Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1963 7 Aðalræða Frá bls. 4. rátt ráðið því meira um gerð vora og gjörðir, sem vér þekkjum minna til hennar,“ segir Nordal, að því ógleymdu, að sá, sem gengur á vit ís- lenzkrar tungu og menningar, fer ekki í hreysi neinna fá- tæklinga. Nei, hann fer til hins ríkulegasta veizluborðs í fornfrægum sölum, og situr þar dýrlegt hóf mikilla höfð- ingja í andans ríki. Það má vel vera, að þetta borgi sig ekki í centum, en það verður áreiðanlega endurgoldið í annarri mynt og dýrri, þeirri, sem lífsfyllinguna gefur, un- aðsstundir samfélagsins við þá, sem fyrr og síðar hafa fellt snjalla hugsun í farvegu lauss eða bundins íslenzks máls. En jafnvel þó að svo fari að sjálf tungan þoki, verði ekki framar hið mælta, lifandi mál, þá er samt margt unnt og rétt að geyma af því, sem íslenzkast er og upprunalegast — eins og við heima á íslandi varðveitt- um þann norræna menningar- arf, sem við fengum frá landi, þar sem önnur tunga varð ríkjandi en sú, sem okkur var munn tömust. Hér er ekkert það um að ræða, sem verði til þess að tor- velda mönnum að gerast góðir synir og dætur Kanada eða Bandaríkjanna. Við Austur- íslendingar myndum sízt vilja að því stuðla, allt of minn- ugir orða skáldsins um „Væringjans dug“, enda kennir sagan okkur, að flestir þeirra frænda okk- ar, sem til mestra mann- virðinga komust hér vestra, hafi reynzt hvort tveggja í senn, trúir sinni fóstru og tryggir sínum uppruna, góðir íslendingar og ágætir Ame- ríkumenn. Við íslendingar heima höfum að fornu og nýju margt gott sótt hingað vestur um haf, og munum enn um langan aldur margt' geta af Vestmönnum lært. Hvers vegna skyldum við þá ekki gæta þess, að vegirnir okkar í milli vaxi ekki hrísi og „hávu grasi“? Hvers vegna skyldum við ekki vilja efla hið íslenzka ríki fornra og nýrra kyrina, austan hafs og vestan? Ég trúi að við munum gera það. En til þess þurfum við vökumenn á verði — engu síður en þið hér vestra. ☆ Það er stundum sagt, að há- stemdar ræður einkenni frem- ur samskiptin okkar í milli en raunhæf samvinna, og vel má það vera, að stundum hafi fremur verið slegið á þá strengi, sem hvellt hljómuðu, en grandprófa kyrrlátlega spakleg úrræði. Þó ætla ég, að þess megi ekki síður minn- ast, að stundum hafi hinn hagnýti árangur engu síður orðið allrar athygli verður en sú óskhyggja, sem borin var í barmi hins góða hjarta einum saman. Ég ætla að leyfa mér að rifja upp tvennt í þessu sambandi, tvennt, sem þó verður, þegar betur er að gáð, ekki annað en tvær greinar á einum og sama meiðinum. Til er gamalt latneskt mál- tæki, þar sem staðhæft er, að nauðsynlegt sé að sigla, en að ekki sé nauðsyn að lifa. Nú kennir sagan að hjá okkur hafi hvort tveggja mjög haldizt í hendur. Siglingarnar á 9. og 10. öld voru grundvöllur þess lífs, sem þá var kveikt úti á íslandi, og þar með hinnar sérstæðu menningar, sem þar reis. Siglingarnar til Græn- lands urðu líftaug þeirrar byggðar, sem þar óx, siglinga- leysið dauði hennar. Við sigld- um, frjálsir menn, eigin skip- um frá upphafi landnámsaldar til loka þjóðveldis. Skipaleys- ið var ein af aðalástæðum þess, að við glötuðum sjálf- stæðinu á 13. öld, og siglinga- leysið til Islands varð síðar einn hinn mesti bölvaldur og einangrunarmúr í s 1 e n z k u þjóðarinnar. Minnugir sinnar fornu sögu og samtíðar ákveða Islending- ar árið 1913 að stofna skipa- félag til þess að annast sjálfir flutninga á eigin vörum og fólki landa í milli. Hvert leita forgöngumennirnir um hjálp? Til Islendinga allra, austan hafs og vestan. Og hverju svara Vestmenn? I anda þess kvæðis, sem Þorsteinn Þ. Þor- steinsson orti, herhvatarinnar, lögeggjanarinnar um að duga nú sem bezt, um „austrið og vestrið í einingar samvinnu böndum“, og sannarlega var svo tengt til heilla allri hinni íslenzku þjóð. Það má vel vera, að reynzt hefði unnt að stofna eimskipafélag án að- stoðar Vestur-íslendinga. Ég veit það ekki, en áreiðaníega hefði það þá orðið með allt öðrum og risminni hætti en raun varð á, svo sem augljós- ast er af því, að af hálfrar milljón króna frjálsum fram- lögum söfnuðust 160 þúsunc hér vestra. Ég veit ekki held- ur, hvert okkar hlutskipti hefði orðið í heimsstyrjöldun- um tveim, ef útlendingar hefðu einir átt að annast sigl- ingar til og frá landinu, en engum getum þarf að því að leiða, að það hefði orðið ann- að og aumara en það, sem þetta samstillta átak Austur- og Vestur-íslendingar tryggði okkur. Þó að gerð skipanna hafi tekið miklum breytingum frá því er við kunnum fyrst að rekja sögu þeirra, þá standa hin fornu sannindi Rómverj- anna óhögguð frá kynslóð til kynslóðar. „Navigara necesse est“. — Það er nauðsyn að sigla. Lengi dreymdi manninn um það eitt að eignast stór hraðskreið skip, sem boðið gætu hafinu byrginn og flutt fólk og farangur örugglega landa í milli. Síðar verða draumarnir ofdirfskufyllri, ævintýralegri. Maðurinn vill ekki framar láta sér nægja að sigla skipum sínum um öll heimsins höf, þjóta í vögnum um yfirborð þurrlendisins. Hann dreymir um að verða líkur þeim guðum, er hann skóp, að troða „tungla krapa“ hefjast sem Völundur hlægj- andi „at lopti“. Sex áratugir eru nú liðnir frá því er fyrsti bjarminn þoðaði, að draumur- inn myndi rætast, að nýr dag- ur væri runninn í samgöngu- málasögu mannkynsins, og á þeim sex áratugum hafa stór- stígari framfarir orðið á þess- ari nýju braut en hina bjart- sýnustu forvígismenn óraði fyrir. Það sem gerzt hefir er í stuttu máli það, að mannkynið eignaðist nýja gerð skipa, sem, — þrátt fyrir afbrigðilega eiginleika, — lúta um margt sömu lögmálum og þau, sem mennirnir höfðu áður notað til siglinga um höfin, og ef einhver skyldi efast um, að hið forna orðtak Rómverjans ætti ekki við þau, þá er hollt að lesa það, sem ritað var í ís- lenzk dagblöð í marzmánuði fyrir 18 árum. Þá er borið mikið lof á íslenzku ríkis- stjórnina fyrir, að hún stuðli að því við bandarísk stjórnar- völd, að íslendingar fái far til útlanda með amerískum flug- vélum, og telur velvild Banda- ríkjamanna í þessum efnum einstakt vináttubragð við ís- lendinga. Með öðrum orðum: Hin nýju skip samtíðarinnar hafa rofið einangrun íslands með svo mikilli skyndingu, að íslendingar vakna upp við þann vonda draum, að vera á ný orðnir skipvana bónbjarg- armenn útlendra farmanna. ísland var allt í einu komið á hinar miklu krossgötur þjóð- anna, áningarstaður á fjölfar- inni leið milli hins gamla og nýja heims — og þar stóðum við og mændum á eftir útlend- ingunum, sem brunuðu blá- vegu loftsins í austur eða vestur yfir landi okkar. „Viss- irðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar“? var einu sinni kveð- ið. „Navigare necesse est“ — íslendingum var nauðsyn að eignast eigin skip, ef þeir áttu ekki að verða eintrjáningar og strandaglópar í eigin landi. Sagan var hér okkur til varn- aðar. Tilmælin um flugfar með erlendum farkosti vakti óþægilegar endurminningar um hin sex skip Hákonar gamla. Hér varð að hefjast handa: Ýmsa framsýna íslendinga hafði reyndar grunað þetta fyrir alllöngu, því 28. marz 1919 komu nokkrir menn sam- an í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík til þess að stofna fýrsta íslenzka flugfélagið, og þó að saga þess yrði alltof stutt, þá varð hún nægjanlega löng til þess að hennar verður alltaf minnst með þökkum í annálum íslenzkra flugmála. Þið vitið eflaust, að einn af fyrstu flugmönnum þess fé- lags var Frank Fredricksson, einn hinna frægu fullhuga Fálkanna íslenzku, nú bæjar- ráðsmaður í Vancouver, og þótti mörgum heima á íslandi vænt um að sjá hann þar aft- ur, er hann kom þangað á ný fyrir nokkrum árum í boði Loftleiða. Aftur er stofnað flugfélag á íslandi fyrir forgöngu Alex- anders prófessors Jóhannes- sonar árið 1928, en fjárþröng og skilningsskortur almenn- ings varð því að aldurtila árið 1931. Sex árum síðar reisir Agnar Kofoed Hansen merkið að nýju með forgöngu sinni um stofnun Flugfélags Akureyrar, sem síðar verður að Flugfélagi Islands — en nú skulum við brjóta í blað og víkja að flug- sögu íslands um stund hingað vestur til Winnipegborgar. Special Low-Cost Easter Tour! 10 wonderfu/ days ! Visit Vancouver - Nanaimo and Victoria! GREAT IDEA! — a spring vacation in Canada’s evergreen province! You’ll see the Rockies from the scenic dome of “The Canadian” . . . enjoy bus and steamship tours . . . take a beautiful 5 hour scenic drive to Paradise Valley Lodge near Squamish . . . visit famous Butchart Gardens . . . dine at exciting new places, stay at the best hotels! See your CPR agent now for free descriptive folder or write: General Passenger Agent, CPR Station, Winnipeg. Co/uuíicui (fhci^ic TlfAINS / TRUOCS / SMIPS / PIANES / HOTEIS / TELECOMMUNICATIONS WORLD'S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM FROM WINNIPEG AS LOW AS $181.20 Leaves Winnipeg April 11 Rtns. from Vancouver April 19 Fyrir tilbreytilegar og lystugar máltíðir framreiðið oft ljúffenga fiskrétti! X. V) WMV.vvv.vvvAv.'MWWyrr.v/.v.^.yAy.'.w.WWO. í Þegar fiskur — (margar tegundir af honum fást í Kanada) er vel fram- reiddur, þá er hann ágætis matur. Hann er ekki einungis ljúffengur heldur og mjög ódýr. Þú mátt reiða þig á ágæti fisks, sem pakkaður er í Kanada, hvort sem hann er 'frosinn, glænýr, niðursoð- inn, reyktur eða pæklaður, því Fiski- máladeildin hefir nákvæma umsjón með honum. Umsjónarmenn stjómarinnar athuga að staðaldri fisksendingar og rann- saka pökkun fisksins og frágang til að tryggja ágætis fisksins, sem fer á markaðinn. DEPARTMENT OF FISHERIES OTTAWA, CANADA Hon. J. Angus MacLean. M.P.. Minister

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.