Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLl 1930. Fertugasta og sjötta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Yesturheimi. HALDIÐ I MINNEOTA, MINNESOTA, 18. TIL 22. JÚNÍ 1930. Fyrir hönd milliþinganefndar í Ungmennafélagsstarfi, skýrði séra H. Sigmar frá, að sökum örðugleika hefði nefndin ekki getað náð saman til starfs á árinu, og væri því um ertga skýrslu að ræða frá þeirri nefnd. Forseti skýrði frá, að til þings væri kominn herra Th. E. Westdal, lögfræðingur, er væri virðulegur sendiboði frá Synod of The North West. Sagði hann sendiboðann velkominn og 'bauð honum að ávarpa þin&ið. Flutti herra Westdal þá ræðu og færði þin(ginu bróður- kveðju og árnaðaróskir frá fyrnefndu kirkjufélagi. Bað forseti Dr. B. B. Jónsson, fyrir þingsins hönd, að svara ávarpinu, og gerði hann það. Þá skýrði forseti frá, að borist hefði kveðja og hamingju- ósk til þingsins frá séra S. S. Christopherson, er í þetta sinn gæti ekki setið kirkjuþing. Lét hann svo um mælt, að þingið, sem svar Igegn kveðjunni, mundi árna séra Sigurði allrar bless- unar Drottins á hinu nýja starfssviði hans, prestakallinu í Þingvallanýlendu og Lögbergsbygð í Saskatchewan, er hann, sem fastur prestur, hefir nýlega tekið að sér að þjóna. Þá minti forseti á, að fyrrum forseti kirkjufélalgsins, Dr. B. B. Jónsson, ætti sextugs afmæli þennan dag, og að þingið mundi vilja árna honum blessunar og hamingju á þessu af- mæli hans. — Gat hann ofcj þess um leið, að yngri bróðir Dr. Björns B. Jónssonar, herra J. B. Jónsson, þingmaður Ágústín- usar-safnaðar, er hér væri staddur, ætti sama afmælisdag. Mundi þingið hafa þá bræður báða í huga, er það bæri fram afmælisósk sína. — Undir ummæli forseta var tekið á þann hátt, að allir risu úr sætum sínum. Þakkaði Dr. B. B. Jóns- son hamingjuóskir oþ árnaðarorð þingsins. Þegar hér var komið, voru eigi fleiri mál tilbúin að vera lögð fram í þinginu, og var samþykt, kl. 1.25 f. h., að fresta fund þar til kl. 2. h. sama daig. ÞRIÐJI FUNDUR—kl. 2 e. h. sama dag. — Sunginn var sálmurinn 180. Séra Jóhann Bjarnason flutti þinginu kveðju og áraðarorð frá séra J. A. Sigurðssyi, sem nú er fjarverandi í för til lslands. Forseti tilkynti, að hinn virðulegi o(g góðkunni kirkjulegi leiðtogi, Dr. J. A. Morehead, forseti alþjóðaþings lúterskra manna, væri staddur hér á þinginu, bauð hann velkominn og bað hann ávarpa þingið þá þegar. Flutti Dr. Morehead þá ítar- legt og markvert erindi um starfsemi lútersku kirkjunnar, bæði í gegn um National Lutheran Council, um og eftir veraldar- styrjöldina miklu, o'g svo síðan með alþjóðaþingum lúterskra manna, ástmt ýmsum smærri hreyfingum í einingarátt, bæði í Vesturheimi og annars staðar í öðrum löndum heims. Mælt- ist hann að lokum til, að kirkjufélagið væri áfram í alþjóða- þings hreyfingunni; að beðið væri stöðugt fyrir kirkjunni, og að hjálparhönd væri rétt N. L. C. í því líknarverki, er það væri stöðugt að vinna. Þakkaði forseti erindið og fullvissaði Dr. Morehead um, að óskir hans yrðu á einhvern hátt teknar til greina, um leið og hann, fyrir þin'gsins hönd, árnaði honum blessunar í því mikla starfi, er hann og samherjar hans væru að vinna. Var síðan erindið þakkað formlega af þingheimi, með þvi að allir stóðu upp, samkvæmt tillö'gu Dr. B. B. Jónssonar, er studd var af mörgum. Fyrir hönd nefndarinnar, er átti að íhuga ársskýrslur for- seta og skrifara, og semja dagskrá þin'gsins, sagði séra Sig. Ólafsson fram þetta nefndarálit: Meðfylgjandi tillögur leyfir dagskrárnefndin sér að leggja fram fyrir hát^virt kirkjuþing: 1. Kirkjuþin'gið þakkar embættis- og starfsmönnum sín- um vel unnið verk á umliðnu ári. 2. Kirkjuþingið þakkar forseta sínum þátttöku hans í alls- herjarþingi lúterskra leiðtoga í Kaupmannahöfn,, framkomu hans fyrir vora hönd þar og heima á ættjörð vorri, og fræðslu, sem hann hefir veitt í íslenzkum efnum, eftir að hann kom heim. 3. Samkvæmt bendingu forseta, samþykkir kirkjuþing- i, að taká til íhugunar málið um samband kirkjufélags vors, við aðrar stærri deildir lútersku kirkjunnar i Ameríku. 4. Kirkjuþin'gið felur skrifara sínum að tjá Mrs. C. O. L. Chiswell á Gimli, þakklæti fyrir hennar höfðinglegu gjöf, og vottar hér með þakklæti sitt öllum þeim, er með gjöfum, stærri eða smærri, hafa stutt málefni þess á umliðnu ári. 5. Samkvæmt bendingu forseta vors, samþykkir þingið að fela forseta sínum og skrifara að semja og senda símleiðis forsætisráðherra íslands, hr. Trýggv Þórhallssyni, kveðju og heillaóskir kirkjuþings vors, á þúsund ára minningarhátíð Alþingis. 6. Kirkjuþingið tekur því þessi mál á dagskrá sína: 1. Heimatrúboðsmálið. 2. Kristniboðsmál meðal heiðinlgja 3. Jóns Bjarnasonar skóli. 4. Betel. 5. Sunnudagsskólamálið og starf Hins sameinaða kven- félags á því sviði. 6. Útgáfumál. 7. Samband kirkjufélags vors við önnur lútersk kirkjufélög . Á kirkjuþingi í Minneota, 19. júní 1930. H. Sigmar. Sig. ólafsson. Alb. C. Johnson. Nefndarálitið var tekið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti liður samþyktur. Annar liður samþyktur með því að allir stóðu á fætur. Þriðji liður samþyktur. Fjórði liður samþyktur með því að allir risu úr sætum. Fimti liður sömuleiðis. Sjötti liður, er innibindur dagskrá þingsins, var sam- þyktur. — Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Þá var tekið fyrir fyrsta mál á dagskrá: Heimatrúboð. í sambandi við það mál, var lögð fram þessi skýrsla frá séra S. S. Christopheron, um starf hans á árinu: Starfsskýrsla fyrir árið 1929—1930— Að loknu sðasta kirkjuþingi fór eg vestur til Konkordíu og Lögbergs safnaða o'g var þar fram undir haustið. Fór eg líka til íslendinganna suður í Dalnum og flutti þar tvær guðsþjón- ustur. Þá fór eg til Betel safnaðar við Silver Bay við1 Mani- tobavatn og flutti þar guðsþjónustu þ. 6. október. Fór eg þaðan til Steep Rock o'g ætlaði yfir vatnið, en bátaferðir voru þá hættar að mestu og ekki séð, að eg kæmist leiðar minnar; sneri eg þá aftur og fór til fslendinganna við Beckville og messaði þar. Þá hvarf eg heim. Þann 8. nóvember fór eg vestur og flutti þakklætis-'guðsþjónustu í Konkordía söfnuði. Eftir það var eg heima um tíma, þar til eg fór til Steep Rock og þaðan til Guðmundar Hjartarsonar, sem hefir það pósthús. Þar var eg í tvo mánuði við að segja til börnum, virka daga vikunnar, en messaði á hátíðuu og helgum dögum, eftir hentugleikum. Leið mér mjög vel hjá Guðmundi og fólki hans. Sýndi það mér góðsemi í hvívetna. Er það fólk ættað úr Árnessýslu. Mánudaginn þ. 3. marz hélt eg heimleiðis, en messaði hjá Betel söfnuðk á heimleiðinni. Með apríl byrjun hóf e'g starf mitt hjá Konkordía og Lög- bergs söfiuðum, þar sem eg hefi verið síðan. Eg flutti á árinu 31 guðsþjónustu, skírði 9 börn, fermdi 9 ungmenni, framkvæmdi tvær hjónavígslur og söng yfir tveimur. Á kirkjuþingi í Minneota, í júní 1930. Si'g. S. Christopherson. Þá lagði séra Jóhann Bjarnason fram þessa skýrslu um starf sitt á árinu, að því leyti sem hann hefir verið í þjónustu kirkjufélagsins Skýrsla trúboðsprests— Með samþykt kirkjuþings í fyrra var ákveðið, að eg skyldi vera að nokkru leyti í þjónustu kirkjufélagsins það starfsár, er þá var a byrja, og hefir það fyrirkomulag haldist umliðið ár. Hefi eg, samkvæmt þeirri ákvörðun, farið við og við út um bygðir íslendinga, aðallelga í Manitoba, til að vitja prest- lausra safnaða, eða annara fólkshópa landa vorra, en engrár eða lítillar prestsþjónustu njóta að öðrum kosti. Hefi eg í þessum erindum farið til Brandon, Sinclair, Oak Point, Gimli, Árnes, Víðines, Poplar Park, Pine og Keewatin, Ont. Til sumra þessara staða hefi eg farið tvisvar eða þrosvar, en til annara aðeins einu sinni. Messuferðir mínar til Furudalssafn- aðar í Piney urðu fimm alls, og flutti eg í eitt skifti þar tvær messur, svo þar hefi eg flutt flestar guðsþjónustur á einum stað á árinu, af þeim bygðum er e'g hefi heimsótt. Til Argyle- bygðar fór eg eina ferð, í fjarveru sóknarprests þar, og flutti þar þrjár messur. Auk þessa hefi eg messað eða unnið önnur kirkjuleg störf hjá fjórum söfnuðum, nefnilega Fyrsta lút. söfn., Mikleyjar- söfn., Lundarsöfn. og Herðibreiðarsöfn. Messað fáeinum sinn- um hjá þeim fyrst nefnda, en einu sinni hjá hverjum hinna. Var þetta samkvæmt samkomulagi við presta þá, er þarna þjóna, eða þá með samnin'gi við söfnuðina sjálfa. I ferðum mínum út um bygðir og til bæja, eða annara heim- kynna, er eg heimsótti í fyrra, hefi eg notið í ár hinnar sönnu rausnar og ágætrar vinsemdar og fyrirgreislu í ferðalögum, er eg naut þá, o'g að mestu hjá sama fólki, er eg minnist með þakklæti í skýrslu minni til þings í fyrra. Vil eg nú einnig þakka þessu góða fólki stuðning og vinsemd þetta umliðna ár. í tvær bygðir kom eg á árinu, er eg vitjað,i ekki í fyrra, sem sé til Sinclair o'g til Poplar Park. 1 Sinclair-bygð sýndu mér á- gæta gestrisni og hjálp við ferðalög þeir Ásmundur Johnson, Jón Þórðarson, Hinrik Johnson og fólk þeirra. Allir aðrir þar í bygð tóku mér einnig með rausn og vinsemd. Hafði eg þar messu tvo sunnudaga, við 'góða aðsókn. 1 Poplar Park hefir búið í allmörg ár Gestur Jóhannsson frá Sporði í Víðidal, sveitinni minni, og fornvinur foreldra minna. Mun hann hafa flutt af landi burt árið 1887. Er hanh faðir Jóhanns G. Jóhannssonar, er ásamt mörgum öðrum ungum íslendingum, hefir getið sér frægðarorð við Manitoba- háskólann, og kennir nú við einn hinn helzta miðskóla í Winni- peg. Gestur Jóhansson var vel kunnur á Norðurlandi sem gáfumaður og skáld gott. Er hann nú maður talsvert á átt- ræðisaldri. Er sjónin að foila til muna, en að öðru leyti líður honum allvel. Hefir hann fyrir nokkru látið af búskap, og dvelur nú hjá Óskari bónda syni sínum, er tekið hefir við bú- inu og er myndarmaður og dugandi bóndi. Er hann og póstaf- greiðslumaður í Poplar Park. Járnbrautarstöðin næsta er Libau. Þar mætti Óskar mér með bíl sinn. Hafði eg hann aldrei áður séð, en þekti hann hndir eins af föður hans, er eg mundi allvel eftir af íslandi, en aðeins séð tvisvar í svip hér vestra. Frá járnbrautarstöðinni til Poplar Park er um þrjár mílur vegar, ef eg man rétt. Fór e'g heim með óskari og hafði ánægjulega dvöl á heimili þeirra feðga yfir helgina. Messuna hafði eg í kirkju þar rétt hjá, við fremur litla aðsókn, með því að bygðin hefir eyðst að meira en hálfu við burtflutnin!® á síð- ari árum. Þann tíma, sem eg hefi verið í þjónustu kirkjufélags- ins, sem er heldur minna en hálft árið, hefi eg flutt 27 mess- ur; auk þess hefi eg skírt fimm börn, staðfest tvö ungmenni, framkvæmt sjö hjónavígslur, verið við átta jarðarfarir og haft altarirgöngu hjá einum söfnuði. Hinn tímann, sem afgangs hefir verið, hefi e'g að nokkru leyti notað til að flytja auka- messur í Winnipeg, fyrst framan af í fundarsal Templara, en síðán í ■ bænahúsi á Alverstone St. Aðsókn hefir oftast verið fremur góð. Verk þetta hefi eg gjörtupp á eigin býti og án tilhlutunar annara. Hy!gg eg að það hafi orðið til einhvers góðs. Af starfinu öllu, bæði því er eg hefi unnið fyrir kirkju- félagið, og eins þessu, hefi eg haft, eins og áður, ríkulega ánægju. Þó dylst mér ekki, að eigi kirkja Drottins vors Jesú Krists að geta lifað hjá oss og guðsríkislífið að taka nokkrum framförum meðal fólks vors, að þá verðum vér að finna veg og möguleika til aukinnar starfsemi. Með því eina móti getum vér litið fram á velginn og gengið öruggir að því verki, er oss að sjálfsögðu ber að vinna. Með hjartanlegu þakklæti til allra, sem studdu mig við boðun fagnaðarerindisins, með dáð og drengskap á árinu. Winnipe'g, Man., þ. 14. júní 1930. Jóhann Bjarnason. Var málið síðan rætt af fjöri og af áhuga, þar til kl. 4 e.h., að lýst var fundarhlé, til að gefa þingmönnum og gestum færi á að þiggja veitingar, er kvenféla'g St. Páls safnaðar hafði boðið til í fundarsal kirkjunnar. Kl. 4.15 var fundur aftur settur. Héldu umræður þá á- fram um heimatrúboðsmálið, þar til J. J. Vopni gerði þá til- lögu, er studd var af skrifara, að málið sé sett í fimm manna þingnefnd! Var það samþykt. — í nefndina voru skipaðir þeir séra G. Guttormsson, Jón Hannesson, Bjarni Jones, Thos. Halldórson o'g G. J. Oleson. Samþykt var einnig, eftir tillögu Dr. B. B. Jónssonar, er studd var af mörgum, að vísa 5. máli á dagskrá, sunnudags- skólamálinu, til þessarar sömu nefndar. Þá var tekið fyrir annað mál á dagsrá: Kristniboð meðal heiðingja. Fyrir hönd trúboða vors í Japan, séra Stgr. Octavíusar Thorláksonar, lagði séra H. Si'gmar fram þessa skýrslu: 541 Ueno, Kobe, Japan, May 20th, 1930. To the Icelandic Lutheran Synod, assembled at my birthplace in 1930. Dear friends,— t This having been an unusual year in my experience as your Mis- sionary out here, permit me to depart from the usual and combine my report and letter to synod in one this year. Thanksgiving and praise for all that God has done for us and for all he has permitted us to do for Him are the dominant notes of this our annual hymn of greeting to you all. The past year has been another season of “bulb-sowing.” In our report last year we referred to our unique opportunities in the many new and steadily growing residential sections of the city of Kobe, two of which we are just beginning to occupy. See Parable Luke 19:13. We are more than ever convinced that our present responsibility as well as privilege is,—Home Evangelism for the Suburbs. To tliis end we have been praying and planting during the past year. Much is be- ing written and spoken today about pioneer work in the rural districts, but we venture the opinion that quite as much real pioneer work is still to be done in the cities of Japan. Much of today’s verbosity is only conscience-salve. We might work more. The suburb in which we have our Missionary home, Ueno of Nishinada, was incorporated into the city of Kobe last April. Thus has begun a process of lengthening still further this city of one dimen- sion which will go on until the chain of villages between Kobe and Osakka shall have been linked together into a city of such vast propor- tions that the Church of Christ will be challenged to put forth as never before, its very best to cope with the many and varied social problems to which this massing of several of the nations millions into a limited area will surely give rise. It is our humble theory that a Missionary’s first terrn is a period of adjustment, and that we do not begin to function technically as Evangelistic Missionaries until after our return from mthe first furlo. But even tlien it will take the average Missionary a couple of years (if he has been assigned to work in another station than the one in which he spent his firsy: term of apprenticeship to make a sufficient number of contacts to assure him the confidence of any one community. This work we choose to call “bulb-sowing.” The invisible results are in the roots underground. If the Missionary be .permitted to continue to cultivate this garden, i.e., the same community throughout his second term, he can be seaconably sure of visible results. The green blades of the bulbs begin to shoot forth as soon as the roots have taken hold underground. It has been our privilege to have had seasons of “bulb- sowing''' in two gardens during tliis our 2nd term on the field. See our 1927 report. Our contacts (bulks) in this neighborhood are showing hopeful signs of developping intó a nucleus for the launching of our second church-unit in this city. It is to the work in this section of the city wliich we wish to assign the Memorial Building Fund started by our synod two years ago, and for which two or three contributions have been sent directly to me. At our Convention this year. we ap- plied for recognition of this work which was granted, and the Mission- ary was appointed pastor. Sincce our furlo is due next year we have further requested that an assistant be speedily provided) in order that he may be worked into this special local situation. The Sunday school and the Sunday morning Preaching Serices are well attended, three persons having alreaíly definitely expressed a desire for baptism. Another special feature oí our work might be called “the Corre- spondence Church” through which means we attempt to maintain con- nections with all our contacts, especially with those who for various reasons are out of reach of personal visits. The membership of this department numbers about 490. he time and work that this kind of activity alone requires can easily be iniagined. The results being of course, in black and white are most often gratifying, and certainly a source of much encouragement when one is inclined to dispare of one's usefulness in the field. In this connection honorable' mention is due Miss K. Imamura, our Secretary, for invaluable and faithful help given in this department of our work. She is a member of our local Church anda College graduate. It is a great pleasure indeed to intro- duce her herewith to our Church at home, for you will surely hear more about her (and maybe from her) in the not distant future. As for our established Curch work in the west end of Kobe at Na- gata, another promising residental section, where we purchased land last year as then reported, we liave requested Pastor Aoyama to write you a letter setting forth his hopes and desires for the work there. We shall let this letter speak for itself as we have translated and appended same hereto. At the end of last November we let the contract for the building of the Parsonage as authorized by the Board of Foreign Missions, and into this new Church Home we moved soon after the middle of Febru- ary of this year. Just before Christmas we conducted “the Ceremony of Elevating the Ropf Beam” of the Parsonage. This is usually an occasion of much marrymaking and more drinking in Japan. It corre- sponds to our corner-stone laying. Instead of the usual drinking of “sake” (Japanese rice breweij wine) we prepared a Christian Service and preached to the workmen assembled, also to as many of the neigh- borhood as corae to listen in. We distributed monographed New Testa- ments, taking this opportunity to annoUnce our intention of doing house to house work in the neighborhood, asking for their good-will and in- viting them to attend all services to be held in the new building from the time of completion. It has been our privilege to make a number of personal contacts to date in tliis section of the city as we have been obliged to be on the grouriíls to supervise building operations: We send you herewith a photograph of the place taken at the time of our first servicce, Feb. 23rd. A most gratifying and happy results of our close cö-operation with the architect and builder, Mrs. Inouye must not be overlooked in this report. On the evening of the 23rd of December last, we were visiting in the homme of Mr. Inouye, talking with his invalid son as we had also done on several former occasions. The boy requested to be baptized, and with the consent of the parents we administered this blessing to the dying boy. Just one month later, Jan. 23rd he was taken home after a lingering illness of four years. In honor of his memory the parents presented our church with a solid brass cross, 24 inches in height whicli now adorns the altar raised in the new Parsonage, and when the new church is built it will be rémoved to its permanent place from which for many years it will sliine as a symbol of the cross borne once and for all time by the Saviour of Mankind. PRAY that the father and the mother of this boy may speedily come to the same decision as their boy who has gone on before rejoicing on the \Vay in the Truth of the Life as it is in Christ Jesus. It is too soon to report results or even progress at Hiroshima, the city 200 miles soutli of here where we began Lutheran work last year. We believe tliat we have been prmitted to make^some prQgress during this first year, which will eventually bring results for the Kingdom. Pastor Okuma has been very niuch encouraged by the local prossibil- ities, and we had hopes that after a few years of his faithful service in this vineyard he would have been able to render a commandable account of his stewardship. But at our recent Convention he was transferred to Kurume as Pastor of our first self-supporting congregation. I . We send herewith a second photograph of our Congregation at Hiroshima taken on Nov. 24th, the occasion of my father’s visit to this station. Mr. Ashida, a graduate student of the local Teachers’ Univer- sity, (the second man to my left) is one of our first to receive baptism at Hiroshima. So we wil) now have to make a new start with a new man, Rev. Ouchi one of our younger pastors. My report for the past year and this letter would not be complete without some reference being made to tl|e unusual privilege which has been ours in that my Father and Mother have 'been in our home over here and blessed it since last August. During the month of November my Father and I visited all our work in Kyushu, and by the time you receive this he will have visited all our stations on the nyiin island as well. Concering these visits and many other experiences he will report in his serial letters to “Sameiningin.” He attended our Convention this year as a Special Commissioner of our Board of Foreign Missions con- ducting our daily devotionals. Tliis was a source of much inspiration and comfort to all our Missionaries. Numerous appreciations of his presence with us were expressed personally, publicly and officially. When he returns again to you, I am sure he will be able to make our work over here very real and vital to you. Needless to say, he is en- joying everything connected with his stay here, even to eat with chop- sticks, so that he cannot decide on whe'n to return to America! Judging from Father’s and Mother’s present state of mind, I think the Synod will have to issue a Recall before they will begin seriously to consider the return trip. As we look back over the past year, therefore, and offer up our thanksgiving to the Father of our Saviour for the privilege of witness- ing for Him with our living in this great city of this great empire, the one outstanding event of the year will always be,—the visit of father and mother. And when this visit shall have become but a memory, we will be the better enabled to give of ourselv^s more fully than hitherto to whatever tasks lie before us in this vineyard of the Lord, because father and mother have lived here with us. “My cup runneth over. Surely goodness and loving kindness shall föllow me all the days of my life.” And I shall stay in the Master’s service forever. With many thanks for your continued prayers during the year, and with all good wishes to the synod, the congregations and members thereof, I am Sincerely and fraternally yours, S. O. Thorlaksson. Bókagerð Islendinga í tnlefni af 1000 ára hátíðinni, hefir stjórn Landsbókasafnsins komið upp sýningu á íslenzkri bókagerð frá öndverðö. Er sýn- ismununum komið fyrir í kössum með fram endilangri norðurhlið lestrarsalsins (undir gluggun- um). í fyrstu sýningarkössunum eru skinnhandrit, hið elzta af Reyk- holtsmáldaga (ca. 1180)i og halda menn að þar sé ein lína með hönd Snorra Sturlusonar. Næst skinnhandritunum taka við pappírshandrit í þremur kössum, og eru þar á meðal eig- ir.handarrit Hallgríms Pétursson- ar af Passíusálmunum, Brynjólfs biskups Sveinssonar af Kross- kvæði hans, Jóns Halldórssonar af Biskupasögum hans, Jóns bisk- ups Vídalíns, lEggerts Ólafssonar, séra Snorra Björnssonar á Húsa- felli, Hannesar Finnssonar Skál- holtsbiskups o. fl. o. fl. Að hanrditum loknum taka við prentaðar bækur. Er þar fyrst Nýjatestamenti Odds Gottskálks- sonar, hin fyrsta bók, sem prent- uð var á íslenzku (í Hróarskeldu 1540), þar næst kemur Jónsbók (prentuð á Hólum 1578), Guð- brandsbiblía (Hólum 1584) með myndum og skrautstöfum í upp- hafi hvers kapítula, skoVnum af Guðbrandi biskupi sjálfum. Þá kemur fyrsta útgáfa af Grallaran- um (1594)v Síðan fylgja sýnis- horn af bókagerð alt fram á vora daga. — Mgbl. Þakkarávarp. Eg undirritaður, sem dvalið hefi síðastliðna tvo mánuði á gamal- mennaheimilinu Betel, bið Lög- berg hér með að skila innilegu hjartans þakklæti til ráðsmanns, forstöðukvenna og þeirra annara er auðsýndu mér alúð og nærgætni. Dvölin varð mér hin yndislegnsta í alla staði, og eg veit að á Bet- el standa mér allar dyr opnar I því falli, áð leið mín liggi þar um á ný. Bgðarlag mitt í kringum Wynyrad og ástvinirnir þar vestra seiða og heilla huga minn, og þess vegna er eg nú á leið vestur. Staddur í Winnipeg, 2. júlí 1930. Brynjólfur Jónsson. ÞAKKARORÐ. “Sjáandi, sjá þeir ekki. Heyr- andi, heyra þeir ekki, og hafandi skilping, skynja þeir ekki.” Þessi orð voru töluð af honum, ' sem vald hafði til að tala þau, og sem, því miður, hafa á ýmsum tímum og stöðum átt víða við. En guði sé lof, að eg, hér undirskrif- uð, sem dvalið hefi í mörgð ár í Riverton pósthúshéraði, sem áður hét Icelandic River (áður vana- lega kallað íslendingafljót)i, — já, þar eg eg nú búin að dvelja í mörg ár, en hefi jafnan verið svo lánsöm, að kynnast þar aldrei neinum slíkum mönnum. — Heyj*- andi hafa þar allir, sem eg hefi umgengist, jafnan heyrt mál mitt og hallast að því með velþóknan og þakklæti til guðs. — Sjáandi hefir fólkið þar séð hinar ýmsu þarfir mínar. Og skynjandi hefir það skilið hinar mörgu sársauka- stundir mínar, sem að fátækt og sjónleysi mitt nú um langan tíma hefir ollað mér, og bætt úr því heiðarlega á ýmsan hátt. — Og nú, þann 25. júní, þegar eg hafði afráðið að fara til Betel, til vístar þar, var mér í Riverton haldið kveðju-samsæti af nokkrum kon- um í húsi Mrs. Guðfríðar Hans- son, og fara nðfn þeirra hér á eftir: Guðfríður Hansson, ,Sig- ríður Jónsson, Sigríður Goodman, Seselia Doll, Guðrún Jónsson, Lára Jónasson, T. Jónasson, Ósk Hjör- leifson, Kristín J. Pálsson, Maggy Benediktson og Björg Kristjáns- son. — Þessum konum og öllu fólki í bygðarlaginu, og í bænum Fiverton, sem mér hafa - á um- liðnum tíma gott gjört, bið eg hinn ríklundaða höfund himins og jarðar, að endurgjalda á ríkuleg- an hátt. — 1. júlí 1930. Guðrún J. Goodman.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.