Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.07.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ 1930. Bls. 3. SOLSKIN Fyrir börn og unglinga VtSA. Ljúfir geislar ljóss frá geim, líkt og sólskins'blæja, vofjast þétt um þennan heim þegar börnin hlæja. — S. J. J. ina. Mamma lians var látin vera kyr í rúminu á móti þeim, en íúmfötin voru tekin burtu. “ÞaS má ekki taka rúmfötin frá henni mömmu;” sagði Sveinn hágrátandi, en því var ekki gaumur gefinn. III. S V E I N N . I. Dalurinn heitir Breiðidalur. Eftir honum rennur Breiðdalsá. Dalur sá er grösugur, og er þar víða gott undir bú. Bygð er beggja megin árinnar og skamt millum bæja. Lækjarbakki stendur við svokallaÖ Silungs- vatn, þar sem Silungalækur rennur úr vatninu. Mestan hluta ársins má veiða aurriða bæði í vatninu og læknum. Upp frá vatninu gengur brött ldíð, en liið efra er kléttastallur. Efst er hamrabelti, og gnæfir það við him- in, frá bænum að sjá. Frá öðrum enda vatnsins ganga hólar alt upp að klettastöllunum. Hólar þeir heita Urð- arhólar. Björg hafa lirunið niður úr klettunum, og er því víða torfært um hólana. Milli þeirra eru grýttar vallendisbrekkur, en annars staðar eru þeir vaxnir lyngi. Á sumrum er þar krökt af berjum. Dalur- inn er þokusæil og sést þar oft ekki til sólar vikum saman, um hásumarið, þegar ísa-ár eru. Andspænis Lækjarbakka, sunnan Krossár, er Brekka. Einar og Anna liöfðu búið á Brekku í sex ár. Þau áttu einn dreng; hann var á fjórða ári, þegar saga þessi gerðist. Það var nýbúið að færa frá. Vorið hafði vei ið gott, og væntu flestir dalbyggjar góðs sumars. Túnið á Brekku var nærri þvi orÖið sláandi, og þótti Einari ilt að verða að láta eltast við lömbin um það. Sveini litla þótti fengur í að lilaupa í kring um lömbin, en gerði fremur að styggja þau en hjálpa til að koma þeim inn. Loks tókst að koma lömbunum í lms. Grasið lá víða bælt í loðnustu brokkunum, slóðirnar eftir fólkið sáust um alt túnið. Einar leiddi drenginn sinn heim; mamma Sveins iiafði verið ein í bænum, meðan verið Var að láta inn lömbin. “Af hverju er hún mamma að hljóða?” spurði Sveinn litli, þegar þeir komu inn í bað- stofuna. Einar anzaði ekki syni sínum, heldur gckk að rúmi konu sinnar . Sveinn var látinn hátta snemma um kvöldið og AÚssi því ekki, livað fram fór. II. Morguinn eftir vaknaði hann árla; enn þá var mamma hans að hljóÖa. Sveinn fór þegar á fætur og hljóp út til lambanna; öðru hvoru var hann í kringum þau um daginn, en hann hafði ekki eins mikið gaman af því og áður. Hljóðin hennar mömmu kváðu einatt við í eyr- um hans, þótt liann væri kominn langt út fyrir tún. “Nei, þarna kemur pabbi ríðandi,” sagði Sveinn litli, þegar faðir hans reið heim tröðina. Amma Sveins litla stóð í bæjardynmum, ]>egar Einar reið í hlað. “Hvemig líÖur?” spurði Einar og stökk af 'baki. “Meðulin koma of seint,” svaraði gamla konan og stundi. Einar skildi hestinn eftir á hlaðinu og gekk inn. Konan lians var dáin. “Góður guð!” sagði Einar við sjálfan sig og seti.st á rúmið lijá líkinu. Enn gat hann ekki grátið.. Sveinn fór á eftir föður sínum inn í baðstofuna. “Pabbi, er mömmu batnað?” spurði dreng- Urinn og hljóp að hnjám föður síns. “Já, — henni er batnað,” sagði Einar og tárin komu fram í augu hans. Hann tók Svein í fang sér og grét,—grét eins og barn. Syeinn leit alt í kringum sig. Hvað var þetta? “Hvern ig stóð á þessu? Ekkert var umbreytt. Borðið stóð þar sem vant var, milli nímanna. Stofu- glugginn var öldungis eins og fyr, rúðurnar fjórar og homiS spmngið á einni. Mamma lá í rúminu og sýndist andlitiÖ al- veg eins og vant var, en hún svaf, — augun yoru aftur. Hægri hönd hennar lá ofan á rúm- mu, hvít og falleg. Hringurinn, sem hann hafði svo oft leikið sér að, var á sama fingrinum og áður. Alt var eins og venja var til, nema pabbi lians grét; það hafði Sveinn ekki séð fyr. “Ertu að gráta, þegar mömmu er batnað?” spurði Sveinn og leit framan í pabba sinn. “ Við skulum koma út,” sagði Einar, breiddi yfir líkið og bar drenginn út á hlað. “Því breiðirðu upp yfir höfuð á henni uaÖmmu?” sjrurði Sveinn á leiðinni fram. Rinár setti drenginn niÖur á stéttina og sótt i Rauð út í tún. RauÖur var í ezta skapi, bann var ekki vanur að mega vera svona óá- reittur í túninu. Feðgarnir fóru með Rauð út fyrir hliðið. Laglegum störfum var sint eins og venja var til. Lömbin voru látin inn á sínum tíma. Abniar voru mjaltaðar og smalinn gætti þeirra om kveldið, þangað til þær voru látnar inn í Uatthagann. Sveinn litli svaf lijá pabba sínum um nótt- Daginn eftir komu hjónin á Lækjarbakka að Brekku. Guðrún, kona Páls á Lækjarbakka, var móðursystir Sveins litla. Lengi talaði Ein- ar hljótt við þau hjónin, og að loknum umræð- um spurði Guðrún systurson sinn, hvort hann vildi koma með sér yfir að Læjarbakka. Sveinn liafði komið þangað áður og jafnan þótt gam- an að leika sér við frændsystkini ísnn. Hann var því fús að fara. “Svo sækir mamma mig, þegar hún er kom- in á fætur,” sagði Sveinn, er hann var að hafa fataskifti. Þegar hjónin voru ferÖbúin, var Sveinn litli leiddur að rúmi mömmu sinnar, hann átti að kveðja hana. Sveinn ætlaði að kyssa mömmu sína, en það fékk hann ekki. “Klappaðu á vangann á mömmu,” sagÖi amma hans og tók sveitadúkinn af andliti hennar. “Eg vil ekki vekja hana,” sagði Sveinn litli, en strauk þó um kinn henni. Mæðgurnar táruðust; sveinn starði á þær. Hann skildi ekki söknuð þeirra. Hjónin fóru heim og Sveinn með þeim; Ein- ar fylgdi þeim niður að ánni. Þetta var föstudagur. Sveinn var á lækjarbakka um nóttina. — Laugardagurinn leið og sunnudagurinn sömu- leiðis. Mamma kom ekki að sækja Svein. Hann var rólegur allan laugardaginn. A sunnudaginn lék hann sér ekki með bÖrnunum. Hann fór inn til móðursystur sinnar grát- andi: “Eg vil fara heim, systir, því kemur mamma ekki aÖ sækja mig?” “Elsku bamið mitt, mamma þín er dáin,” sagði Guðrún grátandi. Sveinn skildi það ekki. “Hún er komin til guðs.” “Hvar er hann?” spurði Sveinn. “Farðu með mig þangað.” “Þú átt að vera hérUa, þangað til liann send- ir eftir þér,” mælti Guðrún og tók Svein í fang sér. “Yerður það í dag?” spurði Sveinn, og það glaðnaði yfir honum. “Það er ekki víst,” ansaði Guðrún og kysti Svein á kinnina. “Við skulum bíða róleg.” —Barnasögur.— II. J..— EYRARHLÍÐ. Heimadals björgin háu hrikaleg eru að sjá; bergmálið frá þeim brotnar breiðu Sandhólum á. Hljótt er í Eyrarhólma, liópast þar æðurin, hið innra er að heyra óhljóð og vængja-hvin. Víkur, og vogar skína. Vallendið ofar grær. Angar úr góðu grasi. Gullský í vestri hlær. —Hallgr. J. RJÚPAN S LA P P. I. “Dæmalaust skulum við veiða margar rjúp- ur á morgun,” sagði Páll við Jón bróður sinn. Þeir sátu báðir við vinnu sína inni í baðstofu á Fjalli. “Eg er viss, að eg sef ekkert í nótt af til- hlökkun,” ansaði Jón litli. Eg held eg hafi séð hundrað rjúpur í morgun, þegar eg rak féð. Hefðum við þá verið báðiv og átt vað! Já, þá hefðum við komið með nokkrar lieim.” “Þær verða ekki allar farnar á morgun, Nonni minn, við skulum drífa okkur að vinna í vaÖinn og flétta snöruna,” sagði Páll. Derngimir voru í óða önn að tæja og kemba. Mamma þeirra hafði gefið þeim tog í vað, og pabbi þeirra hafði leyft þeim að fá sér tagl- hár í snörur. Þegar þeir voru búnir að kemba alt togið, fóru þeir báðir að spinna á sína snælduna hvor. Aldrei höfðu drengirnir verið eins iðnir og kappsamir við ullarvinnu eins og þetta kveld. Það var auðséÖ, að þeir voru að vinna fvrir sjálfa sig. “Hvað eigum við að hafa vaðinn langan?” spurði Páll Þórð vinnumann. “Eg held það sé sama, hvort þið hafið hann stuttan eða langan, ])ví þið náið aldrei neinni rjúpu,” svaraði Þórður. “Þið gerið ekki annað en styggja rjúpurn- ar og slíta skóm og eyða tíma. Það þarf nú m-eiri stillingu til að snara rjúpur, en ]>ið hafir, þessir glannar, sem eruð verri en óvandir hvolpar. ” “Við skulum gefa þér fiður í kodda, Þórður minn, ef þií segir okkur, hvað vaðurinn þarf að vera langur. Okkur munar ekki um að gefa þér fiður af svo sem tíu til tuttugu rjúpum.” “Eg held ykkur væri skammar minna að gera fjósaverkin, eins og þið eruð vanir, svo | að eg þyrfti ekki að gera þau, dauðþreyttur úr | húsunum!” “Pabbi hefir gefið okkur frí í kveld, en við verðum að vinna sjálfir vaðinn. Eg held þú getir verið í fjósinu eitt kveld á vetrinum. ” “Við þurfum víst ekki að spyrja þig um, hvað vaðurinn á að vera langur, hann pabbi veit það líklega.” Rétt í þessu kom pabbi drengjanna inn. “Já, já, þið eruð þá seztir við að vinna,” sagði liann. “Hvaða ógnar dugnaður. Eg held við fáum eitthvað í pottinn á morgun!” “Nei,” sagði Palli, “við ætlum að selja prestskonunni allar rjúpurnar, hvín borgar 25 aura fyrir hverja rjúpu. Megum við ekki eiga aurana sjálfir, sem við fáum fyrir þær?” “Það held ég,” sagði pabbi þeirra brosandi. Það var auðséð á honum, að hann liafÖi ekki mikla trú á, að þeir auðguðust mikið á rjúpna- veiðinni. “Við ætlum að kaupa sína ána livor fyrir peningana. ’ ’ “Hvað ætlið þið þurfið að veiða margar rjúpur til þess að kaupa tvær ær?” spurði pabbi pabbi þeirra. “Þið fáið ána í vor fvrir 15 krónur.” “Það get ég reiknað á spjaldiÖ mitt, en ég hætti nú ekki að spinna.” “Getið þiÖ ekki reiknað það spjaldlaust?” spurði pabbi þeirra. “Eg veit ekki,” sagði Páll. “Við fáum 25 krónur fyrir 100 rjúpur, og fimm krónur fvrir 20 rjúpur. Við þurfum þá að veiða 120 rjúpur, og ég er nærri viss um, að eg sá svo margar rjúpur í dag.” “Jæja, verið þið nú duglegir í kveld, eg get brúkað þetta í hnappheldur, ef ykkur verður ekkert úr því. “En það er leiðinlegt að verða að biðja greyið hann Þórð, að vera í fjósinu í kvéld.” “Góði pabbi, segðu okkur, hvað vaðurinn á að vera langur.” “Hann dugir ykkur, þótt hann sé ekki lengri en rúmir þrjátíu faðmar, fimtán faðmar livoru megin við snörur.” II. Klukkan ellefu um kveldið voru drengjrnir búnir með vaðinn. Hann var tvinnaður og hvítur að lit. Snöruniar voru þrjár; þær voru úr hvítu taglhári. Nú var farið að hátta. Drengimir áttu að fara í fjósið um morguninn, en eftir mjaltir áttu þeir að fá að fara á rjúpnaveiðar. “Ósköp vildi ég að það yrði gott veður á morgun,” sögðu drengirnir, hvor í sínu lagi. Alla nóttina var drengina að dreyma um, að þeir væru að snara rjúpur. Þeim þótti, að þeir væru búnir að fá fjölda- margar og bæri þær til skiftis í kippu. Með hana roguðust þeir til prestskonunnar. Nóttin leið. Morguninn kom. Það var skínandi gott veður. Yfir öllu lá gaddur, og um nóttina hafði gert föl. — Meðan drengirnir voru að fjósaverkum um morguninn, heyrðu þeir í öllum áttum til rjúp- unnar. Loksins komu stúlkurnar að mjólka. — Nú var ekki eftir nema að borða. Drengirnir voru fljótir að því. Síðan tóku þeir vaðinn sinn og kvöddu fólkið. “Farið þið nú ekki langt,” sagði pabbi þeirra. “Það eru víst nógar rjúpur hérna frammi í hvömmunum, neÖan til í dalnum. ” “Þið verðið að búa ykkur vel,” sagði móð- ir þeirra. “Við förum snöggklæddir,” svöruðu dreng- irnir. “Þið fariÖ ekki eitt fet, ef þið farið ekki í jakkana ykkar og látið treflana um hálsinn á ykkur. Þið verðið líka að hafa vetlinga,” sagði mamma þeirra. Drengimir fóru í fötin, því alt vildu þeir vinna til að komast á stað. Þeir þutu lit úr dyrunum. Palli réði ferðinni; drengirnir fóru fyrst fram í hvamm og leituðu lengi, þar til þeir sáu rjúpnahóp ofarlega í einum hvamminum. “Nú skulum við greiða úr vaðnum og egna snöruna,” sagði Palli. Þeir gerð það í mesta flýti. Við skulum ekki hugsa nema um eina í einu, nema ef tvær rjúpur sitja alveg saman, þá er vel hægt að láta sína snöruna á hvora. Þú verður að vei’a ákaflega liðugur Nonni, og fljótur, ef okkur tekst að koma snörunni á einhverja.” Það stóð nákvæmlega heima, þegar þeir voru búnir að egna snöruna og rekja vaðinn sundur, að þá flaug allur rjúpnahópurinn. Rjúpumar flugu alla leið upp fyrir Græna- fell, svo ekki var tiltök að elta þær. Gengu nú drengir lengi, alt þangað til þeir komu suður að Svartagili. Sáu þeir þá eina rjúpu í gilkinninni. “Nú skulum \úð tala minna en áður,” sagði Nonni. “Við skulum updir eins snara hana,” sagði Palli. Þeir röktu vaðinn og báru hann-yfir rjúp- una, en áður en hún hevrði hvininn Pvaðnum, flaug hún upp og langt fram í gil. “Við verðum að fara fram í Lambahæðir” sagði Pnlli. Þeir fóru ])angað. Þar var mikið af rjúp- up, en þær voru svo styggar, að drengirnir kom- ust aldrei nógu nærri þeim. K.AUP1Ð AVALT LUMBER ö hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HESIRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Ofrtc*: 6t+i Floor, Bank ofHamHtonOhamber* DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcat Arts Bldg. Cor Grahata og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—* HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Isienzkur lögfræðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræðingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Piney, og eru þar að hitta á eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Rlverton: Fyrsta fimtudag. Gimil: Fyrsta mtðvikudag, Piney: priðja föstudag 1 hverjum mánuði. DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—S Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Wlnnipeg. Manltoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: S—5 HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba. 1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) Islenskur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntosh and Johnson. 910-911 Electrlc Railway Chmbra. Winnlpeg, Canads Sími: 23 082 Heima: 71 75S Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 37S River Ave. Tals.: 42 691 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfræðingur SCARTH, GUILD Sc THORSON Skrifstofa: 308 Mining Bxchange Bldg, Maln St. South of Portage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna sjúkdóma. Er aB hitta frá. kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Síml: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A, LL.B. Lögfræðingur Skrifstofa: 702 Confederatlon Life Buildlng. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON ttundar Urkninpar og yfirsctur. Til viOtals kl. 11 f. h. til 4 *. h. og fr& 6—8 aC kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 " ! J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPBG FastelgnasaLar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð af ÖUu tagl. PHONE: 26 349 HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURf ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað sainstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GRNEIiAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG V DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOTD BLDG. PHONE: 24 171 r, WINNIPEG DR A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 G. W. MAGNUSSON Nuddlælcnir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viðtals tlmi klukkan 8 til 9 að morgninum. AUL.AR TEOUNDIR FLUTNINOAl Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Sími: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOIC ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 68 302 Þær flugu ekki langt, en voru einatt á flögri fram og aftur. Þeir eltu hvern hópinn eftir annan, þangað til komið var fram undir kveld. “Aldrei fer það svo, að við fáum ekki eitt- hvað á heimleiðinni, ” mælti Palli. Nú héldu þeir heim á leið. Þeir sáu enga rjúpu langa lengi, en þegar þeir komu ihenn í brekkurnar, rétt fvrir ofan bæinn, sjá þeir loks eina. Hún var óvenju spök. Drengirnir greiddu vaðinn í flýti, og egndu snörurna. En hún flaug ekki, þótt snaran og vaðurinn kæmi við hana. Hún teygði aðeins hálsinn og hristi sig, svo kúrðj hún sig aftur nlður. “Nonni, togaðu vaðinn lítiÖ eitt til þín, það er dæmalaus klaufaskapur, að snara ekki þessa rjúpu. Svona, — nú er snaran rétt að segja kom- in vfir hausinn á henni. Hana, nú skulum við hrista vaðinn, rjúpan er komin í snöruna.” — Rétt í því að Palli sagði þetta, flaug rjúpan upp og kastaðist aftur niður, því hún var föst í snörunni. Palli dró vaðinn til sín, en Nonni gaf eftir. ((Meira.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.