Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 2
1 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1963 ‘^IHfnlÍTgTrgfTgfnJffgfpIfrgfPfnJfr^fpIffiIfplffv]fn3fn]frgfplfp]fgrnIfplfrgfiliIftg rrj :hj rcj pj rnj nu rrj nu nu ui Bókaþáttur Séra Gunnar Arnason Sigur um síðir Sjálfsævisaga sr. Sigurðar þrem víðlendum söfnuðum, Ólafssonar. — Prenfsmlðjan Leiftur 1962. Hóglátur og einlægur Drott- ins þjónn segir hér sögu sína. Einn af merkustu íslenzku prestunum vestan hafs, sem starfaði þar í víngarðinum í yfir fjörtíu ár lagði sig heils- hugar fram um að verða sem flestum til uppörvunar og hjálpar engu síður á stéttun- um en í stólnum. Fyrri hluti bókarinnar greinir frá næsta algengri sögu. Sigurður er fæddur af fátækum foreldrum austur í Landeyjum 14. ágúst 1883. Ungum brennur h o n u m menntaþrá í brjósti en allar leiðir til náms í latínuskólan- um eru lokaðar. Hann verður mest að stunda sjóinn sér til lífsuppeldis, þótt hann sé afar sjóveikur framan af. Nítján ára gamall ræðst hann í að fara vestur um haf með til- styrk frænda síns, sem þar hafði dvalið. Enn verður hann að vinna hörðum höndum fyrir sér nokkur ár. En á 21 árs afmælisdegi sín- um, verður hann fyrir hug- ljómun, sem mótar líf hans upp frá því. „Nú hafði ég öðl- azt þá fullvissu, að líf mitt tilheyrði Guði í nýrri og fyllri merkingu en hingað til“. „Mér fannst sem ég hefði snert á klæðafaldi Guðs“. Sú full- vissa hvarf honum aldrei síð- an. Hann brauzt í því að læra til prests og lauk því liðlega þrítugur. Starfaði síðan í seinast í Selkirk. Þá var hann og allmörg ár ritstjóri Sam- einingarinnar, Síðari hluti bókarinnar veitir góða innsýn í prests starf, sem rækt er af mikilli trúmennsku. „Mig langaði svo innilega til að verða fólki til blessunar og gleði“. Þetta mega kallast einkunnarorð þjónustu hans, Honum voru húsvitjanir mjög hugfólgnar og telur þær mjög áríðandi. Og honum er ljóst að presturinn er ekki alltaf sá, sem hefur einhverju að miðla. Hann lýsir þeim skilningi vel með sínum látlausa hætti með því að tilfæra þessi orð mál- kunningja síns, skömmu eftir að Sigurður tók vígslu: „Jæja, séra Sigurður minn, nú byrjar fyrir alvöru þín prestlega menntun, áhrif, sem söfnuð- irnir hafa á þig“, Ættjarðarást hans endur- speglast í orðum hans um það er hann leit aftur Eyjafjalla- jökulinn, þegar hann kom hingað í heimsókn 1934: „Að fá að sjá þessi fjöll á ný var að mínum dómi æðsta sæla, sem hugsanleg var af allri jarðneskri sælu að verða að- njótandi' Æviþrá hans var sú „að vera í tölu auðmjúkra þjóna Jesú Krists, sonur Islands og hinnar íslenzku þjóðkirkju, en fóstur- sonur hinna ameríkönsku og kanadísku þjóða“. Það er gott að eiga sálufélag við þennan kyrrláta og góða prest. Það gefur bókinni mest gildi. Kirkjuritið, lega við þessi hjón, sem eru enn svo ung í útliti og í anda, og elskuð og virt af öllum sem þekkja þau. Ágætar veitingar, kaffi og brauð, voru' fram bornar í borðsalnum, fyrir alla. Einnig var komið með vín í glösum og drukkin skál gullbrúðhjón- anna. Gísli Benediktson, White Rock, flutti þeim fallega ræðu. Karlakórinn (V ancouver Icelandic Male Voice Choir) söng nokkur lög undir stjórn Sigurbjörns Sig- urdsonar, söngstjóra, en Sig- urður Johnson er einn með- limur kórsins — og mun hann hafa lengst af, tilheyrt söng- kór þar sem hann hefur átt heima. Gullbrúðkaup í Vancouver, B.C. 11. febrúar síðastliðin áttu hin vinsælu hjón, Sigurður og Thora Johnson, 681 W. 23rd Ave., 50 ára giftingar afmæli. í tilefni af deginum, tilkynnti fjölskyldan að það yrði „opið hús“ á sunnudeginum 10. febr. í Rose Garth veizlusalnum í New Westminster frá kl. 2—5 e.h. og þangað voru allir vel- komnir. Var því boði vel tek-í ið, og mun á annað hundrað manns hafa tekið þátt í veizlu- fagnaðinum. Það var sem allt hjálpaðist til að gera daginn sem ánægjulegastan, glaða sólskin og hlítt veður, sem um sumar dag. Þegar á staðinn kom var gestum fagnað við dyrnar, af börnum og tengda- b ö r n u m heiðursgestana. Veizlusalurinn var skreyttur lifandi blómum, hvítum og gulum, og á hillunni fyrir ofan eldstæðið var stór og fagur blómavöndur, en þar fyrir framan stóðu þau Sam og Thora, brosandi og glöð, og fögnuðu þau vinum sínum, sem allir óskuðu þeim til ham- ingju og blessunar, og þökk- uðu fyrir liðinn ár. Ósjálfrátt datt mér í hug ljóð skáldsins „fögur sál er ávallt ung, undir silfur hærum“. Það á sannar- Sigurður og Thora Johnson voru gefin saman í hjónaband í Tantallon, Sask. Þau áttu lengi heima í Wynyard, og hér í Vancouver síðan 1948. Börn þeirra sjö, sem öll voru þama viðstödd eru: Val B., New Westminster; Ray W., Coquitlam; Dr. Herbert S., Shawnigan, Quebec; Dr. Randolph J., Richmond Hill, Ont.; Harold, White Horse; Mrs. Kristín Haig Mackey, Toronto; and Mrs. Esther Broughton, Toronto, Ont. Barnabömin em 13. Þegar við svo keyrðum heim, var sólin að hverfa á bak við fjöllin — gullnir geislar sendu bjarma sína á vestur loftið. Með lofi um góðan dag. Megi fegurð og friður ævikvöldsins umvefja þessa góðu vini alla ókomna daga. Guðlaug Jóhannesson S. E. Björnsson: Frá Delaware Síðastliðið haust áttum við hjónin því láni að fagan, að vera boðin til sonar okkar og fjölskyldu hans, til Wilming- ton, Delaware. Þáðum við auðvitað heim- boðið með þökkum og fögnuði og komumst þangað á einum degi, loftleiðis til New York og þaðan með lest suður til Wilmington. Áttum við þar svo yndislega dvöl; lékum við barnabörnin og nutum dag- anna í skjóli okkar ungu fjöl- skyldu. Um það skal ekki ræða frekar, en ef einhverjum kann að vera forvitni á að kynnast þessum parti landsins, vil ég leitast við að skýra frá nokkr- um atriðum í stuttu máli. Delaware ríkið er annað hið minsta í sambandinu. Það er að flatarmáli 2,057 ferk. mílur og fólkstala þar árið 1950 var 318.085. Stærsta borgin er Wilmington með 110.356 íbúa, en Dover er þó höfuðborgin með einungis 6.223 íbúa. Newark er háskólaborgin, með 6.731 íbúa og margar aðrar borgir eru þar minni. Landa- mærin að austan eru Delaware fljótið og austan við það er New Jersey ríkið. Að norðan er Pensylvania en Maryland að vestan og sunnan. Delaware hefir verið nefnt demantsríkið vegna afstöðu þess, og önnur auknefni hefir það hlotið af öðrum ástæðum. „Blue hen“ eða bláhænu ríkið, er annað auknefni og kom til af því að hershöfðingi að nafni John Haslet (1776) hafði með sér blálit hæns, sem fræg voru fyrir það að berjast hvort við annað. Vildi hann með því vekja bardalöngun hjá her- mönnum sínum. Þá er það einnig nefnt „First State fyrsta ríkið af því það varð fyrst til að samþykkja grund- vallarlög Bandaríkjanna. Að einkunnarorðum (Alotto) hef- ir það valið sér frelsi og sjálf- stæði, blómmerkið er ferskjan (Peaoh) og trjámerkið er hollytréið. Ríkisfuglinn er bláa hænan og þjóðsöngurinn „Our Delaware", er eftir George Hynson, einn af gömlu skáldunum. Delaware er eitt af 13 upp legu ríkjunum. Það er 90 míl ur á lengd og 35 mílna breitt, þar sem það er breiðast, en sumstaðar einungis 10 mílna breitt. Vötn ná yfir 79 ferh mílur. Nafnið hlaut |>að frá Thomas West De Á4 Warris, sem var ríkisstjón í Virginía 1577—1618. Mér fanst skemmtilegt og herssandi að ferðast um þetta land, og reyna að gera mér grein fyrir því, og sögunni, sem hér hefir gerst á síðustu öldum. Landafræðin er auð- vitað sú sama og áður var af hendi náttúrunnar. Tvær ár, sem heit White Clay og Chri- stina renna í Delware fljótið norðarlega í ríkinu og skifta því í tvenn. Fyrir norðan er hæðótt land en gott beitiland í grænum dölum, skógivöxn- um hlíðum og melum, og er þetta landslag fagurt á sumr- in. Hæst er hálendið þar um 440 fet yfir sjávarmál, nálægt bæ er Centreville heitir. Aftur í suðurparti ríkisins er saman- stendur af 2/3 af New Castle County og öllum Kent og Sussex sýslum, en landið ein flatneskja, hvergi meir en 70 fet yfir sjávarmál. 1 vestur- jaðri ríkisins er sandhryggur og hálendi, þar sem ár og læk- ir hfaa upptök sín, er renna í Delaware fljótið. Tvær stór- ár, Christina og Branlyvine renna í gegn um Wilmington og koma þær báðar mikið við sögu íbúanna frá fyrstu tíð. Við Brandyvine eru hinar frægu Du Pont verksmiðjur, þar sem nothæft púður var fyrst framleitt í landinu og þar sem vísidin hafa síðan þroskast við framleiðslu á öðrum nauðsynjum fram á þennan dag, eins og kunnugt er. Nú eru Du Pont verk- smiðjur komnar víðs vegar. Því hér hafi samnast bókstaf- lega, að „vísidin efla alla dáð“. Fljótt má sj, að hér hafa búið athafnamenn í stóriðnaði og byggingarlist. Brúin yfir Dela- ware fljótið, sem er þrjár míl- ur á lengd^ ber því glöggt vitni, og mér var sagt að önn- ur eins væri á prjónunum. Þá hafa skurðir verið gerðir fyrir innanlands siglingar, Dela- ware fljótið og Chessapeake skurðurinn þversker ríkið um 15 mílur suður frá Wilming- ton, og tengja vatnaleiðina milli Delaware fljóts og Chessapeake fjarðar. Þó er Lewis og Rehoboth skurður, innanlands vatnaleið fyrir smá skip. Iðnaður er hér mikill og sumstaðar í stórum stíl. Wilm- ington er veraldar miðstöð fyrir tilbúning á „vulcanzed fibre“ og á „glazed Kid and moroeeo leather", einnig hefir Frh. bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.