjörflutningur frá Nýja Sjálandi hingað til lands hófst, hagaði svo til, að Canada var ekki sjálfbyrgt hvað smjör áhrærði; átti þetta rót sína að rekja til þess, að bændum sýndist það arðvænlegra, að selja mjólk og rjóma til niðursuðu, en smjör- gerðar heima fyrir. Afleiðingin af þessu varS sú, aS rétt hlutföll milli framleiðslu og eftir- spurnar trufluðust í bili, þannig, að framleiðsla smjörsins innanlands fullnægði hvergi nærri eftirspurninni. Og með það‘ fyrir augum, að ráða bót á þessu, var viðskiftasamningurinn við Nýja Sjáland gerður; til hans var stofnað af brýnni þörf, og engu öðru. Þetta hlaut legát- um afturhaldsins að vera ljóst, þótt þeir á hinn bóginn, af einhverjum lítt skiljanlegum ástæð- um, viltust út á þá hálu braut, aldrei þessu vant, að hafa endaskifti á sannleikanum. ÞaS er í eðli flestra manna, að sitja við þann eldinn, er bezt brennur, og er canadiski bónd- inn í því tilliti að sjálfsögðu engin undantekn- ing. Er honum það láandi, þótt hann selji þangað vöru sína, sem hagnaðarvonin er mest? Nei, og aftur nei! Ef þannig er ástatt, að bóndanum virðist arðvænlegra að .selja mjólk sína og rjóma til útflutnings, hver getur þá með nokkrum rétti varnað honum þess? Þannig var ástatt, er samningur við Nýja Sjáland gekk í gildi.' Ef ekki hefði verið fyrir þann samning, eða þá hlið hans, er innflutn- ingi smjörs viðkom, myndi smjör hafa lent í það geypi-verð, að aðeins efnamönnum hefði reynst kleift að kaupa það; alþýðan hefði orðið að fara þess ger.samlega á mis. Þetta var stjórninni Ijóst, og með það fyrir augum, að vernda hag fólksins í þessu tilliti, átti hún ekki annars úrkosta, en rýmka til um innflutning smjörs. Þetta er alþýðunni ljóst, og sennilega öll- um ljóst, nema ef vera skyldi Mr. Bennett og Heimskringlu. ÞaS er ekki til nokkurs skap- aðs hlutar að berja höfðinu við steininn, — canadiskum kjósendum verður aldrei að ei- lífu talin trú um það, að smjörið frá Nýja Sjálandi sé undirrót allra þeirra fjárhagslegu örðugleika, sem gert hafa vart við sig á hin- um ýmsu sviðum þjóðfélagsins. ÞaS er all- staSar eitthvað að, og þótt ýmislegt hér með oss gangi ef til vill ekki eins og það ætti ganga, þá stendur þó' canadiska þjóðin flestum öðrum þjóðum betur efnalega að vígi, og ber engan minsta kvíðboga fyrir framtíðinni. Alt moldviörið, sem, afturhalds-legátarníir hafa þyrlað upp út af smjörinu frá Nýja Sjálandi, kemur þeim áreiðanlega í koll á kosningadaginn, og er einungis ein af ótal sönnunum fyrir því, hve fátt er um fína drætti í herbúðum þeirra, þegar grípa skal til vopna gegn Mr. King og ráðuneyti hans. Á ferðalagi sínu um landið þvert og endi- langt, hefir Mr. Bennett fjargviðrast yfir því, hve kúm hafi farið háskalega fækkandi hér í landi, frá því viðskiftasamningurinn viS Nýja sjáland gekk í gildi. Sannast ítér Hið forn- kveðna, að “skýzt þó skýr sé”. Af hvaða ástæðum, sem það nú er, þá veður Mr. Ben- nett í þessu tilUti reyk, irfarandi skýrslu: eins og sjá má af eft- 1921 var tala kúa í Canada 3,737,832 1922 < í 3,743,804 1923 6 6 3,659,365 1924 “ “ í i 3,726,985 1925 “ “ i í 3,830,175 1926 “ “ ií 3,951,335 1927 “ “ i i 3,894,311 1928 “ “ i i 3,792,522 1929 “ “ l í 3,778,277 ViS nána athugun þessarar skýrslu, kem- ur það í ljós, að á tímabilinu frá 1921 til 1923, fækkaði kiím í Canada þó nokkuð. Ekki verð- ur samningnum við N'ýja Sjáland 1 um það kent, því þá var hann ekki til. En árið eftir að umræddur samningur gekk í gildi, eða árið 1926, fjölgaði tölu kúa að mun. Þetta var Mr. Bennett innan handar að vita, því að sjálfsögðu á hann engu síður aðgang að opin- berum stjórnarskýrslum, en aðrir borgarar þessa lands. Þetta hefði Heimskringla líka átt að vita, ef hún hefði viljað nokkuð á sig leggja í þjónustu sannleikans; en slíkt hefir auðsjáanlega orðið henni ofurefli, og því bylt- ist hún nú um á hæl og hnakka stjórnlaus og stýrislaus, krunkandi yfir smjörinu frá Nýja Sjálandi, er alla skapaða hluti átti að hafa sett á hausinn. +-------------------------------------* Sigurför Mr. Dunnings Hon. Charles A. Dunning, fjármálaráðgjafi sambandsstjórna.rinnar hefir verið á ferðalagi um Ontario-fylki undanfarandi, og flutt ræður í helztu borgunum. Var honum svo alment vel fagnaS, að austan-blöðin telja sjaldgæft, að nokkrum stjórnmálamanni canadiskum, hafi sýnt verið annað eins dálæti; þúsundir manna og kvenna þyrptust að úr öllum áttum til þess að hlýða á erindi fjármálaráðgjafansf og má með sanni segja, að för hans um fylkið væri regluleg sigurför. Flestar snerust ræður Mr. Dunnings um fjárlagafrumvarp síðasta þings, og rýmkanir þær á ívilnunartollinum brezka, er frumvarp- inu voru samfara; leiddi hann að því ljós rök, hve Canada hlyti að hagnast af auknum við- skiftum við Breta, ekki hvað sízt eftir að þrengjast tók um viðskifti við Bandaríkin, sök- um tollmúranna nýju. FólkiS í Ontario hefir alla jafna þótt næsta íhaldssamt; að þessu sinni horfa málin nú þannig við, að gera má ráS fyrir, að það fylki sendi fleiri frjálslynda menn á þing, en nokkru sinni áður, og má það þá að miklu leyti þakka hinu viturlega og sanngjama fjárlagafrumvarpi Mr. Dunnings. +•--------------------—---------—---------—+ J. T. Thorson á þingi Eftir Sig. Júl. Jóhannesson. *-------------------------------------------- I. Þegar ungur maSur er kosinn á þing í fyrsta skifti, verður flestum að spyrja sjálfa sig á þessa leið: “Hvernig skyldi hann nú reynast, þossi? Skyldi hann muna eftir kosningalof- orðum sínum, eða skyldi hann gleyma þeim öllum? Skyldi hann fylgja flokki sínum og foringja eins og tryggur hundur, eða skyldi hann koma fram sem hugsandi og sjálfstæSur maður? Skyldi hann láta nokkuð til sín taka, eða skyldi hann verða þæg og þögul rola ? 1 stuttu máli: Skyldi hann verða sér og kjósend- um sínum til h^gs og heilla, þjóð sinni og landi til gagns og sóma, eða skyldi hann verða eins og allur fjöldinn.— liðléttur og lítilsvírði; aS- eins til þess að fylla sæti, sem betur væri autt en illa skipað?” PlitthvaS svipað þessu spyrja menn, og það er eSlilegt. Vonbrigðin hafa verið svo tíð og tilfinnanleg í pólitiskum efnum. J. T. Thorson hefir nú setið á sambands- þingi í f jögur ár. Hann fór þangað með ágætu áliti, sem gáfaður mentamaður; en í pólitík var hann svo að segja sem óráðin gáta. Nú kemur hann aftur og æskir atkvæða vorra í ann- að sinn. Enginn sanngjarn maður getur neit- að því, að hann hafi setiS á þingi viS góSan orð- stír. Örfáir menn hafa þar látið eins mikið til sín taka fyrstu árin; um það sannfærast þeir, sem þingtíðindin hafa lesið eða fylgst með mál- lm yfirleitt. Hér skal að eins minst á fáein atriði. II. Flestir nýtir menn og góSar konur bera hlýjan hug til póstmanna—bréfberanna; mann- anna, sem líða um bæinn frá liúsi til húss og flytja kærkomin bréf frá fjarlægum vinum. Sum hinna tilfinningaríkustu og beztu skálda heimsins hafa ort undurfögur kvæði um póstinn og bréfberann. Þogar afturhaldsliðið sat að völdum hér í landi, átti sér stað verkfall í Winnipeg, eins og flestir muna. Afturhaldsstjórnin ákvað það í hegningarskvni við póstana, sem í verkfallinu tóku þátt, að svifta þá fyrir fult og alt ýmsum réttindum, sem stöðu þeirra og starfi heyrðu til, þar á meðal voru þeir sviftir venjulegri og lögákveðinni kauphækkun. . Þeir voru látnir vinna vandaverk, sem lög- in ákváðu hækkandi laun fyrir, en borgað sem byrjendum; mismuninn tók afturhaldsstjóm- in frá þeim eða fjölskyhlum þeirra. 1 tíu ár eða rúmlega það, hafa verkamanna- fulltrúarnir á þinginu reynt að leiðrétta þetta með aðstoð ýmsra frjálslyndra manna, en aft- urhaldið hefir barist á móti því. Nú liefir málið verið leitt til lykta þannig, að mennirnir hafa fengiS fullar bætur og þeim verið borguð sú upphæð, sem eftir var haldið af kaupi þeirra öll þessi ár. Þrællyndi og heiftarhugur afturhaldsins lief- ir sjaldan komið greinilegar í ljós, en í því ranglæti, sem þeir beittu vesalings póstana. Einn hinna fremstu í baráttunni fyrir því, að rétta hluta þeirra, var J. T. Thorson, þrátt fyrir það, að hann vissi af sterkri auðvalds- klíku í kjördæmi sínu, sem vitanlega mundi beita þessu sem vopni á móti honum við næstu kosningar. Þetta drenglyndi Thorsons er vonandi að Islendingar muni 28. júlí. III. Eitt af þeim málum, sem mestum hita hefir valdið í þingmenskutíð J. T. Thorsons, er hiS svokallaJSa <lSj(ö-systra”-mál. Heimskringla ræddi það bæði heitt og lengi og hélt þar fram ákveðinni stefnu, sem eg fyrir mitt leyti var algjörlega samdóma. En sumir frjálslyndu þingmennimir, og þar á meSal sumir ráðherrarnir, litu öðrum augum á það. Sjálfstæði og einurð J. T. Thorsons hefir ef til vill hvergi komið eins greinilega í ljós eins og í því máli; hann barðist þar eindregið á móti sínum eigin samherjum og var því hótað af áhrifmikilli klíku hér í bænum — í hans eigin kjördæmi — að hann skyldi fá að kenna á því við næstu kosningar. Sá sem þannig berst fyrir sannfæringu sinni þrátt fyrir pólitiska hættu, sem af því getur stafað persónulega, er sannarlega því vaxinn að skipa fulltrúastöðu. IV. Langar og heitar umhræður áttu sér stað í þinginu viðvíkjandi rýmkun á stjórnarfari Can- ada; vildu frjálslyndir menn breyta þannig stjórnarskránni, að þessi þjóð iliafi frjáLsari hendur en nú á sér stað , en sé minna háð Eng- landi. Á móti þessu barðist auðvitað afturhald- iS; það er sjálfu sér líkt allstaðar og æfinlega. 1 umræðunum um þetta mál tók Thorson mik- inn þátt. RæSan, sem hann flutti nm það í sambandsþinginu, er af öllum, sem vit hafa á, talin snild. Eg heyrði hann flytja þá ræðu, og hefi sjaldan miklast eins með sjálfum mér af því að vera Islendingur; eg vildi að allir Is- lendingar hefSu getað hlustaS á Thorson í það skifti. ÞaS er mikils virði fyrir Islendinga, aS eiga mann á sambandsþingi, sem eins mikils er met- inn og eins mikla eftirtekt vekur. Það er skylda vor sem Islendinga, — skylda vor við íslenzkan þjóSarheiður ,að sjá svo um meðVárvekni, eindregni og atkvæðum. að vér verðum ekki sviftir þeim eina fulltrúa, sem um er að ræða og svo vel hefir reynst. V. Eitt mál er það enn, sem eg verð að minnast á í þessu sambandi. óhlutvandir menn hér í landi höfðu svarist í samband til þess að græða miljónir dala með því að reyna að eyðileggja hina góðu löggjöf Bandaríkjanna — vínbannið. Komu þeir þannig ár sinni fyrir orð, að þeir fengu leyfi til þess að flytja áfengi hvert sem þeir vildu. Á móti þessu börðust nokkrir menn í þinginu, og var Thorson mjög framarlega í flokki þeirra. Sýndi hann greinilega fram á, að bæði væri það ósæmilegt að auka þá erfið- leika, sem Bandaríkin ættu við að stríða í sam- bandi við vínbannið, og auk þess væri það hættu- legt; það hlyti að skapa kala og jafnvel alvar- lega óvináttu milli nágrannaþjóðanna. Þessi stefna varð ofan á, og hefir nú stjórn- in í Canada neitað að leyfa nokkurn áfengis- flutning til Bandaríkjanna eða nokkurs annars lands, þar sem vínbann hefir verið leitt í lög. Er þetta svo stórkostlegt mál og þýðingar- mikið fyrir bannbaráttuna, að bindindismenn hljóta að hafa þaS í huga, þegar þeir greiSa at- kvæSi sitt 28. júlí. Penmgum yðar viðvíkjandi NÝKOIMIÐ fólk frá gamla landinu, hugsar eðli- lega um að skifta aðeins við banka, sem er traustur og ábyggilegur. The Royal Bank of Canada býður nýkomna borg- ara velkomna. Hann er einn af stærstu og traust- ustu bönkum í heimi, með 792 útibúum í Canada, sem öll taka við sparisjóðsfé. The Royal Bank er öruglgur staður fyrir peninga vðar. Þér fáið vexti af þeim, og þeir eru vel varð- veittir og þér getið fengið þá nær sem þér viljið. Leggið peninga yðar á The Royal Bank of Canada. The Royal Bank of Canada Canada framtíðarlandið Svo má heita, að sama regla gildi í Alberta og hinum fylkjum sambandsins, að því er útmæling áhrærir. Var byrjað að mæla frá landamerkj alínu Bandaríkj anna. Hin stærri útmældu svæði, er section, eða fermílur af landi, er taka yfir 640 ekrur. Sérhvert township, þannig mælt út, inni- heldur 36 sections, eða 23,000 ekr- ur. Spildum þeim, er sections kallast, er svo aftur skift í fjórð- unga, eða 160 ekra býli. Héraðsvegir í fylkinu mega á- gætir kallast, enda hefir verið til þeirra varið miklu fé, bæði frá sveita, sambands og fylkisstjórn- um. Fylkið saman stendur af borg- um, bæjum, þorpum og sveitar- félögum, er háfa sína eigin fram- kvæmdarstjórn, að því er heima- málefni áhrærir. Alls eru sex borgir í fylkinu. Er þeim stjórn- að af borgarstjóra og bæjarráðs- mönnum, kjörnum 4 almennum kosningum. Þó er stjórnarfyr- irkomulag borganna sumstaðar talsvert mismunandi. Sérhverri borg er stjórnað samkvæmt lög- giltri reglugjörð eða grundvallar- Iögum. — Bæjum er stjórnað af bæjarstjórn og sex fulltrúum, en þorpunum stýra oddvitar ásamt þrem kosnum ráðsmönnum. — Lög þau, eða reglugerðir, sem bæjum og þorpum ber að hegða sér eftir, nefnast The Town Act og The ViIIage Act. Sveitarfélög eru löggilt af fylkisstjórn, eða stjórnardeild þeirri, er með höndum hefir eft- irlit með héraðsmálefnum — Municipal Affairs .— samkvæmt bænarskrá frá kjósendum, er í bygðarlaginu eiga dvöl. Sveitar- félagi er stjórnað af sex þar til kjörnum ráðsmönnum, og er for- maður þeirra nefndur sveitarodd- viti. Sveitarfélög, sem eru að byggj- ast en haifa eigi hlotið löggild- ingu, standa undir beinu eftirliti fylkisstjómarinnar. Eins og í hinum Sléttufylkjun- um, er að finna í Alberta allar nútíðar-menningarstofnanir, svo sem bókasöfn, sjúkrahús, skóla og kirkjur. Eru bama og unglinga- skólar í hverju löggiltu bæjar- eða sveitarfélagi, svo og gagnfræða- skólar, kennaraskólar, iðnskólar; enn fremur landbúnaðar og verzl- unarskólar, er njóta góðs styrks frá stjórninni. Skólahéruð má stofna, þar sem eigi búa færri en fjórir fast-búsettir gjaldendur, og eigi færri en átta börn frá fimm til átta heimilum. Skylt er öllum foreldrum að láta böm sín sækja skóla, þar til þau hafa náð fimtán ára aldri. Heimilað er og sam- kvæmt lögum að láta reisa íbúð- arhús handa kennurum á kostnað hins opinbera, þar sem svo býður við að horfa, og nauðsjmlegt þyk- ir vera. Skólahéruðum fer fjölgandi jafnt og þétt, og er ekkert til sparað, að koma mentastofnunum fylkisins í sem allra bezt horf. Á landbúnaðarskólunum nema bændaefnin vísindalegar og verk- legar aðferðir í búnaði, en stúlk- um er kend hússtjórn og heimilis- vísindi. Réttur minnihlutans er trygð- ur með sérskólum, sem standa undir eftirliti fylkisstjómarinn- ar, enda verður auk hinna sér- stöku greina, að kenna þar allar hinar sömu námsgreinir, sem eru kendar í skólum þeim, sem eru fýlkiseign. í borgum og bæjum eru, gagn- fræða og kennaraskólar og í sum- um þorpum einnig. — Mentamála- deild fylkisstjórnarinnar hefir að- al umsjón með skólakerfinu, ann- ast um að fyrirmælum skólalag- anna sé stranglega framfylgt. — Þrír kennaraskólar eru í fylkinu: í Edmonton, í Calgary og í Cam- rose. Verða öll kennaraefni, lög- um samkvæmt, að ganga á náms- skeið, þar sem kend eru undir- stöðuatriði í akuryrkju. Háskóli í Alberta er í Suður- Edmonton. Eru þar kendar allar algengar vísindagreinar, er kraf- ist er að þeir nemi, er embætti vilja fá í þjónustu hins opin- bej-a. í fylkinu eru sex skólar, er það sérstaka verkefni hafa með hönd- um, að veita sveitapiltum og stúlkum tilsögn í grundvallarat- riðum landbúnaðarins, svo sem akuryrkju, húsdýrarækt, mjólkur- meðferð og ostagerð, enn fremur bókfærslu, er við kemur heimilis- haldi. Skólar þessir eru í Ver- million, lOlds, Claresholm, Ray- mond, Gliechen og Youngstown. Námsskeið fyrir bændur eru haldin á ári hverju við landbún- aðarskólana, og fer aðsókn að þeim mjög vaxandi. WINNIPEG ELECTRIC CO. Mjólk og raforka. The New Britain, Conn., Record stingur upp á því, að ef stjórnin á annað borð vilji stunda iðnað og yerzlun, þá ætti hún heldur að leggja fólkinu til mjólk, heldur en raforku. “Mikil rækt hefir verið við það lögð nú í mörg ár, að koma al- menninlgi til að trúa, að það væri mikil blessun fyrir fólkið, ef öll raforku framleiðsla væri gerð að þjóðareign. Þetta hefir verið aukið og ýkt, svo úr hófi keyrir. Setjum svo, að stjórnin hefðí umráð yfir allri raforku fram- leiðslu í landinu og seldi raforku án hagnaðar til allra heimila, þá mundi hvert meðal heimili, spara svo lítið, að þess gætti svo sem ekki neins. Það væri langt um meira virði, ef hægt væri að koma því til leið- ar, að stjórnin legði fólkinu til matinn o!g fatnaðinn og húsnæð- ið, því þetta þrent er það sem hver fjölskylda borgar aðallega sína peninga fyrir. Ef stjórnin ætlar sér að reka sjálf iðnað og verzlun, þá ætti hún miklu fremur að leggja fólkinu til ódýra mjólk, en ódýra raforku. Það ætti að spara hverri fjöl- skyldu miklu meiri peninga. Börn- in geta líka lifað án raforku, en ekki án mjólkur.” KENNARA vantar fyrir ÁrneS skóla No. 586, fyrir næsta skóla- ár, átta mánaða kensla. ■— Um- sækjendur verða að hafa lst class certificate o'g góða æfingu. Til- takið kaup. >— Tilboð sendist til undirritaðar fyrir 9. ágúst 1930. — Mrs. Th. Peterson, sec-treas.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.