Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Phiíip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Próf. Askell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. AJcureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed u «econd class mail by the Post Offlce Department. Ottawa. and for payment of postage ln cash. Sigurður Magnússon: Aðalræða Flutt á lokasamkomu ársþings Þjóðræknisíélagsins 1963 Framhald frá síðasla blaði. Mig langar nú að mega um stund gera á því hlé að segja ykkur eitthvað frá Islandi í dag og víkja til þess að ræða þau tengsl, sem eru nú okkar í milli, Austur- og Vestur- Islendinga — eins og þau koma mér fyrir sjónir. Ég held, að þess sé strax rétt að geta til skýringar á skoðunum mínum fyrr og síðar, að ég er vaxinn þar úr grasi á íslandi, sem tiltölulega var lítið um Ameríkuferðir, og ættarbönd mín við Vestmenn af þeim sökum fremur fá. Vitanlega lærði ég í æsku kvæði Stephans G. og Guttorms, las sögur Jóhanns Magnúsar, en að öðru leyti var mér þetta þjóðarbrot fremur lokaður heimur, sem ég kærði mig ekki um að kanna, umfram það sem nauðsynlegt var til þess að verða ekki að viðundri. Ég er af þessum sökum mjög venjulegur íslendingur, eins og þeir ganga og gerast flestir. A unglingsárum mínum var ég lengi þeirrar skoðunar, að allar hugmyndir manna um varanleg menningartengsl milli Austur- og Vestur-ís- lendinga væru óskhyggja tóm, sem litla stoð ætti í veruleik- anum, að sú nytsemd, sem okkur kynni að geta orðið af skiptunum við þessa frændur okkar vestan hafsins, yrði aldrei upp á marga fiska og þeim væri e.t.v. að því hinn mesti bagi að berjast við að varðveita framandi tungu í fjarlægu landi, í stað þess að fleygja þar af sér fornum á- lagaham, og renna sem fyrst í hinni miklu deiglu þjóðanna. Ég mun hafa verið um tví- tugt, þegar alvarlegar efa- semdir tóku fyrst að sækja að mér um ágæti þessara skoð- ana. Ég var þá staddur úti í Noregi, þar sem ég ferðaðist um hinar fornu söguslóðir feðra minna og formæðra. Og mér fannst þá, að í vissum skilningi væri ég aftur kom- inn heim til mín. Hér voru fjöll og dalir forfeðra minna. Hér höfðu þeir stritað, elskað og ort. Og héðan fóru þeir út til Islands. Og þó að tungan væri önnur, þá var hún þó nægjanlega skyld til þess, að ég gat skeggrætt við frændur mína, rifjað upp með þeim frásagnir Snorra, hina sam- eiginlegu sögu okkar. Og þá spurði ég sjálfan mig: „Ert þú verri Islendingur af þeim sökum, að þú finnur nú og skilur, að saga þessa lands er einnig þín eigin saga“? Nei, það ert þú ekki. Þú ert hins vegar auðugri, ríkari að þekkingu og skilningi á þín- um eigin uppruna. Sagan verður þér ekki framar dauð- ur bókstafur. Hún er þér líf dalanna, örnefnanna á hæðun- um ofan þeirra, lykill að hjarta fólksins, sem í landinu býr — og allt frá þessum fyrstu sporum mínum um Noreg til þessa dags, hefir það land orðið í huga mér annað og meira en öll þau önnur, sem ég hef síðar gist. Og þannig mun Noregur halda á- fram að lifa í vitund allra þeirra Islendinga, sem ein- hvers meta sína gömlu sögu — vilja eitthvað vita um sjálfa sig, — og auðvitað hefir eng- inn orðað þetta betur en Stephan G. Það er nefnilega „eitthvað innar ættartali 1 sögum“, sem hér er að verki. Það má vel vera, að við get- um komizt af án þess að vita eitthvað um uppruna okkar, án þess að rækja frændsemi við þá, sem tengdir eru okkur blóðböndum, en fátæklegra er það miklu og þarfleysa að eiga þar tóm, sem fylling lífs má vera. Langt er nú síðan, flest af því, sem skráð var um hina forníslenzku byggð Græn- lands, tók að freista mín, og oft hafa mér orðið hugstæð örlögin, sem þessu litla þjóð- arbroti voru þar búin. Það er af tveim sökum einkum hörmulegt, að ekki tókst að brúa bilið milli síðustu byggð- ar og fyrstu siglinganna á ný. I fyrsta lagi, vegna þess, að þar með verður gátan e.t.v. aldrei leyst um, hvað það var, sem eyðingunni olli, og í öðru lagi, að þar með er týndur veigamikill kapituli norrænn- arraunar fyrst og fremst ís- lenzkrar — sögu. Einhvern veginn finnst mér því, að allt þetta fólk hafi lifað og dáið í hreinu tilgangsleysi — að alls ekkert gæti réttlætt þessa miskunnarlausu sóun náttúr- unnar — nema þá eitt — fund- ur gamalla bóka, sem varð- veitzt hefðu fyrir einhverjar undarlegar tilviljanir — jafn- vel ein bók gæti friðþægt vegna allra þessara þjáninga, ein bók, þar sem saga þessa fólks væri skráð. Og hér kom- um við að því, sem vötnum deilir. íslendingarnir fara til Grænlands vegna óaldar í heiðni, harðinda og kreppu, í von um betri kjör. Þeir búa þar í nokkrar aldir, en hverfa svo inn í rökkurhjúpinn, án þess að láta okkur eftir sína íslenzku sögu. Þeir, sem að heiman fara vestur, í óöld í kristni á síðari hluta 19. aldar, varðveita sína íslenzku sögu, auka hana og efla löngu eftir að þeir eru orðnir hér heima- menn. Þess vegna týnast þeir aldrei íslenzkri menningu. Þess vegna er saga þeirra ís- lenzk og verður það, meðan aldir renna. Það er furðulegt til þess að hugsa, að jafnvel þótt ísland hyrfi sjálft í dag af yfirborði jarðar, að þar væru á morgun fiskar að leik, sem nú eru hinar blómlegu byggðir, þá mun það halda áfram að lifa í vitund heims- ins vegna þess, sem hér er varðveitt af menningu þess, sögu og tungu. Hugtakið ís- lendingur er í vitund okkar stundum allt annað en það, sem vegabréfið gefur vísbend- ingu um. Ég þekki íslenzka borgara á íslandi, sem við köllum þar alltaf útlendinga, og kanadíska eða bandaríska úti hér, sem við viljum ekki vita að séu annað en íslend- ingar. Landamörk íslenzkrar tungu og menningar eru allt önnur en þau, sem landabréfin greina. Hér vestra hafa frá upphafi hins nýja landnáms verið ort engu óíslenzkari kvæði en þau, sem skáldin gerðu heima á íslandi, sagðar sögur, sem lifa munu meðan íslenzk tunga er töluð, fram- lagið til íslenzkrar nútíma- menningar máls og sögu verið ótrúlega mikið að vöxtum og gæðum. Þetta, að íslenzk menning, hið íslenzka ríki andans sé í rauninni eitt, þó að rætur þess standi ekki alltaf í íslenzkri mold — að íslenzk saga sé ein, hvort sem hún er sögð austan hafs eða vestan, að sá, sem týnir sinni eigin sögu, týni sjálfum sér — þetta breytti fyrri hugmyndum mínum um tengslin milli okkar Austur- og Vestur-íslendinga, og gildi þess fyrir þjóðabrotin bæði að treysta böndin, sem enn liggja okkar í milli. Ég veit ekki nógu örugglega, hver enn muni lífsþróttur ís- lenzkrar tungu hér í Vestur- heimi, og til hvers hin unga kynslóð afkomenda landnem- anna muni meta það, að láta ekki gróa grasi þær götur, sem legið hafa okkar í milli, en ég held þó, að heima á ís- landi sé engu síður ástæða til að eíla skiininginn á nauðsyn samstarfsins en hér vestra. Á síðari árum hefir þar að sumu leyti þó þokað nokkuð fram á við. Má þar m.a. minna á gagn- kvæmar heimsóknir, og nú í fyrra fyrstu hópferð íslenzkra ierðamanna til byggða Vestur- Islendinga, útgáfu hinnar ís- lenzku Landnámssögu að vestan, og nýlega, merkra til- lagna um aukið og bætt sam- starf, blaðagreina og útvarps- erinda, en þrátt fyrir það ótt- ast ég, að skilningur heima- þjóðarinnar sé ekki eins mikill á nauðsyn kynnanna og æski- legt væri. Ég hef heyrt suma heimamenn segja, að Islend- ingar vestan hafsins séu nú búnir að leggja það fram til íslenzkrar menningar, sem þaðan muni bezt koma, ótrúlegt sé að hér eigi eftir að vaxa upp þau íslenzk skáld og rithöf- undar, sem auka muni við ís- lenzka menningu, eldri vest- ur-íslenzku skáldin séu orðin sameign allra þeirra, er ís- lenzka tungu vilji tala, og þess vegna sé óumflýjanlega réttast að láta nýju kynslóð- ina hér vestra renna kyrrlát- lega inn í þjóðahafið, án þess að við reynum að gera okkur far um að efla með henni þá ást á íslenzkri tungu og sögu, sem hún muni sjálf aldrei vilja njóta. Ég skal segja ykkur um þetta eitt, sem færði mér, framar öðru, heim sanninn um það, hve allt of fjarlæg hin vestur-íslenzka landnáms- saga er nú orðin nútíma Is- lendingum: Öll kannist þið við frum- herjana frá Eyrarbakka, sem fetuðu slóð Williams Wick- manns til Washington-eyjar fyrír tæpri öld. Ég var á ferð í Wisconsin fyrir rúmu ári og þótti þá rétt að nota tækifærið til þess að leita í Milwaukee að hinum gömlu íslendinga- slóðum, norsku kirkjunni, þar sem sr. Jón Bjarnason söng hina fyrstu íslenzku messu í Vesturheimi 2. ágúst 1874, völlunum, þar sem Jón ólafs- son mælti fyrir minni Islands á Þjóðhátíðinni. Og þar sem ég var nú þarna kominn varð mér allt í einu forvitni á að fá vitneskju um örlög afkomenda íslenzku landnámsmannanna á Washington-eyju, og þangað lagði ég því leið mína. Eftir heimkomuna til Is- lands sagði ég útvarpshlust- endum frá þessari íslendinga- byggð, gamla fólkinu, sem enn talaði íslenzku, kvöldsam- komu, þar sem ég sýndi kvik- mynd og sagði fréttir frá Is- landi. Mér fannst sjálfum, að það sem ég sá þama og heyrði á eynni þá stund, sem ég átti þar viðdvöl, hefði ekkert ver- ið annað en það, sem var rök- rétt framhald þeirrar — að því er mér fannst — alkunnu ís- lenzku sögu, sem þar hófst með þeim Eyrbekkingum, en --_25l af því, sem ég síðar heyrði, var alveg ljóst, að ég hafði sagt flestum hlustendum það, sem þeim var lítt kunnugt. Ég hafði næstum því „fundið“ hálf-íslenzka, en næstum gleymda, nýlendu úti á eyju í Wisconsinríki. Nokkra Eyr- bekkinga, sem ég hitti, rámaði óljóst í einhver hálfgleymd nöfn. Að öðru leyti var þetta Austur-íslendingum týnt fólk og tapað. Ég veit ekki til þess að neinn heima standi í bréfa- skiptum við kunningja eða frændur á Washington-eyju, og ef að líkum lætur mun þessi sögufræga vestur-ís- lenzka nýlenda því týnast með öllu Austur-íslendingum, og íslenzkur uppruni smám saman gleymast þeim sjálfum, sem þar búa — nema því að- eins að nú verði hafizt handa um gagnkvæm kynni. Menn eru stundum að harma það úti á íslandi, að útkjálkabyggðir leggist í auðn, og telja það metnaðarmál, að allar þær sveitir, sem einu sinni ólu líf, verði eftirleiðis bústaður manna. Ég held a,ð þetta sé ekkert hryggðarefni. Við færum byggðina saman, eftir því sem þarfir nútímans krefjast, og geymum hin lítt byggilegri landssvæði þeim, sem á eftir okkur munu koma með nýja tækni til þess að gera sér þar jörðina undir- gefna. Hið eiginlega Island minnkar því áreiðanlega ekki, þó að fólkið flytji þar til. Það kemur í fjölbýlið með sögu sinna dreifðu byggða, sig sjálft til aukins þroska við ný og betri menningarskilyrði. En það er annars staðar en úti á Hornströndum, sem hið eig- inlega íslenzka þjóðríki getur minnkað. Það smækkar með hverjum þeim íslending, sem heima á íslandi afrækir sinn íslenzka menningararf, og apar það eitt, sem útlent er. Það smækkar með hverjum þeim manni, brotnum af ís- lenzku bergi, sem týnir sinni tungu og sögu hér í Vestur- heimi, en það vex og rís til aukinna dáða með hverjum þeim, austanhafs eða vestan, sem bindur tryggð við forna menning norræna, og á sér það að leiðarljósi, sem Matthías hefir í senn fagurlegast mælt og af mestri vizku um ágæti íslenzkrar tungu og þýðingu hennar fyrir þjóðerni okkar. Menn segja stundum, að það hljóti að vera fremur óskyn- samleg tímasóun fyrir unga Vestur-Islendinga að nema ís- lenzka tungu. Ég er ekki alveg vissum það. Ég held, að hverjum þeim, sem einhver sæmileg glögg skil vill vita á íslenzkum uppruna sínum, sé það örðugt, án þess að kunna einhver skil á íslenzku, og ég hygg, að okkur sé öllum hin mesta nauðsyn á að vita, í hvaða jarðvegi okkar eigin rætur stóðu. „örlög forfeðr- anna lifa í oss, vér höfum lif- að þau. Fortíðin getur ósjálf- Frh. á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.