Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ 1930. Bls. 5. Flugmál á Islandi. Tíðindamaður Mgbl. fór á fund dr. Alexanders Jóhannessonar til þess að grenslast um fyrirætlanir Flugfélagsins. — Hvenær verður byrjað að fljúga? — Eins og yður er kunnugt, fór • eg utan til þess að reyna að festa kaup á tveim flugvélum. Tókst mér þetta, og ihefi eg fest kaup á 2 Junkersflugvélum, annari af sömu gerð og í fyrra, fyrir fjóra farþega, en hin með sex farþega- sætum, og verður hægt að taka tvö af þeim úr og jafnvel fleiri og setja sjúkrabörur inn í staðinn, ef á þarf að halda. Kemur önnur þess- ara véla væntanlega með “Goða- fossi” í júní, en hin skömmu fyr- ir Alþingishátíðina, og hefjast því flugferðir um miðjan júní. — Má spyrjast fyrir um kaup- verð vélanna? — Þær kosta hingað komnar rúmlega 200,000 kr., og eiga að greiðast að fullu á þremur árum. Hlutafé félagsins er nú rúm- lega 100,000 krónur, en þarf að komast upp 1 200,000 kr. Hlutverk mitt verður meðal annars að auka hlutaféð og vænti eg, að ís- lendingar sjái sóma sinn í því að kaupa hluti í félaginu, einkum þar sem við bjóðum eftirfarandi kostakjör: Hver hluthafi fær trygða 5% í flugferðum. Maður, sem kaupir t. d. hlut fyrir 1,000 kr., fær á hverju ári flugferðir fyrir 50 krónur. — Þetta er því betra, en að leggja fé sitt í spari- sjóð, því að allir þurfa að ferð- ast — í loftinu. Þér verðið að athuga, hversu málum er nú komið. Flugferðir eru orðnar staðreynd á íslandi. Þúsundir íslendinga bíða nú eft- ir því að geta ferðast í loftinu. Með stofnun flugmálasjóðs á síð- asta Alþihgi og undirtektum þings og stjórnar, má telja fullvíst, að Flugfélagið með áætluðum tekj- um ráði yfir nægilegu starfsfé til þess að halda úti tveimur flug- vélum alt árið að meira eða minnal leyti. Nú vantar aðeins herslu- muninn, aukið fé til þess að greiða helming hinna nýkeyptu flugvéla. Ef þetta tekst, verður flogið á íslandi um alla ókornna tíma. — En ef það tekst ekki? — Það verður að takast. Eg treysti á alla mína mörgu vini víðsvegar um landið, sem skilja þýðingu þessa máls. Eg treysti á hina upprennandi kynslóð, eg treysti á framtíð íslands. — Hverjir stýra flugvélunum í sumar? — Eg keppi að því, að koma upp íslenzku flugliði. 1 sumar tekur Sigurður Jónsson við stjórn annarar flugvélarinnar, þeirrar,' er athugar síldargöngur og hef- ir bækistöð sína á Akureyri. Hann hefir nýlokið fullnaðarprófi við flugskóla í Þýzkalandi og þykir mjög efnilegur flugmaður. Hinni flugvélinni stjórnar væntanlega Neumann flugkapteinn, hinn á- gæti flugmaður, er hér var í fyrra. En á næsta ári vona eg að bætist Jnýr íslenzkur flugmaður við. Walter flugstjóri verður bér væntanlega í sumar, og má öllum vera það gleðiefni, er þekkja gætni hans og ágæta hæfi- leika, en á næsta ári geri eg ráð í'yrir, að alt starfsfólkið verði ís- lenzkt. — Hvernig verður flugferðun- um hagað í sumar? ■— Á líkan hátt og í fyrra, en Um það skuluð þið fá nánari fregnir, er við byrjum. Eg geri ráð fyrir, að flugfélagið verði að láta sér nægja þessar tvær flug- vélar fyrstu 2—3 árin, en sá tími kemur, að við tökum stærri flug- vélar í þjónustu okkar, vélar, er hafa þrjá hreyfla, og bera 12—14 Pranns. Þetta eu hillingar fram- tiðarinnar, draumur, sem mun rætast. " Hafa nokkrar nýjar endur- bætur orðið í flugvélagerð? — Allar flugvélar eru því mið- Ur dýrar, en nú er verið að gera tiiraunir með notkun hráolíu- hreyfla> og eru allar vonir til tess, að innan tvegja eða þriggja ára verði stórfeldar umbætur á hossu sviði, er munu gera allar fiugferðir miklu ódýrari. — Hvað verður um flugferðir a Alþingishátíðinni? — Eg geri ráð fyrir, að báðar ^slenzku flugvélarnar haldi uppi stöðugum -flugferðum til Þing- valla hátíðardagana. Tveir ensk- ir flugbátar munu væntanlegir hingað meðan á hátíðinni stend- ur og ef til vill enn aðrar flug- vélar. — Hverjir eru hlutir félags- ins? ' ■ — 50 kr., 100*kr„ 500 kr. og 1,000 krónur. Síldarleit úr lofti, sjúkraflutningur, póst- og far- þegaflutningur landshorna á milli á örfáum klukkustundum. — Allir þeir, sem vilja stuðla að því, að tífalda hraðann á íslandi, kaupa hluti í Flugfélaginu. Þeg- ar þessi tífaldi hraði er orðinn jafn sjálfsagður á íslandi eins og að taka í bíl til Þingvalla á 1% tíma, munu menn viðurkenna, að engum peningum er betur varið en þeim, er fara til hlutakaupa í flugfélaginu. Þjóðin verður alt- af sjálf að lyfta stóru málunum. Morgunblaðið skorar kröftug- lega á alla landsmenn að styðja þetta stórþarfa framfara fyrir- tæki með hlutafjárframlögum. Og vér erum jafn ibjartsýnir og dr. Alexander á það, að fé það sem vantar fáist, og þó meira hefði verið. — Mgbl. Frá aðalfundi Eimskipafélagsins. Á aðalfundi Eimskipaféla'gsins, er haldinn var í Kaupþingssaln- um á laugardaginn 14. júní, mættu fulltrúar fyrir 40% af hlutafé fé- lagsins. Jóhannes Jóhannesson, fyrv. bæjarfógeti var fundar- stjóri, en Lárus Jóhannesson fundarritari. Þessi aðalfundur markar að því leyti tímamót í sögu þessa félags, að nú lætur hinn vinsæli og ötuli framkvæmdarstjóri, Emil Nielsen af framkvæmdarstjóra- starfinu, en við tekur Guðmundur Vilhjálmsson. Emil Nielsen ávarpaði fundar- menn með þessum orðum: ’ Heiðraða samkoma! Um leið og eg nú hefi lagt nið- ur stöðu mína sem framkvæmda- stjóri Eimskipafélagsins, sem mér og okkur öllum er svo kært, vil eg minna á orð mín á síðasta að- alfundi, þegar eg kvaddi félagið, þau orð munu í dag standa ó- breytt. — Eg vil því aðeins láta í ljós hjartanlegt þakklæti mitt til starfsfólks félagsins, bæði til lands og sjávar og til stjórnar félagsins og endurskoðenda, fyrir ágætt samstarf frá fyrstu byrjun og til þessa dags. Eg vil flytja allri þjóðinni innilegt þakklæti mitt, einnig Vestur-íslendingum, fyrir þann ágæta skilning sem þeir hafa haft á þessu fyrirtæki, sem er svo þýðingarmikið fyrir þjóðina. Eg vil vona, að samúð sú, sem haldist hefir utan um fé- lagsskap þenna, breytist aldrei né þverri. Eimskipaféla'g Is- lands var stofnsett á réttum tíma. Þjóðin má aldrei gleyma þeim hag, sem hún hafði af Eimskipa- félaginu á stríðsárunum. — Þjóð- in má aldrei gleyirj.a, að Eim- skipafélag íslands hefir verið mikilvægasti liðurinn í sjálf- stæði landsins. Þeir menn, sem gengust fyrir stofnun félagsins, hafa verð- skuldað óskift þakklæti þjóðar sinnar um aldur og æfi. Heiðraða samkoma, um leið og e!g nú segi skilið, að minsta kosti við forsæti þetta, vil eg flytja ykkur öllum og allri íslenzku þjóð- inni, ástkærar þakkir mínar fyrir þær stundir, sem eg hefi lifað og starfað á meðal ykkar, og íslandi, sem orðið er annað föðurland mitt. Eg óska Eimskipafélagi Is- lands hamingju og farsældar ís- lenzku þjóðinni velgengni, o’g vil bjóða eftirmann minn velkominn og óska honum farsældar og góðs gengis með hið virðulega starf, sem hann nú hefir tekist á hend- ur. — Umræður snerust m. a. um það, að Héðinn Valdimarsson hélt því fram, að ólöglegt væri að Eglgert Claessen væri í stjórn félagsisn vegna þess, að hann er búsettur í Skildinganesi utan við Reykjavík. En fundarmenn aðhyltust lítt þá hótfyndni, og fékk Claessen flest atkvæði, er til stjórnarkosn- ingar kom. Rætt var og um tillögu þá, að landsstjórn fengi atkvæðisrétt á fundum félagsins fyrir fé það, sem ríkissjóður hefði lagt í fé- lagið, og var samþykt að breyta lógunum til þess að taká af vafa sem leikið hefir á því atriði. Á fundinum var afhjúpað mál- verk af Emil Nielsen, er Gunnar I Jos. T. Thorson I Frambjóífandi f rj álsiyndaf lokkins í Winnipeg South Centre Kosningar 28. júlí n. k. ÍSLENDINGAR! StyðjiS beztu stjórnina með því að styðja bezta manninn! Greiðið Dr. J. T. Thorson atkvæði við kosn- ingarnar þann 28. yfirstandandi mánaðar. Fjölmennið á fundi Dr. Thorsons og veitið honum fulltingi. Sem fulltrúi yðar á sambandsþingi er Dr. Tliorson réttur maÖur á réttum stað. Ivjósið mann, sem þér vitið að hefir reynst vel og treysta má að fullu fyrir rnáluin yðar. \ Thorson’s nefndarskrifstofur: Aðal-skrifstofa: Acadia Gardens, Port. og Donald, F. 89 790 St. James, Cor. Inglewood og Port. Fón 62 450. 992 Portage — Hringið 89 790 og spyrjið um fónnúmer. \ 800 Sargenut Ave. — Hringið 89 790 og spyrjið fón núm. Prentað samkvæmt fyrirmælum W. C. Borlase, forseta Winipeg South Centre Association. Blöndal hefir gert. Á mynd sú framvegis að vera á vegum fé- lagsins. Formaður félagsins skýrði frá halg þess og rekstri síðastliðið ár. Kaflar úr skýrslunum um þau efni birtast hér síðar. Reksturshagnaður af starfi fé- lagsins varð árið sem leið kr. 551,078.35, og er það nokkru minna en árið áður. Frá bókuðu eignarverði félags- ins voru dregnar kr. 309,267.97 og varð tekjuafganlgur kr. 152,567.27. Félagsstjórnin lagði til, að arð- inum yrði ráðstafað sem hér segir í endurnýjungar og varasjóð leggist .... kr. 75,000.00 Stjórn félagsins fái í ómakslaun ............ 4,500.00 Endurskoðendur fái í ómakslaun............. 3,600.00 Hluthöfum Igreiðist arður 4% af hlutafé ........ 67,230.00 Til n. árs yfirfærist .... 28,469.17 Samtals ...... kr. 178,799.17 Var till. þessi samþykt með mikl- um meirihluta. Breytingartillaga kom fram á fundinum um það að greiða hluthöfum ekki arð. En hún fékk ekki byr. — Mgbl. Ferð til Dakota Það var sannarlega gleðiefni fyrir oss, er stöndum fyrir félag- inu ‘Vínlands blóm”, að vera boð- inn suður til Dakota 14. júní. Að þetta unga félag vort skyldi eiga þá vini, er vildu sjá oss og heyra, var oss óblandið gleðiefni. Það var fyrsta boðið, er vér höf- um fengið, svo því var tekið, og maður hlakkaði til þessa 14. júní, líkt og maður ætlaði að taka sér ferð til íslands, enda var það í mjög nánu sambandi. 14. júní var því lagt af stað. Alt brosti við manni: Veðrið var gott og fagurt, brautirnar renni- sléttar og bíllinn í bezta lagi. — Tollþjónar og aðrir embættis- menn alúðlegir og kurteisir. Alt gekk að óskum. Eftir fjögra og hálfs tíma keyrslu, kom- um við til Mr. J. J. Myres, sem ferðinni var heitið til. Innilegri viðtökur hafa mér sjaldan mætt á lífsleiðinni. Ekki gátu þau heið- urshjón og börn þeirra sýnt oss meiri alúð og gestrisni, þótt við hefðum verið ( þeirra nánustu skyldmenni. í sannleika erum við J. J. Myres mjög skyldir í því, að elska skógargróður. Merkin sýna verkin hjá herra Myres. Umhverfis hús hans stóðu há og fögur tré af ýmsum tegund- um, sem gáfu skjól og fegurð; öll þessi tré höfðu verið plöntuð þann 15. júní. Fóru Myres hjónin með okkur upp á hæsta fjalls- tindinn; þar sá maður yfir alla ís- lenzku bygðina. Það var fögur sjón og aðdáanleg. Víða sáust skóga-raðir, er fyrir 50 árum voru ekki til, og sem gerðu útsýnið breytilegra og fegurra. Oft hafði eg áður heyrt talað um myndarskap á öllu í Norður- Dakota. Farið upp á fjallabrún- ina og lítið yfir bygðina, og sjáið hve myndarleg hún er, og eftir því er annað að dæma. Hvar sem voð komum, var ætíð tekið vel á móti oss og málefni voru; vér fundum hér sannarlega vini. Það væri of langt mál, að telja upp alla þá merku menn, er vér mættum, en þó má eg til að geta þess að hafa mætt skáldinu K. N. Júlíus; mælti hann fram vísu, er hljóðaði í þá átt, að hann ætlaði að gefa Birni það eftir að klæða ísland, en sjálfur sagðist hann ætla að taka það að sér, að klæða landsins dætur. Hann sýndi okk- ur eplatré og ýmsan annan jurta- gróður þar á því heimili; mun þar vera sá stærsti aldingarður, er íslendingar í North Dakota eiga, að minsta kosti ,sá stærsti er eg sá þar. En það var eitt sorglegt, er eg sá, og það var sandfokið á Sand-j hæðunum; eftir að menn voru búnir að strita við plægingar og sáning, að þá skyldi koma sand-J fok og eyðileggja alt. Því betur kemur það ekki oft fyrir; en á vor^ hefir borið meira á því en að und- 'Sandhæðírnar mundu i vel feeta framleitt pine-skóga, það sá eg hjá B. Eastmann við Akra P. O., þar sem hann var að grafa skurð, að sandurinn var samslags og þar sem pine-viðar skógarnir vaxa norður í Canada. Ef sáð væri meiru af pine í kring um Akra, mundi það að mínu áliti hjálpa stórlega að varna sandfoki. Eg tók eftir því, að margir höfðu plantað spruce og balsam, en hafði lukkast illa, líklega af því, að plönturnar hafa verið fluttar langt að og ræturnar skemst. Mundi þess vegna fræ- ið vera hentugra. Auðvitað eru svoleiðis verk aðallega í hag þeirra, er eftir koma, því sá sem sáir, kannske nýtur ekki sinnar vinnu. Því miður máttum við ekki staldra lengur við, og komum heim þann 17. júní. Eg þakka ykkur öllum í Dakota fyrir ykkar velvild og alúðleg- heit okkur til handa og þann stuðn- ing, er þér sýnduð Vínlands- blómi, og ósk vor er sú, að geta með tímanum sent ykkur blóm- fræ frá íslandi. Ef alir tækju Vínlandsblómi eins vel og Norður-Dakota búar, þá stuttu stund, er vér stóðum þar við, þá yrði tilgangi vorum fylli- lega náð. Hjálpið oss með því að kaupa hnappa. Hver hnappur, sem að keyptur er, gróðursetur tré á ís- landi. — útlátin eru ekki stór, að- eins 25 cent. En ekki hefðum vér átt að flýta oss heim, því ekkert beið vor þar. Vér höfðum beðið um að fá að vera á íslendingahátíðinni 26. júní hér í Winnipeg, og höfðum búið oss út með hnappa til að selja þar, töldum sjálfsagt, að oss yrði leyft það. í nærri tvær vik- ur biðum vér eftir svari. En þessir góðu nefndarmenn sáu sér ekki fært að gefa oss svar- ið, fyrri en um kvöldið 24. júní, og þá, að vér mættum ekki vera þar. Ástæðan er þeir gáfu, var sú, að aldrei hafi svoleiðis verið leyft áður á þúsund ára minning- arhátíð, áttu þeir vist við. því ekki gátu þeir með sanni sagt, að svoleiðis hafi aldrei verið leyft á íslendingadegi, því þótt hnappar hafi ekki verið iseldir, þá voru undirskriftir seldar á Sel- skinnu, sem meinar mjög líkt, — það sem inn kom, fór til háskóla íslands, en vér söfnum til að -hlynna að skógarmálum íslands. Vér munum það, að í vetur, þegar þessi nefnd var kosin, gat einn ræðumaður þess, að ekki væri um annað en þrjá félags- skapi að ræða hjá íslendingum, tvo kirkjuflokka og Goodtempl- ara, og að þeir, sem stæðu fyrir utan þá, þyrfti ekki að taka til greina. Skil eg nú enn betur mína af. stöðu, því engum þessum flokkum heyri ég til. B. Magnússon. 428 Queen St., St. James. Halla Jónsdóttir Jónasson. fædd 7. okt. 1859, dáin 16. des. 1929. “Ó, gætum vér aftur þig grátið frá Hel, þú góðþvendið elskulega! Það eina vér megnum: með ástarþel að inna þér fórn vors trega; þér fylgir vor blessun, þér fylgja vor tár á friðarins engilvega.” (Stgr. Toh.) Þann 16. des. s.l. andaðist að heimili sínu í Víðir-bygð í Mani- toba, ekkjan Halla Jónsdóttir Jón- asson; hafði hún ári áður fen'gið aðkenningu af slagi, og lá rúm- föst þaðan í frá, unz dauða henn- ar bar að höndum, téðan dag. Halla var fædd 7. okt. 1859. Foreldrar hennar voru‘ Jón Þor- kelsson, bóndi á Brennistöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu, og kona hans Guðrún Hermannsdóttir bónda á Höll í Þverárhlíð. Halla heitin átti 13 systkini alls, kom- ust níu af þeim til fullorðinsára, sem sé: 1. Þorsteinn, 2. Þuríður, 3. Helga, 4. Halldóra, 5. Herborlg, 6. Arndís, 7. Ingigerður, 8. Her- mann, 9. Sigurður. — Ung gift- ist iHalla^ heitin Jóhannesi Jónas- syni frá Harrastöðum í Miðdölum í Dalasýslu. Hann var fæddur á Harrastöðum 2. ágúst 1854. For- eldrar hans voru Jónas Jóhannes- son bóndi á Harrastöðum og Guð- ný Einarsdóttir bónda á Kols- stöðum í Miðdölum. Þau fluttust vestur um haf árið 1876. Fyrstu dvalarárin hér vestra héldu þau til hjá Einari lækni bróður Jó-j hannesar, er þá hafði numið land í Hvítanesi í Árnesbygð. Námu: þau Jóhannes og Halla land þar grend og nefndu Akur. Svo flutt- ustu þau til Mikleyjar, námu land sunnavert á eynni og nefndu býli sitt Jaðar. Sökum langvarandi vatnagangs, urðu þau að flýja þaðan árið 1880. Fluttust þau þá til méginlandsins, og dvöldu nokkra hríð á Straumnesi við ís- Icndingafljót; fóru síðan til Win- nipeg og voru þar til ársins 1885, að þau fóru aftur til Nýja íslands o!g settust að á Jaðri, norðast í Breiðuvíkurbygð. Setti Jóhann heitinn rétt sinn á landið og bjó þar, unz hann dó snölgglega árið 1904, var banamein hans hjarta- bilun. Þeim hjónum, Jóhannesi og Höllu, varð þrettán barna auðið; eru tíu þeirra á lífi og skulu hér nefnd: 1. ólafur. 2. Þuríður, kona Björns ólafs- sonar, ættaður úr Fljótsbygð, bú- sett í Tantallon, Sask. 3. * Kriátín. 4. Jónas. 5. Ásgerður, kona Ármanns Magnússonar, bónda í Víðirbygð. 6. Hermann. 7. Einar. 8. Hjörtur. 9. Guðrún. 10. Ingigerður. Guðný, elzta dóttir þeirra hjóna, var kona Tryggva Halldórssonar, úr Fljótsbygðinni; dó hún árið 1914 frá tveimur un!gum börnum: Jóhannesi og Kristínu Höllu. Tók Halla heitin, þessi börn til fósturs við lát dóttur sinnar. Auk þess tók hún annað fósturbarn árið 1924: Þorstein Alfred Hibert, þá fárra vikna gamlan. Árið 1913 fluttist Halla heitin ásamt börnum sínum frá Jaðri til Víðirbygðar, og námu synir hennar þar lönd, og hafa þar mik- inn búskap með höndum. Eins og sjá má af ofanskráðu ágripi, hefir dagsverk þeirra líjóna' verið stórt, og hin erfiðu örlög landnemans sorfið fast að þeim. En sérstök og sjaldgæf er sú af- staða, sem átti sér stað á heimili hennar, og trygg og föst voru böndin, sem tengdu móður og börn saman. Við lát manns henn- ^ ar gegndu eldri systkinin foreldra skyldum gagnvart yngri systkin- unum. Mun það sjaldgæft, að átta manns, bræður og systur, standi við hlið móður sinnar og stuðli að sameiginlegri heill heim- ilisins á jafn-ljúfan hátt, og Jað- ars systknin hafa gert, bæði fyr óg síðar. Halla heitin var þrekmikil kona, þróttlunduð, hversdagslega stilt og prúð. Skemtin i tali, bók- hneigð og greind, mjög lestrar- gjörn. Guðrækin og trúuð kona var hún. Hún var ómetanlega góð móðir. Engin nema sönn og góð móðir hefði getað tengt sam- an hugi margra sona og dætra. í sjúkdómsstríðinu naut hún um- hyggju og aðhjúkrunar barna sinna, var því bjart yfir æfi- kveldinu og hvíldin kærkomin, eftir langt starf, sem vel og dyggilega var af hendi leyst, dg minningin björt í syrgjandi ást- vinahjörtum. Hún var lögð til hvíldar fagran og sólríkan des- emberdag. Fjöldi sveitunga söfn- uðust saman á heimilinu, til að votta samúð með syrgjendum og kveðja hina látnu konu. Fór jarð- arförin fram þann 19. dag des. Var hún lögð til hvíldar í graf- reit bygðarinnar. Sá er ritar línur þessar jarðsöng Höllu sálugu., Sig. ólafsson. SOKUM SAMVINNU VIÐ NEYTANDANN HEFIR STARF KING-STJÓRNARINNAR BORIÐ ÞENNAN ÁKVEÐNA — ÁRANGUR 1. Framfærslukostnaður lækkað um því næst 50% í átta ára stjórnartíð Kings og meðráðamanna hans. 2. Allar tegundir sambandsskatth verið lækkaðar, og ágóðinn með því skilinn eftir í vösum neytenda, þeim og heim- ilum þeirra til mestu hagsbóta. 3. Kostnaður lífsnauðsynja hefir lækkað sökum endurskipunar á þjóðbrauta- kerfinu, með því að vegalengdin milli framleiðanda og neytanda hefir styzt. 4..Verð á öllu því, er til heimilis heyrir, hefir lækkað, sökum Crows Nest flutn- ingsgjalda taxtans, og mun lækka frek- ar, eftir að farið verður að nota Hud- sonsflóa brautina, enda verða önnur járnrautafélg jafnframt til neydd, að lækka gjöld sín til þess að mæta jafnri samkepni. 5. ,Kaupgildi canadiska dollarsins hefir hefir mikið aukist á heimilinu, sökum lækkaðra skatta, og eykst gildi hans jafnframt annarsstaðar, sökum ákvæð- anna í fjárlagfrumvrpi Dunning’s í sambandi við útfærslu ívilnunartolls- ins brezka. Neytandinn byggir upp heimili. Velferð Canada, er sama og sama og velferð neytandans. CANADA ER TRYGGARA MEÐ KING Greiðið atkvæði með King þingmannsefni Publication authorized by E. G. Porter, Portage la Prairie. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.