Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 07.03.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. MARZ 1963 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga Einn daginn riðu þau hjónin á Stóru-Grund út í kaupstað. Bjarna hafði versnað svo í hendinni, að hann hafði sama sem ekkert sofið um nóttina. Nú var læknir seztur að í Höfðavík. Um kvöldið komu þau aftur. Toni kom út í fjós til þess að segja vinnukonun- um, að á morgun kæmi maður utan úr kaupstað, sem ætlaði að hugsa um féð, meðan pabbi sinn gæti það ekki. „Það er svei mér lán að losna við þá eldraun, sem þessi smalamennska er“, sagði Sigga. „Það segi ég nú líka“, sagði Gunnvör. „Bara að hann þekki þá höfuðið frá hinum endan- um á sauðkindinni, þessi herra, hvað sem hann heitir. Þeir eru nú líklega óvanir fé- hirðingu þessir kaupstaðar slánar. Það hefði líklega verið betra að hafa Steina frænda eins og hann langaði til sjálf- an, að verða hérna áfram. Náttúrlega til þess að vera ná- lægt þér, gikkurinn þinn“. „Það var svei mér gott, að þurfa ekki að hafa hann fyrir augunum allan veturinn“, sagði Sigga og hló ertnislega. Sigga var að enda við að skilja mjólkina, þegar Gunn- vör kom innan úr baðstofunni og talaði fast við vangann á henni, svo að hún skyldi heyra það fyrir hávaðanum í skil- vindunni, sem hún ætlaði að segja henni. „Bara að þú hrepptir hærra, stúlka mín“, sagði Gunnvör. „Gettu hvað hann heitir, sá sem kemur á morgun, og tekur við smalamennskunni af þér og mér. Hann er mikill dans- maður, segir Steinunn bónda- dóttir. Ég er hrædd um að henni hafi sýnzt þið dansa nokkuð mikið saman um dag- inn. Og varla þarftu að setja það út á hann, að hann skæli, ef hann er eitahvað líkur því, sem fyrir nokkrum árum, þegar ég þekkti hann, þann bölvaðan harðjaxl“. Sigga kafroðnaði. „Er það kannske hann Bensi minn?“ spurði hún. „Þér var ekki lengi að detta hann í hug. Hann verður nú víst hjá þér í allan vetur. Það er sagt, að hann gangi í augun á kvenfólkinu, drengurinn sá. Bara að Steinunni litlu hafi ekki litizt á hann þarna um daginn, og þess vegna sé hann að koma hingað. Henni þykir hann nú varla nógu góður tengdasonur, henni Friðriku móður hennar, af því að hann er ekki hjónabandsbarn Bárð- ar á Fjalli. Það hefði verið annað, ef það hefði verið Frið- björn bróðir hans“, rausaði Gunnvör og var mikið niðri fyrir. „Dettur þér kannske í hug, að ég láti taka hann frá mér?“ sagði Sigga. „Það er bara engu líkara en þú eigir hann“, sagði Gunn- vör. „Þú ert ekki öll þar sem þú ert séð, kella mín, ef þú ætlar þér að keppa við sjálfa heimasætuna. En auðvitað er þetta allt spaug á báðar hlið- ar“, bætti hún við. Daginn eftir kom Bensi gangandi með pokaskjatta á öxlinni. „Hér er ég nú kominn, Sigga mín“, sagði hann, þegar hann heilsaði Siggu út við fjárhús- in, þar sem þær vinnukonurn- ar voru að hýsa féð. Ég heyri sagt, að þú hafir verið hálf vesældarlegur smali, og því túri ég ósköp vel, því að þú varst ekki alin upp við það. Þess vegna ætla ég að reyna að létta þeim snúningum af þér. Einu sinni hafði þú trú á því, að ég kæmi alltaf eins og af himnum sendur, þegar þér lægi sem mest á. Mannstu ekki eftir því?“ „Já, ég gleymi engu og býð þig hjartanlega velkominn“, sagði Sigga hálf feimin við þennan gamla leikbróður sinn. Gunnvöru þótti nóg um, hvað þau voru þægileg hvort við annað. „Hún er meira piltagullið, hún Sigríður litla“, sagði hún við húsmóður sína um kvöldið. Og óskaði þess um leið, að hún fengi að líta eftir þjón- ustubrögðunum á þessum vetrarmanni eins og þeim, sem áðurhöfðu verið þar í heimil- inu. Það var náttúrlega sjálf- sagt. Það lifnaði mikið yfir heim- ilinu við komu Bensa. Litlu systkinin og Toni voru í sí- felldum ærslum og áflogum við hann á kvöldin. Húsbónd- anum leið mikið betur í hend- inni, en fór þó öðru hvoru út í Höfðavík til þess að hitta lækninn. Friðriku fannst þessi ungi gagnfræðingur gefa heimasætunni allt of lítinn gaum, en Siggu vinnukonu umgekkst hann eins og hún væri systir hans. Nokkru seinna fór svo Steinunn bóndadóttir út í Höfðavík. Þar ætlaði hún að verða vinnukona í kaup- mannshúsinu. Sigga óskaði henni til hamingju í hugan- um. En það var hreint ekki ákjósanlegur staður, enda eirðu vinnukonurnar þar illa. Dagurinn varð æ styttri, en kvöldin lengri. Bjarna langaði til að spila á kvöldin. Það var óskemmtilegt, að geta ekki svo mikið sem fléttað hnappeldu eða reipi. Þá varð Bensi að vera fjórði maður við spila- borðið. Hrólfur sterik lét nú aldrei sjá sig þar innan veggja, þangað til á fyrsta sunnudag í aðventu. Þá sá Sigga til ferða hans utan túnið. Hún var að taka inn fþvott af snúrunni, sem var að húsabaki og von- aði, að hann sæi sig ekki. En sú von brást. Hann kom beina leið til hennar og hremmdi hendi hennar með funheitri krumlunni. „Sæl og blessuð, Sigríður mín“, sagði hann með velgju- legri samúð. „Ósköp er þér kalt. Það er líka von, að vera að handleika gaddfreðinn þvottinn. Nú er orðið langt síðan við höfum sézt. Ekki síðan þú varst að eltast við kindurnar út á merkjunum í vetur. Mér leizt nú sannarlega ekki á ævina þína þá, en þér var þó' ekki svona óskaplega kalt eins og þér er núna“. „Ég er víst ekkert brjóstum- kennanleg, hvorki þá eða nú“, sagði hún. „Það finnst már nú samt“, sagði hann. „Hvernig hefur Bjarni það? Er hann ekki að verða góður í hendinni?“ spurði hann. „Nei, það er hann nú ekki. En þó ólíkt betri en hann var“, sagði hún. „Ég var nú svona að láta mér detta í hug, að hann gæti kannske farið að snerta á spil- um“, hélt hann áfram. „Það var nefnilega vani minn í fyrra og hitteð fyrra, að koma hingað suður eftir á sunnu- dagskvöldum og spila. Mér finnst nokkuð dauflegt heima um þessar mundir“. „Ég sé að hann getur haldið á spilum“, sagði hún. „Spilar þú kannske með þeim?“ spurði hann. „Nei, ég spila aldrei". „Spilar hann kannske við þennan nýja vetrarmann?" sagði Hrólfur og glotti háðs- lega. „Já, þegar vist er spiluð. Oftast spilar hann við gamla manninn“. „Hvernig lízt þér á hann, þennan vetrargest eða hvað ég á að kalla hann“, spurði Hrólf- ur og rak upp skellihlátur. „Ágætlega. Það er gamall og góður kunningi minn frá æskuárunum“, sagði Sigga og brosti. „Jæja, er það? Náttúrlega þekkist þið innan úr kaup- staðnum. Ég þekki hann líka, síðan hann var á Sléttu. Þá bar fundum okkar oft saman. Og samkomulagið var hreint ekki gott, svona stundum. Hann var yngri en ég. En samt hafði hann alltaf yfir- höndina í tuskinu. Hann var þvílíkur fantur að slást. Ég var nú heldur ekki orðinn þá eins sterkur og ég er núna. Það er ekki víst, að hann hefði mikið að gera í mig nú. Og ég væri til með að jafna sak- irnar við hann, ef færi gæfist“. Hann hló drýgindalega í endi ræðunnar. „Hefur hann kann- ske minnzt eitthvað á mig?“ spurði hann að lokum. ÞJÓNUSTA ER FYRIR YÐUR! i í flestum héruðum í Kanada er mikil þjónusta með höndum höfð í heilbrigðismálum og velferðar í þágu allra borgaranna. Er sú þjónusta oft af nefndum eða einstaklingum unnin. Á meðal þeirra eru: • Heimilishjúkrun • Hjálp í fjölskyldumálum • Atvinnu-útvegun fatlaðra • Við sumarhúsagæzlu fyrir drengi og stúlkur og mörg önnur. Ef þér tilheyrið fjölskyldum, sem á slíku þurfa að halda, þá hikið ekki við að spyrjast fyrir um hjálp. Hún verður fúslega látin í té. Þessi þjónusta í umhverfinu er skráð á gulu blaðsíðunum í símaskrá yðar undir nafninu: "Social Service Organizaiions" Þær eru þar yður til aðstoðar. R. A. Bell Minister of Citizenship and Immigration I UMHVERFINU

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.