Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1963 Úr borg og byggð Upplýsingar óskasí um syst- kini sem fóru til Canada 1887—88. Þau hétu Gísli Guð- mundur Þorvarðsson, fæddur í Skutulsfirði 16 marz 1861 og systir hans Salvör Þorvarðs- dóttir fædd í Skutulsfirði 25. julí 1858, og mun hún hafa gifst 1890 í Calgary, Alta., manni að nafni Magnús Stein- son og settust iþau að í Ponoka, Alberta. Er þetta það síðasta sem fréttist af Salvöru en ekkert um Gísla. Upplýsingar sendist til Mrs. Sigrun Magnusson, 193 La Verendry St., St. Boniface, Manitoba. Með kæru þakklæti. ☆ The meeting of the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will be held Saturday Evening March 9th at the home of Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Winnipeg. ☆ Jon Sigurdson Chapler I.O.D.E. will hold its annual birthday bridge party, Friday March 15th, at the Unitarian Church parlor Sargent and Banning, at 8 p.m. There will be four prizes for bridge, two for whist and two valuable door prizes. — Refreshments will be served. Conveners are: Mrs. Ena Anderson and Mrs. A. F. Wilson; with assistant: Mrs. Gus Gottfred, Mrs. G. Grimson, Mrs. Ben Heidman and Mrs. H. G. Henrickson. ☆ Samkoma Icelandic Can- adian Club fór fram á öðru kvöldi þingsins. Þar hélt ræðu Dr. Hugh H. Sanderson, for- seti Manitoba háskólans, skor- aði hann á þá kynslóð sem erfa á landið að halda sér við sjálfstæði, bróðurhug og sam- vinnuhug frumbyggjanna fremur enn að varpa sér á stjórnarinnar fyrirhyggju. Börn þeirra herra Kerr Wilson og frú T h e 1 m u , Kerrine, Carlisle og Eric, skemmtu með hljóðfæraslætti, en með tvísöng skemmtu þau Norma Vadebonceur óg Henri Enns sem kunn eru fyrir skemmtilega meðferð á þjóð- söngum. Einnig komu fram tveir fjórraddaðir kvenn flokkar, The Winnikeys og The Gay Fours, er. hvoru- tveggja hafa um hríð sungið við góðann orðstír hér í bæ. Skemmtiskráin gekk greitt og fjörugt undir skörulegri stjórn herra A. R. Swanson, forseta félagsins. C.G. ☆ Nýlega voru kjörnir í rit- nefnd Lögbergs-Heimskringlu þeir Jakob F. Kristjánsson, Johann G. Johannson og Dr. Karl Strand, London, Eng- land. Verður þeirra nánar get- ið síðar í blaðinu. Dánarfregnir Hallur Johnson, 84 ára, fyrr- um til heimilis í Arborg, dó á spítalanum á Gimli 23. febrúar 1963. Hann missti konu sína Vilhelmínu 1960, son sinn, Einar 1947 og dóttur sína, Helen 1953. Eftirlifandi eru sonur hans Edward á Gimli; þrjár dætur, Mrs. Florence Einarson og Mrs. Lily Thord- arson á Gimli og Mrs. Bertha Jónasson að Arnes, Man., enn- fremur 14 barnabörn. Útförin frá lútersku kirkjunni í Ar- borg, jarðsettur í Víðir graf- reitnum. ☆ Mrs. Jónína Christie, 84 ára, 705 Cambridge St., Winnipeg, lézt 27 febrúar 1963. Hún var ekkja J. Guðmundar Christie, sem lengi rak Lakeview hótel- ið á Gimli og síðar kvik- myndahús í Winnipeg. Hún lætur eftir sig einn son, William í Ottawa, og þrjú barnabörn. Hún var lögð til hvíldar í Brookside, séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Mrs. Gróa Björnson, 88 ára, dó 26. febrúar 1963. Hún var ekkja Sveins Björnson og hafði átt heima í Winnipeg sl. 60 ár. Heimili hennar var að 535 Elmhurst Rd., Charles- wood. Hana lifa einn sonur, Edward í Hull, Quebec; ein dóttir, Mrs. F. R. Whitebread, í Charleswood, átta barnabörn og sex barna-barnabörn. Út- förin var frá Bardals og jarðað í Chapel Lawn Memorial Gardens. Rev. E. P. Johnston flutti kveðjumál. ☆ Benedikl Benson, lézt 4. febrúar. Hann var fæddur 14. júlí 1881, sonur Björns Bene- diktssonar og Sigríðar konu hans. Var Björn ættaður frá Víkingavatni og Mývatni en hún frá Tjörnesi í Þingeyjar- sýslu. Benedikt fluttist árs gamall vestur um haf með foreldrum sínum og settist fjölskyldan að í Glenboro, dvaldi þar í fjórtán ár, flutti þá til Langruth og þaðan til Big Point og átti þar heima í sextán ár. Síðan flutti fjöl- skyldan til McCreary, Man. og þar bjó Benedikt fram að 1950 að hann flutti til systur sinnar Mrs. W. C. Allan í Kenora, Ont. og dvaldi þar til æviloka. Benedikt var mjög íslenzkur í anda, hafði ánægju af að sækja íslendingadaginn og hitta skyldmenni og gamla MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. vini. Hann var ókvæntur, en lætur eftir sig þrjá bræður, Bernie í Kenora, Carl í Van- couver og Chris í Victoria; fjórar systur, Mrs. James Maxwell í Florida, Mrs. Margret Hofteig að Lundar, Mrs. Glen Murray í Port Arthur og Mrs. W. C. Allan í Kenora. Fréttir frá íslandi Hörmulegi slys Það hörmulega slys varð sunnudagsmorguninn 24. febr. að þrjár manneskjur brunnu inni í húsi við Suðurlands- braut í Reykjavík, en húsið brann til kaldra kola á skammri stundu. Svo magn- aður varð eldurinn, að heim- ilisföðurnum Birni Kjartans- syni húsgagnasmið tókst að- eins að bjarga annnarri dótt- ur sinni úr eldinum. Kona Björns, frú Helga Elísbergs- dóttir og dóttir þeirra hjóna, Sesselja 9 ára að aldri brunnu inni. Einnig lézt í eldsvoðan- um Úlfar Kristjánsson raf- virki, sem var gestkomandi í húsinu. ☆ Mannalát Nýlega eru látnir Brynjúlf- ur Dagsson (Brynjúlfssonar Jónssonar á Minna Núpi) hér- aðslæknir í Kópavogi; Þor- steinn Brynjólfsson fyrrum bóndi að Nýja Bæ í Flóa; Kristín Gróa Guðmundsdóttir frá Stóru Hvalsá í Hrútafirði og frú Sesselja Árnadóttir (dóttir séra Árna frá Kálfa- tjörn). Árnaðaróskir Undirriiaðir hafa seni Lögberg-Heimskringlu kveðj- ur og afmælisgjafir í iilefni 75 ára afmælis Lögbergs. Heill sé beim! Mrs. Thorey Eggertson, 559 Academy Road, Winnipeg, Manitoba. Mr. Palmi Palmason, 7543 — 26th Avenu N.W., Seattle, Washington. íslenzka tröllið fimmtugt Jóhann Pétursson, Svarf- dælingur, er fimmtugur á morgun, laugardag. Jóhann er fæddur á Dalvík, sá þriðji í 'röð níu systkina sem öll eru búsett hér, nema hann. Jóhann fór utan til Banda- ríkjanna fyrir 15 árum, hefur ekki komið heim síðan, og þar sem lítið hefur spurzt um Jó- hann að undanförnu, héldum við á fund systur hans, Frið- bjargar Pétursdóttur í Eski- hlíð 16, og leituðum frétta af Jóhanni. Friðbjörg sagði, að Jóhann hefði stundað sýningahald öll þessi ár víðsvegar í Bandaríkj- unum og hjá mörgum fjöl- leikahúsum, einkum á sumr- in, en á vetrum hefði hann fremur hægt um sig, enda hvíldaiþiurfi. Friðbjörg taldi, að Jóhann hefði komizt vel af þar vestra, en sagði heilsu hans hnignandi. Jóhann fór fyrst utan til Danmerkur 1935 til að leita lækninga. Hann byrjaði að koma fram á sýningum þar í landi fljótlega eftir það, var lengi í Þýzkalandi og dvaldist ytra meðan styrjöldin geisaði. Jóhann ferðaðist um hér heima og hélt sýningar eftir stríð. — Hann hefur leikið í kvikmynd, er sýnd var hér í Tripolíbíó fyrir nokkrum ár- um. Fáir menn í veröldinni eru viðlíka háir og Jóhann, en hann er tveir metrar og tuttugu og fimm sentímetrar. Tíminn 9. febr. ☆ Heimla biskup lil Skálholts Frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um að afhenda Þjóðkirkj- unni Skálholt til eignar og umráða var til 1. umræðu í neðri deild í gær. Tóku fjöl- margir þingmenn til máls og lögðu margir þeirra til að biskupsstóll yrði endurreistur í Skálholti. Töldu þeir það eðlilega ráðstöfun samfara þeirri endurreisn og endur- bótum, er í Skálholti hafa ver- ið gerðar. Tíminn 15. febr. ☆ Ekki verður feigum forðað, eða ófeigum í hel komið. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sl.. Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years Q subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ..................................... ADDRESS .................................. UMBOÐSMENN LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. FRAMTÍÐARATVINNA Á ÍSLANDI Járnsteypan h.f. í Reykjavík óskar eftir að ráða málmsteypumenn lil starfa við járn- og koparsteypu. Ennfremur aðsloðarmenn í steypusal og slípara. Mikil atvinna. Föst yfirvinna. Vestur-íslendingar, gjörið svo vel og skrifið ef þér óskið eftir nánari upplýsingum. JÁRNSTEYPAN H.F. Pósthólf 626 REYKJAVÍK ÍSLAND ATVINNA Á ÍSLANDI Stálsmiðjan h.f. í Reykjavík vill ráða starfsmenn til stálskipaviðgerða og slálskipasmíða. Ennfremur plötu- smiði. ketilsmiði og rafsuðumenn. Mikil atvinna. Framtíðaratvinna. Vestur-íslendingar, orjörið svo vel og skrifið ef þór óskið eftir nánari upplýsingum. STÁLSMIÐJAN H.F. Pósthólf 1387 REYKJAVÍK ÍSLAND

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.