Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 6
R!s. fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1930. t ; Sonur Guðanna > | Eftir R E X P, E A C II. I. KAPITULI. ÞaS var seint í apiílmánuði og veðrið var hlvtt og gott. Það hafði verið sólskin á hverj- um degi í heila viku og grasfletirnir í borginni \-oru orðnir grænir og blöðin á trjánum voru að spiinga út, og blómknappamir sömuleiðis. Törafmagn vorsins, sem engin árstíð á til í eigu sinni, nema vorið eitt, var allstaðar sjá- anlegt. Niáttúran í allri sinni dvrð, var að vakna af vetrardvalanum. Sam Lee stóð við opinn gluggann á íbúðar- herbe' gi sínu, sem vissi út að listigarðinum, og einmitt það, .að glugginn stóð opinn, jók hjá honum vorþrána, 'þrána til lífs og nautnar, svo hann varð nærri því eins og drukkinn maður. Hann var órólegur og hann langaði út í frelsið og lífið. Hann var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti heldur að biðja þjón sinn, Moy, að færa sér yfirhöfnina, sem hann var vanalega í, þegar hann keyrði bílinn sinn, eða slopppinn, sem hann var í, þegar hann las og skrifaði heima hjá .sér. Hann vissi fullvel, að hann þurfti að lesa. En vorið var komið og það var eins og ótal raddir kölluðu á hann og leiddu huga hans frá náminu og bæðu hann að koma til sín út, út í “ljósið, frelsið, vorið”. Hvernig átti maður að geta fengið sig til, að hugsa um þessa fyrirlestra prófessoranna við liáskólann, þegar svona stóð á? Þessir fvrir- lestrar voru _bara kaldir og þurrir þekkingar- molar, sem kannske gátu að vísu komið að ein- hverju haldi í lífinu, og kannske ekki. Nú að minsta kosti fanst Sam þeir ekki mikils virði. t þeim var ekki neitt að finna, sem fullnægði þrám hans, eins og þeim nú var varið. Neðan við gluggann, rétt hjá gangstéttinni, stóð hinn afar dýri og vandaði bíll, sem hann var nýbúinn að kaupa, og honum fanst hálft í hvoru, að bílinn mundi beinlínis langa til að fara eitthvað nú í góða veðrinu. Hann sá bíl- inn gegn um t'rjágreinamar, sem vora orðnar hálf-laufgaðar. Bíllinn var alveg sérstaklega fallegur, enda hafði skólafólkinu orðið æði skrafdrjúgt um hann. Sam hafði lka oft séð fólk hópast saman utan um bílinn til að skoða hann og dást að honum. Og einmítt nú var þarna hópur af fólki kringum bílinn. Sam sá það ekki vel, vetpia þess að trén skvgðu á það, en hann hevrði til þess. Kátar stúlkur. Glað- værð. Hlátur. Merki vorsins voru allstaðar sjáanleg. En sú vitlevsa, að líma hugann við þessar bækur, og allar þessar heimspekilegu hugleiðingar, sem hann var að fást við á hverjum degi. Hví ekki að kasta. þessu öllu frá sér, í bráðina að minsta kosti. og njóta lífsins? Síminn hringdi úti í ganginum og Sam heyrði May segja “halló” með sinni einkenni- lega mjiíku rödd. Eftir mínútu kom hann inn í setustofuna, henigði sig og sagði: “Mister Spuggum vill tala við yður.” May var frá Kóreu og öll ensk nöfn, hvað auðveld sem þau voru, voru honum ofurefli. Hann varð að hafa upp þessi óviðráðanlegu nöfn, en hann gat enga ábyrgð á því borið hvernig hon- um tækist það. Sam fór út í ganginn til að svara símanum. “Helló, Sæm,” sagði glaðleg mannsrödd. “Þetta er Spud Gtorham. Hvernig líður þér!” “Ágætlega, þakka þér fyrir.” “Ertu að vinna?” “Ekki enn þá. Eg ætlaði rétt að fara til þess.” “Heyrðu, Sam! Eg skal segja þér hvernig ástatt er. Eg er hérna niðri og Kicker líka, og þrjár stúlkur. ViÖ voram á leiðinni til þín í þeim erindum, að fá hjá þér meiri peninga til láns, þegar við mættum þessum þremur stúlk- um. Ein af þeim er stúlka Kickers. þær oru uti að dast að bílnum þinum. Það er bezt fvrir þig að koma ofan og keyra bílinn dálítið. Það dugar ekki að láta þennan fallega híl rvðsra eða melétast.” Sam hlo, en komst ekki að til að si'gja n því Spud hélt áfram að tala. # 7eðrið er alt of gott, til að fara á my sýningar, eða eitthvað þess konar, enda e við Kicker báðir svo að segja alveg skildi lausir. Mig grunar, að þú hefðir gaman a kevra eitthvað og taka okkur öll með þér, sl nrnar líka, Er það ekki rétt? Hugsaðu það Sam, að við mundum ekki biðja þig að okkur peninga þegar þær era viðstaddar, þu eiginlega græðir á þessu. Eg vona þú I ir. Stúlkurnar eru fallegar og vel siða Þær útata e'kki allán bílinn með tyggigumi Sam hugsaði sig um dálitla stund, áðu hann svaraði. “Ertu alveg viss um, að það sé ekkert á : þessu?” spurði hann. “Auðvitað er ekkert á móti því,” sagði Gor- ham með töluverðum ákafa. “Það er míklu betra en að sitja yfir bókunum. Við verðum ekki mjög lengi. Stúlkurnar þurfa að komast heim snemma. Flýttu þér nú Sam, áður en stúlkurnar fá einhverjar nýjar hugmyndir í höfuðið.” Sam Lee Iét May færa sér kápuna sína og eftir örfáar mínútur var hann kominn ut, á gangstpttina þar sem þetta fólk beið hans. Þeir Spud Gorham og Kicker Wade tóku honum með mesta fögnuði og gerðu hann kunnugan stúlkunum þremur, sem með þeim voru. Þeim ]>ótti ekki lítið til koma, að kynnast þessum unga manni, sem svo var auðugur, að hann gat látið það eftir sér, að eiga bíl, sem kostaði mörg þúsund dali. Sam gerði ráð fyrir, að þeir Spud og Kicker hefðu sagt stúlkunum hver hann væri, svo það þyrfti ekki að koma þeim á óvart, að hann væri ekki hvítur maður.. Það var bálf-dimt þarna úti á strætinu, svo Sam sá ekki stúlkurnar vel og varð því að geta í evðuraar. Þó gat hann séð. að þær vora smekk- lega klæddar og eins prúðmannlegar eins og .stúlkur þurfa að vera nú á dögum. Það voru yfir þrjú þúsund stúdentar í Eastern háskól- anum, en þó kannaðist Sam við flesta þeirra, en þessar þrjár stúlkur mundi hann ekki til að hafa séð áður. Hann gerði því ráð fvrir, að þær mundu ekki vera háskólanum tilheyrandi, en ættu væntanlega heima þar í nágrenninu. Allar töluðu þær við hann viiðulega og honum fanst stúlkurnar ekki kæra sig um að kynnast sér mikið og tók Ivicker þegar eftir því. “Ykkur er alveg óhætt að tala við Sam Lee eins og jafningja ykkar,” sagði hann. “Þið þurfið ekkert að vera að hugsa um það, þó hann kunni að vera konungborinn. Hann er heldur ekki svo eldfimur, að hætta sé við, að það kvikni í honum, þó þið lítið á hann og talið við hann vinsamlega.” “Þetta er ljómandi fallegur bíll, Mr. Lee.” -----“Eruð þér ekki liræddir um, að einhver muni stela honum?” — — “Hvernig eigum við að sitja?”------“Það er sama sort og bíllinn, sem sýndur er í kvikmyndinni, Græni hattur- inn. var það ekki aðdáanleg mynd?” — “Eg hefi grænan hatt. Eg skal sitja hjá Mr. Lee. Nema ef önnur livor ykkar vildi lieldur—” “Farðu bara og seztu hjá Sam,” sagði Gor- ham við stúlkuna, sem síðast talaði. “Þú ert gáfuð og það er Sam líka. Hann ber höfuð og herðar yfir alla í heimspekisdeildinni, og ]>eg- ar á liggur, ])á hugsar hann fyrir okkur alla hina. Bíðið ])ið bara við, þangað til liann fer að útlista fyrir ykkur alla lífsins leyndardóma og hugmvndir manna um lífið alt frá elztu tímum.” Sam Lee brosti, svo það sást i hvítar tenn- urnar um leið og hann stakk lyklinum í skrána og lét bílinn renna af stað. “Eg er ekki mik- ill málskrafsmaður,” sagði hann. “En eg hefi gaman af að hlusta á aðra tala.” “Eg verð alt af hálfhrædd, þegar eg keyri móð manni, sem talar mjög mikið. Eg er hrædd um að hann gæti sín þá ekki,” sagði stúlkan, sem sat hjá honum. “Dæmalaust rennur þessi bíll vel, mjúkur eins og silki.” Fólkið, sem í aftursætinu sat, talaði alt í einu og þar keptist hver við annan um að láta heyra til sín. En það var Wade, sem skaraði fram úr í þoim kapppleik. “Heyrið þið, gott fólk!” sagði hann. “Hvernig va>ri að syngja dáltið til að byrja með. Kann nokkurt kkar nokkra söngvísu? Eg get sungið nokkuð vel, en eg kann enga vsu. Eg bý þær bara til sjálfur, en þær era ekki vel góðar hvað skáldskapinn snertir. En við skulum syngja. Ein-hver verður þó að byrja.” Ein af stúlkunum byrjaði að syngja eitt- hvert alkunnugt og auðvelt lag, og hitt fólkið tók undir, allir nema Sam. Eftir litla stund spurði stúlkan, sem sat hjá Sam, — honum fanst að hún héti Hart, en var ekki viss um það, — hvort hann gæti ekki sungið. “Ekki rétt vel,” svaraði hann. “Hamingjan góða! Það gera engir nema ítalir. Eg get ekki fylgt með þessum nýju lögum. Það er af því að eg hefi ekki radíó. Það er ekkert pláss fyrir það í litla lierberginu mínu, sem er á stærð við .vænan fataskáp. En aðal-ástæðan er nú samt sú, að eg hefi ekki efni á því,” bætti hún við, og hló góðlátlega. “Eg býst við, að þér hafið radíó?” “Eg hefi það,” svaraði Sam. “Flestir piltanna hafa það.” “Hvaða tegund af radíó hafið þér?” Hún eins og stóð á öndinni, Jiegar hann sagði henni það sem hún spurði um. “Hvað er það annars, sem þér hafið ekki? Þúsund dala radíó, franskan bíl, stóra og vandaða íbúð handa sjálfum yður og þjón til að gera alt sem þér þurfið. Þetta er líf, sem er einhvers virði. Hvar er heimili yðar, Mr. Lee?” “I New York.” “Eg er frá Vesturríkjunum, Bartonville, Ohio.” Sam leit til hennar og brosti, svo aftur skein hvítar tennurnar. “Eg er fæddur í San Francisco,’ sagði liann. Samtalið- slitnaði sem snöggvast, því fólkið í aftuisætinu ónáðaði þau eitthvað. En eftir litla stund hélt Miss Hart. samtalinu áfram. “Eg Iiélt að allir þessir auðugu stúdentar, eins og þér, mundu halda til í Stúdentaklúbbn- um,” sagði hún. “Margir ])eirra gera það,” svaraði hann, “en eg tilheyri ekki neinum af þessum bræðra- félögum. ” “Eg hefi komið á tvo eða þrjá dansa hjá þessum félögum. Mér finst óskaplegt, hVernig þessir menn líta á skólalífið. Það er eins og þeim finnist það alt tómur leikur. Það lítur út fyrir, að þeir hafi enga hugmvnd um hvað það er að afla peninga—” Sam heyrði ekki meira fyrir skrafinu og hlátrinum í hinu fólkinu. Þau töluðu öll hvert í kapp við anaað, liæði piltarnir og stúlkurnar. Lögreglu])jónninn, sem þau fóru fram hjá, veifaði glaðlega liendi í áttina til bílsins, sem rann svo hljóðlega, ])ó þeir, sem í honum sátu, væru hávaðasamir mjög. Það hafði aldrei áður verið svona hlýtt þetta vorið, og hann óskaði sér að liann mætti sjálfur fara út í litla bílnum sínum, með konu sinni og litla drengnum þeirra. Þetta var ágætis veður til að keyra út sér til gamans. Þetta unga fólk hugsaði sér víst að skemta sér vel þetta kveldið. Piltarnir liöfðu náttúrlega ])o.ssar smáflöskur í vösum sínum, sem hann kannaðist vel við. Þær höfðu ])að inni að halda, sem enginn mátti selja, en allir máttu kaupa og drekka. Einmver af þessum lögreglumönnum á mótorhjólunum, mundi kom- ast í kast við þennan bíl áður en kvöldið væri úti. Það var líka jafn-gott, þeir höfðu ekki svo erfitt og þurftu ekki að ganga sig upp að hnjám, eins og hann og aðrir lögregluþjónar, sem alt af voru á þessu rölti. Hvaðan komu annars allir þessir peningar, sem háskólafólk- ið eyddi nú á dögum? Sam keyrði gegn um bæinn og út í sveit. Vegurinn var ágætur, breiður og sléttur, og loftið angaði af hinum unga vorgróðri. A slík- um vorkveldum njóta æskudraumarnir sín bezt. Sam Lee fanst það einstaklega vinsamlegt af þessum tveimur vinum sínum, að bjóða sér að vera með í jiessari skemtiferð. Hann hugs- aði ekkert um hitt, að án hans gátu þeir enga skemtiferð farið. Það var fallegt af ])eim, að vera svona vinsamlegir við hann og gera hann kunnugan stúlkunum sínum, því þrátt fvrir alt ríkidæmið, var liann mjög einmana. Það var líka fallegt af stúlkunum, að taka honum svona vel og vinsamlega. Miss Hart, Alice var skírnarnafn hennar, var nú orðin miklu kunn- uglegri og vinsamlegri við hann, heldur en ])eg- ar hún fyrst settist hjá honum. Hún hélt sig ekki lengur eins langt frá honum, eins og hægt var, rétt eins og hann hefði mislinga. Þvert á móti sætti hún nú lagi að taka um stýrishjólið, þegar umferðin var lítil og stýra sjálf bílnum, og þegar hún gerði það, var hún svo að segja alveg uppi í fanginu á honum. Hendurnar á henni voru mjúkar og hlýjar og Sam þótti ein staklega þægilegt, ]>egar þær snertu hans hendur. Það hefði svo sem verið hæðgrleikur, að taka utan um mittið á henni; hún bjóst máske við því, að hann mundi gera það. Eitthvað því- líkt var að gerast í aftursætinu, en hann hafði aldrei tekið utan um stúlku á æfi sinni. Hundur kom hlaupandi frá einu bóndabýl- inu, sem bíllinn fór fram hjá, og liljóp meðfram bílnum. Hundurinn kom með þeim ásetningi, að gelta ákaflega, en bíllinn fór svo hart, að hann gat ekki fylgt honum nema örstutta stund og varð -að láta sér nægja að gelta svo sem einu sinni eða tvisvar. Kicker Wade veifaði liúf- unni sinni til hundsins, sem gafst upp í kapp- hlaupinu við bílinn, en sagði svo með mesta spekingssvip, að hann væri svangur. Hann sagði þetta eins og hann liefði komist að ein- ! hverjum mikilvægum sannindum, sem hlyti að vekja eftirtekt hins fólksins. “Því að fara að tala um það nú?” spurði Gorham. “Hvernig í ósköpunum á eg að komast hjá því? Ekki að vera að meiða mig, stúlka litla. Ef þig langar til að stíga ofan á tærnar á mér, þá gerðu það, þegar við erum sezt við bofðið. En eg varð alt í einu svangur, jiegar eg sá hundinn. Munið þið eftir fyrirlestrinum, sem Austin prófessor flutti um hugsanir manns- ins? Auðvitað munið þið það ekki, þið munið ekkert. En hugsanirnar eins og fæðast hver af annari. Þið vitið ]>að kannske. Eg sá hund- inn, sem hljóp og var heitur og móður. Hvem- ig getur þá hjá því farið, að manni detti í hug hinn gómsæti réttur “hot dogs” — með must- ard? Mikil er mentunin!” Stúlka Hickers hafði ekki smakkað ”hot dogs” í ára langan tíma. Hin stúlkan ekki held- ur og ekki Alice Hart. Þau fóru öll að tala um mat. Það var engu líkara, en hungursneyð starði þeim í augu. Eitthvert þeirra hélt, að bezt væri að fá sér einhvern bita að borða og dansa svo, svo sem klukutíma. Goiham leizt ekki vel á þetta. Ekki vegna þess, að hann vildi ekki gjarnan fá að borða, heldur vegna hins, að liann hafði enga pen- inga til að borga fyrir mat eða neitt annað. “Það er gott fyrir fólk að vera svangt, Með því móti verður það gáfaðra og það veit ham- ingjan, að þér veitir ekki af því, Kicker. Mér dettur ekki í hug að éta nokkurn skapaðan hlut. En Wade var alvreg blygðunarlaus, þegar um peningasakir var að ræða. Aðal atriðið fyrir honum var að fá það sem hann langaði til að hafa, livað sem borguninni leið. “Við neyðum þig ekki til að éta, drengur minn,” sagði hann. “Þér er svo sem velkomið að lifa á ])inni eigin fitu, eins og björninn. Eg get ekki gert það, og nú hefi eg alveg fastað, síðan eg borðaði kveklverðinn, og það er sjálfsagt sult- urinn, sem veldur því, að eg er farinn að sjá ofsjónir og ímynda mér það, sem ekki á sér stað. Eg sé fallegt veitingahús rétt hjá vegin- um, alt uppljómað, og eg finn ilmandi matar- lyktina. Er þetta bara draumur? ímyndun, sem ekki á sér neinn stað? Kannske ekki. Eg <sé sex manneskjur fara inn í þetta fallega hús, og eg er einn af þeim. Það er ungur og falleg- ur maður, sem býður fólkinu þarna inn. Það hlýtur að vera einhver prins, liver sem hann er. Jú, það er — það er — Sam Lee. Erum við hans gestir? Það er eg ekki viss um. Mér finst eg sjái liann vera að lána mér peninga til að borga fyrir góðgerðirnar. Nú skíftir um. Það er kominn morgun. Eg borga Sam það sem liann lánaði mér. ’ ’ “Nú er enginn efi á því, að hér er um ein- live jar hyllingar að ræða, Það gæti þó ekki komið fyrir, að þú borgaðir skuldir þínar,” sagði Gorham. “Hvernig væri, að við færum brautina með- -fram vatninu, ]iegar við förum heim aftur og kæmum við í Birch Cage ?” sagði Sam og leit brosandi til hins fólksins. Wade leizt reglulega vel á þetta, en stúlk- urnar höfðu, eitthvað Við það að athuga, Það var alt of fínt, Þær voru ekki nógu vel klædd- ar til að fara þangað. Auðvitað var dæma- laust gaman að koma þar og sjá alla dýrðina, en samt — það var eittlivað á móti því. Wade tók af öll tvímæli. Honum fanst hann sjálfur alt af vera meiri hlutinn í þeim félagsskap, sem hann, var í, hvort sem þar voru fleiri eða færri. “Þetta er alveg ágætt,” sagði hann. “Þið eruð alveg nógu vel klæddar, stúlkur, og Sam er vel þektur þarna.” “Þar er alt svo óttalega dýrt,” sagði Alice Hart. “Hvað gerir það til? Þið eruð ekki með Spud eða mér; þið eruð með Sam. Þeir sem eiga miljónir dollara á sex per cent. vöxtum, þurfá ekki að kæra sig mikið um það, hvað þetta eða hitt kostar. Sam fanst einhvern veginn, eins og hann væri ekki heima hjá sér í þessum félagssktp, sér- staklega þegar hann varð þess var, að Miss Hart veitti honum nú meiri eftirtekt en áður. Hicker hélt áfram sama talinu, um peninga. Hann var alvanur því, að bjóða öðrum máltíðir og hvað annað, upp á annara kostnað. Það var siður lians. Iíann og Spud höfðu að mestu leyti lifað á Sam síðustu mánuðina. En hvað gerði það til? Peningar urðu ódrjúgir hjá þeim báðum. Það sem mestu varðaði var það, að ]>essum tveimur ungu mönnum féll vel við hann og skoðuðu hann sem vin sinn og félaga, og komu honum í kynni við stúlkurnar sínar. Sam var þeim innilega þakklátur fyrir þetta. Með þeim var hann velkominn, ekki fráskilinn öðr- um, eins og lionum fanst liann oftast vera. Hann óskaði sér að hann gæti talað eins léttilega og þeir og látið gamanvrðin alt af fjúka. En hann var öðravísi up>palinn en þeir voru. Honum fanst hann aldrei mundi komast upp á lag með að tala eins og þessir vinir hans gerðu. Dánarfregn. Síðasta dag júnímánaðar and- aðist á Gimli, Gestur Thorsteins- son, ungur maður, aðeins 32 ára að aldri. Bar dauða hans að, eft- ir þjáningar, er vöruðu um nokk- urra mánaða bil. Gestur var sonur Jóns Thor- steinssonar greiðasala á Gimli, en móðir hans, kona Jóns, var Guð- rún Jóhannsdóttir, nú látin fyrir allmörgum árum. Gestur mun um langt skeið hafa verið fremur veill að heilsu. Hann stundaði rafmagnsiðn um allmörg ár, o'g var árum saman í þjónustu stór- félaga í Bandaríkjunum. Hann var kvæntur konu ættaðri úr Bandarikjum, Ellu Dempsy að nafni. Syrgir hún hann nú ásamt systrum hans þremur og einúm bróður, að ógleymdum öldruðum föður, er syrgir sárt drenginn sinn. Gestur var jarðsunginn í Brookeside grafreit í Winnipe’g, en kveðjuathöfn fór fram í út- fararstofu Bardals í Winnipeg, að mörgu fólki viðstöddu. Séra Sig. Ólafson jarðsöng. Dánarfregn. Látin, þann 28. maí s.l., á heim- ili Mr. og Mrs. Jón Stefánsson í Ásgarði í Hnausa-bygð, ekkjan Steinunn Jónsdóttir Guðmunds- son. Var hún nærri 85 ára að aldri, er hún dó. Steinunn var fædd á höfuðdag 1845, á Hofi í Öræfum í Vestur Skaftafells- sýslu. Foreldrar hennar voru þau Jón Jakobsson, ættaður úr Ran'g- árvallasýslu, og Guðrún Bergs- aóttir, hjón búandi á Hofi. Var Steinunn heitin náskyld séra Jóni Steingrímssyni. Fullþroska flutt- ist hún í Austur-Skaftafellssýslu og giftist þar Bjarna Guðmunds- sjmi- Þau fluttu til Canada árið 1889. Komu þau með tvö ung börn með sér, en eitt varð eftir á íslandi. Mann sinn misti hún á fyrsta dvalarári hér í landi. Nokkru síðar fluttist Steinunn að Ájsgarði til Stefáns bónda Þór- erinssonar; tók hún við hússtjórn þar og gekk syni hans ungum í góðrar móður stað. Dótturbarn Stefáns bónda fóstraði hún upp, og annaðist heimilið með skyldu- rækni og prýði. Átti hún jafnan heimili í Ásgarði, einnig eftir að Stefán dó, þá hjá Mr. og Mrs. Jón Stefánsson, hjónum þar. Naut hún ágætrar umönnunar þeirra hjóna og einnig Mrs. Mabel Einarsson, er reyndist henni sem góð dóttir, en Mabel er íósturdóttir hinnar látnu, eins og Jón bóndi var að nokkru leyti fóst- ursonur hennar. Öldruð systir er á lifi hér í fylki. Frændfólk í Framnesbýgð og Winnipeg. —- Steinunn var jarðsungin þann 31. maí. Fór athöfnin fram frá heimilinu í Ásgarði, að viðstödd- um nágrönnum og skyldfólki hinnar látnu, og svo frá kirkju Breiðuvíkur safnaðar, var Stein- unn lögð til hvíldar í grafreitn- um þar, og moldu ausin af séra Sig. ólafssyni. Kaupið, borgið og lesið Lögberg $3.00 um árið Selkirk þarfnast Bancrofts. íslendingar! Greiðið Bancroft atkvæði allir sem einn ! L. P. BANCROFT Liberal-Progressive þingmannsefni í Selkirk-kjördæmi Mr. Bancroft hefir1 setið á Sambandsþingi í átta ár, sem þingmaður Sélkirk-kjlördæmis. Hefir hann reynst stöðu sinni í alla staði vel vaxinn, og hef- ir í hvívetna á sér almennings- orð, jafnt utan þings sem inn- an. Út_

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.